Vísir - 26.07.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 26.07.1971, Blaðsíða 6
V í ð I R . Má .udr^ur 26. júlí 1971. Mikill fögnuður var meðal hinna fjölmörgu áhorf enda, þegar Kefivíkingar skomðu annað mark sitl Á í ð iiæí^ ÍSIANL ■ Vf: 'v’íií^ ' Þorbergur Atlason, markvörður Fram, grípur knöttinn á marklínunni og missir hann frá sér. Margir vildu halda því fram aö boltinn hefði farið yfir marklínuna, þegar Þorbergur greip knöttinn, en svo virðist ekki eftir myndinni að dæma. SKURVm FRAM ÓUPP- — Keflvíkingar sigruðu með yfirburðum 3-0 Auðséð var á hinni miklu aðsókn, nálægt 3000 flianns, að eitthvað meira var á seyði í 1. deildinni en venjulega, er ÍBK og Fram léku í Keflavík, í veðurblíð unni í gærdag, enda hafði leikurinn mjög mikla þýð- ingu fyrir bæði liðin. Tæk- ist Fram að sigra var staða þeirra, við upphaf seinni umferðar orðin mjög þægi- leg — þrjú stig umfram næsta keppinaut og líkum- ar fyrir sigri í deildinni orðnar allsterkar. Keflvík- ingum var nú allmikið í mun að ná af þeim báðum stigunum og skapa sér um leið möguleikann á hreinni forustu, eftir jafnmarga leiki, þ. e. a. s. er þeir hafa lokið fyrri leik sínum við KR, sem. frestað var um daginn. Framan af leiknum voru bæði liðin greinilega þrúguð af tauga- jpennu, enda var leikur þeirra mjög þóíkenndur og fálmandi og bar ekki svipmót þess, að tvö sterk ustu liðin væru að etja kappi saman. Það litla samspil sem þá sást var hjá Fram. Þeim tókst einnig að skapa sér fyrsta opna færið í leiknum. Hinn marksækni Kristinn Jörundsson fékk knöttinn úr auka spymu og ekkert virtist auðveld- ara fyrir hann en að skora, en aldrei þessu vant brást honum bogalistin og knötturinn fór víðs fjarri markinu. Það var trú margra áhorfenda, að sá aöilinn færi með sigur af hólmi sem fyrsta markið gerði í leikn- um. Að margra áliti gerðist það snemma í fyrri hálfleik. Aðdrag- andinn var -sá að Guðni Kjartans- son sendi háan knött úr auka- spyrnu undan golunni, inn að marki Fram. Blindaöur af hinu sterka só'.skini misheppnaðist Þor- bergi Atlasyni, markverði að góma knöttinn og missti hann inn á — eða inn fyrir marklínu. Sæmilegur dómari leiksins, Magnús V. Péturs son. sá sér ekki annað fært en stööva leikinn og ráðgast við linu vörðinn, sem taldi að knötturinn hefði ekki fariö allur inn fyrir línu, og það réö. Rétt eftir miðjan hálfleikinn skoruöu Keflvíkingar svo raunveru legt mark. Magnús Torfason fram kvæmdi í miklu hasti homspyrnu. Sendi hann knöttinn ekki fyrir markið, eins og venja er, heldur um miðja vegu þangað, til Steinars Jóhannssonar, sem renndi honum fram I vítateiginn. til Ólafs Júl- íussonar, er kom á þeysispretti og vissi sýnilega til hvers var ætlazt af honum. Skaut hann þrumuskoti af um 15 metra færi, sem hafn- aði í netinu, gersamlega óverjandi fyrir Þorberg, 1:0. Þaö skarð sem Keflvíkingar rufu meö þessu marki í Frammúrinn, sem undantekningarlítið hefur á þessu leiktímabili, ekki þótt árenni legur, átti eftir að verða að hálf' geröri flóðgátt, þegar á leið. Strax í seinni hálfleik átti Gísli Torfa- son hörkuskot frá vítateigslínu, I bláhorn marksins, sem Þorbergur varði af hreinni snilld, í hom. Eft ir að Ástráður Gunnarsson, bak vörður, hafði náð á marklínu ÍBK, hættulegum skallabolta frá Erlendi Magnússyni sem lenti í þverslá og stefndi þaðan í markiö, hófu Keflvíkingar sóknarlotu og þjörmuöu mjög fast aö marki Fram lara, sem þrívegis með stuttu milli ! bili urðu að senda knöttinn út af í nauðvöm. í öll skiptin