Vísir - 17.08.1971, Qupperneq 8
8
l f t
i f
V í SIR. ÞriSjudagur 17. ágúst 1971,
Otgefandí: Reykjaprenr nf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R EyjóSfcssoD
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjórt: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannessoo
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Augiýsingar: Bröttugðtu 3b Simar 156JO 11660
Afgreiðsla ■ Bröttugötu 3b Simi 11660
Ritstjðra: Laugavegi 178 Sfmi 11660 f5 iinur)
Askriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands
I lausasölu kr. 12.00 eintakiö
Prentsmifla Vt<sic - Prlde bl
Æskileg þreföldun
Iperðamálamenn hafa upp á síðkastið gjarnan talað
um, að markmið þeirra sé að þrefalda ferðamanna-
strauminn til íslands á þessum áratug, úr 50 þúsund
ferðamönnum á ári í 150 þúsund. Þetta er hátt mark-
mið, en virðist samt vera alveg raunhæft, þegar mið-
að er við þá gífurlegu aukningu, sem orðið hefur á
þessu sviði síðustu árin.
Hagfræðingar hafa spáð því, að þreföldun ferða-
mannastraumsins muni bæta 1000 milljónum króna
við hreinar gjaldeyristekjur þjóðarinnar, jafnvel þótt
hver ferðamaður verji ekki rneira fé eftir áratug en
hann gerir núna. Þessar miklu gjaldeyristekjur sýna,
hvílíkt keppikefli það hlýtur að vera að ná markmiði
ferðamálamannanna.
Auðvitað þarf að kosta töluverðu til. Dýrastar og jafn
framt nauðsynlegastar eru byggingar hótela. Mark-
miðið næst ekki nema um það bil 200 hótelherbergi
bætist við á hverju ári að meðaltali, sumpart í árs-
hótelum og sumpart í sumarhótelum. Þessar fram-
kvæmdir ættu á núverandi verðlagi að kosta um
2000 milljónir króna á öllu tíu ára tímabilinu.
Spáin sýnir því þá niðurstöðu, að tveggja ára aukn-
ing gjaldeysistekna greiði stofnkostnaðinn við öflun
þeirra. 2000 milljón króna fjárfesting gefur 1000
milljón króna hreinar gjaldeyristekjur á ári. Sam-,
kvæmt því ætti hér að vera um að ræða einhverja þá
hagkvæmustu fjárfestingu, sem peningalítil þjóð á
völ á.
Árin 1965—1970 voru miklar framfarir í ferða-
málum og óvenju mikið byggt af hótelum. Fjárfest-
ingin í þeim nam að meðaltali 100 milljónum króna á
ári. Hefur þó sumum þótt vera ráðizt í hótelbygging-
ar af fullmikilli dirfsku. En af dæminu hér að framan
er þó ljóst, að^þessa árlegu fjárfestingu þarf að tvö-
falda, úr 100 í 200 milljónir á ári, ef markmiðið á að
nást.
Þess vegna er nauðsynlegt að beina lánsfé í vaxandi
mæli til hótelbygginga og annarra skyldra fram-
kvæmda í ferðamálum. Ferðamálasjóður hefur verið
efldur og hann þarf að efla enn frekar á næstu árum.
Hann mun þó seint geta fjármagnað nema brot af
þörfinni. Þess vegna þarf hið almenna bankakerfi að
taka ferðamálin í vaxandi mæli upp á sína arma.
Skortur á upplýsingum veldur því, að ekki er hægt
að áætla, hve margt fólk muni fá vinnu í ferðamálun-
um við þessa aukningu. Þó er Ijóst, að það verður mik-
ill fjöldi. Verða ferðamálin þá væntanlega mikilvæg-
ur þáttur í útvegun vinnu fyrir hinn mikla fjölda, sem
mun bætast á vinnumarkaðinn á næstu árum.
Margs þarf að gæta í uppbyggingu nýrrar atvinnu-
greinar. Skynsamlegast er að flýta sér ekki um of. En
spáin um þreföldun ferðamanna á þessum áratug
virðist vera raunhæf og markmiðið æskilegt.
slendingar vilja hafa
kökuna og eta hana Síká"
— Úrdrættir úr þremur greinum C. L. Sulzbergers um Island
\\ Bandaríski blaðamað-
íí urinn C. L. Sulzberger
(f hefur eftir dvöl hér á
landi skrifað þrjár grein
ar, sem birzt hafa í
bandarískum blöðum og
( fjalla um viðhorfin eftir
(' stjórnarskiptin. Sulz-
/ berger er einhver kunn-
' asti og áhrifamesti blaða
maður Bandaríkjanna.
