Vísir - 01.09.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 01.09.1971, Blaðsíða 1
61. árg. —Miðvikudagur 1. september 1971. — 197. tbl. MÁNAÐARLAUN RÁÐHERRA KRINGUM 120 ÞÚS. KRÓNUR Örlítið hafa ráðherralaun á Íslandi skánað síðustu árin. — Ölafur Jóhannesson forsætisráð- nerra fær í mánaðarlaun 122.570 kr. eftir 1. júli 1972, að bví er blaðið Frjáls verzlun upplýsir í nvútkomnu hefti. Ráðherrarnir Einar Ágústsson, Halldór E. Sigurðsson, Lúðvík Jósefsson, Magnús Kjartansson, Hannibal Valdimarsson og Magnús Torfi Ólafsson fá þá hver ijm sig 116.570 krónur og svo sporslur til viðbótar hliðstætt við forsætisráð- herra og raunar allir alþingísmenn. Það var eitt af síðustu verkum síðasta þings, aö hækka verulega kaup alþingismanna. Mánaðarlaun þingmanns voru þá hækkuð úr 32.000 f 46.570,00 krónur, en eftir sem áður fá þeir greiddan ýmsan kostnað, einkum þó þeir þingmenn HUNDADAGURINN ER / DAG: Ht>?TDADAGURINN, 1. september er ranninn irjn. og foorgarráð hefur synjað þeirri málaleitan að aflétta banni við hundahaldi í Reykjavík. Er nú fullreynt, að borgar- yfirvöld munu ekki fást til að leyfa hundahald innan borgar- takmarkanna. Hundaeigendur hafa þó ekki hugsað sér að gef- ast upp. Ekki hefur þó verið skýrt frá því, hverja'r næstu að- ger;ðir Hundavinafélagsins verða, en frétzt hefur, að hundaeigend ur hafi £ hyggju að fá lögbann á hundadráp, og leita síðan til innlendra dómstóla og loks til alþjóðadómsstóls. Vísir spurði lögfróðan mann um álit hans á þessum ráðagerð- um Hann sagði: „Þegar lögreglumaður kemur til að fjarlægja hund, getur eig- andi hundsins e.t.v, haldið því fram, að slíkt sé skerðing á eignarrétti og vitnað í stjórnar- skrána og mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóöanna. Hann getur leitað til fógeta um að fá lögbann á þessa aðgerð. Ég tel litlar líkur til þess, að það lögbann fáist, en fáist það verður málið tekið fyrir almenn- an dómstól sem einkamál,.og þá er ákaflega ósennilegt, að lög- bannið fáist staöfest. Þá er talað um að skjóta mál- inu til alþjóðadómstóls. Sl’ikur dómstóll hefur ekkert yfir ís- lenzkum dómstólum að segja, nema íslenzkir aðilar skuldbindi sig fyrst til aö hlíta niðurstöð- um hans — sem veröur seint í þessu máli. Borgaryfirvöldin hafa veitt hundaeigendum undanþágu frá ákvæöum lögreglusamþykktar, sem banna hundahald, og nú er sú undanþága útrunnin Það er erfitt að sjá nokkurn formgaíla á þessu.‘‘ „Ef hundaeigendur reyna að tefja málið, hvað geta þeir búizt við að fá langan frest tij við- bótar?“ „Um það er erfitt að segja með vissu, en miðað við starfs- háttu íslenzkra dómstóla mundi ég gizka á eitt til tvö ár“. — ÞB Lítum feria- lag Ama alvar■ legum augum" segir Guðmundur Sigvaldason — Engin um- sókn borizt ráðinu um þyrluflug / eyna 9 • 9 b • u • 9 9 Blómin, sem lögregluvarðstjórinn heldur á, voru tekin í nótt • af tveim stúlkum, sem höfðu rifið þau upp úr beðunum á • Austurvelli. Blómarósir fangib fullt Lögregluþjónar á eftirlitsferð miöbænum í nótt um kl. 4, komu beint £ flasið á tveim stúlkum, sem voru með fangið fullt af blómum. Létu þeir sér detta £ hug, að eitthvað kynni að vera bogið viö feröir blómarósa með stærðar teknar með : o/ blómum! : • blómvendi um hánótt, og vildu • þeir vita, hvernig á þessu stóð. • I ljós kom líka, aö blómin • voru