Vísir - 25.09.1971, Qupperneq 9
VÍ^IR. Laugardagur 25. september 1971.
RÆTT UM
-UÆTA
— Rætt við Eggert Ásgeirsson tramkvæmda-
stjóra Rauða kross Islands um neyðarvarnir
Á aðalfundi Rauða kross
lslands, sem haldinn var 11.
og 12. september síðastliðinn,
var samþykkt _ samhljóða að
á næsta starfstímabili verði
lögð megináherzla á skipu-
lag iélagsíns með tilliti til
neyðarvarna. Heimilaði fund
urinn einnig ráðningu og
þjálfun starfskrafta í þessu
skyni.
Þaö er hér er um tengsl
við almannavarnakerfi landsins
að ræða og mikilvæg nýjung í
starfi Rauða krossins hér inn
anlands, fengum viö Eggert Ás
geirsson framkvæmdastjóra RKÍ
til þess að skýra frá þvf, sem
er á döfinni í þessum efnum.
„Hlutverk Rauða kross félaga
er ævinlega að miöla neyðar-
hjálp á sem heilladrýgstan hátt,
hafi ógæfa dunið yfir. Þetta
hlutverk viljum við búa okkur
undir
Neyðarvarnir eru á stefnu-
skrá Rauöa kross félaga um
allan heim og að þeim sé kom
ið í sem bezt lag, Sama gildir
um afskiptj Rauða krossins hér
lendis af þessum málum. Réynd
ar teljum við það vera skyldu
félagsins að sinna þessum mál-
um burtséð frá því hvern hlut
viö kynnum að eiga að
mál,- að skipulagningunni lok-
inni. Skipulagið er aö sjálfsögðu
í höndum almannavarnaráðs.
Aðrir hafa unnið mjög gott
starf að þýðingarmiklum þáttum,
leitarþjónustu og sjúkraþjón-
ustú, svo nokkuð sé nefnt. Starf
RaUða krossins beinist fyrstog
fremst að öðrum sviðum, að
veita fölki hjálp, svo sem fæði,
klæði og húsaskjól þegar neyð
dynur yfir.
Með því að lýsa því yfir, að
við ætlum að taka neyðarvarnir
á stefnuskrá okkar þá teljum
við okkur hafa tekizt á hendur
mikla ábyrgð.
Undirbúningur aö þv*i neyðar
varnastarfi sem við erum að
byrja á nú. hófst fyrir tveimur
árum. Á Noröurlandafundi
Rauða kross félaga 1969 feng
um við vitneskju um styrk frá
Sameinuðu þjóðunum, sem ætl
aöur var aðildarþjóðunum til
geröar áætlana um vamir við
hörmungum af völdum náttúr-
unnar.
Fyrstu aðgeröir RKÍ voru að
fá hingað tii lands Hákon Mathi
esen framkvæmdastjóra norska
Rauða krossins, var hann þá
starfsmaöur Alþjóðasambands
RK og stárfaði við samningu
neyðarvamahandbókar. Kom
hann hingað í október 1969, og
átt; viðræður við dómsmálaráð-
herra. almannavarnaráð, al-
mannavarnanefnd Reykjavíkur
og fleiri aðila. Vakti hann í
þeim viöræðum athygli þeirra
á því að styrkur þessi stæði til
boða.
Útkoma þgssara viöræöna varð
síðan sú að utanríkisráðuneyt-
ið sótti um styrkinn, var hann
veittur á s'iðasta ári og var hann
ætlaður Ul neyðarvarnaáætlun-
ar fyrir ísland, upphæð 7.500
Bandartkjadalir.
Bezta lausnin á þessum skipu
lagsmálum var talin sú að fá
sérfræöing frá SÞ til áætlunar-
gerðarinnar. Kom hann í febrú
ar 1971 og var hér í fimm mán
uði.
Átti sérfræðingurinn, Harri-
son Perry, frá Kaliforníu nokkr
um sinnum viðræður við okkur
í Rauða krossinum. Mesti hluti
starfs hans var á sviði skipu-
lagningar almannavama al-
mennt, leitarþjónustu og björg
unarstarfa á sjúkrahúsum,
Er það von okkar að með
þessum störfum sé lagður grund
völlur að almennari áhuga og
virkar; þátttöku almennings í
neyðar- og almannavörnum.
