Vísir - 26.07.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 26.07.1971, Blaðsíða 2
☆ Ferðamönnum fækkar í Danmörku^ Danskir hótelmenn bera sig nú upp undan því, að ferðamanna- straumurinn, „holskeflan“ sem þeir boðuðu í vetur og vor, hafi aldrei komið. 1 Kaupmannahöfn eru 160 hótel, og af þeim eru 70 sem geta talizt stór. Sjaldgæft er nú, að fleiri en 10 séu full- bókuð. 1 fyrra um þetta leyti, höfðu hótelin bókað hjá sér 18.731 gest, en nú hafa aðeins verið bókaðir 14.187. Vilja menn kenna um minnkaðri eyðslugetu fólks í flest um löndum, skattpfningu og öðru því líku. Hópferðir frá Ameríku hafa svikið danska um að heim- sækja þá, í tugatali. ☆ I Tannlæknirinn sektaður Það var í Las Vegas í USA að frú Barbara Watson settist f stól hjá tannlækni einum, dr. Donald Holt að nafni. Þegar iækn irinn rak eitt af tólum sfnum upp í munn frúarinnar og snerti auma tönn, æpti konan hátt af sársauka. Dr. Holt reiddist þá við og barði frúna fremur fast. Barbara kærði tannlækninn ■ og þau mættu bæði fyrir rétti. „Hún hagaði sér eins og 3ja ára barn,“ sagði tanniæknirinn, ,,og þess vegna meðhöndlaði ég hana sem slika". Dómarinn var hins vegar á ann arri skoðun, og dæmdi hann tann lækninn til að borga 7000.00 ísl. krónur í skaðabætur. KOSS HANDA LA DIETRICH Náttúruundur eru næsta það stundum, að fólki sjaldgæf á breiðstrætum gefst kostur að líta slíkt. stórborga. Samt gerist Kaupmannahafnarar upp lifðu enn einu sinni skemmtun hjá Marlene Dietrich fyrir fáeinum Og þá fékk Dietrich tár í augun: þegar tvitugur soldátinn smeliti á hana kossi. dögum. Þessi næstum því sjötuga ungfrú og fegurð ardís syngur enn með sinni seiðandi röddu, og ekki ber á öðru en enn sé andlit hennar næsta slétt og fellt, kroppurinn vel lagaður og fætumir „í hópi hinna fullkomnustu fótleggja“ sem sézt hafa. Marlene Dietrich er, eins og flestir kannast yið, undantekn- ing frá reglunni: Hún eldist ekk- ert. Hvað eftir annað skrifar hún undir samninga við skemmti hús og kvikmyndastjóra út um víða veröld, hvað eftir annað dansar hún, syngur af hjartans lyst og heillar áheyrendur hundr- uðum saman. Núna er hún enn í Tívolí. Hvort hún sé ævinlega jafn- ungleg? Hver spyr sosum að því, þegar persónuleikinn blómstrar nú sem aldrei fyrr. Hún söng þannig í Tívolí um síðustu helgi, að gamlir sjóarar og slúðurkerl- ingar af strætum kreistu tár af hvörmum. Aigeng lög eins og „Honeysuckle Rose“, „La Vi en Rose“ og „Boomerang aby“fengu nýjan keim, nýjan takt og fólk gerði sér grein fyrir þvi, sem la Dietrich hefur umfram aðra dæg urglamrara að bera. Og sú gamla Dietrich lætur ekki duga að syngja þau lög sem hún er þekktust fyrir. Pete See- ger, sá frægi andstríðssöngvari fékk harða sámkeppni, þegar hún söng „Where Have All the Sold- iers Gone?“ — Marlene blívur þrátt fyrir alla klám-klúbba, skrif aði einn gagnrýnandinn við Kaup mannahafnarblað — hennar kyn þokki er nefnilega óvefengjanleg ur — menn þurfa ekki að leita að honum í sérstökum húsum, hann er til staðar fyrir alla sem vilja horfa á og dáðst að. Og Marlene hefur líkast til lært öðrum betur að heilla áhorf endur. Hún kyssti hliðvörðinn í soldátafötunum, sem færði henpi rósabúntið og fékk að launum dynjandi lófaklapp. Trésmiðjan Víðir auglýsir Glæsilegt úrval af vönduðum sófasettum Verð frá kr. 29.800,— Hagkvæmir greiðsluskilmálar Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. Ný sófasett koma í verzlunina daglega Verzlið í Víði Laugavegi 166 — Simar 22229 — 22222

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.