Vísir - 18.08.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 18.08.1971, Blaðsíða 8
8 t isik, imovncuaagur 18. ágúst 1971, Otgefandi: Reykjaprent nf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R EyJóJfssoo Ritstjóri - Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannessoo Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar : Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgrelösla- Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstjóf!): Laugavegl 178. Siml 11660 f5 Unur) Askriftargjald kr. 195.00 ð mánuði innanlands t lausasöíu kT. 12.00 eintakiö P-entsmiíMa Vfsfs — Fdds hf I glervörubúðinni íslendingar hafa ótal hagsmuna að gæta á alþjóð- legum vettvangi. Margir þessara hagsmuna stang- ast á við hagsmuni annarra þjóða og geta orðið tilefni vandamála. Sem betur fer hefur okkur oftast tekizt að gæta hagsmuna okkar um leið og við höfum haldið vináttu og samstarfi við allar nágrannaþjóðirnar. Þegar hagsmunirnir stangast á, verða vandamálin viðkvæm og vandasöm. Samskiptin minna þá á göngu um glervörubúð, þar sem menn verða stöðugt að gæta þess að reka sig ekki á brothætta muni. Nú hafa brot- hljóð heyrzt úr glervörubúðinni. Og það gefur okkur tilefni til að meta, hvar við erum staddir í búðinni. Við viljum færa út fiskveiðilögsögu okkar, svo að hún nái yfir allt landgrunnið, 50 mílur eða meira. Stórveldin tvö, Sovétríkin og Bandaríkin, hafa and- stæða hagsmuni í því máli. Harðari er bó andstaða Breta og Vestur-Þjóðverja, eins og kunnugt er. Jafnframt viljum við hindra mengun sjávarins við landið og á fiskimiðum okkar. Okkur nægir alls ekki sú 100 mílna mengunarlögsaga, sem oft hefur verið ■ / I J illCJC ,C.iJ talað um, því að mengunin berst óravegu með straum- um. Iðnaðarþjóðirnar umhverfis Atlantshafið vilja gjarna varpa eitri sínu á þeim stöðum, þar sem það berst ekki til stranda Evrópu og Ameríku, heldur eitt- hvað annað og þá t.d. til íslands. Fáir átta sig til fulls á því, hvílík lífsnauðsvn það er fyrir okkur að fá iðnaðarþjóðirnar ofan af slíku. Eitt mikilvægasta hagsmunamál okkar er, að við- skipti milli landa séu sem frjálsust, því að atvinnulíf okkar byggist í óvenjulegum mæli á útflutningi. Alls konar verndarstefna erlendis, svo sém hækkun inn- flutningstolla í Bandaríkjunum, er okkur því mjög í óhag. Vegna þessara hagsmuna frjálsrar verzlunar höfum við gengið í Fríverzlunarsamtök Zvrópu og náð þar hagstæðum samningum. Af sömu ástæðum viljum við ' ’ingóðum samningum við Efnahags- bandalag Evrópu r"......m komn’r . cl af stað í vor. í Fríverzlunarsamtökunum eru Bretar 'Tlugastir, en Norðurlandaþjóðirnar eru þar líka öflugar og hafa stuðlað að hagstæðum samningum okkar við sam- tökin. í Efnahagsbandalaginu eru Þjóðverjar einna öflugastir og okkur vinsamlegastir. Þessar þjóðir hafa yfirleitt ekki eins eindregna hagsmuni af frjálsri verzlun og við höfum, eins og við höfum rekið okkur á í sambandi við loftferðasamninga. Við allt þetta bætist, að íslendingar vilja ógjarn- an hafa hér her á friðartímum. Yfirlýsingin um brott- för hersins hefur skapað vandamál fyrir fleiri en okkur sjálfa og Bandaríkjamenn. Varnakerfi Noregs og Svíþjóðar hafa riðlazt og verða þjóðir þessara landa nú að gera ráð fyrir, að bakstuðningurinn frá herstöðinni á íslandi geti brugðizt. Jafnframt hefur staða Finna gagnvart Rússum veikzt. Vegna alls þessa verðum við nú að forðast að haga okkur eins og naut í glervörubúð. 