Vísir - 01.09.1971, Síða 3

Vísir - 01.09.1971, Síða 3
'ÍSIR. Miðvikudagur I. september 1971. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Gunnar Gunnarsson Stórfelldur málverkaþjófnuBur — listaverkaræningjar á Italiu létu greipar sópa i gær og nótt ítalska lögreglan hóf í nótt umfangsmikla leit að mál verkum sem einhverjir dugnaðar þjófar hafa kom- ið höndum yfir í röð af mál verkaþjófnuðum /síðustu viku. Alls hafa horfið mál- verk víðs vegar að á Ítalíu fyrir meira en 200 milljón ir króna. Verðmesta mál- verkið sem saknað er, er eftir þann fræga málara Títan „Heilagt samtal“ heit ir það, og var málað á end- urreisnartímabilinu. Titans-málverkinu var stolið úr kirkju í norður- ítalska bænum Pieve Dica dore, en þar bjó Titan á sín um tíma. Sýnir málverkið, „Heilagt samtal“ Maríu guðsmóður með Jesú-barn ið, og eru mæðginin um- kringd krjúpandi dýrling- um. Það mun hafa verið málað árið 1560 og hefur verið verðlagt á milljónir króna. margar Meira en 50 mál- verk horfin Málverkaþjófarnir stálu líka 13 öðrum málverkum úr kirkjunni í Dicadore, og eru þau verðlögð á 120 milljónir króna samtals, einnig hurfu tveir ikonar frá því á 15. öld. Þjöfnaðurinn á Titans-málverk inu uppgötvaðist, þegar sóknar- presturinn, don Angelo Fiori kom í kirkjuna. Hann heldur því fram áð þrír þjófar hafi verið að verki og hafi þeir falið sig á bak við orgel ið í kirkjunni, er kjrkjan var hreinsuð sí. mánudagskvöld, og hafi síðan komizt út um neyðarút- gang í morgun. í gær hurfu 14 málverk úr vöirzlu verzlunarmanns eins er Palucci heit ir og voru öll málverkin á heimili hans í Róm. Voru sum málverka Enginn skattfrádráttur — vegna kaupa á brjóstahöldum Inger Anette, 24 ára gömul ljós- myndafyrirsæta í Heming f Dan- mörku, er nú komin í stríð við skattstofu þess byggðarlags. Or- sökin er sú, að hún vill fá skattfrá- drátt út á brjóstahöidin sín. Heldur hún þvi fram aö þeir séu hennar at- vlnnutæki og því sé kostnaöur við brjóstahaldakaup frádráttarbær. Skattstjórinn heldur því hins veg- „Frakkar og Kínverjar beztir — Bretar verstu fjendurnir" Yahya Khan, forseti Pakistan er staddur í París um þessar mundir, og sagði hann þar í gær f viðtali við Parísarblaöið Le Figaro, að Pak- istan myndi hella sér út í grimmi legt stríð ef Indverjar reyndu að komast yfir hina minnstu sneið af landi hans. „Ef Indverjar ímynda sér að þeir geti fengið landskika hjá mér án þess aö til stríðs komi — þá vaða þeir í villu og svima“, sagöi Yahya Khan, „það veröur fullkomið hem aðarástand. Ég hata að vísu stríð, en hika ekki við að hrinda styrj öld af stað, ef það reynist nauðsyn 'legt til að verja frelsi lands mfns“, sagði forsetinn. „Átökin þama í Austur-Pakistan hafa leitt f Ijós að Bretland er okk ar mesti hatursmaður", segir Yahya Khan, ,,en Frakkar og Kín verjar eru stoð okkar og stytta.