Vísir - 25.09.1971, Page 10

Vísir - 25.09.1971, Page 10
10 V í S I R . Laugardagur 25. septemoer 1971 I Í KVÖLD1 j DAG I IKVÖLD [1 I DAcT~i í KVÖLD Þeir eru ekki beint spekingslegir á svipinn þeir Bessi Bjarnason, Gísli Alfreðsson og Gunnar Eyjólfsson, þar sem þeir pata þarna út í loftið með penslum sínum — eða öllu heldur málaranna, sem þeir eru að leika. SJÖNVARP SUNNUDAG KL. 22.Ö0: Ekki nv bóla — en óborganlegf samt... J^oftbólur Birgis Engilberts eru ekki ný bóla, leíkritiö var frumsýnt í Lindarbæ vorið 19'S7 og í sjónvarpinu 1969. Engu aö síöur hlýtur þaö enn aö vera jafnbráðskemmtilegt og þá. — Málararnir þrír, setn þeir Gunnar Bessi og Gísli Alfreðsson leika eru áreiðaílega jafntruflaðir á geðsmunum og fyrri daginn þar sem þeir paufast uppi í stigum sln um við að mála vegg, sem enginn er. Samtal þeirra snýst um allt milli himins og jarðar og er óneitanlega fyndið áheyrnar, þó að það sé ekki að sama skapi uppbyggilegt. Birgir Engilberts, höfundur leik ritsins, er sjálfur starfandi sem málari. Þó ekki í sömu stétt og þremenningarnir í Ieikriti hans, heldur leiktjaldamálari. Við leik tjaldamálun vann hann er hann samdi „Loftbólur" og búa leikrita skáld sennilega fá við svo heppi lega stemningu sem hann á meöan þeir beria saman verk sín. Ekki be.r. sviðsmyndin í „Loft- ^ bólum“ vott um þaö beinlínis, að höfundur leiksins sé leiktjaldarnál ari. Að minnstá kosti viröist Birg ir ekki hafa varið löngum tíma í að úthugsa þá hlið málsins. — Sviðsmunirnir eru lítið annaðen stigar málaranna og verkfæri þeirra. 1 leikritinu fer Gisli Alfreðsson mað hiutverk lærlingsins, Bessi með l'lutverk sveinsins og Gunn- ar Eyjólfsson meistarans. — f>ar kemur sennilega skýringin á því, hvers vegna hann ber viöhafnar- meiri klæðnað en mótleikararnir. — ÞJM sjónvarpJs* T,aufTardagur ?.5. sept. 18.00 Endurtekið efni. Réttur er settur. Laganemar við Háskólann setja á svið.réttar- höld í máli, sem rís út af skiptingu erfðafjár. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 18.50 Enska knattspyrnan. 2. deild. Swindon Town — Fulham. 19.40 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Dísa. Þýðandi .Cristrún Þórðardóttir. 20.50 Ættinyiar Napóleons Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.30 Hörkutólið (Diamond Head). Bandarísk bíómynd frá árinu 1962, byggð á sögu eftir Pete Gilman, Leikstjóri Guy Green Aðalhlutverk Charlton Heston, - Yvette Mimieux, George Chakir is og James Darren. Þýöandi Kristrún Þórðardóttir. 23.15 Dagskrárlok. Sunnu 'avuf 26. sept. 18.0o Helgistund Séra Lárus Halldórsson 18.15 Gilitrutt. Barnamynd eftir Ásgeir Long og Valgarð Run- ólfsson, byggð á gamalli þjóð- sögu. Leikstjóri Jónas Jónas- son. Aðalhlutverk Ágústa Guð- mundsdóttir Martha Ingimars dóttir og Valgarð Runólfsson. 19.15 Hlé. 20.00 Fréttir. 2Ö.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Suður. Kvikmvndun Þórar- inn Guðnason. Umsjón Ólafur Ragnarsson. 20.55 I sviösljósinu. Þættir um sænsku söngkonuna Birgit Nilsson með söng og samtölum. I’ bættinum koma einnig fram Alice Babs. Sten Bromann og Anika Nilsson. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 22.09 Loftbólur. Leikrit eftir Birgi Engilberts. Leikstjóri Benedikt Árnason. Fyrst sýnt 7. apríl 1969. 22.35 Dagskrárlok. MESSUR • Dómkirkjan. Messa kl. II. Séra Óskar J, Þorláksson. Laugarneskirkja. Messa kl. 11. Séra Garðar Svavarsson. Haustfermingarbörn í Laugarnes sókn eru beðin að koma til við tals í Laugarneskirkju n.k. þriðju- dag kl. 6 e.h. Séra Garðar Svav- arsson. Árbæjarprestakall. Guðsþjón- usta í Árbæjarkirkju kl. 11. f.h. Séra Guömundur Þorsteinsson. Hallgrímskirkj'a. Messa kl. 11. Ræöuefni: Lasarus, kom þú út. — Dr. Jakob Jónsson. Háteigskirkja. Messa kl. 2. — Séra Jón Þorvarðsson. Ásprestakall. Messa í Laugarás bíói kl. 11. Séra Grímur Gríms- son. Langholtsprestakail. Barnasam- koma kl. 11.30. Guösþ:ónusta kl. 2. Séra Árel'ius Níelsson. Kópavogskirkja Digranespresta kall. Guðsþjónusta kl. 2 Séra Þor bergur Kristjánsson umsækjanði um Digranesprestakall messar. — Messunni veTður útvarpað á mið bylgju 1412 HKZ (212 m). Sóknar nefndin. Kópavogskirkja, Kársnespresta- kall. Guðsþjónusta kl. 11. — Séra Árni