Einnig er nauðsynlegt að störf
áhugamannafélaga verði skipu-
lögð betur í þessum málpm,
bæði vegna almennings og fé-
laganna sjálfra.
Vegna fyrirhugaðra aðgerða
RKÍ á sviði neyðarvamg feng
um við í sumar hingað til lands
Robert Pierpoint, sem áður
stjórnaöi neyðarhjálparstarfi
bandaríska Rauða krossins, en
hefur nú tekið við neyðarvarna
áætlunarstarfj Alþjóðasambands
ins af Hákon Mathiesen. ->->
Lagði hann áherzlu á að starf
að yrði hérlendis eftir neyðar-
varnahandbók RK. Innan RKÍ
yrðu að vera sérþjálfaðir
menn, bæði fastir starfsmenn og
sjálfboðaliðar, einkum menn sem
hefðu ekk; öðmm meiri háttar
skyldum að gegna ef til hörm
unga kæmi.
Mikilvægast væri að skipuiag
væri einfalt og að sjálfboðalið
yrði að vera fyrir hend; innan
RK og annarra félaga sem
mögulega fengjust til samstarfs.
Að fengnum ábendingum Pier
points er augljóst að raunhæf-
asta lausnin er að ráða fastan
starfsmann sem myndi hljóta
þjálfun erlendis Gæti hann síð
an veriö lánaður til hjálpar-
sta'rfa erlendis ef þess yrði
beiözt, og á þann hátt öölazt
dýrmæta reynslu ef tij hörm-
unga kæmi hérlendis. Er þetta
mjög algengt erlendis, og til
dæmis hafa Norðurlöndin kom
ið sér upp sameiginlegu nám-
skeiði. Var það síðast haldið í
Danmörku, en þvf miöur gátum
við ekki notfært okkur það til
þjálfunar manns héðan.
Hafa þeir sem hlutu þjálfun
á þessu námskeiði farið til ým
issa þeirra svæða sem hjálp
hefur vantað svo sem Jórdaníij,
Tyrklands, Pakistan og fleiri
landa.
Er mikilsvert að þessir menn
hljót; sem bezta þjálfun til
þess að hún geti komið þeim
sem eru hjálparþurfi að gagni.
Til dæmis má geta þess, aö
þegar hjálparstarfið eftir flóðin
í Pakistan hófst, þá drukknuðu
menn þar bókstaflega í flugvél
um með hjálpargögn, þannig að
hreint vandræöaástand skapað-
ist. Var þá sendur þangað einn
sérfræðingur frá Rauða krossin
um í stjóm flugvallarmála og
kom hann móttöku hjálpargagna
í lag á mjög stuttum tíma. Þann
ig má notfæra sér sérþekkingu
manna á ýmsum sviðum neyðar
hjálpar.
Eitt af því sem RKl hyggst
beita sér fyrir er að koma á
Eggert Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Rauða kross íslands.
beinu samstarfi við nágranna-
þjóöirnar á sviði gagnkvæmra
skipta á aðstoð í neyðartilfell-
um.
Hollendingar og Þjóðverjar
eiga á að skipa mjög fullkomn
um færanlegum sjúkrahúsum, og
með því aö ná samningum við
þá um að þeir gætu komið hing
að með færanleg sjúkra'hús á
neyðartímum myndum við losa
okkur við þau vandamál sem
eru samfara stórum birgðum
sjúkragagna, en þær eru mjög
vandfeöfarnar í geymslu og
dýrt að halda þeim við.
Rauöa kross félögin á Norð
urlöndum hafá að vísu boðizt
til að fylla hér fatabirgðastöð,
en óvíst er hvort þiggja beri
það af fyrrgreindum ástæðum.
Einnig er það mikið fjárhags
atriði hve mikla áherzlu á að
leggja á áð geyma hjálpargögn,
þegar möguleiki er á að fá þau
með sjuttum fyrirvara erlendis
frá. ''
Sarahjálpin er mikilvægasti
liður starfsemi Rauða krossins
og til dæmis þegar Heklá byrj
aði að gjósa fengum við fyrir
spumir frá aöalstöðvunum \
Genf um hvort aöstoöar væri
þörf. Þetta er gert, þó að starfs
menn aðalstöðvanna viti fyrir-
fram að ekki sé þörf á aðstoð.
