Vísir - 11.08.1971, Síða 5

Vísir - 11.08.1971, Síða 5
varla þá miklu spennu, sem var í hans fyrsta stórleik. — hsVm. væru skoruð mörk. Það var oft mikið liðanna í Aödragandínn að marki IBV. Knötturinn er kominn inn fyrir Sigurð Dagsson, markvörð, og stefn- ir í markið, en Halldór Einarsson hljóp til og varð fyrir þeirri óheppni að spyrna í markið, þegar hann ætlaði að hreinsa frá. Synd að skyldi Juirft — en sjálfsmark Vals færði Vestmannaeyingum bæbi stigin / mjög góðum leik beggja liða Takk, Vestmannaeying- ar og Valsmenn, takk fyrir stórgóðan og skemmtileg- an leik í gærkvöldi — leik, sem yljaði áhorfendum. Þetta var einn af þessum leikjum, þar sem synd var að annað liðið skyldi þurfa að tapa, því að leikmenn beggja liða veittu áhorfend um svo góða skemtun — með mikilli leikni, samleik og hraða. Synd að það var sjálfsmark, sem réð úrslit- um — eins og það hefði t. d. verið synd ef Valsmenn hefðu nýtt eitt af sínum fjölmörgu tækifærum og Vestmannaejdngar . setið eftir með sárt ennið. Stund um getur knattspyrnan verið þannig. Næsfu leikir Næstu leikir í deildinni eru sam- kvæmt skrá: Laugardag 14. ágúst IBV—Fram, en sennilega verður sá leikur færður aftur um einn dag. Sunnudagur 15. ágúst: Valur — Akranes og Akureyri—Keflavík. Mánudagur 16. ágúst KR—Breiða- olik. Það lið, sem talið er á undan ieikur auðvitað á heimavelli. Það sameinaðist margt í þessum leik, spenna var mikil tij loka. Glæsilegur samleikur samfara miklum hraða skapaðigóðtækifæri, en nasstum allt strandaði á frá- bærri markvörzlu beggja mark- varða liðanna. Páls Pálmasonar, ÍBV, og Sigurðar Dagssonar, Val. Þó var þetta leikur hinna glötuðu marktækifæra, sjaldan hafá þau verið fleiri f 1. deildarleik ’i sum- ar. En snúum okkur að gangi leiksjns, Strax á 4 mín. fengu áhorfend- ur að sjá það fyrsta af því, sem þeir áttu í vændum. ÍBV náði snöggu upphlaupi, Óskar gaf fyrir og þrumuskalli Haralds rétt straukst yfir stöng. Hann kann að skalla, drengurinn sá! Síðan tóku Valsmenn við. Jóhannes Eðvaldsson átti skot rétt framhjá og á 10. mín. stóð Ingi Björn einn um 3 m frá opnu marki ÍBV, en spyrnti fram- hjá. Þá einn bezti leikkafli Vest- mannaeyinga. Sigurður Dagsson varði frá Erni Óskarssyni og 20 sek. síðar skallaði Óskar rétt yfir mark — rúm mínúta og Örn komst innfyrir. en spyrnti yfir. Hraðinn var mjög mikill og leik- urinn gekk markanna á milli. Hermann átti lúmskt skot, sem- Páll varði — rétt á eftir bjargaði Halldór Einarsson, sem lék sinn langbezta leik fyrir Val um langan tíma, næstum á markl’inu eftir misskilning mi!lj Sigurðanna í vörn Vals. Og síðan kom bezti kafþ Vals. Á 30. mín. lék Hermann á varnar- leikmann inni i vitateig — lagði knöttinn glæsilega beint fyrir fæt- ur Harðar H'.marssonar, sem var frír örfáa metra frá marki. En Páll varöi fast skot Harðar — rétt á eflir munaði broti úr sek. að Hermann næði knettinum fyrir opnu marki — hann átti fast skot rétt á eftir, en ennþá varöi Pálþ glæsilega og á 41. mín. kom um- deilt atriöi Hörður gaf fyrir til Hermanns, sem var fyrir opnu marki, en Ólafur Sigurvinsson sá það eina ráöið að halda Hermanni, svo hann komst ekki að knettin- um. V’itaspyrna — en dómarinn, Ragnar Magnússon, langt úti á velii, sá ekki neitt. I-Iálfleiknum íauk — einum hinum bezta, sem Síðari hálifleikur hófst — ekki eins góð knattspyrna, en góð samt. Vestmannaeyingar fengu fyrsta tækifærið, þegar Óskar komst í opið færi, en Sigurður varði glæsi- lega. Þá komst Hermann frír inn- fyrir vörn ÍBV en spyrntj knett- inum beint á Pál. Þannig gekk leikurinn, spennan var mikil og ef skriífa ætti um allt, sem skeði, þyrfti víst margar siður hér í blað- inu. Glæsilegt langskot Óskarsi straukst framhjá stöng, og rétt á eftir var Hermann f dauðafæri, en spyrnti yfir, og svo kom markið. Það kom á 36. mín. og Eyjamenn höfðu þá um tíma sýnt betri leik og sótt mikið. Mikil þvaga og darr- aðardans var inni á markteig Vals — skotið í varnarmenn eða Sigurð og svo náði Sævar að spyrna að marki. Halldór brá fljótt við, komst að knettinum rétt inni við mark- línu, en spynnti knetitinum í eigið mark, þegar hann ætlaði að hreinsa frá. 1—0, og gífurleg fagnaðar- læti fjölmargra aðdáenda ÍBV á vellinum, en leikurinn var vel sótt- ur. Þetta reyndist sigurmarkið í leiknum, því Valsmönnum tókst ekki að jafna metin undir lokin og kannskj gerði klukan á vellinum þeim einhverja skráveifu, því hún stanzaði um fima og dómarinn flautaði af, þegar þeir héldu að um 5 mín, væru e-ftir Margir leikmenn léku stórvel í þessum leik en enginn þó betur en Þórir Jónsson, Val. Leikni og yfirferö þessa litla leikmanns var hreint undraverð. Hann var bezti maðurinn af mörgum góðum. Lið ÍBV er orðið stórskemmti- legt, leikni flestra mikil og skall- tæknj bet.ri, en almennt gerist hér. Áður hefur ' verið rætt um hlut Páls í markinu en í vörninni var Ólafur Sigurvinsson beztur, tví- mælalaust bezti bakvörður landsins og Friðfinnur var sterkur á miðj- unni, Óskar, Örn og Haraldur eru stöðugt í framför eins og liðið reyndar allt í heild. Hjá Val voru það ekki aðeins Sigurður og Þórir, sem léku glæsi- lega. Hlutur Jóhannesar. Siguröar Jónssonar og Bergsveins var einn- ig mikill. Dómarinn, Ragnar Magn- ússon, Hafnarfirði, dæmdi ekki nógu vel — eins og hann þyldi Þrumuskot Óskars Valtýssonar af 30—35 metra færi í síðari hálf Ieik vakti mikla aðdáun. Þar voru Valsmenn heppnir, knött- urinn fór frarn hjá Sigurði, en einnig stönginni — röngu megin klæddi Vestmannaeyingur, sést hér mikilli baráttu og sló knöttinn í markið með hendnrnL

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.