Vísir - 26.07.1971, Side 5

Vísir - 26.07.1971, Side 5
V I S I R . Mánudagur 26. jöíí 1971. MÍTARC6N Á MílSTARA- MÓTIISLANDSISUNDI — Alls voru sett fjórtán ný Islandsmet á glæsilegu móti Sundmeistaramót ís- lands var háð um helg- ina og náðist hreint frá: bær árangur á mótinu. ABs voru 14 ný íslands- mtí; sett og keppni í mörgum greinum var mfðg skemmtileg. Fjöl- margir Þjóðverjar voru meðal keppenda, svo og hm imga Lisa Ronson (Péturs Rögnvaldss.), sem náði mjög góðum árangri, þótt ekki setti hún íslandsmet. Guð- mundur Gíslason, Á. var enn einu sinni sá, sem flest metin setti — eða fjögur og bætti hann fvrri árangur sinn mjög. Mótið hófst á föstudag og var þá feeppt í þremur greinum og fjögur Islandsmet sett. Fyrsta greinin var 1500 m skriðsund og þar sigraði Guðmundur eftir skemmtilega keppni við hinn bráðefnilega KR-ing Friðrik Guð mundsson, sem aðeins er 16 ára að aldri, og eitt mesta sund- mannsefni, sem hér hefur komið fram. Það sýndi hann vel síö- ar á mótinu. Nú tími Guömund- ar í 1500 m var 18:38.6 mín. og bætti hann eldra met sitt um hálfa mínútu. Friðrik synti á 18:49.0 mín. og var því einnig langt undir gamla metinu. Þriðji varð Sigurður Ólafsson, Á, á 19:13.5 mín. en keppendur voru alls átta. Millitími var tekinn á Guðmundi eftir 800 m og setti hann þar líka íslandsmet, synti þá vega'engd á 9:55.6 min. I næstu grein, 800 m skrið- sundi kvenna, setti Vilborg Júli íusdóttir ágætt íslandsmet, synti á 10:23.7 mín Guðmunda Guðmundsdóttir frá Selfossi veitti hennj lengi vel harða keppni og synti á 10:33.7 mín. Keppendur voru 10. í þriðju greininni 400 m bringusundi karla sigraöi Leiknir Jónsson, Á, á nýju íslandsmeti 5:34.1 mín., en annar af 14 keppendum varó Guðjón Guðmundsson, Akra- nesi, á 5:49.3 mín., sjónarmun á undan Gesti Jónssyni. Ár- manni. Á laugardag var fyrsta keppn isgrein 100 m flugsund kvenna og þar synti þýzka stúlkan Heike Nagel, sem hlaut verðlaun á síðustu ólympj'uleikum, á mjög góðum tíma 1:08.1 mín. og varð langfyrst. En Guðmunda Guð- mundsdóttir varð íslandsmeist- ari og setti íslandsmet 1:14.7 mín., en litla Lisa Ronson Pét- ursdóttir varð í þriðja sæti á 1:16.6 mín. í næstu grein 200 m bringusundi karla synti Leikn ir Jónsson á 2:37.7 min. og sigraði örugglega, en annar varð Guðjón Guðmundsson á 2:40.0 mín. I 400 m skriðsundi kvenna sigraði Vilborg Júlíusdóttir með talsverðum yfirburðum, synti á 5:07.3 min., en Hanne Spross. Þýzkalandi, varð önnur á 5:23.0 mín. rétt á undan Salome Þór- isdóttur. í 200 m baksundi karla kom annar þýzkur sigur be?ar Klaus Schmidt synti á 2.25.5 mín Þjóðverjinn Hans Werp er Kopfman var annar á 2:33.6 mín„ en Hafbór B. Guðmunds- son, KR. ís'.andsmeistari á 2:35.7 mín. í 200 m fjórsundi kvenna var þýzkur sigur Heike Nagel synti- þá vegalengd á 2:39.6 mín.. en Lisa Ronson setti nýtt telpna- met syntj á 2:47.0 mln. og varð I'slandsmeistari í greininni. Þriðja varö Guðmunda Guð- mundsdóttir á 2:50.0 min Finnur Garðarsson. Æ, setti ágætt met í 100 m skriðsundi á 56.7, en þar syntu þrír fyrstu menn innan við 60 sek. Guð- mundur Gíslason varð annar á 58.4 sek og Sigurður Ólafsson þriðji á 59.2 sek. I 100 m bringusundi kvenna varð Helga Gunnarsdóttir, Æ, fyrst á 1:23.5 mín. og Ingibjörg Haraldsdóttir, Æ, önnur á 1:29,4 mln., en keppendur í greininni voru 24. Guðmundur Gíslason. Á, setti þriðja met sitt í keppninni í 200 m flugsundi. synti á hinum á- gæta tíma 2:20.2 mín., en annar varð Gunnar Kristjánsson, Á, á 2:39.7 mín I 100 m baksundi kvenna varð Salome Þórisdóttir íslandsmeistari á 1:16.4 mín.. en Lisa Ronson varð önnur á 1:19.0 mín. Keppendur voru 20. 