Með þessu er hægt að halda
starfinu vakandi og vera sífellt
viðbúinn því ólíklega.
En sem sagt er það fyrsta
hjá okkur að fá menn til þess
að fara til þjálfunar og taka
aö sér skipulagsstörf hérlendis.
Er með happdrætti sem nú
stendur yfir verið að afla fjár
til að þetta sé framkvæmanlegt.
Hefur happdrættið gengið
mjög vej og einnig erum við
mjög ánægðir með þau viðbrögð
sem við höfum fengið hjá al-
menningi. Til marks um þau
má nefna að við höfum fengið
600 nýja félaga á þeim t’ima sem
happdrættið hefur staðið. Er það
mjög gleðileg aukning miöaö við
að tíminn er rétt hálfnaður. Einn
ig fullvissar það okkur um að
við erum ekki að tala fyrir dauf
um eyrum.
Það næsta eftir að við höf
um fengið starfsmann, er að
byggja upp neyðarhjálpina inn
anlands og þá í nánu samstarfi
við Almannavamir rtkisins og
aðra þá aðila sem að þeim mál
um vinna
Er það álit okkar að við
verðum aö byggja á þeirfi aðilum
sem myndu alla jafna ekki hafa
brýnum skyldum að gegna á
neyðartímum. Eins þarf að koma
á sambandi við skipulagða á-
hugamannahópa sem vanir eru
að starfa saman en eiga ekki.
áð minnsta kosti ekki alllr,
beinum ákveðnum skyldum að
gegna á hörmungartímum,
Er verið að vinna að gerð
neyðarvarnaáætlana um allan
heim jnnan Rauðakross félaga.
Er það startf vel á veg komið
víða, en í undirbúningi annars
En það sem við leggjum mikla
áherzlu á. er að hafa sem
bezt samstarf almannavarna-
ráðs og þau félög hér innan
lands sem að þessum málum
vinna. Því að það er nú einu
sinn; svo að enginn einn getur
afkastað því, sem gera þarf held
ur er um víxlverkanir að ræða
í þjóðfélaginu.
Rauöi kross íslands telur sig
vinna þessum málum bezt gagn,
með því aö undirbúa sig og
aðra þá sem að þessum málum
vinna. sem bezt og koma á
gagnkvæmum samskiptum á
sviði neyðarvarna. En Rauði
krossinn verður samt að halda
sjálfstæði sínu sem hefur komið
honum vel á tímum styrjálda
og hörmunga." —JR
>
VÍSHt SP7R
— Eruð þér fylgjandi
auknum almannavöm-
um?
Birgir Ólafsson, Flugfél. Isl.: —
Aldrei get ég nú sagt, að ég
hafi haft áhyggjur hvað álmanna
varnir snertir. Því er þó ekki að
neita, að ég hef oft leitt hugann
að þvi hvað til bragðs yrði tek
ið ef ti'l meiriháttar eldgosa, iæ-^
skjálfta eöa annarra náttúruham
fara kæmi.
Ómar Bergmann, hljómlistarmað
ur: — Það þýðir ekkert að tala
um neitt slfkt. Það stýrir þessu
enginn að gagni.
Jón Oddsson, verkamaður: — Já
það verð ég aö segja. Það getur
jú alltaf skeð, að til náttúruham
fara komi og undir slíkum kring
umstæðum er jú ekki verra að
hafa eitthvað til að grípa til.
Almannavarnir til stríöstíma hef
ég hins vegar lítt hugsaö um.
Páll Eyjólfsson, forstjóri: —
Tvímælalaust. Þær tel ég þurfa
að endurbæta og skipuleggja
upp frá byrjun.
Jóhann Bjömsson, póstfulltrúi:
— Ef það yrði þá einhver alvara
í þeim.
Kristmann Guðmundsson, rithöf
undur: —Ég hef nú lítið hugsað
út í það. En er það ekki sjálf-
sagt, að sem mest sé gert í að
styrkja almannavarnir? — Hvort
sem þær kæmu svo til með að
duga eitthvað í til að mynda
atómstyrjöld.