17 milljónir hafa flúið frá ríkjum kommúnista Flóttamannavanda- málið er eitt hið erfið- asta, sem mannkynið á við að stríða. Undan- farna mánuði hafa sjö milljónir manna flúið til Indlands frá A-Pak- istan, og mikill flótta- mannastraumur hefur legið frá einu Afríkurík inu til annars, svo að þar eru nú milljónir um- komulausra manna. — Flóttamenn frá Palest- ínu hafast við í flótta- mannabúðum við illan hag. Sameinuðu þjóð- arinnar og aðrar alþjóða stofnanir hafa gert það, sem í þeirra valdi hefur staðið til að gera þessu kommúnistar alvaldir og lokuðu landamærunum að heita mátti. Þetta fólk var af ýmsu tagi. Þama voru aðalsmenn og keis- arasinnar, sem auðvitað undu illa undir ráðstjóm. 1 þessum hóp voru einnig margir iýðræð- issinnar. frjálslyndir og jafnað- armenn, „Mensévikkar“ sem höfðu barizt við hlið bolsé- vikka. Margir bændur flýðu ennig í byrjun valdaskeiðs bolsévikka, þvi að stefnan í landbúnaðarmálum var ekk; ein- staklingshyggjumönnunum í bændastétt að skapi. 15 milljónir flýðu eftir stríðið Eftir þessa miklu fólksflutn- inga tók að mestu fyrir fólks- flóttann frá Sovétri'kjunum. Réði þar væntanlega mestu, hversu ríkisstjómin varð sterk og traust í sessi Það var hins vegar eftir valdatökur kommún- istaflokka 1 mörgum ríkjum A-Evrópu eftir aðra heimsstyrj- öld, að skriðan rann aftur. Það er áætlað, að milli 1945 og 1965 hafi fimmtán milljónir I j Wtéí FIóttamannavan(|amálið er ef til vill örðugasta raun okkar tíma. — Flóttafólk frá Austur-Pakistan. fólki lífið bærilegt. Allur þessi fjöldi er þó aðeins hluti af þeim tugmilljón um sem hafa flúið heima land sitt undanfarna ára tugi þessarar aldar. Þannig hafa um 17 milljönir flúið frá þeim iöndum, sem kommúnistar ráða. þegar allt er taliö. Þessi fiótti er einhver sá allra mesti, sem um getur i mannkynssögunni. BfHínarmúr- inn varð tíu ára í síðustu viku, og þá var rifjað upp, hversu margir höfðu flúið frá Austur- Þýzkalandi, áður en hann reis, en múrinn var gerður ti! aö setja í þaö gat. Fyrsti flóttamanna- straumurinn frá kommúm'sra- ríkjum byrjaði strax eftir valda- töku bolsévikka Y Rússlandi. Rúmlega hálf önnur milljón manna flýð; Sovétríkin á tíma- bilinu frá 1917 til 1921 Þetta voru ár grimmilegrar borgara- styrjaldar, þar sem áttust viö „rauðliðar“ og ..hvitliðar“, sem ’auk með sigri hinna fyrrnefndu. Að loknu þessu tímabili voru flúið riki, sem kommúnistar ráða. Þessi tala hlýtur að vera nokkuð óviss, en mlklu veldur um fjöldann, hversu margir flýðu frá ríkjunum i Asíu, Norður-Kóreu, Norður-Wetnam og Kína, eftir að kommúnistar tóku þar völd. Ekki þarf að fjölyrða um, að valdátaka< kommúnista í rikjum Austur-Evrópu var öllum