Vísir - 11.08.1971, Page 9

Vísir - 11.08.1971, Page 9
VlSIR . Miðvikudagur 11. ágúst 1971, 9 — Finnst yður djvrt að láta gera við bíl? Ólafur Benediktsson, sjómaður og bóndi: — Já, þaö finnst méi mjög dýrt. Þess vegna geri és viö bílinn minn sjá'.fur eins ofr og ég get. Það er að vísu hægf að fá gert við hann á sann- gjörnum prís á einkaverkstæð- um, en ekki á þeim stærri. aldrei jafn góðir bílar „Það hefur aldrei fyrr verið þvílík vinna hér við lögskráningu bifreiða. Bílum hefur í ár fjölgað jafn mikið fyrstu 7 mánuði ársins og þeim fjölgaði allt árið í fyrra. Hér hefur verið mikil lota, sem aðeins dró úr eftir verzlunarmannahelgi, en ef að líkum lætur, fer aftur að lifna yfir þessu á næstunni“. Guðmundur Brynjólfsson hjá Lögskráningu bif- reiða í Reykjavík, tjáði Vísi í gær, að öruggt mætti telja, að aldrei fyrr í sögu bifreiða ^ Um 2° hema ■iWrnt [{ . , v . ... t ’ /fi Mo sni Ðauft úbílasölu mörg hinna stærri bílaverk- stæða hafa verið lokuð frá þvl 15. júlí og til 15. ágúst — eða á þessu tímabili og þá verður ennþá meira að gera á minni verkstæðum. Bílar þurfa jú við- ha!d“. sagði Sigurður Guöjóns- son hjá réttingaverkstæðinu Múla við Suðurlandsbraut. — Takið þið eftir nýju b'ilun- um á verkstæöunum — eru menn betur akandi núna en oft áður? 4 menn að vinna við skoðun á nýjum bílum allt fri'ið". — Þurfið þið þá ekki að stækka við ykkur til að geta sinnt þeirr; þjónustu sem þörf virðist á? „Jú, og það eru víst einhverj- ar ráöagerðir uppi um það, það þyrfti aö stækka, eða þá að fá hjálp annars staðar frá“. — Hvaö vinna margir við- geröarmenn hjá Heblu? Bifreiðaeftirlitinu. „Við eigum enn eftir að skrá mikinn fjölda bíla á þessu ári — mikinn fjölda, sem þegar hefur verið fluttur til landsins, og samt höfum við nú jafnað metið frá í fyrra, þegar eru skráðir á þessu ári hátt á 5. þúsund bílar“. Varð aó fjölga hjá eftirlitinu ,,Hér hefur verið í miklu að snúast í allt sumar,“ sagði Gestur Ólafsson hjá Bifreiða- eftirlitinu Vísi í gær, ,,við höfum orðið aö bæta við okkur mann- skap. enda er heilmikið skrif- finnskustarf samfara auknum bílaviðskiptum manna á miilli. Við hér önnumst einvörðungu skoðun og umskráningu, en það er ótrúlega mikið starf sem hér þarf að vinna, þegar einn mað- ur selur bíl.“ Og það má kannski nærri geta, að sumir bílar geti valdið þeim í Lögskráningunni höfuð- verk. Þeir ganga kannski um hendur margra prangara í viku hverri. Dæmi eru til um að maður láti bílaumboð hafa gamlan bíl upp í nýjan. Umboð- ið selur svo þann gamla sama dag og það kaupir hann, og nýi eigandinn ætlar sér að hagnast ofurlítið á kaupunum, og seiur hann þriðja aðilanum daginn eftir. „Allt snarvit!hust“ Vísir hringdi á mörg bílaverk- stæöi bæði í gær og fyrradag, og spurði hvem einasta verk- stæðisformann, sem í símann svaraði, hvort ekki væri rólegt hjá þeim eftir verzlunarmanna- helgina? „Nei, értu frá þér maður. Það er allt snarvitlaust að gera hér“ — var næstum samhljóöa svar sem fékkst v’iðast hvar. — Eru þá allir nýju bílarnir ónýtir strax — þoldu þeir ekki hristinginn yfir ferðahelgina? „Nei, málið er það, að mjög ið hefur“. Heppni að fá verkstæðis pláss Á mánudaginn var opnaði Hekla h.,f. aftur verkstæði sifct eftir hálfsmánaðar sumarfri. Við hringdum í Axel Sveinsson, verkstjóra þar: ,Hér er allt vit- laust að gera“, sagði Axel, „og það er nú aðallega vegna þess að nú er fyrsti starfsdagurinn eftir fríið. Og þetta er sá versti dagur sem ég hef enn upplifað í bílaviðgerðum. Samt voru hér ,,Það er reyndar merkilegt hvað selst af bílum á þessum árstíma", sögðu þeir í Bílahús- inu við Sigtún, er við hringdum þangað í gær, „ágúst er nú lang- verstj sölumánuðurinn af öllum. Þá er þessi sumarvertíð gersam- lega dottin niður, og fólkið kom- ið út á land Y sumarleyfi.“ — Vonlítið þá að koma með bíl i sölu? „Ekki seg; ég það — það selst alltaf einn og einn bíll, þaö er bara að bíða eftir að fólkið líti við“ — GG Áður þurftu menn að bíða vikum eða mánuðum saman eftir að fá nýja bflinn afhentan. Nú hrúgast þeir upp, nýju glæsitíkumar og hægt að fá þær keyptar eins og franskbrauð. Einar Sigurðsson, verkamaður. — Það skal ég ekki segja til um. Ég geri nefnilega oftast við minn bíl sjálfur. Það sem til þess þarf er að vísu dýrt, en ég vil þó ekki meina að það sé neitt dýrara en margt annað. Kristinn Gunnarsson, yélstjóri: — Já, rosalega dýrt. Ég var sjálfur að enda við að láta iplassa upp á bí'.inn minn fyrir 200 þúsund krónur. Núna er hann líka bezti bíll í heimi, og ég því haröánægöur. Og nú ætti hann að vera í lagi aö minnsta kosti næstu 4 árin. piiiiiiiiiit mtn ömólfur Sveinsson, verzlunar- maður: — Ég geri nú yfirleifct sjálfur við bílinn minn. Mér hef ur þó virzt, að viðgerðarkostn- aður á verkstæðum sé nokkuð mikill, en þuria bifvélavirkjar ekki að fá sitt eins og aðrir? Bjami Hannesson, rafvirki: — Ég þarf nú lftið á verkstæðis- þjónustu aö halda, þar eð ég geri oftast sjálfur við bílinn tninn Varahlutimir finnast mér hins vegar vera nógu dýrir. Gísli Guðmundsson rútubílstjóri: —Já, því geri ég mest við bíl- inn minn sjálfur, en rútuna verð ég aö láta á verkstæði, — þar eð ég hef ekki þau verk- færi, sem til þarf. Það mis- iafnlega finnst mer unmb á verkstæðum, að ég set hana aldrei til viðgerðar öðruvísi en að fylgjast vandlega með verk- inu. Sleppi hiklaust vinnu til þess.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.