Vísir - 24.08.1971, Page 9
V í SIR. Þriðjudagur 24. ágúst 1971.
Tll ISIANDS Tll AD
VERDA AD MANNI
— Rætt við franskan skólastrák, sem hefur
dvalizt á Islandi i mánuð, þumlað sig um
landið, gripið i st’órf hér og þar, og auðgað
gjaldeyrissjóðu landsmanna um fjógur
þúsund krónur
Jean-Charles Roux heitir hann og er átján ára gamall
menntaskólapiltur frá Suður-Frakklandi. Núna í sumar yf
irgaf hann föðurhúsin í fyrsta skipti til aö ferðast út í heim
og komast þar áfram upp á eigin spýtur. Meira að segja hef-
ur hann bréf upp á það, að þessi ferð sé einkum til þess far-
in að læra að verða að manni.
Jean-Charles býr í borginni Agen, þar sem hann stund-
ar nám við menntaskólann „Lycée Bernard Palissy“, og
næsta vor mun hann ljúka stúdentsprófi. Frönskum mennta-
skólanemum gefst kostur á að sækja um svonefnda Zellidja-
ferðastyrki, en þeir eru komnir úr sjóði, sem samnefndur
milljónamæringur stofnaði, svo að frönsk ungmenni mættu
eiga þess kost að komast til annarra landa, kynnast nýjum
þjóðum og gætu lært að bjarga sér utan seilingarfæris frá
pilsföldum mæðra sinna.
T Tm það bil 55 menntaskóla-
nemar hljóta þennan styrk
árlega, og Jean-Oharles var í
hópi hinna heppnu. Sú kvöð
fylgir styrknum, að sá sem
hiýtur skal gera svo vel að
skrifa ritgerð um reisu sína og
afhenda hana kennara, sem
gefur einkunn fyrir, og sendir
ritsmiðina áfram til Zellidja-
stofnunarinnar, og einnig stend-
ur frönskum blöðum til boða
að fá eintök af þessum ritgerð-
um.
Nú er það íslendingum kapps-
mál að græða sem allra mest á
ferðamönnum, en Jean-Charles
virðist hafa sloppið gegnum
plokkunarkerfið:
„Frá þvi að ég kom hingað
fyrir mánuði síðan,“ segir hann,
,hef ég eytt fimm þúsund
krónum. Af þeim peningum
vann ég mér inn eitt þúsund
krónur á íslandi."
Beinar gjaldeyristekjur af
Jean-Charles skipta þvi íslenzka
þjóðarbúið ekki sérlega miklu
máli, en aftur á móti er ekki
þar með sagt, að fe^ðalag þessa
franska skóladrengs sé alger-
lega án allrar þýðingar — eru
menn ekki alltaf af tala um
menningarleg samskipti þjóða?
Blankir franskir skólastrákar
vaxa upp og veröa að stöndug-
um frönskum menntamönnum,
og það er betra en ekki, ef sem
flestir úr þeirri stétt tilheyra
þeim hópi manna, sem við há-
tíðleg tækifæri eru nefndir
„Islandsvinir“
’É'g fér að heiman 19 júlí,"
segir Jean-Oharles. „Ég
þumlaði mig áfram, fþ.e. ferðaö
ist á þumalfingrinum) til Eng-
lands og loks til Glasgow, og
þaðan kom ég fljúgandi. Á leið-
inni þurfti ég að borga fyrir
fargjald yfir Ermarsund, og svo
- ■.•■ ■ ».-■ ■■.
fyrir flugið milli Skotlands og
íslands."
Tuttugasta og fimmta júlí var
Jean-Charles kominn til Reykja-
víkur og var hálfslappur við
komuna, hafði kvefazt við þuml-
un í Englandi, og fyrst hann
var ekki upp á sitt bezta til
heilsunnar, veitti hann sér þann
munað að ferðast með rútubíl
til Akureyrar, þar sem hann sló
sér niður á farfuglaheimili.
Á Akureyri dvaldi hann i'
góðu yfirlæti um hríö, og brá
sér í Vaglaskóg um verzlunar-
mannahelgina. Úr Vaglaskógi
ætlaði hann að fara austur á
land til Neskaupsstaðar, og vildi
komast þar í fiskvinnu en sú
fyrirætlun rann út í sandinn.
„Mér var sagt, að farmiðinn
minn væri fenginn með sér-
stökum afslætti. sem gilti að-
eins úr því aö brottfarardagur-
inn væri ákveðinn 23. ágúst. Þá
fannst mér tryggara að snúa
aftur til Akureyrar til að hugsa
málið," segir Jean-Charles. „Þar
fór ég inn á vinnumiðlunarskrif-
stofu. og spurði, hvort einhver
bóndi vildi ekki taka mig sem
matvinnung í nokkra daga.