Greinar hans vekja jafn
an athygli víða um heim.
I„Mótmæli flugfélaga við
aðstöðu Loftleiða“
t
I greinum sínum leggur Sul-
berger fyrst og fremst áherzlu
á varnarmálin og utanríkismál
yfirleitt, Hann fjallar um þann
vanda sem íslenzku ríkisstjórn-
. inni sé á höndum, ef hún ætli
I á sama t'ima að faera fiskveiði-
\ íögsögu út í 50 mílur, reka
/ varnarliðið úr landi og gera við-
\ skiptasamning við Efnahags-
/ bandalagið og Loftleiðir hafi á-
\ fram aöstöðu , ti) að fljúga yfir
/ Atlantshaf með lægri fargjöid-
\ um en önnur flugfélög „þrátt
I fyrir mótmæJi bæði bandarískra
j og annarra flugfélaga“ innan
í flugfélagasambandsins IATA.
1 Sulzberger segir. að Bretar og
( Vestur-Þjóðverjar „muni ekki
) biðja Efnahagsbandalagið“ að
l að veita íslendingum fríðindi,
j það er að segja ekki styöja ósk-
l ir íslendinga um viðskiptasamn-
/ ing, meðan landhelgisdeilan
V stendur. Hann hefur eftir Einari
/ Ágústssyni utanrlkisráðherra:
\ „Samkomulag um fiskveiðilög-
/ sögu hefur forgang. Viö munum
\ fara hægt í öðrum málum þang-
( að til það mál er útkljáð Tími
11 minn mun fara til aö kynna
) mér aðalmálið“ Einar Ágústs-
( son vonist til að landhelgismálið
/ verði leyst fyrir september
( 1972 Það segir Sulzberger að
I tákni, að enginn hjti verði í
\ spurningunni um NATO-stöðina
/ á Keflav'ikurflugvelli, meðan
\ allur tilfinningahitinn fari í
/ þorskinn. Bandamenn íslands í
) NATO geri sér vonir um, að niö-'
I urstaðan verði ekki jafn rót-
\ tæk. eftir aö ríkisstjórn fslands
( hefur gert sér grein fyrir hætt-
) unni við að hætta vörnum stööv-
(( arinnar.
Lenín forspár um mikil-
vægi fslands
Hann minnir á, að einu sinni
áður, stuttan tima ágreinings
1956. sem hafi endað meö inn-
rás Rússa í Ungverjaland, hafi
sömu flokkar og nú stjórna
óskað, að „fslendingar önnuðust
sjálfir gæzlu og viðhald varnar-
mannvirkjanna, aðrar en her-
varnir". Þetta geti varla komið
til greina. Vopnlaus þjóð geti
ekki varið stöðina, og 200 þús-
und íslendingar ráði ekki yfir
tækniþjálfuðum mönnúm né
gagnnjósnakerfi sem geti ann-
azt stöðina á fullnægjandi hátt.
Þaö geti ekki lengur staðizt,
sem lýst var yfir við inngöngu
íslands í NATO, að þar skyldi
ekki vera her á friðartímum ef
ísland i eigi að hafa mjkilvægi
fyrir varnir Atlantshafsbanda-
lagsins. Siglingaleiðir milli ís-
lands, Færeyja og Grænlands
séu hinar mikilvægustu í varn-
arkerfinu.
í fyrstu grein sinni hafði
Sulzberger saml'ikt fslandi og
Möltu, sem séu eylönd á mikil-
vægum siglingaleiðum. Malta sé
ekki jafn mikilvæg og ísland.
Lenin hafi þegar árið 1920 lýst
því yfir á fundi kommúnistasam
bandsins Komintern, að hann
teldi, að ísland mundi leika mik-
ið hernaðarlegt hlutverk í fram-
tíðinni. einkum fyrir flugher og
kafbáta. Þróun seinni tíma sýni
snillina í þessu mati Lenins.
