Vísir - 25.09.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 25.09.1971, Blaðsíða 8
8 y/ í SI —. Laugardagur 25. september 1971, vísir Utgerancn: KeyKjaprenr M. Framkvæmdastlóri: Svelno R. Ejrjólfssoo Rltstjórl: Jónas (Cristjánsson Fréttastjóri: Jón Birglr Pétursson Ritstiómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skóli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Slmar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugðtu 3b Slml 11660 Ritstjóni: Laugavegi 178. SlmJ 11660 (5 llnur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 12.00 eintaldð Prentsmiðla Vfsis — Edda hl. ískyggileg þróun ]\f ikið mun vera til í því, að umferðarmenningu okkar íslendinga sé mjög ábótavant, og eftir þeim fréttum, sem daglega má lesa í blöðum og sagt er frá í öðrum fjölmiðlum, fer hún sízt batnandi. Hér í blaðinu í fyrradag var það haft eftir framkvæmdastjóra eins tryggingafyrirtækisins, að fjöldi tjóna hefði aukizt um 22,7% fyrri hluta þessa árs, miðað við sama tíma árið á undan. Verðmætin, sem í súginn fóru, kvað hann vera rúmlega 74% meiri, en hluti af þeirri aukn- ingu væri að vísu afleiðing aukinnar dýrtíðar. Sagt var að önnur tryggingafélög mundu hafa svipaða sögu að segja, enda er vitað að þau tapa öll meira eða minna á bifreiðatryggingunum. Þetta er ískyggileg þróun, og hið hörmulegasta er, að hún er að mjög miklu leyti sjálfskaparvíti. Öllum sem um þessi mál fjalla, ber saman um að meiri- hluti bifreiðaárekstra verði vegna óaðgæzlu og glannaskapar ökumanna. Sama er að segja um mörg dauðaslysin, þegar ekið er á fótgangandi fólk. Þau verða vegna þess, að ökumaðurinn fer svo hratt,,:að hann getur ekki stöðvað farartækið í tíma, þegar hann tekur eftir vegfarandanum, og stundum er engu líkara en ökumenn haldi að þeir séu einir á ferð og þurfi einskis að gæ a nema að halda bifreiðinni á veginum, og jafnvel þar bregzt þeim stundum boga- listin þegar þeir gleyma hraðamælinum alveg líka. Það hlýtur að vera þung byrði hverjum, sem fyrir því verður að valda dauða annars manns eða kæru- leysi. Hver sem sezt við stýri á ökutæki og ekur af stað, ætti að hafa það fyrst og fremst í hugp, að á leið hans verður hverju sinni fjöldi manna, ýmist í öðrum ökutækjum eða fótgangandi, og einn eða stundum fleiri eiga það undir honum, hvor<: bp<r kom- ast heilir leiðar sinnar eða þetta verður jafnvel þeirra síðasta ferð. Verðmætin, scm glat'---'- í þessum ób*:.pum, eru b?!:1- ur ekki neitt smácæGi, cinr: rg dæmin sanna. Hér er því við mikið þjóðfélagslegt vandamál að etja. Um- ferðarslysum verður vitaskuld aldrei afstýrt með öllu hér fremur en annars staðar, en einhver ráð hljóta að vera til þess að draga mikið úr þeim frá því sem nú er. Sagt er að sérfræðingar í grannríkjum okkar telji fljótvirkustu og um leið ódýrustu aðferðina að auka löggæzluna. Sé þetta rétt, sem vart þarf að efa, á tvímælalaust að gera það. Fámennri þjóð, eins og Islendingum, er hvert mannslífið dýrmætt og and- virði farartækjanna, sem ýmist eru stórskemmd eða eyðilögð svo að segja dag hvem, hlýtur að vega á móti launum æði margra löggæzlumanna. Aukin fræðsla er eflaust góð og nauðsynleg í þessu efni sem öðrum, en umfram allt þó sú, sem innrætir ökumönn- um svo mikla ábyrgðartilfinningu fyrir lífi og eignum sjálfra sín og samborgara sinna að þeir gerist ekki sekir um svo vítavert gáleysi, sem ógætilegur akst- u.r cr. ll Erlendu túristamir koma fram á svokölluöum þjónustu- jöfnuði. Xr-li JÍieA --rpfivqn tIUo Innflutt í erg og gríð — Kjarabætur leiddu til 44-°jo aukningar á innflutningi, meðan útflutningur óx aðeins [ um 9°Jo [ Við höfum flutt inn vör / ur á þessu ári í erg og ) gríð. í því hefur komið \ fram, að almenn lífskjör [ í landinu hafa mikið i batnað eftir kauphækk- 7 anirnar í fyrra. Almenn I ur innflutningur var á ) tímabilinu apríl—júní ) hvorki meira né minna 1 i en 44 prósentum meiri , en á sama tírna í fyrra. Á þessum tima fluttum við samt aðeins út fyrir 9 prósentum meira en í fyrra. / Tveim þriðju minna af áli . Álið