Vísir - 22.07.1971, Side 6
6
21. júlf 1971.
YÐAR EICIN
EYIA11
HVÍTABJARNAREY á Breiðafírði
Heil eyja út af fyrir sig á einum fegursta og sér-
kennilegasta stað á landinu, — í þægilegri fjarlægð
frá Reykjavík.
Hvítabjarnarey • liggur í hafnarmynni Stykkishólms, í
nálægð við alla nauðsynlegustu þjónustu og þægindi
þorpsins, en þó alveg út af fyrir sig.
Eyjan er grösug og vel gróin, gaf af sér vel tvö kýr-
fóður.
Varp hefur verið nokkuð í eynni og fuglalíf fjölskrúð-
ugt, ágætt húsastæði og uppsprettalincK ^ ? ,
Sumarkvöld við Breiðafjörð eru ólýsanlega fögur.
Kyrrð'nög ró í óspjallaðri náttúru, með. þorpið í hæfi-
legri nálægð. 'l.~ ■ -
Aðrir eins staðhættir eru vandfundnir/ — Annað eins
tækifæri gefst ekku
— Miði í Happdrætti Félagsheimilis Stykkishólms gefur
þér tækifæri til að eignast eigin eyju — þitt eigið
konugsríki.
E1NSTAICT TÆKIFÆRI.
DREGIÐ 1. ÁGOST 1971
HAPPDRÆTTI
FÉLAGSHEIMILIS STYKKISHÓLMS
| ÚTSÖLUSTAÐIR:
Á FLESTUM BENZINSTÖÐUM UM LAND ALLT.
(OSllQ)
Bezta lesefnið er...
Hundrað króna
brauðsneiðar og
meiri lúxus
Feröalangur skrifan
„Það er atveg fyrir ofan ökHn
ing dauðlegra manna, svo sem
eins og mln eöa minna nóta —
hive ofboöslega verðmæti einnar
brauösneiðar vex, ef maður bara
fjarlægist Reykjavík nokkra kfló
metra.
Ég veit ekki bvaö öðrum
fínnst eðlilegt, en sjálfum mér
finnst ærið nóg það verð, sem
maður greiðir fyrir brauðsneiðar
og samlokur á greiðasölum bér
í Reykjavík, og þó er það nú
hégómi miðað við það ræningja-
verð, sem krafizt er fyrir svona
hressingu í greiðasölum meö-
fram þjóðbraut úti á landi.
Hér í Reykjavík fær maður
samlokur með áleggi fyrir kr.
40 eða þar um bil, og ég veit
bvergi af ódýrari samlokum.
Brauðsneiðar á veitingahúsum
kosta frá sjötltu og eitthvað —
upp í áttatíú og einhverjar krón-
ur.
Verði maöur hins vegar svang
ur 1 HvaLfirði feostar samlokan,
• kr. 60 (svipuö og sú, sem kostar
kr. 4Ö I bænum).
Og fyrir austan fjall hef ég
glapi2rt á að kaupa brauðsneið-
ar með rúllupylsusneið ofan á,
sem krafizt var kr. 100 fyrir.
Jamtn éitt hundrað krónur,
takk! Svona nokkuð fínnst mér
engin hemja og mái til komiö
að einhvers staðar verði tekið í
taumana.**
Veitingar á
sundstöðum
Einn nýbaðaður skrifan
,JVIig langar ta að IS að vita,
hvers vegna ekki er gert meira
fyrir þá fjölmörgti, sem heim-
sækja sundstaði borgarinnar þeg
ar gott er veður.
Það skal tekið fram í upphafi
að sundstaðimir eru hreinlegir
og nóg af vatni heitu og köldu,
en flest annað skortir, til dæm-
is er hvergi hægt að fá neina
hressingu á þessum stöðum,
nema hvað einn gosdrykkjasjálf
sali er f notkun inni í Laugardal
og annar f Sundhöllinni.
Af hverju er ekki selt kaffí
eða rekin einhvers konar velt-
ingalþjónusta á þessum stöðum?
Ég þori ekki að stinga upp á
því, að bar verði á þessum stöð-
um. þvtj að þá mundi einhver
fá slag. En það er nauðsynJegt
að fólk geti fengið sér einhverja
hressingu. þegar það fer út 1
sólina til að hressa sig.
Ennfremur er það hið mesta
nauðsynjamál, að forráðamenn
sundstaðanna sjái gestum sto-
um fyrir nothæfum sólbaðsstól-
um, (sem mætti ieigja út) S
staðinn fyrir spýtuflekana, sem
maður verður giktveikur af að
sjá.
