Vísir - 25.09.1971, Page 7
VlSIR. Laugardagur 25. september 1971.
Ólafur Jónsson skrifar um útvtrrp:
cTWenningarmál
Fimdinn Kamban
að eru sjaldgæf tíðindi að
upp komi úr kafinu ný
skáldrit, öldungis óþekkt til
þessa, eftir gengna og grafna
höfunda. En nú eru tímar fund-
inna handrita — eins og nýtt
ljóðasafn eftir Pál Ólafsson er
til vitnis um í haust. Og Þúsund
mílur, nýtt leikrit eftir Guðmund
Kamban sem fyrst var prentað
í ritsafni hans 1969, en flutt í
útvarp á fimmtudagskvöld. Leik
rit þetta hefur aldrei áður verið
leikið né prentað, og þótt það
sé varðveitt í handriti höfundar,
ársett 1939, virðast engar aðrar
heimildir til um það frá hans
hendi. Helga Kress sem lagt hef
ur stund á verk Kambans og
birt um hann dálitla bók getur
sér þess meirá að segja til (í
Skírni 1970) að verkið sé hreint
ekki frumsamiö, heldur eftirgerð
erlendrar skáldsögu, en við þess
háttar ritstörf fékkst Kamban
nokkuð um svipaö leyti. En aö
sögn Sveins Einarssonar í út-
varpinu í fyrrakvöld, vissi Krist
ján Albertsson, náinn vinur
Kambans um langt skeið, til
þess að hann hefði leikrit í
smíðum um viðlíka efni og Þús-
und mílur um miðjan f jóröa ára-
tug aldarinnar, þótt hann legöi
ekki á það síöustu hönd fyrr en
í stríðsbyrjun eða siðar. Að Svo
komnu er auðvitað engin ásfæða
að vefengja aö Þúsund mílur sé
frumsamiö verk Kambans, enda
önnur efnisleg rök sem mæla
meö því — þótt hann Iegði það á
hilluna við svo búió.
Jjbns og mörg önnur leikrit
Kambans snýst Þúsund míl-
ur sér í lagi um eina mikils-
háttar mannlýsingu: Westerlings
sendifulltrúa og síðan aðalfor-
stjóra. Eins og önnur síðustu
leikrit hans gerist leikurinn í
alþjóðlegu umhverfi, evrópskri
stórborg, meðal efnafólks af efri
stigum. Við þessi kjör lýsir West
erling manngildishugsjón verks-
ins, maður mikilla hæfileika, sið
fágun holdi klædd, allur samt
einn vilji: „Ég finn með mér
slíkt hugrekki og slíkan mátt,
að ég gæti borið allan heiminn
á herðunum." Hann snýst gegn
umhverfi og aðstæðum sem
honum finnst sér misboðnar: úr
því hann fær ekki að verða sendi
herra gerist hann i staðinn for-
stjóri stórfyrirtækja og fjármála
maður á heimsvísu. En þetta
'Tostar auðvitað árevnslu og
fómir, bæði sjálfan hann og
aðra: eins og mörg önnur verk
Kambans fjallar Þúsund mílpr
öðrum þræði um hjúskap og ást-
ir og lýsir skilningi farsæjs
hjónalífs. Kona Westerlings verð
ur að lækka lífskjör sín, afneita
samkvæmislífi, flytja í minna
og fátæklegra húsnæði en hún á
að venjast, ein þrjú herbergi.
En úr því hún kýs að fylgja
manni sínum uppsker hún líka
eins og til var sáð: miklu meiri
ljóma en hana hafði áður órað
fyrir eða haft efni á. Með þess-
um hætti kemst Westerling lika
aftan að fjandmanni sínum,
tekst að steypa iMfygli því í
utanríkisþjónustunni sem áður
stóð honum og félögum hans
fyrir frama. En samt er hinn
mikli maður hreint ekki sáttur
við ævi og samtíð sína að Ieiks-
lokum — sem gerast að lokinni
nýrri heimsstyriöld, þegar þjóð
rís gegn þjóð aö nýju: ,,Ég vií ei
hevra til siðmenningunni11 hróp
ar hann í neyð sinni. Og: ,,Þeir
sem eru sendir út fá skipun um
að reisa hærri og hærri niúra
til vamar þjóð sinni gegn öðr-
um þjóðum. Ég vil láta senda
mig svo ég geti rifið niður þessa
múra. Þannig hefðum við átt
að haga okkur. Og svo lýkur ferð
minni hér, á sama stað aftur.“
tíjatt aö segja þarf ekki að
k undrast þótt Þúsund milur
kæmi ekki frarp um daga Kamb
ans:, honum hefur án efa veri(S
Ijóst að það dygði ekki. Eitt er
það aö leikritið er fjarska laus-
lega saman sett, t. a. m. er loka-
þátturinn þar sem hugsjóna-
kröfu þess er lýst í svo sem
engum tengslum við aðalefnið.
