Vísir - 17.08.1971, Síða 13

Vísir - 17.08.1971, Síða 13
VI S I R . Þriðjudagur 17. ágúst 1971. Ingin a flokks Þetta var útkoman, þegar Vísir slóst í för með yfirmatsmanni garðávaxta og leit inn í átta verzlanir í Reykjavík, sem verzla með græn- meti og ávexti m.a. Visnaðir hvítkálshausar, myglaðir ávextir, vanþekking og furðuleg framkoma er það, sem neytandinn getur jafn- vel búizt við. TTtkoman varð svo sannarlega ekki góð, þegar Vísir heim- sótti átta verzlanir, sem verzla með grænmeti, einn sólskinsd. fyrir helgina í fylgd með yfir- matsmanni garðávaxta. Edva’.d B. Malmquist. í stuttu máii upp- fyllti engin' þessara verzlana, sem valdar voru af algjöru handahófi, þær kröfur, sem gerð ar eru til fyrsta flokks verzlana,' sem verzla með grænmeti í ná- grannalöndum okkar. Það var ekki um að villast, að enn erum við eftirbátar annarra þjóða ’i viðskiptum og viðskiptaháttum. Fáfræði kann að eiga mikla sök á, ónóg menntun verzlunarfólks og almennt kæruleysi, sem ekki er auðvelt að finna skýringu á i fljótu, bragði. 30 stiga hiti Tvær verzlanir komust nokk- urn veginn skammlaust í gegn- um þessa skoðun. Þó ekki svo, að viðskiptavinur gæti gengið .þaðan út fullkomlega ánægður með viðskipti á grænmeti og á- yöxtum. í annarri var kælingu í kæliborði áfátt og flokkun á tómötum en í hinni sást á ávöxt- um og grænmeti. En þetta voru smámunir á við þaö, sem blasti við annars staðar. Geymslu grænmetisins i verzlunum var vfða ábótavant Það var látið standa í sólinni, sem skein hvað heitast gegnum flannastóra glugga — á einum stað var því komiö fyrir á miðstöðvarofni út við glugga. Á enn einum stað var 18 stiga hiti V kartöflugeymsl- unni, sem var lítil hola undir gólfi. Sölnaðir hvítkálshausar, vatnsoósa melóna, skemmdir á- vextir og myglaðir, sem græn- meti nokkurn veginn ferskt, eða eins og það gat verið, hafði ver- ið lagt ofan á blasti við í einni verzluninni. Þar voru gluggar það stófir að búast má við, að hiti fari þar upp í 30 stig, á sól- skinsdögum eins og hafa verið undanfarö Bráðinn ís I „kæliborðum“ Kæ'.ing í kæliboröum var við- ast hvar l’itil eða engin og jafn- vel var ekki hægt að finna að „kæliborðin” væru kæld, en þaö er óneitanlega grunsamlegt að finna bráðinn ís í ,,kæliborði“ og hálfþiðnuð „frosin“ svið. Viðkvæmt grænmeti eins og t.d. salat lá á afgreiðsluborðum í stað þess að vera geymt í kæli í vatni eins og við sáum í einni verzluninni, of mikið hafði verið pantað af papriku á einum stað, en þar mátti sjá bakka með hrúgu af skorpinni papriku, en á miða stóð ,ný paprika’. Ný pap rika fékkst að vísu í verzlun- inni. miðalaus. Það var greinilegt á öllu, sem við sáum, að íslendingar kunna ekki að umgangast grænmeti •:■■****$: • . $ i ■ >. \ víwfe . v. . ■ ' í » im il'* ' • Bezti kaelirinn fyrirmyndar. kæling í lagi og grænmetiö í vatni til Grænmeti geymt á mygluðum ávöxtum .. .visnaðir hvítkálshausar. og jafnvel ekki aðra vöru, kjöt vöru t. d. En það verkar afar einkennilega að verða var við að verzlunarstjórar eða kaup- menn skuli ekki sjá sér hag í þvi að hafa frambærilega vöru á boðstólum og kunna að panta inn hæfilegt magn, sem ekki skemmist eða rýrnar hjá þeim. Rýrnun grænmetis í verzlunum er hins vegar ekki einkennileg, þegar mið er tekið af geymslu. Að einhverju leyti munu við- skiptavinirnir bíða tjón af þessum geymsluháttum. „Að skíta út búðina“ Annað, sem kom illa við mann var viðmót afgreiðslufólks í einni verziuninni. Þegar skýrt var frá því að ætlunin' væri að skoða vöruna en ekki kaupa hana gaþ við í uqgri afgreiðslu- stúlku: „Hún er aö sk’ita út búðina hérna“. — Já, viðskipta- vinurinn hefur ekki leyfi fyrir afgreiðslufólki að líta á vöruna — hvað gerðist ef hann kæmi með aðfinnslu? Þvi er auðvelt að svara, ef um konur er að ræða eins og í flestum tilfel-lum, er hún „frekjudós". Þvf miður þekkist þessi