Vísir


Vísir - 12.08.1971, Qupperneq 6

Vísir - 12.08.1971, Qupperneq 6
6 VISIR . Fimmtudagur 12. ágúst 1971. viiiE m- Eruö þér samþykkur eða andvígur aðgerðum, sem miðast að því að fá Geysi til að gjósa? Hilmar Þormóðsson, prófarka- lesari: — Ég hef ekki myndaö mér neina skoöun á því. En vit- anlega væri það ósköp gaman, að hægt væri að fá hann til aö gjósa eitthvaö aö gagni. Þaö hlyti líka að geta laöað að er- lenda feröamenn í ríkara mæli. Jónas Jónasson, verkamaður: — Slíkum aögerðum er ég og hef alltaf verið sammála. Geysir er jú eitt mesta þjóðarstolt okkar og honum veröur að halda við efnið. Guðmundur Guðmundsson á Hæli: — Ég tel það ekki vera æskilegt að hrófla við honum. Slikt gæti veriö allt eins til ó- lukku. Jón Þóroddur Jónsson, verk- fræöingur: — Aögerðum er ég andv'igur. Náttúran á að hafa sinn gang á þessu og mannlegur máttur ekki að koma þar nærri — hvorki með sápu né annað. Loftur Jónsson, bankastarfs- maður: — Það á að láta Geysi vera eins og hann er og hefur verið. Hvorki bora í hann eða höggva. Hins vegar held ég aö sápa þurfi ekki að vera honum svo skaðvænleg. Örn Friðriksson, skrife ofumað- ur: — Mér er bvo nákvæmlega sama hvað þeir gera með Geysi og það skiptir mig hrei-t engu máli. þó að þeir séu að dæla í hann sápu. VEUUM (SLENZKT fSLENZKAN IDNAÐ .❖Xv.vlv.v.v.w.v.v.v.v.v.v.v.v v.v.v.v.v..«. .v. W.vXv.svwK! %iiiiiiiiiiiiiiii:%iiiiiii&iiiiiiii íwKvKiwffl' Þakventlar Kjöljám ::W: iW: $•! »:•:•:•: Kantjám ÞAKRENNUR K«ww;v;v;v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v wXvXVXVX-XwXwXvXvXvX'XvXvXvXVX ----/roSmurbrauðstofcm I * iT * BJORNINIM Njálsgata 49 Sími 15105 | Jamboree í Krísuvík Nú um helgina (13 — 15. ágúst) munu skátarnir á Keflavíkurflug velli gangast fyrir Jamboreemóti í Krísuvík. Verður þetta fyrsta mótið. sem amerískir skátar gangast fyrir. Þar sem mjög takmarkaöur tími var til stefnu, var þvT mið- ur ekki hægt að koma út aug- ^ýsingu til íslenzku skátanna, en við viljum nota þetta tæki- færi til að bjóða þá velkomna á þetta fyrsta mót okkar. Mótið verður sett kl 20.00 á föstudag. Mótsgjald er mjög vægt, aðeins kr. 100. Þeir skátar, er kynnu að hafa áhuga á þessu móti, eru beönir um að tilkynna þátttöku í kvöld, milli 6 og 11 1 síma 11271 í Reykjavík. Lágmarksverð hækkar Verð'.agsráð sjávarútvegsins hefur lokið endurskoðun lág- marksverðs á bolfiski, flatfiski og skelfiski samkvæmt ákvæð- um bráöabirgöalaga frá 2. júlí 1971 um breytingu á lögum nr. 79 31. desember 1968, um ráð- stafanir 1 sjávarútvegi vegna breytingar gengis íslenzkrar krónu og um hækkun á aflahlut og breytt fiskverð. Samkomulag náðist ekkj i Verölagsráðinu en i yfirnefnd ráðsins varð samkomulag um eftirfarandi breytingar á lág- marksverði er gildir frá 1. ágúst 1971: Þorskur hækkar grálúða hækkar um ..................... í kol; um 11%. Aðrar fisktegund- ir hækka um 18.3%, þar á meö- al humar rækja og hörpudiskur. Við framangreindar verðhækk anir er tekið tillit til niðurfell- ingar á greiðslu hlutdeildar í útgerðarkostnaði samkvæmt 3. gr. laga nr. 79/1968, sem var 11% til viðbótar auglýstu lág- marksfiskverði