Það yrðj vinsælt, ef einhver
áhugasamur borgarfulltrúi vildi
taka málið upp — sem fyrst,**
Einn áskrifandi segiK
,JÉg les smáauglýsingarnar
æviniegar mieð mikilli vand-
virkni, ver til þess löngum tíma
og sleppi engu (jafnvel ekki
endurtekningunum). Oft finnur
maður þar ýmislegt nytsamlegt,
og stundum gerir maður góð
viöskipti í gegnum þessar aug-
lýsingar.
En langoftast eru þær manni
til skemmtunar, og þær vekja
sumar hjá manni forvitni, sem
þvl miöur fæst ekki alltaf sval-
að.
Hvað um það — þær eru sum
ar svo smellnar, að maður getur
velzt um af hlátri við lestur
þeirra.
Eins og t. d. þessi, sem birtist
16. júlí:
Heimilistæki. Ánamaðkar, stór
ir og smáir, til sölu.
. . . Og svona krydd gerir þaö
að verkum, að smáauglýsingam
ar eru tvímælalaust bezta les-
efnið í blaðinu.**
Minni dónaskap í
símaskránni - takk!
BB skrifan
„Ég hafði ekkert tn að lesa i
gærkvöldi og tók aö lesa síma-
skrána í staðinn. Og hvílikur
viðbjóðslosti og hryllingur var
það, sem blasti við mér þegar
að lokum þessa mikla ritverks
dró. Á bls. 532 blöstu við mér
þær hryllings myndir að annað
eins hef ég ekki séð. Ég, Frey-
móður og Kristján Alberts. mun
um senn stofna með okkur
handalag um að þess verði kraf-
izt að símaskráin verði gerð
upptæk. Takist það ekki, þá er
alveg vfst aö ég sný mér að ein
hverju öðru simafyrirtæki meö
viðskiptin eftirleiðis. Ja, hvilíkt
og annað eins“.
Það er alltaf gaman að sjá eitt
Og eitt ,Jiúmor“bréf í bréfa-
bunkanum. Þessi íosti og hryll-
ingur er raunar þess eðlis að
hver einasti maður ætti að
kynna sér það sem á blaðsíðu
532 er. Við skorum á lesendur
að fletta strax upp á þessari til
teknu síðu, og lesa vandlega.
Þrjár „lirollvekj-
ur“ á einu vori
Hjálmtýr Pétursson skrifan
„Okkar gamla Reykjavfk hef
ur þolað margar raunir vorið ,
1971 og eru þær allar af manna
vðldum. 1. eyðiiegging á blett-
inum fyrir framan gamla stjóm
arráðið. 1 hvers umboði er sú
framkvæmd? Það var auðvelt
að breikka Lækjargötu fyrir 2
bfla samhliða með þvi að fjar-
lægja girðinguna og hafa gang-
stétt fyrir framan Hannes Haf-
stein og kóng Kristján 9., með
þvi vár engu spillt. Ræður rfkið
þessum bletti eða borgarfélagið?
Abyrgðin á eyðileggingunni er
mikil, hver sem hana ber.
Skólavörðustígshornið er nú
orðið mál málanna. í bænum eru
eflaust 90% með þvi að sameina
Bankastræti og Skðlavörðustíg
á glæsilegan hátt, þannjg að nr.
12 og 14 við Bankastræti verði
færð innar í ’.éðimar, sem er
mjög auðvelt öllum að skað-
lausu. Vonandi leysist þetta mál
á farsælan hátt og mun það
verða Bllum til gleði.
1 Aðalstræti, elztu götu Reykja
víkur er mikið á seyði, þar sem
er hús Ragnars Þórðarsonar. —
Það gengur eins og brimbriótur
inn í Aðalstræti, sem var bugs-
að sem torg eða breiðstræti. —
Rver ber þama ábyrgð, þetta
hlýtur að vera skipulag borgar-
innar. Mbl.-höllin er ein sorgar-
saga, sem allir viöurkenna nú
að voru hræðileg mistök. Það
hús hefði sómt sér vel á lóð
Hótel Islands, sem nú er bila-
stæði, og Austurstræti opnazt
áfram vestur í bæ upp brekk-
una.
Það þýðir ekki að sakast um
það sem orðiö er, en til þess eru
vítin að varast þau, Fossvogsdal
urinn er þrátt fyrir allt stærsta
ógæfa Reykjavíkur, en þar er
engu unnt að bjarga. Skðgivax
inn Fossvogsdalurinn frá vogi
að Elliðaám upp að Elliöa-
vatni hefði verið dýrðar-
staður. Heiðmörk er mikið og
gott verk og ber að þakka bæj-
ar- og borgaryfirvöldum fyrir
þá framsýni og framtak. Kom-
andi kynsióðir munu þakka það
að verðleikum.**
HRINGIÐ!
SÍMA1-16-60
KL13-15