þorra manna þar mjög ógeðfelld, enda hafði það víðast hvar komið skýrt fram í lýðræðislegum kosningum fyrir valdatöku beirra. að kommúnistaflokkarn- ir höfðu ekkert það fylgi, sem veitti þeim forystuhlutverk. Það var nærvera sovézka hersins og afleiðing niðurlægingar þessara bjóða í stríðinu, sem gerði kommúnistum mögulegt að ná vö'.dunum. Flóítamannastraumur eftir misheppnaðar upp- reisnir í Ungverjalandi - - 'vkAslóvakíu Hefði flóttamannastraumurinn dreifzt. jafnt á tímabilið, heföi einn maður flúið á hverri mln- útu nótt og dag. Umsjón: Haukur Helgason Þetta byrjaði með því, að mik ill fjöldi Austur-Evrópumanna, sumir segja hálf önnur milljón, sem dvöldust i öðrum löndum í stríðslok, fór ekki aftur heim til heimalanda sinna. Síðan rann skriða frá Austur- Erópuríkjum hverju af öðru 60 þúsund flýðu Tékkóslóvakíu eft- ir byltingu kommúnista árið 1948. Og eftir innrás Rússa og Varsjárbandalagsins árið 1968, hafa 90 þúsund Tékkóslóvakar bætzt í þennan hóp. Sama varð uppi & teningnum eftir að Rússar bældu niður uppreisnina Y Ungverjalandi ár- ið 1956. Þá munu 200 þúsund Ungverjar hafa flúið föðurland sitt, Efst á blaði eru þó Austur- Þjóðverjar. Fjöldi flóttafólksins frá A.-Evrópu meira en tvöfald- ast þegar tölu A-Þjóðverja er bætt við Tölum ber ekkj al- gerlega saman um fjöldann, en sumar heimildir telja, að um þrjár og hálf milljón hafi flúið frá Austur-Þýzkalandi. Flóttinn frá Austur-Þýzkalandi var „fjöldahreyfing'* sem ekki átti rætur I sérstökum hagsmunum aðalsmanna eða auðmanna á sama hátt og flóttinn frá Tékkó- slóvakíu og Ungverjalandl var eftir misheppnaða uppreisn þeirra þjóða gegn Sovétmönn-j um. Eftir að kommúnistar tók» Norður-Kóreu í striðslok hafa um fjórar milljónir flúið tH Suður-Kóreu. Kastró viD koma óánægðum úr landi sínu Samtals hafa tvær mHljónir flúið frá KYnverska alþýðulýð- veldinu yfir til Hongkong og annarra staða. Alls kyns tiltekt- ir kínversku stjórnarinnar, sem komið hafa af stað innanlands- róstum, hafa ýtt á eftir hundr- uðum þúsunda Kínverja úr landinu. 900 þúsund manns flýðu frá Norður-Víetnam til Suður-W'etnam eftir skiptingu landsins árið 1954. Þá fóru 80 þúsund Tíbetbúar yfir ti] Indlands eftir innrás og hernám Kínverja á landinu árið 1950. Loks / hafa margir flutzt burt frá Kúbu, sumir flúið en í seinni tíð hefur Kastro leyft miklum fjölda óánægðra manna að fara með friði úr landi, og hafa flestir farið til Bandaríkj- anna Samtals munu nú um 600 þúsund manns hafa farið brott frá Kúbu. Samtals eru þetta feikilegir fólksflutningar og eru þá aðeins talin ríki kommúnista. Munur- inn á þessu flóttafólki og flestu öðru er sá, að flóttafólkinu frá löndum kommúnista hefur yfir- leitt vegnað allvel eftir. Felst það að sjálfsögðu í því, að fag- leg menntun í Austur-Evrópu stendur á gömlum merg, miðað við menntunar'iausan og fákunn andi fjöldann sem um þessar mundir flýr einræði Jaja Kans í Pakistan eða undan harðýðgi Araba í Suður-Súdan eða Sel- aisse í Suður-Eþíópíu og Eri- treu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.