Vísir - 18.08.1971, Qupperneq 16
Miðvikudagur 18. ágúst 19/%,
Leiöangurs-
stjórinn týndi
kvikmyndavél
Leiðangursstjóri brezkra skóla-
pilta frá Stowe-skóla í Englandi,
Ayre að nafni. var óheppinn nú um
helgina. Fór hann í Land Rover
jeppa austur að Gullfossi og Geysi,
en á öðrum hvorum staönum hefur
kvikmyndatökuvélin hans skoppað
út úr bilnum.
á bls. 10
Menn skipta
sér ekki af
tjóni
náungans
,Já, þetta er orðinn bæði hvim
leiður og hættulegur faraldur“,
-agði Kristmundur J. Sigurðsson
aðalvarðstjóri hjá Umferðardeild
rannsóknarlögreglunnar, þegar
blm. Vísis innti hann eftir þvi
hvort mikið væri um það, að ek
ið vajj^ utan í kyrrstæðar bif-
reiðar.
„Og það kemur alltof oft fyr
ir“, sagði Kristmundur, „að þeir
sem aka utan í bifreiðar á bíla
stæðum gera sér iítið fyrir og
iæðast burtu og láta saklausa aö
ilann sitja uppi með allt tjónið.
Oft er erfitt að ná í sökudólg-
ana og þess vegna ætti hver ein
asti borgari aö sjá sóma sinn í
bvf að láta lögregluna vita, ef
hann véröur vitni að svona at-
viki.“
,,Gerir fólk það ekki yfir-
leitt?“
„Nei. Það kemur oft fyrir, aö
fólk lætur eins og það sjái þetta
ékki. Við höfum stundum náð
í vitni að svona atburðum, sem
ekki hafa komið til okkar að
fyrra bragði og þegar maður
,pyr, hvers vegna ekki, segir
•'ólkið að það hafi ek’ : viljað
koma neinum í bölvun. Þetta er
skrýtinn hugsunarháttur, að
vilja sjá sökudólginn sleppa og
saklausa aðilann sitja eftir með
sárt ennið.“
„Er það vegna þess að menn
vilja ékki missa bónusinn hjá
tryggingafélaginu sínu, sem þeir
stinga af, eftir aö hafa keyrt ut
an í kyrrstæða bifreið?"
„Nei. Það held ég sé ekki
höfuðástæðan. Þetta kom lika
fyrir hér fyrr á árum, áður en
bónus nn kom til sögunnar, aö
menn læddust burt. Það gera
menn annaðhvort af óheiðar-
ieika eða þá vegna þess að þeir
eru ekki í ástandi til aö aka,
og vilja því ekki hitta lögregl-
una. Stundum eru þeir ölvaöir
og stundum próflausir og stund
im hvort tveggia."
„Hvernig er helzt hægt að
stemma stigu við þessu?“
„Það veit enginn hvort hann
á eftir að koma að bílnum sín-
um illa leiknum eftir að utan í
hann hefur verið ekiö, svo aö
hver sá sem verður vitni, að
svona atviki ætti að láta lögregi
una vita þegar í stað. Þessar sí-
felldu utaníkeyrslur valda gífur
legu tjóni, og þeir sem eiga bíl
ana, sem ekið er á, verða oft
fyrir tilfinnanlegu tjóni, þegar
þeir hafa hvað sizt efni á því. —
Fólk á ekki að láta sér standa
á sama um náunsann — á morc
un getur það veriö f hans spor-
um.“ —ÞB
Háskólim áfram á hrakhólum
//
— Stúdentar i MJ. J
— Tannlækningar ekki
„Stúdentar verða 25
;—30% fleiri í vetur en
vom í fyrra í Háskólan-
um — og okkur veitir
því sannarlega ekkert af
þeim tveimur nýju hús-
um sem vonir standa til
að komist í gagnið í
haust, þ.e. nýja Laga-
fleiri i ár en i fyrra
kermdsyr Im eftir 3 ár?
deildarhúsinu 9g húsinu
yfir Raunvísinda- og
V erkf ræðideildina“,
sagði Magnús Már Lár-
usson, háskólarektor, er
Vísir spjallaði við hann
í morgun.