Birkibeinar halda skáta- mót í Mosfellssveit Á föstudaginn hefst að Bring- um í Mosfellssveit 7. haustmót Birkibeina og stendur það til sunnudags. Aö Bringum, sem er skammt frá Gljúfrasteini er fallegt umhverfi og vonast skát- amir til að geta haldið þarna gott skátamót og hafa vandað mjög ti'l mótsundirbúningsins. Tjaldbúðirnar verða settar upp í stíl við ramma mótsins, sem er grísk og rómversk fornmenn- ing. Þó getur Sínalkó-flaskan í mótshliðinu ekki flokkazt undir þá menningu, en mótsgestir fá að spreyta sig á að ná henni niður, en henni halda Gordíons- hnútar miklir sem ekki má höggva á. Ódýrari en aárir! ÍKODfl LEIOM 44-4 6. SÍMI 42600; J. B. PETURSSON SF. ÆGISGÖTU 4-7 ^ 13125,13126 LÆKNAR OF RÍF- LEGIR Á DEYFIL YF Ég er enginn eiturlyfjaneyt- andi. Það er hins vegar kannski ekki svo undarlegt þótt fólk, sem þarf mikið á sterkum, ró- andi lyfjum að halda, venjist á þau til langframa. svo örlátir, sem læknarnir virðast á þessi lyf. Ijg sá að skrifað var um þessi mál í dálknum um daginn og vil gjarnan taka undir það, sem þar kom fram. Læknar þurfa að gæta mikiu meiri varúðar, en manni viröist þeir gera varðandi róandi lyf og taugalyf, sem notuð eru. Ég hef sjálf þurft mikið á þess konar lyfjum að halda. En ég treysti læknunum ekki alls kostar og ráðfæri mig gjarna við fleiri en einn lækni og helzt lyfjafræðing um meðferð þeirra. Stundum dettur manni í hug, að gróðasjónarmið ráði nokkru um lyfseðlaútgáfu læknanna Frú í austurbænum. BRJÓTAST HVAÐ EFTIR ANNAÐ INN í DÚFNAKOFA Góði þáttur! Ég er fimm bama móðir í Breiðholti. I sambandi við grein, sem „dýravinur" birti á föstu- daginn var, get ég bætt við svo- lítilli sögu. Sonur minn, tíu ára, hefur undanfarin þrjú ár átt nokkrar dúfur. sem hann hirðir um í litlum snyrtilegum kofa, með tilheyrandi stíu 'i garðinum okkar. Ég er búin að týna töl- unni á öllum þeim innbrotum sem gerð hafa verið í kofann hans, þar sem dúfunum hefur verið stolið. í hvert skiptj hefur sorgin verið mikil og vonbrigð- in Nú síðast fyrir tíu dögum voru teknar frá honum al’ar falleg- ustu dúfurnar. sex talsins allar hvítar. Tveim svörtum var skil- að aftur. Að auki voru tekin þriggja vikna gamail ungi og tvö egg. Unganum hefur strák- urinn minn að hálfu leyti ungað út sjálfur og varð miki1] missir að honum. Og hann var nvbúinn að kaupa sumar af dúfunum fyrir kaun. sem hinn hefur unn- ið fyrir með því að bera út Vísi. Hann hefur safnað í marga mánuði til þess að geta keypt þessar dúfur. Þessir drengir, sem brutu upp kofann, virðast hafa sanna ánægju af að kvelja fuglana. Þeir geyma fuglana nokkra daga og fara svo með þá langt í burtu frá staðnum, þar sem þeir stálu þeim og sleppa þeim þar. Vesa- lings dúfurnar rata svo ekki heim aftur og slást i hópinn með villtum dúfum. Síðan eru þær miskunnarlaust drepnar Ef nú á í þokkabót að taka frá börnunum hundinn þeirra, sem þau hafa miklar mætur á, þá veit ég satt að segja ekki hvað á að gera til að kenna börn- um ábyrgð í lífinu. þegar svo oft hefur verið raskað trú þeirra á það góða á jöröunni. „Annar dýravinur". HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.