Vísir - 22.07.1971, Qupperneq 9
-«£Œ3i
VlSIR.
Júlí 1971.
Viljum ekki græða
— Á Árskógssfr'ónd er komin upp rar.n-
sókna stöðin Katla — Þar mun visinda-
mónnum gefast kostur á að hafa bækistóð
við athuganir sinar
% Upp er risin við Eyjafjörð náttúrufræðirann-
sóknastöð, hin eina sinnar tegundar hérlendis. —
Stöð þessi er á Árskógsströnd, bænum Víkurbakka
en að stöðinni standa nokkrir ungir vísindamenn,
sem töldu íslendinga vera svo mikla eftirbáta ann
arra þjóða á sviði rannsókna á umhverfi sínu, að
þeir komu stöðinni á fót fyrir eiginn rammleik.
® Þar eru fremstir í flokki grasafræðingurinn
Helgi Hallgrímsson, Guðmundur Ólafsson grasa-
fræðingur og Sveinn Jónsson, bóndi á Kálfsskinni.
Vísismaður kom nýlega við hjá Helga Hallgríms-
syni á Árskógsströndinni, þar sem hann býr, og
bað hann segja nokkuð frá náttúrurannsóknastöð-
inni.
3 jarðir keyptar
„Ég kom hér út á Árskógs-
strönd 1965“, sagði Helgj Vísi,
„og var þá á höttunum eftir
lftilli jörð. Þá var jörðin Víkur-
bakki fyrir nokkru komin ;í
eyöi og hana keypti ég og sett-
ist þar að Þá þegar var ég með
náttúrurannsóknastöð í huga.
Svo varð það, að ég kom aö
máli við Svein Jónsson, bónda
á Kálfsskinni. og varð úr að
hann keypti með mér í félagi
næstu jörð við Víkurbakka,
Ytri-Vík,
Loks fékk ég Guðmund Ólafs-
son kennara á Akureyri £ félag
með mér að kaupa þriðju jörð-
ina Sólfoakka. Þessar jarðir
liggja allar saman, og þess
vegna notum við heildarheiti yf-
ir þær allar, þ. e. Víkurfoakki.“
Galdrakerlíng i fjalli
— Hér úti á veginum ér
stærðar skilti sem á s’tendur
„Katla“ — hvað merkir það?
,,Það er fja'll hér upp af
ströndinni og heiur Kö^if"j?,U.
Sagan segir að þar hafi hafzt
við galdrakerling af versta tagi,
sem mjög kuklaði meö náttúr-
leg meðul. Við skíröum því
stööina Kötlu."
— Hvaða markmiði þjónar
svo sKk stöð?
„Við stundum hér frumrann-
sóknir á ýmsum sviðum. Við
höfum til dæmis þegar stundað
hér nokkuð rannsóknir á smá-
lífverum í jarðveginum — raun
ar er markmiðið að kanna Hf
það sem í jarðveginum býr, en
ég legg áherzlu á það, að við
stundum hér engar hagnýtar
rannsóknir, sem svo má kalla.
Það teljum við verkefni ríkis-
stofnana, svo sem Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins. Hús-
in sem hér standa, verða opin
þeim vísindamönnum og stúdent
um sem hér vilja dvelja við
rannsóknir. Við veitum þeim þá
aðstoð sem við getum — og
enn sem komið er felst hún ein-
vörðungu í húsnæðinu og að-
stööu til matseldar. Katla á enn
sem komið er næsta lítið sem
ekkert af tækjum, hvernig sem
verður."
— Vísindatæki, svo sem smá-
sjár og annað slíkt eru mjög
dýr Hvernig aflið þið fjár?
„jStöð sem þessi grundvaHast
einvörðungu á styrkveitingum.
Við höfum mætt furðumiklum
skilningi. Styrki höfum við feng
ið frá mörgum nærliggjandi
sveitarféiögum og einnig hafa
fyrirtæki styrkt okkur, svo sem
Menningarsjóður KEA, Má'ning
arverksmiðjan Sjöfn og fleiri
aðilar. Margir einstaklingar hafa
einnig látið fé af hendi rakna.“
Hæli fyrir
vísindamenn
— M,unu stúdentar úr Há-
skóla íslandis gista hér við rann-
sóknir?
„Það þykir mér iiklegt —
reyndar eru engin bein tengsl
komin á milli stöðvarinnar og
iráskólans en Það rekur sjálf
sagt að .Þ\ð.“
— Nú var „Katla“ vígð sunnu
daginhi * 18. júlf s. 1. — hefur
sröðin eitthvað verið starfrækt
áður?