Pálsson umsækjandi um Kársnesprestakall messar. Mess- unni verður útvarpað á miðbylgju 1412 KHZ (212 m). Sóknarnefndin SJÓNVARP SUNNUDAG KL. 20.25: Yfirgefa byggðarlagið Cjónvarpsmenn heimsóttu Ing- ^ ólfsfjörö á Ströndum ekki alls fyrir löngu og tóku þá myndina sem sýnd verður í sjónvarpinu annað kvöld'undir heitinu ,Suður‘ Dregur myndin nafn sittafþví, &a íbúar byggðarlagsins hyggjast Tiytjast þaðan brott í haust og setjast að í þéttbýlinu fyrir sunn- an. Skoöuó eru mannvirki viö Ing- ólfsfjörð og rætt við íbúana, Sem allir eru að búa sig undir að flytj- ast að Faxaflóanum þessa dagana. Meðfylgjandi mynd er frá Ing- ólfsfiröi, nánar tiltekið frá Eyri, en þar er gömul sildarverksmiðja. Neskirkja. Guósþjónusta ki. 11. Séra Frank M. Halldórsson. Bústaöaprestakall. Barnasam- koma í Réttarholtsskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Ólafur Skúl ason. ÍILKYNNINGAR # Biskupinn, hr. Sigurbjörn Einars- son, vísiterar Mosfellsprestakall 1 Kjalarnesprófastsdæmi laugardag- inn 25. og sunnudaginn 26. sept- ember. Á laugardaginn veröa fundir með sóknarnefndunum. Að Mos felli kl. 1. Lágafelli kl. 4 og Braut arholti kl. 8.30. Á sunnudag verða guðsþjónust ur svo sem hér segir: KI. 11 f.h. í Lágafellskirkju, kl. 2 e.h. í Brautarholtskirkju og kl. 8.30 e.h. í Mosfellskfrkju. Biskup predikar í öllum kirkjun um. KFUM. Almenn samkoma í húsi félagsins við Amtmannsstíg, ann- að kvöld kl. 8.30. Kristileg skóla samtök sjá um samkomuna. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Sunnudag kl. 11 helgunarsamkoma, kl. 14 sunnudagaskóli, kl, 20.30 hjálp ræöissamkoma. Foringjar og her menn taka þátt í samkomunum með söng, vitnisburðum og ræð- um. Allir velkomnir. Mánudag kl. 16. Heimilasam- band. Allar konu,- velkomnar. VISIR 50 fyrir árurm Bæjarfréttir. Rúgbrauö þykja hafa versnað til mikilla muna, síð an verðiö lækkaði. HEILSUGÆZLA # Kvöldvarzla helgidaga- op sunnudagavarzla á Reykiavík'i’ svæðinu 25. sept. — I. oít-..: Reykjavíkurapótek Borgaapótek Odíö virka dasa til kl. 23. nelgi- daga jél 10—23. rannlæknavakt er I Heilsuvernd arstöðinni. Opið laugardaga og sunnudaga kl 5—6 Sími 22411 Sjúkrabifreið: Reykjavík, sími 11100 Hafnarfjöröur. simi 51336. Kópavogur. sími 11100. Slysavarðstofan. simi 81200, eft ir lokun skiptiborðs 81213. Kópavogs. og Keflavíkurapótek eru opin Hqo, kl. 9—19. k -'rdaga 9—14. helga daga 13-15. Næturvarzla lyfjabúða á Reykja víkursvæðinu 'er f Stórholti 1. — sími 23245 Neyðarvakt: Mánudaga — föstudaga 08.00— 17.00 eingöngu I neyðartilfellum, sími 11510 Kvöld- nætur- og helgarvakt: Mánudaga — fimmtudaga 17.00— 08.00 frá kl. 17.00 föstudaga til kl. 08.00 mánudaga. Sími 21230 Laugardagsmorgnar: Lækningastofur eru lokaðar á laugardögum, nema 1 Garða stræti 13. Þar er opið frá kl. 9— 11 og tekið á móti beiðnum um tyfseðla og þ. h. Sími 16195. Alm. upplýsingar gefnar í slm- svara 18888. MINNINGARSPJÖLD • QluWJingarspjöld Háteigskirkju eru atareidd hjá Juðrúnu Þor- steinsdóttur. Stangarholti 32, — sfmj 22501 Gróu Guðjónsdóttur Háaleitisbraut 47. sími 31339, '■ >rið- R"-ion<---dóttur Stigahlíð 49. simi 82959. Bókabúðinni Hlið ar, Miklubraut 68 og Minninga- búðinni Laugavegi 56. Charlton Heston og Yvette Mimeux í hlutverkum systkinanna í myndinni „Hörkutólið“, sem sjónvarpið sýnir í kvöld. SJÓNVARP LAUGARUAG KL. 21.30: Vandamál á Hawaii Charlton'Heston fer með aðal- hlutverk bandarísku bíómyndar- innar, sem sjónvarpiö sýnir í kvöld. Fer Heston þar méð hlut verk auðugs, hvíts landeiganda á Hawaii, sem á von á ungri syst ur sinni eftir að hún hefur dvalið i skóla. Fjölskyida þeirra hefur um lang an aldur búið þar á eyjunum, en aldrei blandazt hinum inn- fæddu. Þegar svo stúlkan (leikin af Yvette Mimieux) lýsir þvi yfir að hún hyggist trúlofast einum hinna þeldökku eyjaskeggja verð ur bróðir hennar skelfingu lostinn. Þessi bíómynd e» rétt aðeins tíu ára og eru vart liðin nema tvö eða þrjú ár frá því myndin var sýnd við góða aðsókn í Stjörnu- bíói. Nefnist myndin „Diamond Head“ og er gerð eftir samnefndri sögu Pete Gilman. Auk Hestons og Yvette fara George Chakiris og Jamés Danes með hlutverk í myndinni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.