varpaði Gis'.i Torfason langt inn í teigiim og allt er þegar þrennt er. Magnús bróðir hans náði knettinum úr þriöja kastinu, lék á einn varnar mann og skaut lágu en hnitmið- uöu skoti í einu smuguna, aö manni fannst, sem var 1 þvögunni sem myndazt haföi viö markiö og í net ið, 2:0. Næstu 10 mínútumar drógu Framarar svo til allt sitt lið til varnar ágengni heimamanna, en það stoðaði lítt. Á 24,- mín. er horn spyma á Fram. Guöni Kjartansson kemur aö venju fram að vítateigs línu og stekkur hátt í loft og skall ar knöttinn á markið, en vamarmað ur bjargar á línu. Það er hins vegar skammgóður vermir. Hinn kviki Ólafur Júlíusson kemur á réttu augnabliki og krækir í knött inn og sendir í netið, með lausu skoti af stuttu færi, 3:0. Framarar tóku smákipp við mark ið og Kristinn Jörundsson átti ’allsæmilegt færi á að minnka bilið, en Þorsteinn Ólafsson varði gott skot hans. Einnig voru Kefl víkingar heppnir að fá ekki á sig mark undir lokin, þegar knötturinn dansaðj á marklinunni eftir horn spyrnu, en Áitráður bjargaði þarna í annað sinn á mikilvægu augna bliki. Flestir bjuggust við að Jón Ólafur myndi bæta fjóröa mark inu við þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Fram, en Þorbergur gat truílað hann með góðu úthlaupi, svo knötturinn rann út fyrir enda mörk. ÍBK-liöið virðist ennþá vera f framför. Þaö virðist heilsteyptara en áöur. Aftasta vömin er mjög traust. Endurkoma Einars Gunnars sonar virðist efla hana, þótt hann sé ekki fyllilega búinn að ná sér eftir meiðslin í Valsleiknum, en Guðni Kjartansson, sem átti af- bragðsleik, virtist geta b*tt við sig sem á vantar hjá Efiari. Bakverðimir reyndust báðir tnjðg traustir, sérstaklega Vilhjálmur Ketilsson, sem óragur blandaði sér í sóknina. þegar við átti. Bræðum ir Magnús og Gísli Torfasynir em sannkaliaðir lykilmenn liðsins. Tök þeirra á miðjunni gera það að verk um, að framlínan má alltaf vænta góðra sendinga á hættulegasta stað fyrir mótherjana. Jón Ólafur kom í liðið eftir nokkurt hlé vegna meiðsla, f stað Friðriks Ragnars- sonar, sem er handleggsbrotinn, eft ir leíkinn við Glasgowliðið. Virtist Jón alveg kominn í sitt fyrra form og átti góðan leik. Ólafur Július son er áreiðanlega sleipasti állinn í l.-deildinni núna. Þrátt fyrir tvö falda gæzlu virtist hann ávallt geta smogið á milli mótherjanna, þegar verst gegndi fyrir þá. Hið tuttugu leikja „sigurverk" Fram var sýnilega óupptrekkt í þessum leik. Eftir fyrsta markið virtist algert vonleysi grfpa um sig í liðinu. Það náði aldrei að sýna neitt af kostum sfnum. Þeir töp- uðu næstum hverju einasta návígí, útherjarnir fengu varla eina ein- ustu sendingu, þær fáu spymur sem framlínan fékk, voru háar spyrnur inn á miðjuna. Tengiliðim ir sáust naumast allan leikinn. Að- eins tveir úr öftustu vörninni, þeir Baldur Scheving og Sigurbergur Sigsteinsson virtust þeir einu sem léku eins og þeir áttu að sér. Hing að til hefur Framliðið þótt mjög jafnt. Þegar allt hefur gengið þeim f haginn, hafa allir átt mjög góð- an leik. Þegar illa gengur virðist allur þorri liðsins vera jafnslak- ur. Helzt kemur manni f hug, að í ’liöiö vanti einhvem afgerandi mann. sem getúr tekið af skarið og hrist af þeim slenið, þegar á móti blæs. En hvort sem það er rétt eða rangt athugað, þá verður liðið að gera betur en f þessum leik, ef íslandsmeistaratitilinn á að hafnaí þeirra herbúðum í ár. — emm , í leiknum, og sigurlíkur þeirra urðu miklar. — Ljósmyndir BB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.