Vísir - 17.08.1971, Blaðsíða 5
VÍSIR. Þriðjudagur 17. ágúst 1971.
5
Áhyggjuleysi sumarsins er nú að bak: og tekið til að nýju við knattspymuna. Nokkrir leikmenn Arsenal myndaðir í
góðum félagsskap í sumar. Fremst eru Bob Wilson markvörður og Charlie George (tii hægri), sem skoraði úrslitamarkið í
bikarkeppninni.
Meistarar Arsenal
eins og þeir
— Sigruðu Chelsea með 3-0 á Highbury
— Fyrirliðinn Frank McLintock, knattspyrnu-
maður ársins, skorabi fyrsta markið
Þá er knötturinn byrjaður að hoppa og skoppa
á Englandi á ný. Deildakeppnin hófst á iaugardag-
inn og það er ekki aðeins á Bretlandseyjum, sem
keppnin vekur athygli, heldur um allan heim. —
Menn setjast spenntir við útvarpstækin á kvöld-
in, taka niður úrslit leikja, og meta horfur og útlit.
Enska knattspyrnan er ekki aðeins knattspyrna í
þeirri merkingu, sem venjulega er lögð í orðið —
hún er miklu meira — því hin velskipulagða deilda-
keppni er í fjölmörgum löndum notuð sem helzti
stofn getraunastarfsemi og það eykur gildi henn-
ar að miklum mun. Rétt úrslit leikja hafa fært mörg
um stóran glaðning í því stóra happdrætti, sem það
er að gizka rétt á 12 rétta, átta jafntefli eða fjóra
útisigra eftir því hvaða form getrauna notað er.
i vor
En við skuluni ekki hafa þenn
an formála lengri, heldur snúa
okkur að leikjunum á laugar-
'daginn, og þá, er eitt vist. Meist-
aralið Arsenal var lið dagsins
— það byrjaðj keppnina nú'eins
og það lauk hepni í vor — vann
stórsigur gegn öðru Lundúnaliði
Chelsea á leikvelli sinum í
Hig'hbury.
Það var hvasst í Lundúnum,
þegar leikurinn hófst kl. þrjú á
laugardaginn og tæplega fimm-
tíu þúsund áhorfendur höfðu
komið sér fyrir á hinum miklu
áhorfendasvæðum. Arsenal lék
undan vindinum i fyrri hálfleik
og sótti þá miklu meir og sýndi
stórgöða knattspyrnu. Enginn
lék betur en George Graham,
þessi leikni, skozki framvörður,
sem dreif spil liðsins áfram með
góðum sendingum. Arsenal skor-
aði eitt mark í hálfleiknum og
var fyrirliðinn Frank McLintock
þar að verki á 16. min. Fleiri
voru tækifærin, sem ekki nýtt-
ust
Hinir fjölmörgu aðdáendur
Chelsea voru þö bjartsýnir i
hléi á góðan árangur, þar sem
liðið lék undan vindi síðari hálf-
leikinn. Og framan af sótti
Chelsea miklu meira — án þess
þó, að skapa nokkra verulega
hættu fyrir vörn Arsenal. Og
svo allt í einu sneru „The Gunn-
ers“ vörn í sókn, einmitt, þegar
Chelsea hafðj sótt hvað stífast
— John Radford lék upp og gaf,
til Ray Kennedy upp undir víta-
teig og hinn ungi miðherji, sem'
skoraði 19 mörk í deildinni síð-
asta keppnistímabil, spyrnti við
stöðulaust á mark. Peter Bon-
etti hafði enga möguleika að
verja fast skot hans. Staöan var
2—0 og eftir það var leikurinnn
Arsenals. Liðið sýndj glæsilega
knattspyrnu og á 35. mín. skor-
aði Radford þriö.ia markið Hann
tók knöttinn snilldarlega niður
— jafnvel sjálfur Puskas heföi
mátt öfunda hann — lék á mót-
herja og skoraði með fallegu
vinstri fótar skoti. Hinn nýi
söngur Arsenai hljómaði þá á-
kaft af áhorfendapö’lúnum
„You’ll never walk alone“. Og
það verður áreiðanlega ekki í
síðasta sinn, sem hann hljómar
þar kröftuglega f vetur.
En þar sem þetta var fyrsti
leikur þessara frægu liða skul-
urn við aðeins Ifta á hvernig
þau voru skipuð í leiknum.
ARSENAL — Wilson, Rice,
McNab, Storey, McLintock,
Simpson. Armstrong, Kelly,
Kennedy, Graham, Radford.
(Kelly, lék í stað Charlie George,
sem er meiddur). CHELSEA —
Bonetti, Harris, McCreadie,
Hollins, Webb, Dempsev, Hud-
son, Smethurst, Osgood, Ba’d-
win og Houseman.
