Vísir - 25.09.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 25.09.1971, Blaðsíða 5
5 V1 S IR . Laugardagur 25. september 1971. imv Svissari heimsmeisfari j unglinga í skák j Gríska skáksambandið sá um heimsmeistaramót unglinga 1971, og var teflt í Aþenu. Keppendum 44 talsins, var rað að niður í 6 riðla og s’iðan kepptu tveir efstu til úrslita um heimsmeistaratitilinn. Þó keppendur vœru ungir að árum höfðu margir þeirra þeg ar unnið sér orðstír á alþjóða vettvangi, svo sem Ribli, Ung- verjalandi Rogofif, Bandaríkjun 'im og Vaganjan Sovétríkjunum. Hinn síðastnefndi var álitinn sig urstranglegastur, enda hafði hann nýlega unnið mjög sterkt skákmöt í JúgóslaViu og náð þar stigatölu stórmeistara. Það var þó enginn þessaija ^ kappa sem hreppti hnossið. 19 i ára Svisslendingur, Werner Hug, / vann mjög óvæntan sigur. Fyr J ir mótið var hann algjörlega ó- i þekktur. tefldi reyndar á heims í meistaramótinu í Stokkhólmi / 1969, en lenti þar í 29. sæti. J Hug tapaði fyrstu skák sinni í \ undanúrslitunum, en síðan ekki 4 söguna meir og í úrslitakeppn- / inni hlaut hann &y2 vinning af J 11 mögulegum. í 2. sæti varð () Riblj með 8 vinninga, 3. varð 4 Rogoff en Vaganjan 5. Hinn / nýi heimsmeistari hlýtur auk J sigurlaunanna, titilínn alþjóðleg 4 ur skákmeistari. Hér ef ein skák hans frá mót inu. Hvítt: Haik Finnlandi Svart: Hug Sviss Sikileyjarleikur 1. e4 cð 2. Rc3 Rc6 3. Rge2 e6 4. d4 cxd 5. Rxd Dc7 6. Be3 Rf6 7. Bd3 RxR 8. BxR Bc5 9. BxR? (Hvítur leggur út í vafasamt ævintýrj. Betra var 9, BxB DxB 10. 0—0 með jafnri stöðu.) 9. . . . gxB 10. Dg4 Bb4 11. Dg7 BxRf 12 bxB Dxct 13. Ke2 Hf8 14. Dxh (Hvítur hefur nú aðeins upp á eitt að tefia, frípeðið á h-lín- unni.) 14. ... b6 15. h4 Bb7 16. Dh6 Ke7 17 h5? (Of seinvirkt. betra var 17. Dd2 ög koma drottningunni í vörnina.) 17. ... Hg8 18. Hagl Hg5 19. f4 Ha5 20. f5 Bxe! 21. BxB He5 22. Hh4 (Meiri vörn veitti 22. De3, DxDt 23. KxD exf 24. h6 fxe 25. h7 Hh8. Eða 24. Hh4 fxB 25. Hxe d5 26. HxHt fxH.) 22. . . Hc8 23. Dd2 Dg3! 24. Hf4 Hxc! 25. DxH DxH 26. Kdl HxB og hvítur gafst upp. Jóhann Örn Sigurjónsson. Landsiið íslands á Evrópumót- inu í Grikklandi veröur skipað eftir töldum mönnum: Ásmundur Páls- son, Hjaltj Elía'sson, S'fmon Símon arson, Stefán Guðjohnsen, Þorgeir Sigurðsson, Þórir Sigurðsson. Fyr irliðj án spilamennsku verður Al- freð G. Alfreðsson. Eftir harða keppni um landsliös sætin, sem byrjaði i júlímánuði en dróst síðan á langinn vegna veik inda og annarra orsaka. hafa ofan greindír menn borið sigur af hólmi. Metþátttaka verður á Evrópumót inu sem hefst 23. nóvember og stendur til 4.! desember. Hafa eftir taldar þjóðir tilkynnt þátttöku í opna flokkinn: Noregur, Spánn, Finnland, Pól- land, Austurríki, Þýzkaland, Ung- verjaland ísrael, Júgóslavía, ís- land, Tyrkland, Ítalía, Frákkland, Sv’iþjóð, Portúgal, Danmörk Grikk land, Belgía, Sviss, írland Holland og England. í kvennaflokki munu spila 16 þjóðir, sem einnig er metþátttáka. 