Vísir - 11.08.1971, Page 3

Vísir - 11.08.1971, Page 3
*4 VÍSIR . Miövikudagur 11. ágúst 1971. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND f MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND Umsjón: Haukur Helgason Verður Mujibur Rahman líflát- inn? 18 fallnir á N-írlandi Ekkert lát hefur verið á ólgunni í Belfast, og snemma í morgun drápu brezkir hermenn leyni- skyttu í kaþólska Eliza Street, sumar fréttir segja tvær leyniskyttur. Tveir borgarar særðust. Nú hafa ekki færri en 18 látið lífið, síðan Faulkner forsætisráð herra N-frlands lýsti yfir því, að neyðarlög væru í gildi og halda mætti fólki í fangelsi án þes að dómur félli. í alla nótt kom annað veifið til átaka brezkra hermanna og leyni- skyttna í kaþólsku hverfunum í Belfast. Brezkir hermenn um- kringdu snemma í morgun bakarí, þar sem fjórar leyniskyttur höfðust við á efstu hæðinni. Sumir telja, að nú muni heldur draga úr ólgunni á Norður-írlandi, þar sem undanfama daga hefur legið við algerri borgarastyrjöld. Talsmaður herstjórnar Breta sagð ist í gær óttast, að mannfalilið hefði orðið miklu meira en þeir 18, sem vitað er um. Enn væru leyniskyttur hér og þar í Belfast, og sprengingar urðu f Londonderry í nótt. Þó er ástandið til mikilla muna betra en það var fyrir sólanhring. Brezka herstjórnin telur, að mik- ið uppgjör eigj sér stað milli flokka innan svokallaðs írsks Iýðveldishers sem er róttækasti hluti kaþó'lskra. Hafi margir fallið í átökum innan lýðveldishersins. Utanríkisráðherra írska lýðveldis ins Paterich Patrich Hiltery mun í dag ræða vandamálið við brezka innanríkisráðherrann og Reginald Maudling, sem gegnir störfum í forföllum Heaths forsætisráðherra. Leynileg áætlun um 72 INDVERJAR FÉLLU Áj innrás í LANDAMÆRUM PAKISTAN | V-Evrópu Kennedv fær ekki að fara til A-Pakistan ...Nú u“ ^jö miiijónir fiótta- [ JL 72 indverskir hermenn féllu í síðustu viku í bar- dögum við hermenn Pak- istans við landamæri Ind- lands og Austur-Pakistan, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Pakistan í gær. Pakistanar ákæra Jpdverja fyrir árásir á landamærunum. Edward Kennedy öldungadeildarþingmaður er á ferö á Indlandi og heimsækir flóttamannabúðir, þar sem flótta- fólkið frá Austur-Pakistan hefst við. í ráði var, að Kennedy færi til Austur-Pakistan, en stjórnin í Pak- istan segir, að í ummælum Kenn- edys hafi komið fram gagnrýni á hana og muni hann þv*i ekki fá að fara til A-Pakistan. Nú eru um sjö milljónir f'lótta- fólks frá Austur-Pakistan í Ind- landi. Pakistanstjórn hefur skýrt frá þvíi að Mujibur Rahman foringi sjálfstæðishreyfingar Austur-Pak- istana, sem er fangi Pakistanstjórn- ar, muni dreginn fvrir herrétt. Lög- fræðingar þeir, em eiga að verja Rahman, segjast ekki búast við, að mál hans fái réttláta meðferð. Þeir hafa enn ekki fengið að hitta hann að máli. Her Pakistanstjórnar heldur áfram fjöldamorðum og ógnarstjóm í Austur-Pakistan, og flóttamanna straumurinn yfir til Indlands er látlaus. Þar eru 7 milljónir flóttamanna. HÆTTA Á SPRENGINGUM Umferð stöðvuð á Rin, er skip með efnafarm strandaði Stöðva varð alla umferð um Rín milli Köln og Diiss eldorf í gærkvöldi, og var skorað á íbúa í grenndinni að sýna fyllstu aðgæzlu, eftir að tankskip með efna- fprm hafði strandað skammt frá Köln. Efnin gefa frá sér gas, sem mikil hætta er á að springi, þegar það kcmur í vatn. Tankskipið hafði 80 tonna farm. Strandið varð, vegna þess að vatns borð í Rín er óvenju lágt. Nokkur tími leið frá strandinu, þar til i ljós kom, að leki hafði komið að geymum. Fyrrverandi hershöföingi f Tékkóslóvakíu, Jan Sejna, sem er landflótta í Bandaríkjunum segir í viðtali f frönsku blaði, að Varsjárbandalagið hafi áætilun um innrás í Vestur-Evrópu. 1 viðtali í blaðinu Paris Match skýrir Sejna frá leynilegum á- ætlunum Varsjárbandalagsins um hugsanlega styrjöld við Vestur-Evrópu-ríkin. Áætlunin tekur meðal annars til þess, aö herir Varsjárbandalagsins sæki fram á þremur dögum allt til Rín ar, og verði um miMjón manns í þvf liöi. Þá skuli geröar eld- flaugaárásir á staði f Vestur- Evrópu, og sovézki herinn geti eftir það ráðizt inn í Frakkland, Belgíu, Holland Luxemburg og Bretland Sejna hershöfðingi fiýði frá Tékkóslóvakíu eftir fail Stalín- istans Novotnys. Þegar hann flýði var hann formaður f her- málanefnd tékkneska kommún- istaflokksins. Ekkert í viðtalinu segir Sejna að sér- stakir herdómstólar hafi þegar verið settir á laggirnar sem eigi að fylgja á eftir skriðdreka sveitum Sovétríkjanna í innrás í Vestur-Evrópu og dæma þá, sem taidir verði stríðsgiæpa- menn. Tíu þúsund Frakkar hafi þegar verið valdir sem dæma skuli, svo og Vestur-Þjóðverjar. Sejna lét ekki f ijós f viðtalinu hvort þessar áætlanir hefðu ver- ið samþykktar endanlega eða frá þeim horfið s'iðar. Sejna sagði að nærri þriðji hluti allra starfsmanna við verzl unarsendinefnd Tékkóslóvakíu í vestrænum ríkjum ynni að njósnum og skemmdarverkum. Ríki Varsjárbandaiagsins telji að auðveldara verði að lama efnahag Norður- Ameríku en efnahag Vestur-Evrópu. Komm- únistar eigi auðveldara með að smygla til Norður-Ameríku því, sem þeir þurfi til skemmdar- verka. ferð Nixons" Viðtal við Chou En-Lai i New York Timss Forsætisráðherra Kína Chou En- Lai segist ekki vilja, að spumingin um framtíð Formósu eða neitt ann- að alþjóðavandamál hindri för Nixons til Kína. Þetta er helzta niðurstaða, sem fréttamenn hafa komizt aö eftir at- hugun á viðtali við Chou í banda- ríska blaðinu New York Times, sem var birt f gær. Forsætisráðherrann reyndi ekki að dylja, að mikill ágreiningur væri miMi Bandaríkjanna og Kína, en hann sýndi einnig sve'gianleika f afrf”ðu. eink,,->i um snurr!"'”‘na um heimköllun bandaríska liðsins Ir>dé Vína. Chou tet f l:ós áhv',”inr ve^na vaxandi efnahags’egs veldis Japans "■> herst-yrks bess. Hann minnti á, °ð Kmverjar hafi "leymt her- námi Japana á stær- um hluta Kína. Kínverska stiórnin telur, að ekki komj til greina að hún taki sæti á þingum Sameinuðu þjóðanna, meðan fulltrúar þjóðernissinna á Formósu séu þar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.