illa fengin. Stúlkurnar • höfðu rifið þau upp úr blómabeð • unum við Austurvöll, og spjöllin * á beðunum leyndu því ekki eftir • á, ^e"ar að var gáð. —GP • „Þetta ferðalag Árna Johnsen hlýtur maður að líta mjög alvarleg um augum" sagði Guðm. Sig- valdason, „vegna þess að sú ferð var farin þvert ofan £ bann náttúru verndarráðs. Eldey er friðlýst og allar ferðir þangað stranglega bannaðar nema til komi skriflegt leyfi náttúruverndarráös“. Ýmis ákvæði gilda um friðun Eld eyjar til dæmis er bannað að hafa eyna að skotmarki, hvort heldur er af landi, sjó eða úr lofti. Guðmund ur sagði, að þessi ákvæði væru síð- ur en svo þarflaus, til dæmis vegna þess, að fyrir hefði komið, að flugvélar varnarliðsins hefðu haft eyna að skotmarki. Náttúruver” ’ - ’-áð Mtur svo á, að ferð Árna Johnsen og félaga sé freklegt brot á lögum um nátt- úruvernd, og hefur vfsað málinu til menntamálaráðuneytisins til frek- ari meðferðar. —ÞB „1 sumar hefur aðeins eitt Ieyfi verið veitt til Eldeyjarferð ar“, sagði Guðmundur E. Sig- valdsson í viðtali við Vísi í morg un. „Það Ieyfi var veitt Sveini Jakobssyni, með því skilyrði, að ekki yrði gengið á eyna. Leyfi ráðsins var veitt til að farið væri að eynni og tekin bergsýn- ishorn." Guðmundur sagði, að enginn einn meðlimur náttúruverndarráðs hefði heimild til að heimsækja Eldey án þess að leyfi alls ráðsins kæmi til. „í sumar hefur engin umsókn verið lögö fyrir náttúruverndarráð um leyfi til að fara til Eldeyj’ar með þyrlu“, sagði Guðmundur, en það fram í Vísj £ gær í viðtali viö Pétur Sigurðsson, forstjóra Landhelgis- gæzlunnar. að meðlimur eða með- limir náttúruvemdarráðs höfðu slika ráðagerð á prjónunum. sem úti á landi búa. Ef menn gegna öðru starfi með hjá rikinu, lækka launin fyrir það starf að einhverju leyti, en sú launaskerðingarregla gildir ekki fyrir ráðherra. Á þessu ári eru laun forsætisráðherra 59.500 krónur mánaðarlega og annarra ráðhera 55.000,00 kr. Um næstu áramót hækka ráðherra'launin og svo aftur 1 júli næsta sumar, Fær þá for- sætisráðherra 76 þúsund en hver hinna 70 þúsund. Allar þessar tölur eru grunntölur, án visitöluuppbótar. — GG 1 " 1 1 ........—.... s Búnir oð berja sjóinn í 90 daga - ekkert frí Strákarnir á Náttfara voru að koma heim úr Noröursjónum í gær, þegar við hittum þá niðri við höfnina í Reykjavfk. Það var engin sérstök blíða í augnaráði mannskapsins, né heldur neinn gælutónn £ rómnum, þegar blaða menn Vísis t-óku þá tali. Árang- urinn af þessu er að finna inni í blaðinu. Sjá bls. 9 Hvað er aö hjá aga- nefndinni? Hver knattspyrnumaðurinn á fætur öðrum hefur verið dreg- inn fyrir dóm innan knatt- spyrnuhreyfingarinnar. Einn þeirra sló 3 tennur úr leikmanni, aðrir hafa verið látnir víkja af velli vegna grófra yfirsjóna. En nú er aganefndin farin að „salta“ kærurnar í stað þess að afgreiða strax, eins og ætlazt er til af henni. Leikmenn fá því frest á frest ofan og leika áfram með liðum sínum eins og ekkert hafi í skorizt. Sjá bls. 4 Kínverjar hugsa lífið um heims- pólitík James Reston, blaðamaðurinn frægi fvllir hvern dálkinn af öðrui.i þessa dagana af efni frá Kína. Kínverjar hafa ekki áhuga á heimspólitíkinni, en hann seg ir að Kína, þessi „sofandi risi“ virðist glaðvakandi þrátt fyrir það. Sjá bls. 8 >. ...... ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.