frumstæði verzl- unarmáti ennþá. Neytendur láta bjóða sér lélega vöru og skemmda Hvað hefur Edvald B. Malm- quist að segja um ástandið: „Það eru ekki 25 ár síðan is- lenzkt grænmeti og ávextir yfir- höfuð urðu algeng verzlunar- vara í matvörubúðum. En nú hin síðari ár sem betur fer, hefur oröið á þessu stór breyting, þv*i séu ekkj kartöflur eða grænmeti fáanlegt er það flutt inn. Það mun hafa verið i fyrsta sinn síðasta vetur, að Grænmetis- verzlun landbúnaðarins flutti inn nokkurt magn af tómötum og blómkáli m a. í svartasta skemmdeginu, þegar íslenzkt grænmeti var ófáanlegt Með öðrum orðum má segja, að við getum nú veitt okkur þann munað, sem veriö hefur i áratugi hjá nágrannaþjóöum okkar, og er það vel farið ekki sizt með tilliti til hins langa skammdegis, sem við eigum við að búa. En þessari þróun er nauðsynlegt að fylgi sérstök vöruvöndun og meiri þekking hjá húsmæðrum um það hvernig hægt er að hagnýta og geyma þessa nauð- synlegu fæðutegund. Og ég vil aðeins skjóta því hér inn í, að reginmunur er hér á húsmæðr- um og 'i nárannalöndum okkar, sérstaklega í Danmörku hvað þær virðast setja sig vel inn í og hafa góða þekkingu á græn- meti, ávöxtum og matvælum al- mennt Hér virðist menntun is- lenzkra húsmæðra ekki hafa fylgzt með ttmanum, en það segir sig sjálft. að það er 'hús- móðirin sem ræður fjármagni heimilisins allt að 60—70% hvað þetta snertr. Á þetta minn- ist ég vegna þess, að það er ó- kleift fyrir grænmetismatið, verðlagseftirlitið eða annað eft- irlit hvort sem um er að ræða gæði vörunnar eða verðlag að fylgjast nægilega með og skapa tilhlýðilegt aðhald nema hús- mæðurnar sjálfar — hirin al- menni viðskiptavinur, komi hér til líka. Þegar framboð er minna á markaðnum þú er mjög áberandi hvað neytendur láta að sér rétta af lélegri vöru og oft og tíðum má segja skemmda Þekking verzhmarfólks af skornum skammti Af því að minnzt er á hús- mæður í þessu sambandi er ekki síður ástæða til að benda á að þekking verzlunar- og afgreiðslu fólks virðist mjög af skomum skammti og því umhirðu með þessari viðkvæmu vöru mjög ábótavant í mörgum tilfellum." — Hvaða reglur eru um geymslu grænmetis? „KartÖflur ásamt grænmeti eiga tvimælalaust að geymast á meðan á dreifingu stendur í loftgóðum. kældum kistum eða skápum og i mörgum tilfellum innpakkað i sellófan, ef það hentar svo sem fyrir gulrófur, gulrætur, blómkál o fl. og geymist þannig við rétt rakastig. Þannig getur viðskiptavinurmn litið yfir það grænmeti, sem á boðstólum er og valið sér sjálf- ur eftir þörfum.“ — Hvert er geymsluþol inn- pakkaðrar vöru? „Innpakkað grænmeti þolir yfirleitt ekki nema 2—3 daga geymslu Þess vegna eru vand- ræðj með að pakka vörunni inn í smærri verzlunum þar sem umsetning er minni. Þegar talað er um meðferð grænmetis al- mennt skulum við undanskilja t. d. tómata og banana. Þroska- stig þessara ávaxta er að þróast allt þar til neytandinn tekur við vörunni og jafnvel eftir að hún er komin í hendur hans. Það er þvf orðin stórskemmd á bæði tómötum og banönum, þegar hýði banana fer að dökkna og ávöxturinn verður gegnummeyr, sama er með tómata. að gæta verður þess að þeir séu ekki o? þroskaðir þegar sala þeirra á sér stað, ef þeir eiga að vera hæfilegir til niðurskurðar þegar á borð neytandans kemur.“ Og f lokin kemur Edvald Malmquist með Ijósan punkt og það er, að yngri konur virðast vera orðnar sér meira meðvit- andi um hvað þær megi ekki láta bjóða sér í viðskiptum og það er vonandi að nógu margar „frekjudósir“ af báðum kynjum finnist til að aðstoða grænmetis- matið við að koma á vöruvönd- un í verzlunum, til þess að hægt verði að finna þó nokkrar fyrsta flokks verzlanir í Reykja- vík þar sem er hægt að ganga að óskemmdu grænmeti og öðr- um nauðsynlegum garðávöxtum. — SB Flaggað á skorpinni papriku.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.