4 Bridgefélag Reykjavikur hóf starf semi sína með þriggja kvölda tví- menningskeppni Að fyrstu umferð lokinn; eru þessi efst: 1. Kristjpna Steingrimsdóttir og Halla Bergþórsdóftir 214 2. Jón Ásbjörnsson og Páþ Bergsson 213 3. Sigtryggur Sigurðsson og Páll Hjaltason 201 4. Örn Guðmundsson og Lárus Karlsson 199 5. Guðláugur Jóhannsson og Guðmundur Pétursson 192 Næsta umferð verður spiluð n. k. miðvikudag í Domus Medica. Hér er spil frá slðustu umferð. Staðan var allir utan hættu og austur gaf. Á öllum borðum varð lokasamningurinn 3 grönd í n —s, sem unnust slétt á flestum. Byggð ist vinningurinn á hjartaíferðinni. En hér er spilið: ♦ G-9-6 ♦ D-5-2 ♦ K-D-3 4 Á-10-8-4 ♦ K-10-4-3 ♦ 8-7-5-2 V G-10-8-4 ♦ K-9 ♦ G-8-7-4-2 ♦ 9 4 ekkert 4 D-G-9-7-6-5 ♦ Á-D ♦ Á-7-6-3 ♦ K-10-6-5 4 K-3-2 Á einu borði varð norður sagn- hafi í þremur gröndum. Austur spil aðj út lanfadrottningu, sem átti slaginn. Þá kom spaði, drottning og kóngurinn átti slaginn. Nú kom þriðji liturinn, hjartagosi, drottn- ing, kóngur og hann átti slaginn. Enn kom hjárta og nú var sviðið sett fyrir nokkuð óvenjulega kast- þröng. Sagnhafi drap á ásinn, tók spaða ás, heim á ]aufás, spaðagosi, tígul- hjón og inn á laufakóng. í þriggja spila endingunnj verður vestur að halda tígulgosa öðrum og hæsta hjarta. Honum var þá spilað jnn á hjarta og tígultlan var níundi slagurinn. ♦ Nýlega bauð Bridgesamband Aust urlands íslandsmeisturunum í tví- menning, Hjalta Elíassyni og Ás- mundi Pálssyni til keppni austur. Sigruðu meistarárnir með nokkrum yfirburðum. Rómuðu þeir gestrisni heimamanna einnig utan spilaborðs ins Formaður Brigdesambands Austurlands er Ásgeir Sigurðsson frá Vopnafirði. 4 Vetrarstarfsemi Bridgefélags Koþavogs hefst með Þriggja um- ferða tvímenningskeppni n. k. mið vikudag. en sveitakeppnj hefst að henni lokinni þ. 20. okt. Að þessu sinni verður sveitakeppnin ein um ferð í stað tveggja áður, en með því gefst rýmrj tímj til keppni við önnur félög og undirbúnings undir væntanlega Færeyjaför félagsins að sumri. / UMSJÁ ÞÓRARINS J. MAGNÚSSONAR Trúbroti várð ekki að þeirri von sinni að fá Karl Sighvatsson í lið meö sér að utanför hans af- staðinni. Kari gekk nefnilega í Rifsberjahljómsveitina, er hann hafðj hrist af sér ferðarykiö og má þá fara aö búast við stórum hlutum frá þeirrj hljómsveit, því nógu var hún góð áður en Karl bættist í bandið. Rifsberja er til- tölulega nýkomin fram á sjónar sviðið. Vakti fyrst á sér athygli á hljómleikum í Tónabæ og hefur síðan borizt óyenjuhratt upp met- orðastigann. Tilvera hefur nú verið fest á myndsegulband hjá sjónvarpinu. Lék hljómsveitin m. a. nokkur frum samin lög, sem vænta má á hljóm plötu innan skamms. Áhorfendur og heyrendur voru að upptöku þátt arins, sem tekinn var upp ,,life“ eða með öðrum orðum, hljóðritun vai gerð um leið og myndatakan fór fram. Nú fara hljómsveitirriár okkar. brátí að syngja sitt;s)^i^j á fviðj; neðri salar Glaumbæjar. Þar á sem sé að koma upp diskótek mjög fljótlega og verður þá ekki lengur þörf fyrir hljómsveitir í húsinu, en diskótek kom á efrj hæðina fyrir þó nokkru. Hefur það gefið svo góða raun, að annað þykir ekki hlýða en að gera neðri hæðina að diskóteki líka. Langtum