1 4x100 m fjórsundi sigraði þýzk sveit á 4:29.1 mín., en sveit Ármanns varð fs'andsmeistani á 4:33.7 ihin og þar syn'ti Gúð,- mundur ‘ Gísláson fyrsta sprett, 100 m baksund á í:06.4 mín., sem er nýtt Islandsmet. Sveit Ægis sigraði í 4x100 m skrið- sundj kvenna og setti nýtt ís- landsmet 4:40.3 m.'n Mótið hélt svo áfram á sunnu- dag, og þá sigraði Guðmundur Gislason í fyrstu greininni, 100 m flugsundi á 1:02.7 mín. Helga Gunnarsdóttir varð íslandsmeist ari í-200 m bringusundi á 3:01.7 mín. og í þriöju greininni, 400 m skriðsundi karla, kom einn óvæntasti árangprinn, þegar Friðrik Guðmundsáon, KR, setti nýtt íslandsmet 4:37.3 m'in og sigraði Finn Garðarskon. sem syntj á 4:44.5 mín. 1 200 m baksundi kvenna ekki út af venjunni Akumesingar brugðu ekki út af þeirri venju sinni að sigra á Akureyri í 1. deildinni. í jöfnum og fjör ugum leik skoruðu þeir tvö mörk gegn einu marki heimamanna og vom hinir iörgu áhorfendur ekki beint anægðir með það, því lið Akureyrar hefði að minnsta kosti átt skilið jafntefli. og sigrubu Akureyringa i 1. deild 2-1 var Salome Þórisdóttir íslands- meistari á 2:43.6 mín. og í 100 m skriðsundi kvenna sigraði 1:13.5 mín. og var tveimur sek. á undan Þjóðverjanum Hilde- brant. í 200 m flugsundi sigraði Heike Nagel á 2:36.1 mín., en íslandsmeistari varð Guðmunda Guðmundsdóttir á 2:45.8 mín., sem er nýtt íslandsmet. I 100 m baksundi karla varð Guðm. Glslason íslandsmeistari og synti á 1:07.0 mín. eða aðeins lakara en í boðsundinu daginn áöur, þegar hann setti íslands- met. Þar varð Klaus Ccmidt annar á 1:07.9 mín. Síðustu greinarnar voru svo Lisa Ronson vakti mikla athygli á mótinu. Akurnesingar brugðu Heike Nagel á 1:04.5 mín., en '•Islandsmeistari varö Lisa Ron- Json á ágætum tíma 1:05.5 mín., Jen hún á áreiöanlega fljótt eftir •að setja íslandsmet á þessari Jvegalengd. I 100 m bringusundi • karla urðu óvænt úrslit, þegar ÍGuðjón Guðmundsson sigraði JLeikni Jónsson. Guðjón synti • á 1:12.6 mín. en Leiknir á boðsund og met sett í báðum. Sveit Ægis sigraði í 4x100 m fjórsundi kvenna á 5:09.9 min. og í 4x200 m skriðsundi karia synti sveit Ægis á 9:05.1 mín., sem er íslandsmet og þar synti Finnur Garðarsson á 2:08.6 mln. fyrsta sprettinn, sem er nýtt Islandsmet á vegalengdinni. — hsím Björgvin meistari Það voru Akureyringar, sem skor uöu fyrsta markið í leiknum — mjög fallegt mark. Magnús Jóna- tansson lék upp og gaf til Eyj- ólfs Ágústssonar, sem spyrnti við- stöðulaust á markiö og knötturinn söng í netinu. Þetta var á 17. mfn en þegar hálftími var af leik tókst íslandsmeisturunum að jafna. Þar var Björn Lárusson, vinstri bakvörðurinn, sem skoraði markið eftir að hafa leikið upp frá sínum eigin vallarhelming. Staðan í hálfleik var 1—1. Sigurmark Akurnesinga skoraöi Eyleifur Hafsteinsson á 26. mfn. siðari hálfleik. Akurnesingar fengu þá aukaspyrnu. sem Haraldur Stur- laugsson tók. Hann spyrnti inn í vítateig og þar fór knötturinn í varnarmann Akureyrar og beint fyrir fætur Eyleifs, sem þakkaði gott boð og skoraði af stuttu færi. Á síðustu sekúndum leiksins fékk Eyjólfur tækifæri til að jafna fyrir Akureyrí. Hann fékk knöttinn fyrir opnu marki, en skallaði fram hjá. Hjá Akurnesingum átti Björn Lárusson mjög góðan leik, en beztur heimamanna var Steinþór Jóhannesson stöðugt vaxandi leik- maður. Dómari var Einar Hjartar- son. —SbB Meistaraniót Akureyrar i golfi hófst á miðvikudag og lauk á laug- ardaginn. Björgvin Þorsteinsson var meistari og náðj góðum ár- angri — fór hinar 72 holur á 299 höggum sem er einn bezti, sem náðst hefur á vellinum. Vallarmet- ið er 294 högg og á Hermann Ingi- marsson það, en Björgvin hefur áður farið innan við 300 högg — oða 297. Á mótinu var keppt í fjórum flokkum. I meistaraflokknum sigr- aðj Björgvin, en Sævar Gunnarsson varð annar með 309 högg. Hann veitli Björgvin harða keppni frani á sfðasta dag, en þá gekk honum illa, Eftir þrjá fyrstu keppnisdag- ana munaði aðeins einu höggi á þeim, I þriöja sæti varð svo Þór- arinn B. Jónsson með 315 högg. í 1. flokki sigraði Viðar Þorsteinsson, einn af knattspyrnumönnum Akur- eyrar, á 328 höggum. Viðar gat ekki keppt á laugardaginn gegn Akurnesingum vegna meiðsía, s«a höfðu þó ekki áhrif á gnlf hwvs. Annar varð Haukur Jakobsson með 337. högg og 3. Sigtryggur Júlíus- son með 339 högg. í 2. flokki sigr- aði Sveinbjörn Sigurðsson með 370 högg og i unglingaflokki varð Hermann Benediktsson sigurvegari með 351 högg. Annar varð Þorleifur Pálsson með 35S högg.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.