Þannig komst ég í heyskap að
Möðruvöllum í Hörgárdal. Þar
var ég 'i viku, áður en ferðalagið
.hófst á nýjan leik.“
r þetta skiptið veifaði Jean-
Charles í bíla, sem héldu í
vesturátt, og það gaf góða raun,
því að hann komst alla leið til
Isafjaröar og ferðaðist töluvert
um Vestfirði.
„Það er ekki svo bölvað að
þumla hérna á íslandi," segir
Jean-Charles. „I Suður-Frakk-
landi, Italíu og Spáni er miklu
verra að þum'a. Hér þurfti ég
íengst að biða í tvo tíma eftir
fari, Það var í grenjandi rign-
ingu, og ég lá uppi á brúsapalli
-1IW_ ííiillö »\
Jean-Charles Roux seglst hafa verið sendur til Islands á styrk
til að verða að manni. Hann hefur þumiað um landið og unnið
fyrir sér, þar sem slíkt bauðst og gist á farfuglaheimilum,
einkaheimilum og í heyhlöðum. Hann lætur vel af ferðinni og
kynnum sínum af iandi og þjóð, og kveðst ætla aö koma
aftur við tækifæri og vera þá fjáðari.
og reyndi að skýla mér fyrir
veðrinu. Bílstjórarnir, sem á
annað borð stoppa fyrir manni
eru almennilegheita fólk.
Um síðir sat úg £ hjá einum frá
Króksfjaröarnesi til Reykjavík-
ur, og hann mátti ekki heyra
annað nefnt, en keyra mig heim
að dyrum á húsinu, sem ég var
að fara í.“
Töluvert þefur hann ferðazt,
og töluvert hefur hann reynt.
íslandi hefur hann engan veginn
kynnzt til hlítar en þrátt fyrir
það hefur hann kynnzt ótal
mörgu nýju á þessum mánuöi,
og hann segist ekki verða í
efnishraki þegar hann kemur
heim og sezt við að semja rit-
gerðina sína
„Jú, þaö er auðvitað náttúra
landsins,“ segir hann aðspurður
um, hvað honum hafi fundizt
mest til um. „Og svo ýmis ein-
kenni ibúanna. Til dæmis, aö
þeir skuli vera fríir við þetta
titlatog og þéranir, sem ekki
gerir annað en skapa djúp milli
fólks — eins og mannleg sam-
skipti séu ekki nógu erfiö fyrir?
Fólkið hér er líka miklu meiri
einstaklingar en ég hef áður
þekkt — ég á við, að þaö hefur
skýrari persónueinkenni heldur
en almenningur í Frakklandi."
'P'leira hefur hann að segja
um land og þjóð. Honum
hefur líkað vel vistin, en hann
verður dáh’tið flóttalegur, þegar
hann er spurður um. hvernig
honum líki loftslagiö. Það er
nefnilega ennþá sumar heima
hjá honum £ Suöur-Frakklandi.
Kemur hann aftur?
„Já, það geturðu bókað og
verð vonandi fjáðari." — ÞB
VtSIR SP7R
— Takið þér lipp fólk,
seni ferðast á puttanum?
Karl Guðmundsson. bifvélavirki:
— Það hef ég aöeins einu sinni
gert. Sá ferðalangur, sem ég tók
upp var útlendingur og þar eð
ég er enginn málakunnáttu-
maður urðu öll orðaskipti okkar
á milli svo stirð, að ég hét því,
að taka ekki puttafólk upp
framar.
Þórir Jónsson, bifreiðastjóri: —
Ég er með sjö manna fjölskyldu,
svo að ég hef ekki pláss fyrir
fleiri £ Skodanum minum. Ann-
ars hef ég ekkert við það að
athuga að taka upp puttafólk.
Hálfdán Sveinsson. afgreiðslu-
maður: — Nei það hef ég
aldrei gert. Ég ' er nefnilega
alltaf með fullan bílinn af fólki
þegar ég ferðast um landið.
Jón Örn Ámundason, viðskipta-
fræðingur: — Nei. aldrei. Að
minnsta kosti ekki útlendinga.
M£n kjmni af erlendum putta-
ferðamönnum eru það slæm.
Einkum á ég bágt meö að sætta
migviö uppátroöslu Þjóðverja.
Aðalsteinn Ólafsson, sjómaður:
— Já, já, ég geri það komi ég
þvf við. Við það finnst mér ekk-
ert aö athuga. Það puttafölk,
sem ég hef tekið upp f hefur
að minnsta kosti sýnt kurteis-
lega framkomu — hvað svo sem
það kann svo aö hafa talað um
í aftursætinu ...
Sigmar Guðmundsson, iðnverka-
maður: — Það hefur raunar
aldrei komið til þess að ég hafi
sjálfur tekið upp puttafólk, en
mér finnst þó sjálfsagt að öku-
menn geri það. hafi þeir pláss.