Vísir - 18.08.1971, Qupperneq 1
Hafnaði 5000$ styrkn-
um og tók fsrnn lægrí
Táraðist eftir danskan ósigur
Hennj Susanne Pedersen varö
það um megn í landskeppninni
í Laugardalslauginni í gærkvöldi
þegar Lísa Ronson „stakk hana
af“ á lokasprettinum í boðsund-
inu — hún fór að hrína og
bætti við vatnsmagnið í laug-
inní ásamt veðurguðunum, sem
voru sundfólkinu slæmir þenn-
an fyrri dag landskeppninnar
við Dani 1 kvöld bíður Yslenzka
sundfólksins það verkefni að
jafna metin við Danj — og fara
írarn úr. Veðrið viröist ætla að
verða skaplegra og án efa reyna
áhorfendur að hvetja landann til
dáöa. — Sjá íþróttir bl. 4 og 5.
„Það Iiggja ýmsar ástæður til
þess, að ég tók Harwardhá-
skóla fram yfir New York-há-
skóia“, segir Jón Ögmundur.
„Jú, það er rétt. Ég fékk 3250
doliara styrk frá Menntastofnun
Bandaríkjanna til að komast tíl
náms í þjóðarrétti við Harward
háskóla í Boston“, sagði Jón
Ögmundur Þormóðsson Iögfræð-
ingur í viðtali við Vísi í morgun.
„En það er ekkert til að býsnast
yfir, hvað styrkurinn er hár“,
hélt hann áfram, „þegar þess er
gætt hve námskostnaður við
bandarísku hási.úlana — þá
beztu — er gífurlega hár. Styrk
urinn hrekkur rétt fyrir náms-
kostnaðinum, fæðinu og hús-
næði.“
Jóni Ögmundi stóð enn hærri
styrkur ti' boða. „Ég sótti um náms
styrk í þrjá skóla og fékk jákvætt
svar frá tveim", útskýrir hann. —
„Það er að segja Harward og svo
New York-hásköla. Styrkurinn f
þann síðarnefnda er 5000 dollarar".
„Hvað kom til að þú valdir
lægri styrkinn?"
,,Til þess liggja margar ástæð-
ur. Sú helzt, að ég þekki betur til
Boston en Manhattan. Móðursyst-
ir mín hefur búið þar í nær þrjá
áratugi. Nú og svo þarf maður ekki
að fara í neinar grafgötur með það,
að Harward-háskóli er góður skóli.
Þar er t.d. stærsta háskólabókasafn
ið. Mér skiist, að það hafi að
geyma um 8 milljón bindi.
Það hefur svo heldur ekki svo
Iítið að segja, að í Boston er minni
mengun og meiri kyrrð og friður,
en í miðri hringiðunni á Manhatt-
an, þar sem New York-háskóli er.
Það yrði hreint stofufangelsi fyrir
konuna mína að dvelja þar þá 9
mánuði, sem ég er við nám“.
Jón Ögmundur og frú halda til
Boston 2. sept. n.k. „Mér heíur
reiknazt til. að þessir níu mánuð-
ir kosti rúma eina milljón fyrir
okkur bæði“.,
Jón l’auk lögfræðinámi frá Há-
skóla íslands í janúar sl. — ÞJM
61. árg. — Miövikudagur 18. ágúst 1971. — 185. tbl.
— Islendingur hlýtur styrk til náms v/ð
Harward-háskóla
Sennilegt að íslenzka
krónan fylgi dollarnum
Dollarinn stendur nú
illa gagnvart mörgum
öðrum gjaldmiðlum
heimsins. Bandaríska
stjórnin hikar við að
fella gengi hans beinlín
is en vill, að mörg önn
ur ríki hækki gengi gjald
miðja sinna, en það tákn
ar auðvitað að clollarinn
felhir í gengi gagnvart
he«m, sem hækka. Snurn
ingin, sem okkur varðar
mest er sú: Hvað verður
um gengi íslenzku krón-
unnar, ef gengi annarra
gjaldmiðla breytist?