meirj umgangur hefur nefnilega ver ið um efri hæðina s'íðan diskótekið tók þar til starfa og þá vitanlega á kostnað neör: hæðarinnar. Nú þegar eru hljómburðártækin, sem notazt verður við komin tii lands ins og er bara beðið eftir hentugu tækifæri til að koma tækjunum fyr ir. eri sýningar á söngleiknum Hár, ■sem fara fram í Glaumbæ tefja þáð verk eittihvað. Auk plötuspil- aranna verður komið upp viðapiiklu ljósaorgeli í neðri salnum, svo von bráðar fara Glaumbæjargestir að sjá hver annan í réttu ljósi. „Mér virðast allir vorkenna mér svo mikið eftir hljómleikana í Laug ardalshöllinni,“ sagði Ingibergur Þorkelsson í viðtali við Vísj i gær. Kvað hann þáð hinn mesta óþarfa að verið væri að vorkenna sér. ,,Ég hef greitt allan kostnað af hljóm leikunum til fulls,“ sagði hann og bættj því við, að hann væ'r,- nú á förum til London til áð semja við brezka um þungaflutning á hljómsveitum þaðan til brúks á öðrum hljómieikum í Höllinni. Með hljómsveitunum þrem, sem spiluðu hér um daginn komu einir fjórii brezkir umboðsmenn. Þar á meðal einn frá NEMS og annar frá Crysta! is, umboðsskrifstofu. sem m. a. hefur Jethro Tull á sínum snærum. ,,Báðir sýndu þessir umboðsmenn mikinn áhuga á áframhaldandi viðskiptum okkar á milli,“ sagði Ingibergur, „og liggur það ljóst fyrir, að ekki þurfi að líða á Iöngu þar til ég get farið af stað með undirbúning að næstu hljómleik- um.“ Ingibergur ekki af baki dottinn — sækir fleiri hljóm- sveitir tit London. 0 Tilvera í sjónvarpið og nýr sjón- varpsþáttur fyrir ungt fólk $ Kalli Sighvats kominn í hljómsveit 0 Hljómsveitum útrýmt meö öllu úr Glaumbæ. Brátt fer áf stað í sjónvarpinu nýr skemmtiþáttur fyrir ungt fólk. Komu fjögur unglömb til greina sem stjórnendur þess þáttar, þau Ómar Valdimarsson á Vikunni, Ásta Jóhannesdóttir plötusnúður, Jói í Óðmönnum og Jonni í Adam. Var gerð hjá sjónvarpinu svokölluð skermprufa með þessu fólki, stutt ur umræöuþáttur, sem gegndi því hlutverkj að prófa það, hvert þeirra vær; bezt til þess fallið að gegna hlutverkj stjórnandans. Ekki verður neitt sagt um það að svo komnu máli, hvert þeirra fjögurra varð fyrir valinu. En hinu sákar ekkj að segja frá, að fyrrnefndur umræðuþáttur reyndist svo góður, að hann vérður til sýnis í sjón- varpinu 4, október n. k. Þórir Baldursson leikur vinsæl íslenzk lög á HAMM0ND - 0RGEL Sérstaklega vönduð stereo hljóöritun. Átta lagasyrpur, 27 lög: Blítt og létt — Selja Htla — Viltu meö mér vaka í nótt — Söngur jólasveinanna — Bláu augun þín — Hún var svo sæt — Þú og ég — Ship-ohoj — Vertu sæl mey—■ Þóröur sjóari — Ljós brá — Sveitin milli sanda — Ást í meinum — Gvendur á eyrinni — Laus og liöugur — Fyrsti kossinn — Brúnaljósin brúnu — Mikiö var gaman aö því — Játn ing — Viö bjóðum góöa nótt — Sjómannavalsinn — Síldarvalsinn — Síldarstúlkan — Landleguvalsinn — Ágústnótt — Við eigum samleiö — Bjartar vonir vakna. ÞETTA ER HLJÓMPLATA FYRIR FÓLK Á ÖLLTJM ALDRI. ÞETTA ER SÉRSTAKLEGA HEPPILEG GJÖF FYRIR ÍSLENDINGA OG ÍSLANDS- VINI ERLENDIS. SG-hljómplötur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.