„Já, eiginlega hefur stöðin
starfað undanfarin 2 ár — en
viö biðum með að opna hana
formlega þar til stöðinn; hafði
verið breýtt í sjálfseignarstofn-
un og hún fengið nafn. Hér
hafa verið til dvalar erler.dir vís-
indamenn og stúdentar, og nú
er hér t. d. fransk-íslenzkur leið
angur undir stjóm dr. Sigurðar
Jónssonar, sem starfar í París.
Þetta fólk er foér að safna þör-
ungum og smádýrum."
Ekki vegna gróðavonar
Nú hefúr þú lagt út umtals
vert fé, Heigi, við jarðarkaupin
végna stöðvarinnar. Er þetta
Rannsóknastöðin „Kctla“ var vígð 18. júlí sl. Þessi mynd er af húsi því sem vísindamenn og
r.rúdentar fá aðstöou í með athuganir sfnar og einnig er þarna svefnpláss og eldunaraðstaða.
Sóknarpresturinn í Hrísey,
séra Kári Valsson sté í stól á
vígsludag Kötluhússins að
Víkurbakka og óskaði vís-
indamönnum velfarnaðar og
sendi þeim kveðju guðs og
sína.
ekki óvenjuleg fórnfýsí hjá ein
úm tekjjl'águm vísindamanni —
getur slík' stöð sem Katla haft
einhverjar tekjur? , lil.
vgvntm&æt'
fýsina? Það sem um er aö ræða
er fyrst og fremst það. að hér
á landi vantaði náttúrurann-
sóknastöð. Slíkar stöðvar er-u til
út um ailan heim þær fyrstu
voru stofnsettar fyrir um 100
árum. Norðmenn eiga 5 slíkar.
Á þessum stað verður eflaust
margt þarflegt unnið ’i framtíð-
inni. þótt við stefnum ekki að
öðru en eiga okkar þátt i að
auka þekkingu manna á umheim
inum. Það er ætiun okkar að
birta opinberlega niðurstöður
okkar athugana foér, en fela þær
ekki inni á söfnum f þurru
skýrsluformi." /
Hvað stendur fyrir dyrum hjá
ykkur núna — hvaða rannsóknir
hafið þiö mesta hug á að gera?
„Við erum í gang; með rann-
sóknir á ferskvatni hér við
Eyjafjörð. Við höfum tekið sýni
úr öllum bergvatnsánum frá
Akureyri og út að Dalvík. Of
snemmt er aö segja til um hvað
úr úr því getur komið. Nú —
tækjaleysið háir okkur óskap-
lega. Ef við ættum eitthvert fé
þá myndum við byrja á því að
útbúa hér sjóveitu. Þótt hús-
in hér standi nálægt sjó. þá
verðum við að fá góða dæ'u
og dæia sjónum upp í húsið,
jafnframt vantar okkur þá búr
til þess að hafa sjávardýrin í.
Slík sjóveita er nokkuð kostn
aðarsöm, sérstablega þar sem
við getum ekki afgreitt þetta
á eins einfaldan hátt og gert
er t. d. í Sædýrasafninu í Hafn
arfirði og við sjódýrasafnið ’i
Vestmannaeyjum í Vestmanna-
eyjum var hægt að bora eftir
sjó, og í Hafnarfirði eru aðstæð-
ur til muna betri en hér.“
Og nú vonizt þið eftir að-
sókn vísindamanna?
„Já. Við vonum að vísinda-
menn innlendir og erlendir. svo
og stúdentar komi hingað —
eftir þvi fer raunar viðgangur
stöðvarinnar." —GG
TÍUE TO
Hafið þér hugsað yður
að ftara út úr bænum um
verzlunarmannahelg-
fnafr
Sveinbjörg Hermannsdóttir,
starfskona Hótei Borg: Því mið
ur þá kemst ég ekkert. Ég er
akkúrat búin með sumarfríið þá.
Ég fer vanalega út úr bænum
þegar gott er veöur.
Ingibjörg Guðmundsdóttir: Ég
verð héma í bænum að vinna.
Og sakna þess ekkert að kom
ast ekki á þessi fylliríismót.
Sveinbjöm Ragnarsson, sjó-
maður: Já, ég ætla í HúsafeLl
ef það verður eitthvað þar. Ég
hef áður farið á mótin þar.
Birgir S. Jónsson, aðstoöarmað-
ur í bakaríi: Já, ég ætla á mótið
í Húsafelii. Ég hef ekki komið
á það áður.
Stefanía Ragnarsdóttir, ung-
lingavinnunni: Ég hugsa að ég
far; f Húsafellsskóg, ég hef
aldrei komið þar áður.
Kristín Valdimarsdóttir, ung-
lingavinnunni: Ég býst við að
fara eitthvað, en ég er ekKi
búin að ákveða hvert ég fer.