hefur brugðizt okkur í ár. Álbræðslur um heim allan eiga í mestu vandræðum, og Íbirgðir safnast hér sem annars staðar. Við gátum ekki flutt út nema fyrir 114 milljónir af áli á 2. fjórðungi ársins, sem er 252 milijónum minna en var á sama tíma \ fyrra, það er minnkun um tvo þriðju. Annar útflutningur þjóðarinnar hefur hins vegar vaxið eðlilega, eða um 18 af hundraði. Álið var í fyrra nálægt 13 af hundraði af öllum útflutningi, svo að við getum þolað minnkun þess um tíma. Mismunurinn á innflutningi og útflutningi er kallaður vöru- skiptajöfnuður á máli fag- manna. Hinn miklj vöxtur í inn flutningi hefur snúið taflinu við á þessu ári, svo að nú er vöru skiptajöfnuöur óhagstæður á öðrum fjórðungi ársins um rúm an milljarð króna. Hann var hag stæður á sama tíma í fyrra um 700 milljónir. Á árinu fram til júníloka var vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 1830 milljónir en hann hafði verið hagstæður um 715 millj ónir árið áður. Högnumst á þiónustu Þetta er óheillavænleg þróun, stæði hún til lengdar. Það bætir nokkuð úr skák, að við högn- umst á ýmsum viðskiptum, sem ekki eru kölluö vöruskipti og tilheyra ekki útreikningum um inn- og útflutning. Þetta eru gjaldeyristekjur okkar og gjald eyrisútlát á sviöum. eins og samgöngum, ferðalögum, trygg- ingum, vaxtagreiðslum o. fl., og ekki má gleyma varnarliðinu, Feröamannastraumurinn til íslands eykst stöðugt, og ís- lenzk flugfélög flytja útlendinga landa milli. Það. sem menn kalla „þjón- ustujöfnuð“, er okkur hagstætt um 135 milljónir króna á tíma bilinu april til júní og hagstætt um 375 millj. á hálfu árinu. Viöskiptajöfnuður er það, sem kemur út úr dæminu, þegar bæði vöruskipta- og þjónustu- jöfnuöur eru teknir saman. Hagn aðurinn á þeim síðamefnda dregst frá hallanum á þeim fyrr nefnda, og út kemur 1455 millj- ón króna halli á viðskiptajöfn uði á tímanum janúar—júní \ ár. Þessi taia var á sama tíma I fyrra plús, hagstæð um 690 milljónir króna. Erlendu lánin eru ekki til eyðslu Við sögðum frá því í gær, að aldrei hefðu Islendingar átt eins mikið 1 gjaldeyrissjóöum og nú og þeir sjóðir 3001 og yxu. Hvemig má fá slíka tölu út úr dæminu? Viðskipti okkar við útlönd voru okkur „óhagstæö" um 1455 milljónir á fyrra helmingi árs- ins. Við höfum jafnað þetta með lánum og framlögum. Við bættum við okkur 1252 milljónum í lánum sem við tók um erlendis til langs tima. Á sama tímabiii í fyrra minnkuð um við þess háttar lán um 655 milljópir, það er að segja borg- uðum meira af gömlum skuldum okkar en við tókum af nýjum lánum. Þessi upphæð er ekkert óeðliieg, og þarf ekki að skjóta mönnum skelk í bringu. Þetta eru ekki „neyzlulán" eins og borgararnir taka til að kaupa 1' matinn í mánaðarlok, þegar bú ið er að eyða kaupinu. Þessi lán til langs tima eru tekin á svip- aðan hátt og einstaklingurinn tekur lán til að byggja fyrir- tæki sitt. Þeim er varið til að auka framleiðslu þjóðarinnar í framtíðinni, skapa verðmæti, er munu standa undir afborgunum, þegar að þeim kemur. Á grund velli þessara lána ætlum við að auka framleiðslu og útflutning, svo að lánin verði greidd og talsvert meira en það. Ekki villandi að tala um „met“ Þegar við segjum, að gjald- eyris„sjóöurinn“ hafi „sett met“, er það ekki villandi. Það væri hins vegar út I hött að ætla sér til dæmis að draga ný lán frá gjaldeyrisstöðunni til að fá „raunverulegar breytingar" til hins betra eða verra. Lán, sem tekin eru til langs tíma, eru til framleiðsluaukningar og bættra l’ifskjara en ekki öfugt, ef rétt er að þeim staðið. Ti] viðbótar þiessum 1252 millj ónum í lánum til langs tíma kom inn erlent einkafjármagn til atvinnurekstrar fyrir 345 millj ónir og svokölluð „sérstök drátt arréttindi'* við Alþjóðagjaldeyris sjóðinn námu 217 milljónum samkvæmt skipulagsbreytingu hjá sjóðnum. Að öllu þessu samanlögöu varð greiðslujöfnuðurinn í heild hagstæður um 823 milljónir, sem er þó tæpum 400 milljónum minna en var á sama tíma i fyrra. Umsjón: Haukur Belgason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.