Vísir


Vísir - 26.07.1971, Qupperneq 8

Vísir - 26.07.1971, Qupperneq 8
V 1 S I R . Mánudagur 26. júlí 1971, 3 VISIR Otgefandi: Keykjaprenr bC. Pramkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson RitstJÓH: Jónas Kristjánsson Fráttastjóri: Jón Birglr Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jöhanneasoo Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessoo Auglýsingar: Brðttugðtu 3b. Simax 15610 11660 AfgreiSsla- Brðttugðtu 3b Slmi 11660 Ritstjðni: Laugavegi 178. Sbnl 11660 (5 línurj Askriftargjald kr. 195.00 A mðnuði innanlands f lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiðja VIsis — Edda hf. Hvað var í pokanum? JTyrir kosningar varð þáverandi stjórnarandstæðing- um tíðrætt um „hrollvekju“, efnahagsvandamál, sem þeir sögðu, að ríkisstjómin hefði stungið í „poka“ og ætlaði að geyma fram yfir kosningar. Vafalaust hafa stjómarandstæðingar fengið eitt- hvert fylgi út á þessa kenningu. Ef til vill færði hún þeim þau atkvæði, sem úrslitum réðu og lyftu þeim í ráðherrastóla. Þingmeirihluti núverandi stjórnar er hinn minnsti, se mríkisstjórn getur haft á alþingi, meðan þingið er í tveimur deildum. Með áróðri sín- um vöktu stjómarandstæðingar efasemdir um rétt- mæti fullyrðinga stjórnarsinna um góða afkomu. Fólk fann, að lífskjör höfðu aldrei verið betri, en stjórnar- andstæðingar sögðu, að húsið væri byggt á sandi. Hið merkilegasta við þessa hrollvekju er þó, að hún fyrirfinnst ekki. Síðan vinstri stjórnin settist að völdum, hefur hún síður en svo kveinkað sér undan efnahagslegum erf- iðleikum. Þvert á móti virðist hún sannfærð um, að einstakt góðæri sé í landinu. Ákvarðanir hennar bera vitni um það. Stjórnin telur sig hafa úr nógu að spila. Hún hefur ekki áhyggjur af fjáröflun. Stjórnin hefur nú flýtt um fimm mánuði'gildistöku laga um hækkun á bótum almannatrygginga. Hún hefur tekið fé úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins til að hækka laun sjómanna. Hún hefur framlengt verð- stöðvun um fjóra mánuði og látið tvö vísitölustig koma til útborgunar á kaup mánuði fyrr en ráðgert var. Hún mun auka ríkisstuðning til kaupa skuttog- ara. Auk þessa hefur hún stór orð um aukinn stuðn- ing við landbúnað og á öðrum sviðum. Sjaldan hafa stjómmálaforingjar verið ötulli við að ómerkja eigin orð. Nú geta menn séð, að hrollvekjutal þessara manna fyrir kosningar var áróður einn og útúrsnúningur. Ól- afur Björnsson prófessor hafði varað við hættunni á nýju kapphlaupi kaupgjalds og verðlags að lokinni verðstöðvun. íslendingar hafa langa og bitra reynslu af verðbólgu. En stjórnarandstæðingar sneru út úr ummælum Ólafs Björnssonar og fullyrtu, að ríkis- stjómin væri að fela vandamálin fyrir kjósendum. Þeir hikuðu jafnvel ekki við að gefa í skyn, að geng- islækkun væri yfirvofandi með haustinu. Nú tala þeir ekki um hrollvekju. Kosningar hafa farið fram og kjósendur verið blekktir. Enginn getur sagt, að hrollvekjan sé úr sögunni vegna aðgerða nýju stjómarinnar í efnahagsmálum. Allir vita, að nýja stjórnin Iiefur engar slíkar aðgerðir gert á þeim örskamma tíma, sem hún hefur verið við völd. J Hins vegar keppast ráðherrar um að lýsa því fyrir alþjóð, hve góðan arf þeir hafi hlotið úr hendi fyrri ríkisstjómar, þótt þeir kunni að orða það á dálítið annan hátt. Það getur verið sjúkdóm ur að hugsa of mikið, ef marka má sálfræðinginn Christa Meves. — Hinn þýzki sálfræðingur tal- aði fyrir skömmu í út- varp í Köln og gaf heil- ræði. „Á tækniöldinni þurfum við að nálgast á nýjan leik þá hlið mann- legrar náttúru, er skáld og heimspekingar gáfu fyrir þremur öldum heit- ið „rödd hjartans“, seg- ir hún. „Leysa úr læðingi til- finningar, sem gefi líf- inu jafnvægi“ „Þegar við förum að taka til- lit til raddar hjartan^ þá mun- um við geta leyst úr læðingi tilfinningar, svo að þær gefi lífi okkar jafnvægi að nýju“. í þessu sambandi fjallaöi Meves um kynóra og eiturlyfjahneigð nútímans. Höfuðið og hjartað þurfi að vinna saman. ef takast eigi að sigrast á slíkum vanda. Með samstarfi höfuðs og hjarta eigi að vera unnt aö hjálpa hrjáðu mannkyni. Draga