Hitt er verra að manngildishug-
sjón, framtíðarsýn sú sem leik-
urinn vill lýsa á sér svo sem
engar forsendur í persónusköp-
un og atburðarás i leiknum. Leik
urinn fjaMar ekki um vfirdreps-
skap og hræsni i alþjóölegum
stjórnmálum heldur persónuleg-
ar skærur og væringar, en lýsir
samt ekki fótki heldur einhvers
konar manngervingum há-borg-
aralegra lífshátta. Kamban lagði
metnað og rækt við slíkt um-
hverfi og lífsháttu, en lýsingin
snýst einatt upp í illkynjaða
hégómadýrð, sjaldnast tekst að
fvlla form hennar raungildu Iffi.
Enn síður í Þúsund milurn en
öðrum siðustu leikritum hans
þótt auðsær sé skvldleiki þess
við þau, gamanleikina Grand-
ezzu og Vöf með sínum sigur-
stæltu lokaorðum: „Ég skal
verða skrifstofustjóri!"
^yferk Guðmundar Kambans
hafa illa enzt, elzt snemma.
Hitt er auðvitað rétt að leikrit
hans éiga s'ér hvergi lífsvön
nenvj vera kynn j á íslenzku leik-
Guðmundur Kamban,
sviði, og sjálfsagt að láta reyna
til hlítar á hana. Síðustu leikir
Tambans Vöf og Grandezza eru
bæði leiknari, sviðfærari verk
en mörg fyrri leikrit hans og
væri Grandezza sem aldrei hef-
ur verið flutt hér auðvitað væn-
Iegra viðfangsefni en Þúsund
mílur — i útvap eða á sviði
En því miður er ólíklegt að þau
reynist jafnvel, hvað þá betur
en þau tvö sem ein hafa dugað
til þessa: 1 Skálholti og Vér
morðingjar.
Smurbrauðstofan I
BJORNIININ
Njálsgata 49 Sími 15105
IMMMMMMMMMMMMMMMHÍMMMMMMMMMMMMMMMMMMMBMMMMMBMMMMMMMMM II .... ■
Blaðburðarbörn
óskast
í eftirtalin hverfi sem fyrst:
SKAFTAHLÍÐ
VÍÐIMEL
HÁALEITISBRAUT
SAFAMÝRI
GUNNARSBRAUT
LAUGAVEG
BLESUGRÓF
STEKKI í Breiðholti
Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna
Dagblaðið Vísir
FELAGSLIF
Handknattleiksdeild
VIKINGS
Æfingatafia veturinn '71 — ^2.
Karlaflokkar:
Meistara 1. og 2. flokkur:
Mánud. kl. 9.45—11.10 M. 1. og 2,
Fimmtud. kl. 9.10—10.2o’ M. fl.
kl. 10.20—11.10 1, og 2, fl,
Laugard. kl. 4.20—5.10 M.fl.
íþróttahöllin:
Þriðjud.. kl. 9.20—11.00 M.fl 1, og 2,
3. flokkur:
Mánudagur kl. 7.00 — 7.50.
Fimmtudagur kl. 7.00 -rS.00.
4. flokkur:
Fimmtudagur kl. 6.10—7.00.
Sunnudagur kl. 11.10—12.00,
5. flokkun
Þriðjudagur kl, 6.10—7.00.
Laugardagur kl. 2.40—3.30.
Allar æfingar fara fram í Réttar-
holtsskóla, nema æfing Mfl, 1. og
2, flokks á þriðjudögum, sem feT
fram f íþróttahöllinni í Laugardal.
Kvennaflokkar:
Meistara, 1. og 2. flokkur:
Mánud. kl. 7.50-8.40 2. flokkur.
kl. S.40—9.45 M. og 1. flokkur.
Fimmtud. kl. 8.00—9.10 Mfl. 1. og 2
Laugard: kl. 3.30—4.20 Meistarafl,
3. flokkur:
Mánudagar kl. 6.10—7.00.
Sunnud. kl. 9.30-10.20 byrjendur.
kl. 10.20-11.10.
Allar æfingar fara fram i Réttar-
holtsskóla. — Stjórnin.
Auglýsið
í Vísi
Sölubörn —
Sölubörn
Komið á morgun kl. 10 f.h. og seljið merki
og blað Sjálfsbjargar.
Merkin verða afhent í öllum barnaskólum
í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garða-
hreppi, Hafnarfirði, Varmárskóla Mosfells-
sveit og hjá Sjálfsbjörg Marargötu 2, Reykja-
vík.
Góð sölulaun.
SJÁLFSBJÖRG, félag fatlabro
( ' ' ' ■
Laust starf
Starf skrifstofustúlku hjá Sakadómi Reykja-
víkur er laust til umsóknar. Umsóknir send-
ist skrifstofu SakadómsReykjavíkur að Borg-
artúni 7 fyrir 30. þ. m.
Reykjavík, 24. september 1971.
Yfirsakadómari.