„Mér sýnist af þeim tölum
sem hei?flr eru liósar að
ar muni veröa eitthvaö fleiri
en 2000 næsta vetur“, sagði
Magnús, „og það er af þeim
sökum varla hægt að gera sér
vonir um að rýmkist eitthvaö
að marki um menn hér f gamla
húsinu".
— Hvað meö læknadeild —
nýtur hún góðs a': nýju Raunvís
indabyggingunni?
„Ekki nema ’ítils háttar. Þaö
eru bara stúdentar á fyrsta ári
í læknisfræði. sem koma til með
að vera þar f efnafræði, þaö er
mjög óverulegt".
— Tannlæknadeild á hrakhól-
um?
„Já. Þeir tannlæknanemar sem
skráðir voru í deildina í ár,
fengu tilkynningu þess eðlis. að
Háskóli Islands gæti ekkí á-
byrgzt að sjá þeim fyrir kennslu
nema næstu þrjú árin“.
— Hvað þá — verður risið
hús yfir deildina þá?
„Það verður að vera risið hús
yfir deildina þá, ef hér á að
kenna tannlækningar áfram“.
— Kennsla að hefjast?
„Við byrjum hér 4. septem-
ber, þ.e. verkfræðideildin og
kennsla í læknadeild hefst 15.
september og svo fara hinar
deildirnar allar af stað kringum
mánaðamótin". — GG
Innflytjendur
bíða átekta
„Hér er allt vitlaust aö gera
alla daga, en nú má heita að
starfsemin liggi alveg niðri. Það
hefur enginn hreyfing verið á
vörunni síðan eftir helgi“, sagði
Helgi Hjálmarsson hjá Tollvöru
geymslunni í viðtali við Vísi í
morgun.
Varnarmáladeíldin
borgar fyrir sauð-
fjárgirðingu
Varnarmáladeild utanríkis-
ráðuneytisins á í vök að verjast
fyrir sauðfé, hefur því verið
grinið til þess bragðs, að varnar
máladeildin taki þátt í að
greiða kostnað af sauðfjárgirð-
ingu fyrir Rosi hvalanesskag-
ann, sem er á Reykjanesinu.
Girðing þessi nær frá Ösabotnum
og fram á yztu brún á Stapanum.
Lengd hennar mun vera tæpir sex
km að viðbættum tveimur km, þar
sem notazt er við girðinguna um-
hverfis Keflavíkurflugvöll. Kostn-
aðinn af þessu mannvirk; greiða
Njarðvíkur-, Miðnes- og Gerða-
hreppur, Keflavíkurbær og Varnar-
máladeild utanríkisráöuneytisins.
Þessir aðilar munu einnig
greiða kostnað við fyrirhugaða
gæzlu, sem höfð verður allan sól-
Einn viðskiptavinanna að sækja póstinn sinn.
FRIÐRIK JAFNTEFLl
arhringinn við Reykjanesbrautina.
Varnarmáladeild mun þó greiöa
fast gjald, en mun ekki lengur
þurfa að standa straum af smölun
á Keflavíkunflugvelli, eins og verið
hefur.
Ástæöan til þess að ráðizt var í
að afgirða Rosmhvalanesskagann
var sú, að fjáreigendur þar eiga
svo heimakært fé, að það hefur
jafnað skilað sér aftur innan fárra
daga, þótt farið hafi verið með þaö
á afrétt.
Sauökindin hefur ekki verið vel-
kominn gestur á Keflav.flugvelli,
en Varnarmáiadeildin hefur þó séð
um að stugga henni þaðan. og sömu
leiðis þykir þeim, sem búa á
Rosmhvalanesskaga iítið varið í að
sjá bláókunnugt sauðfé liggja jórtr-
and; í matjurtagarðinum fyrir utan
húsið. — ÞB
Friörik Óiafsson og Helge Gund
ersen gerðu jafntefli í 3 umferð
Norðurlandamótsins í gærkvöldi. —
Björn Þorsteinsson tapaði fyrir
Johnny Ivarson. Jón Kristinsson
vann Sejer Holm.