megi úr streitu bæði í samskipt- um einstaklinganna og heilla þjóða. Fólk, sem hugsi of mikið Á flótta. „Hlusium á rödd hjartans" „Uppreisn æskunnar", eiturlyfjahneigð, kynórar — vandamál nútjma- mannsins rakin til ofdýrkunar höfuðsins á kostnað hjartans eða hafi of sljóar tilfinningar, muni taka rangar ákvarðanir, sem komi þeim sjálfum, náung- anum og heilum þjóðum 1 vandræöi. „Varla umflýr nokkur þessi örlög“ Vaxandi hneigð ti] eiturlyfja- neyalu og kynóra, sem veiti þó enga fullnægju, megi rekja til aðstæðna í þjóðfélaginu. Þetta séu í rauninni örvæntingarfullar tilraunir fólks til að flýja und- an þjóðfélagi þar sem líf fólks hefur verið svipt ljóma sínum með því að svo er látið Kta út, að ekkert skipti máli nema hug- myndir — að tilfinningarnar séu ,,úr tízku“. Christa Meves kom meö nýtt hugtak, „verkopft" á þýzkunni, sem þýðir, að maðurinn sé ekkert annað en hausinn". Meves sagði, að slíkan mann eöa konu mætti hvarvetna finna. í rauninni. segir hún: „Varla getur nokkur, sem býr við ríkjandi siðmenningu nú- tímans, umflúið þau örlög, að hann verði „eintómur haus“, nema því aðeins að hann eöa hún séu búin óvenjulegum hæfi- leikum séu heppin eða leggi hart að sér til að umflýja þau“. Hungrar og þyrstir eftir tilfinningalegri revnslu Sálfræðingurinn Meves hefur ritað margar bækur og bæklinga um sálræn vandamál barna, um- bætur i menntamálum og frelsi kvenna. Hún rekur mörg aðal- vandamál nútímans til tilfinn- ingasneyðingar lifsins. Margt ungt fólk hungrar og þyrstir eftir tilfinningalegri reynslu i lífinu. Það reyni margar öfgar til að öðlast slíka reynslu, sem það telji sig ekki geta fengið á „hversdagslegan“ hátt. Lffsflóttinn, eitt helzta vandamálið sé af þessum toga. Flótli frá „of miklum raunveruleika“ Þannig orsakist ofnotkun fíknilyfja öðrum þræði af þreytu og leiða nútíma manns- ins á „of miklum raunveruleika“ tilverunnar. Marga þyrsti eftir „sterkum tilfinningum, sem brjótj af sér allar hömlur". Með þessu megi finna skýr- ingu á „bítilaæði“, nýtízkuleg- ustu tónlist allt til neyzlu eitur- lyfsins LSD. í þessum öfgum Umsjón: Haukur Helgason sé hins vegar ekki að finna ,,lækningu“. Sama máli gegni um „kyn- ferðisbyltinguna". í kynlífi séu nútímamenn f leit að þeim til- finningum, dýrkun fullnæging- ar, IVkamleg ,,ást‘‘ dýrkuð um- fram andlega. Þetta, segir Meves er engin lækning fyrir hinn „tilfinningahungraöa“ nú- tfmamann „Híartað Vfur sínar oííTÍri á^tæður“, sagði Christa Meves hefir lengi starfað meö fremstu sálfræðing- um Vestur-Þýzkalands, Alex- ander Mitscherlich, og öðrum þeim sálfræðingum, sem mest Iáta þjóðfélagsmálefni almennt til sin taka. Hún hefur hlotið meiri frægð en flestir starfs- bræður hennar. Annars hefur hún starf sitt í bænum tílzen í Neðra-Saxlandi. Samkvæmt rannsóknum henn- ar og samstarfsmanna um langt skeið er lyfseðillinn þannig: Fólk verður að ná betra sam- ræmi og sambandi milli tilfinn- inga og hugsunar. Franski heimspekingurinn Blaise Pascal komst aö þessu árið 1697. fyrir nær þremur öldum, þegar hann reit: „Hjartaö hefur sínar eigin ástæöur, sem höfuðið veit ekkert um“ Þessi forna kenning er nú grundvöllur rannsókna við sálgreiningu vfða. Mannkynið berst af réttri leið Því að margir eru sammála Christa Meves í þessum efnum. Þjóðfélagsleg vandamál svo sem „uppreisn æskunnar“, „bil- ið millj kyns!óðanna“ og önnur slík verða ekki leyst með þvi að mæta öfgum með öðrum öfgum. Þau verða ekki einu sinni skýrö á grundvelli skyn- seminnar einnar. Christa Meves segir, að það sé mikill misskiln- ingur ef mannkyniö haldi, að það geti !eyst öll vandamál s’in með hugsun. „Rökfræði, reglur og boð er einfaldlega ekkj nóg. Samt stöndum við enn fast á því að þessar hugsmíðar séu hið eina, sem við burfum í lífinu. Og hvað gerist síðan? í hverju vandamá'inu á fætur öðru. allt frá rifrildi i fjölskyldunni ti’ átaka á aibióðavettvangi berst mannkynið af réttri leið. Við getum leiðrétt bessa hættulegu siglingu með því að leita aftur ráða hjá hiörtum okkar en ekki aðeins höfðinu“

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.