Úrslit í leikjunum í 1. og 2.
deild urðu þessi:
i 1
Arsenal --Chelsea 3 - 0
Coventry—Stoke 1—1
Crystaj P. — Newcastle 2—0
Derby —Manch. Utd. 2 — 2
Huddersfield —Leicester 2 — 2
Ipswich—Everton 0—0
Liverpool—Nottm. For. 3—1
Manch. City —Leeds 0—1
Sheff Utd. —Southampton 3—1
West Ham,—W.B.Á 0-1
Wolves—Tottenham 2—2
2. deild:
Blackpool — Swindon 4-1
Bristoj City—Mi'.lvall 3—3
Cardiff — Burnley 2—2
Carlisle—Preston 0-0
Charlton—Hull City 1—0
Fulham —Watford 3-0
Luton — Norwich 1—1
Oxford—Orient 1—1
Portsmouth — Middlesbro 2-1
Q.P.R. — Sheff. Wed 3-0
Sunderland -Birmingham 1-1
Og einn leikur var háður í
gærkvöldi, mánudag:
Blackpool vann Cardiff 3—0
■
Hf
s
Willie Stevenson, sem fót-
broínaði skömmu eftir ára-
mót, er byrjaður að leika
með Stoke að nýju. Willie lék
frábærlejja vel hér. á Laugar-
dalsvelli með Liverpool fyrir
nokkrum árum.
Eins og við munum þá komust
Sheff. Utd. og Leicester upp í
1 deild, en Burnley og Black-
pool féllu niður í 2. deild. Upp
úr 3. deild komust Preston og
Fulham.
Leeds — aðalkeppinautur
Arsenal um meistaratitilinn í
vor — vann góðan sigur á Maine
Road í Manchester. Þetta var
harður leikur, en þó vel leikinn.
Eina mark Leeds skoraði Peter
Lorimer eftir undirbúning gömlu
kempunnar. Jackie Charlton.
Hann var bókaður f leiknum á-
samt Hunter hjá Leeds, og Lee
og Doyle hjá City.
Manch. Utd. kom á óvart V
fyrri hálfleik gegn Derby, en
þann leik fáum við að sjá í ís-
lenzka sjónvarpinu á laugardag.
United hafði tvö mörk yfir í
hálfleik og skoraði Denis Law
fyrra markið á, 14. mín., en
stúdentinn Alan Gowling hið
síðara á 35 mín. — hvort
tveggja eftir hornspyrnur Bobby
Charlton. En leikmenn Derby
gáfust ekki upp og þeim Kevin
Hector og John O’Hare tókst að
jafna. Það verður því eitthvað
að sjá í þessum leik.
Annar leikur, sem einnig var
mjög spennandi, var V Wolver-
hampton, þar sem Ulfarnir léku
gegn Tottenham-liðinu, sem
hingað kemur 14. september til
að leika við Keflvíkinga. Úlfarn-
ir skoruðu tvö fyrstu mörkin í
leiknum og voru þar að verki
Bobby Gould og Derek Dougan.
En Tottenham, sem enskir blaða
menn spá miklum frama í vetur,
tókst að jafna rétt fyrir lokin.
Martin Chivers skoraði á 80.
mín. og fimm mín. siðar Alan
Gilzean jöfnunarmarkið.
Keven Keegan, sem Liverpool
keyptj'í' sumar fcárScunthorpe' f
4. déild fýrir 3S«þúsund pund
að mig minnir. kómst beint V
aðalliðið og sýndi fljótt, að hann
var þess trausts verður. Hann
skoraði fyrsta mark Liverpool
þegar á 12. mín og kom liðinu
á sigurbraut. Síðan skoraði fyrir-
liði Liverpool, Torpmy Smith úr
vítaspyrnu, og Emlyn Hughes
þriðja markið. Eina mark Forest
skoraði Ian Storey-Moore.
WBA byrjaði vel undir stjórn
síns nýja framkvæmdastjóra
Don Howe og sigraði með eina
markinu í leiknum sem mark-
hæsti leikmaðurinn í 1. deild
á síðasta keppnistímabili, Tony
Brown skoraði. Don Howe var
áöur aðalþjálfari Arsenaj og átti
mikinn þátt ’i velgengni liðsins.
Áður fyrr var hann kunnur
landsliðsþakvörður hjá WBA
áður en Arsenal keypti hann fyr-
ir 45 þúsund pund, sem þá var
metupphæð fyrir bakvörð.
Liðin, sem komust upp f 1.
delid, stóðu sig bæði vel. Sheff.
Utd. vann Southampton örugg-
lega, og Leicester náðj jafntefli
í Huddersfield. Þar skoraði All-
ister Brown, miðherji Leicester,
mark eftir aðeins 80 sek. og það
var fyrsta markiö sem skorað
var i deildakeppninni á þessu
keppnistímabili. Síðan skoraði
fvrirliði Leicester Nish á 16.
mín., en þeim Frank Worthing-
ton og Cherrv tókst aö jafna
fyrir Huddersfield. Beztu menn
Leicester voru þeir Bobby
Ke'iard og Jon Sammels. sem
Leicester keypti í sumar frá
Arsenal fyrir 100 þúsund pund.
Eitt alvarlegt slys varð á laug-
ardaginn. Park hiá Sunderland
tvíbotnaðj á fæti ’i leiknum
gegn Birmingham. Þannig skipt-
ast á skin og skúrir í ensku
knattspyrnunni sem ööru. Á
Skotlandi var það merkilegást,
aö Celtic sigraöi Rangers 2—0
í deildabikarnum. — hsítn.