Freysteini Þorbergssyni tókst aö
Ijúka tilskildum leikjafjölda gegn
Kenneth Josephson, áður en k'.ukk
an féll, en sá misskilningur kom
upp, aö Freysteinn hefði fallið. —
Skákin fór því í bið, og var verið
að tefla hana laust fyrir hádegið, og
Freysteinn talinn mundu vinna.
Ef biðskákirnar fara, eins og
senniiegast er, yrði Friörik efstur
með 2 y2 vinning eftir 3 umferðir.
Úrslitin i 2. umferö urðu sem hér
segir: Friörik Ólafsson vann Finn-
ann Michael Nykopp, Freysteinn
Þorbergsson vann Norðmanninn
Yngvar Barda. Hákon Ákvist Svi
þjóð, vann Jonny Ivarsson, landa
sinn, Sejer Holm, Danmörku, vann
Hel'ge Gundersen, Noregi og Kenn
eth Josefson, Svíþjóð, vann Ailan
Jensson, Danmörk. — HiH
Hann sagði einnig að ekki hefði
verið meiri hreyfing en venjulega
fyrir helgina.
Meöan óvissa ríkir í gjaldeyris-
málunum og engin gengisskráning
er og tollafgreitt er gagnvart trygg-
ingu halda flestir að sér hendinni
og bíða og sjá til.
Sigvaldi Friögeirsson hjá Toll-
stjóraskrifstofunni sagðj í viðtali
við Vísi í morgun að afgreiðsla
tollskjala væri ekki nema brot af
þeirr; dagiegu afgreiðsiu, sem þar
fari fram. „Það hefur ekki verið
lagt mikið inn af tollskjölum, en
það er alltaf eitthvað smávegis og
einhverjar tegundir, sem þarf að
afgreiða." Sigvaldi tiitók varahluti
í biluð tæki, veiðarfæri, hráefni til
verksmiöjureksturs m.a. Hann sagði
að meðan óvissan væri biði fólk
átekta. — SB
var rólegur morgunn í morgun, þegar Ijósmyndarinn tók þessa mynd af „bakhliðinni“ i1
pósthólfunum. ’ •-« * \ I
PÓSTÞJÓNUSTAN ÆVIN
LEGA í ENDURSKOÐUN
„Dreifingarkerfið í Reykja
vík er undir stöðugu eftirliti
og endurskoðun. Við fylgj-
umst mjög vel með kerfinu
og ’eynum að bæta úr, par
sem við höldum að póstur
tð berast hraðar“, sagðí
Matthías Guðmundsson, póst
meista^i ct Vísir ræddi við
hann í morgun, „við berum
núna út póst einu sinni á dag
í flest hverfi í Reykjavík og
sum förum við tvisvar í dag
lega.“
— En ,,express“-póstur er
borinn út jafnharöan og hann
berst?
„Já, við erum með 3 menn í
því einvörðungu að bera út „ex-
press“-póst. Tveir eru akandi
á bílum og einn á vélhjóli, og
þessi póstur er borinn út jafn-
óðum og hann berst frá því um
níu á morgnana og fram á
kvöld. Einnig um helgar."
Árni Þór, deildarstjóri hjá
Póstþjónustunni tjáði Vísi að
pósthólfin í Pósthússtræti væru
nú opin frá' klukkan átta að
morgni til átta að kvöldi, „þau
voru opin frá því fyrir átta og
til tíu á kvöldin fyrir löngu",
sagði Árni, „en þá hópuðust hér
inn vesalingar og unglingar sem
eru of seint á ferli og komu þá
hingað í hlýjuna að vinna
skemmdarverk." ’ — GG