“ ar fram að föt, þar með talin brjóstahöld, skór og fegrunarvörur geti'aldrei talizt frádráttarhæf. „Það er rangt“, segir Anette, „um leið og ég kem heim úr vinnunni get ég varla verið nægilega fljót að skola af mér farðann, Og mikiö af fötunum sem ég verð að eiga hef ég engin not fyrir í einkalífi. Og skórnir? Hvemig getur skatt stjórinn Vmynda sér að stúlku sé það eölilegt að kaupa átta pör af skóm á hverju ári, og þá í mismun andi litum, Og eins og aðrar stúlkur þá nota ég ekki brjóstahöld hvers dags, en þar sem fjölmörg fyrir- tæki krefjast þess aö sýningar- stúlkur gangi með brjósthöld inn- anklæða þá hef ég orðiö að verða mér úti um nokkur. Þekkir skatt- stjórinn ekkert til tfzkunnar?" Aumingja Inger Anette. Skatt- stjórinn tók heldur ekki nema 50% tillit til alls þess aksturs sem hún leggur á sig viö vinnuna, helming- inn af akstrinum varð hún að borga ejálf Og brjóstahaldamálið? Þver- hausinn í skattstjóraembættinu skii ur þetta víst ekki fyrr en hann prófar sjálfur að hafa brjóstahöld. Berum áhorfendum fleygt út hans eftir ítalska meistara, svo sem I málara, verölögð á 5 milljónir Piassetta, Padovanio og Cabianca. | króna — en þau hurfu úr íbúð í Auk þess 30 málverk eftir nútíma Iborginni Udine í gærkvöldi. KOSIÐ UM EIN- INGU ARABA — 10 milljónir Araba ganga oð kjórborbi i dag Meira en 10 milljónir kjósenda ganga að kjörborði í dag í Egypta- lendi, Sýrlandi og Líbfu til að kjósa um það ríkjasamband sem leiðtogar þessara þjóða vilja koma á milli landanna. Reiknað er fastlega með að mikill meirihluti krossi við „já“ á atkvæðaseðlinum. Niðurstöður úr bessum þjóðarat- kvæðum verða birtar á morgun á hádegi. Þeir sem eru fylgjandi ríkjasam- bandinu eru mjög bjartsýnir hvað snertir undirtektir almennings, enda hefur áróðurinn ekki lint síð- ustu daga fyrir þessu ríkjasam- bandi, sem leiðtogar þjóðanna þriggja kalla gjarnan „arab’iskt svar við ísraelskum yfirgangi." Þetta er í fyrsta sinn, sem reynt er að ná í alvöru einhverri sam- heldni meðal Araba-ríkja. 1963 Reyndu Egyptar, Sýrlendingar og íraksmenn að koma á svipuðu bandalagi, en þaö sá aldrei dagsins Ijós, og fyrri bandalög, þ.e. milli Egyptalands og Sýrlands og milli íraks og Jórdaníu öðuöust ekki langt líf. „Leikararnir eru naktir — hvers i vegna mega áhorfendur þá ekki [vera naktir?“ Nokkur ungmenni fóru um dag- ’ inn að sjá söngleikinn „Ó Kal- I kútta“, sem nú er sýndur í Stokk ^bólmi og voru þau alls sex talsins. íGengu að fatageymslunni, fklædd : frökkum og kápum en þegar af- greiðslustúlkan hafði tekiö við yfir höfnunum, stóðu þau alls nakin eft ið gerði ekkert til að hindra þau f ar með handtöskur. Aðrir leikhúsgestir og starfsfólk gerðu ekkert til að hindra þau i að ná til sæta sinna, en sýningar- stjóranum var samt gert viðvart. Hann kom þegar I stað æðandi fram og rak þau út. Sagði að hann kærði sig ekki um neina sam- keppni af hendi áhorfenda. Ljósmvndari nokkur mun hafa fengið ungmennin til að gera þetta og greiddi hann þeim vel fyrir, enda hefur ljósmyndarinn að líkind um fengið væna fúlgu fyrir mynd ir þær sem hann hefur selt af at- burði þessum. Bara í skóm og með handtösku stormaði stúlkan í salinn — henni og fimm öðrum var seinna bannað að láta sjá sig bera á leiksýningu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.