Flugvélar Bandarikjamanna
og búnaður á landi og skipum
fylgist sífellt með feröum Sovét-
manna í loftj og hafi og þetta
Sulzberger (til hægri ásamt
öörum kunnum blaðamanni,
Rosenthal frá New York
Times.
IIIIIIIIIIII
M) W!M
Umsjón: Haukur Helgason
kerfi sé reiðubúiö að vara til
dæmis snemma við hættunn; á
eldflaugaárás. Flugliðið á Kefla-
víkurflugvelli sé við öllu búið
allan sólarhringinn.
Norðurlönd þrá
hlutleysi
' Þó hafa margir íslendingar
unað þessu illa Þeir eigi sam-
eiginlegt með öðrum Norður-
landaþjóðum að þeir þrái hlut-
leysi en af þeim hafi aðeins
Svíar efn; á að láta þá þrá i
Ijós. Hinar tvær Norðúr’anda-
þjóðirnar í NATO séu nú að
benda frændum sínum á eyland-
inu á, að stefna þeirra standist.
ekki. Auk þess sem fsland sé
auga, sem fylgist með ferðum
Rússa, sé landið mikilvægt fyrir
Norðmenn. ef til stríðs kæmi.
I annarj grein sinni lýsir Sulz-
berger íslendingum sem aðdáun-
arverðri, vingjarnlegri þjóð, sem
standi á eigin fótum og hafi til
að bera styrk tij að lifa á harð-
býlu landi við erfið veðurskii-
yrði. Ef til vill sé það fegurð
landsins eða hámenntuð menn-
ing eða þá einmanalegar langar
vetrarnætur, sem fáj fslending-
inn til að dreyma. „Hver getur á-
fellzt þá,“segir Sulzberger, „þótt
þá dreymi um að hafa hið bezta
frá tveimur heimiun?“ Þannig
vilji nýja ríkisstjómin á íslandi
bæði vera i Atlantshafsbanda-
laginu og njóta góðs af þvi að
vera í framkvæmd hlutlaus. En
ástandið í heiminum leyfi ekki
lengur þess háttar afskiptaleysi,
sem stefnt sé aö fslendingar
hafi hvorki auðlegð né mann-
afla til að geta reist vopnað hlut
leysi á eins og Svíar geri, og
fjölmörgum fslendingum skilj-
ist, að það sé óraunhæft að bú-
ast við vernd án þess að gera
neitt í staðinn.
„Ráðherrar
sjálfmenntast"
Aðalráðherrar í íslenzku rlkis
stjóminni séu nú að sjálfmennta
sig. Þeir séu að komast að þv\,
hve hernaðarlega mikilvægt fs-
land sé, og þeir hafi undrazt,
þegar þeir komust að því, að
sovézki flotinn í stöðvum Mur-
mansk hefur meðai annars 170
kafbáta, þar af þriðjungur
kjamorkukafbátar, studda flug-
flota og öðrum skipum Þessi
kafbátafloti gæti streymt um
Atlantshafið á stríðstíma nem?
þeirra sé vandlega gætt, en það
sé hlutverk íslands. Ráðherr-
árnir séu einnig að komast að
því, að frændur þeirra í Noregi
séu mjög háöir stuðningi frá ís-
landi, ef stríð yrði.
Vilja Bandaríkjamemi
fremur eyðileggja
stöðina?
Sulzberger segir, að „eitthvað
veröur að vera á íslandi til að
tryggja það fyrir skyndilegri
hertöku Sovétríkjanna Jafnvel
gæti svo farið, að stjómin \'
Washingtin vildi fremur, að
stöðin yrði eyðilögð en látin
standa til að freista Moskvu.
Alger nauðsyn fyrir NATO sé,
að aldrei verði unnt að nota ís-
land til árása á Bandaríkin.
Rússar hafi leikið af færni,
segir Sulzberger, í þessu máli.
Þeir reyni að auka áhrif sín og
bjóði möguleika á hagstæðum
lánum til íslenzks iðnaðar
íslendingar ætli sér þó ekki
aö breyta um bandamenn eða
hugsjónir Þeir séu traustir lýð-
ræðissinnar. Þeir vilji bara hafa
,,þjóðarkökuna‘‘ og et« bana
l’íka, sem sé eðlileg mannleg
óskhyggja.