Þeir efnahagsmálasérfræðing-
ar, sem blaðið hefur rætt við,
telja að gengi Yslenzku krónunn-
ar h'jóti að vera mest komið
undir gengi Bandaríkjadollars
og sterlingspunds. Þær ráðstaf-
anir fjármálaráðuneytisins nú
að láta fólk borga 15% meira
en áður fyrir erlendan gjaldeyri,
eru gerðar til að tryggja gjald-
eyrisstöðu íslands gagnvart
þeirri hættu, að gengi ýmissa
erlendra gjaldmiðla hækki, það
er að segja, að krónan falli mið-
að við þá gjaldmiðla.
Þótt einhverjar aðrar aðgerðir
kunni að koma fram, eftir að sér
fræðingar hafa fjallað um málið
á fundum út; um allan heim á
næstunni, þá er þessa stundina
talið líklegast, að gengi dollar-
ans falli, annað hvort beint eða
óbeint með hækkun ýmissa
annarra gjaldmiðla Efnahags-
málasérfræöingar, sem blaðið
hefur snúið sér tii, álíta, að þá
mundi íslenzka krónan fylgja
dollarnum, og lækka gagnvart
ýmsum öðrum gjaldmiðlum. Það
er enn óvíst, hvaða gjaldmiðlar
muni hækka gagnvart dollara og
þá krónu.
Við ákvörðun íslenzkra stjórn-
valda verður jafnframt fylgzt
með. hvað verður um gengi
sterlingspunds, en það er enn
óvíst, þótt flestir muni telja, að
pundið fylgi dollamum. Líkleg
hækkun er hins vegar á þýzku
marki, frönskum franka, gyllin-
um, svissneskum franka, jap-
önsku jeni, belgYskum franka,
kanadískum dollar, jafnvel
ítalskri líru og fleirum, en enn
er þetta allt í deiglunni, Gjald-
miölar ýmissa Norðurlanda
kunna hins vegar að fara með
doliar. — HH
Fyrsta árið
erfiðast
„Hveravellir, vestan fimm vind
stig, sandstrókar, skyggni þrjá-
tíu kílómetrar hiti tíu stig“. —
Þessi veðurlýsing er frá Hvera-
völlum k'.ukkan 18 á laugardag'
inn. Fæstir gera sér I hugar-
lund vinnuna, sem felst að baki
veðurlýsinganna frá einni af-
skekktustu veðurathugunarstöð
iandsins. Vísir tók veðurathugun
arfólkið tali á laugardaginn á
Hveravöllum, en þau kveðja
senn Hveravelli eftir fimm ára
starf þar.
Sjá bls. 13
17 milljónir
hafa flúið
ríki komm-
únista
Eitt erfiðasta vandamál mann-
kynsins er flóttamannavanda-
málið. Undanfarnar vikur hafa
7 milljónir manna flúið Austur-
Pakistan yfir til Indlands. — En
flóttamannastraumurinn frá
löndum kommúnista hefur þó
verið enn meiri, enda þótt hann
haö komið jafnar undanfarin ár
— þaðan hafa komið 17 milljón
ir flóttamanna.
Sjá bls. 8
I glervöru-
búðinni
Forystugrein blaðsins í dag
’fjallar um hagsmuni þá, sem Is-
lendingar verða að gæta á al-
þjóðlegum vettvangi, og þau
vandamál sem skapast í sam-
skiptum okkar við aðrar þjóðir.
„Við verðum að forðast að haga
okkur eins og naut í glervöru-
búð“, segir í greininni.
Sjá bls. 8
Þrjár nýjar
læknamið-
stöðvar eru
risnar af
grunni
Læknaskorturinn hefur verið
eitt mesta vandamál sveitar-
félaganna útj á landi. Reynt hef
ur verið með ágætum árangri aö
leysa vandamál þessi með lækna
miðstöðvum. I grein í blaðinu í
dag segir frá þrem nýjum
læknamiöstöðvum. —
Sjá bls. 9