Vísir - 25.09.1971, Side 16
ism
-augardagur 25. september 1971
Baunsgaard
falin
stjórnar-
myndun
Friðrik Danakonungur hefur falið
Silmar Baunsgaard að gera til-
•aun til stjórnarmyndunar á breiö
um grundvelli með þátttöku jafnað
armanna, íhaldsmanna, Vinstri
flokksins og Róttæka vinstri flokks
ins. Þetta mundj þýða, að jafnaðar-
menn bættust við samstarf núver-
andi stjómarflokka. — HH
Sérstakar hækkanir á
laun upp uð 18 þásun
— Kr'ófur verkalýðsfélaganna jafngilda
30-50°/o, segja vinnuveitendur
Verkalýðsfélögin vilja fá
sérstakar hækkanir á
allt grunnkaup, sem er
innan við 18 þús. á mán-
uði og síðan 20% hækk
un alls kaups til viðbót-
ar. Þau gerðu í gær ná-
kvæma grein fyrir sam-
eiginlegum kröfum sín-
um.
Samkvæmt þeim fengju til
dæmis þeir sem hafa 14.500
krónur á mánuði fyrst sérstaka
7,7% hækkun og síðan 20%
hækkun þar ofan á. Sérstaka
hækkunin verður því mifmi
hundraðstala þeim mun hærra
kaup, sem menn hafa. Hafi
menn 16 þús. kr. 'i mánaðar-
kaup, fengju þeir til dæmis
4,4% aukahækkun og síðan 20%
ofan á. Þegar kemur upp í 18
þús. kr. laun á mánuði, verður
engin aukahækkun aðeins 20%
almenn hækkun samkvæmt kröf
um verkalýðsfélaganna. Mið-
að er við grunnkaup i þessum
útreikningum
Auk þess krefjast félögin, aö
vinnuvika verð; stytt um 4
klukkustundir, og lágmarksor-
lof skul; vera 4 vikur á ári fyrir
verkafólk Atvinnurekendur
skuli tryggja verkafólki, er unn-
iö hefur hjá þeim í 4 vikur,
föst vikulaun. Þá verði uppsagn
arfrestur ein vika. Yrhsir lægstu
kauptaxtar verði felldir niður.
Einnig verði endurskoðuð á-
kvæði samninga um slysatrygg-
ingar og greiðslur kaups í veik
inda- og siysatilfellum og trygg
ingarnar auknar.
Gert er ráð fyrir, að almenna
kauphækkunin verði látin koma
til framkvæmda smám saman í
áföngum en ekki er greint nán
ar frá þv’i, hvernig þeir áfangar
verði.
Vinnuveitendur telja, að kröf
ur þessar jafngildi 30—50%
hækkun á kostnaði tímakaups.
—HH
IÐNAÐURINN ÞARF
EKKI AÐ SETJA
BLETT Á UMHVERFIÐ
Helztu samtök iðnrekenda á Norð
urlöndum, þar á meðal Islandi
hafa ákveðið að stofna samvinnu-
nefnd um umhverfisvemd.
Með þessu samstarfi hyggjast
-lamtökin auka skilning á umhvetí
isvernd innan iðnaðarins og gefa
stjórnvöldum upplýsingar um mögu
leika iðnaðarins í þeim efnum. —
Verksmiðjur eiga sem sé ekki endi
lega að vera blettur á umhverfinu.
1 yfirlýsingu fulltrúanna eftir
fund í Osló í gær, er sagt, að sam
tök iðnaðarins á Norðurlöndum
geri sér grein fyrir því, að rekstur
iðnfyrirtækja geti haft óæskileg á-
hrif á umhverfi sitt. Ástæða sé að
leggja áherzlu á þaö, sem vel hafi
verið gert í þessum efnum, þótt
margt sé enn ógert. Árangur, sem
hafj náðst á seinastá ári, gefi góð
ar vonir. — HH
<
Hörð keppni fram-
undan í listaverka-
uppboðum
Grelnilegt er að mikil samkeppni verður í vetur milli tveggja að-
:la sem báðir ætla að hasla sér völl á íistmunauppboðsmari’aðnum
í höfuðborginni. Slkýrt ’ efur verið frá stofnun fyririækisins Sig-
urður Benediktsson hf„ — en í gær bættist annar aðili á markað
'nn, er það Knútur Bruun, sem heldur sitt fyrsta listmunauppboð
11. október og selur þar fágætar bækur, en fyrirtækinu hefur verið
falið að selja.stórt og viðamikið bókasafn með fágætum og fall-
egum bókum. Á myndinnl eru nokkrar biblíur, sem verða seidar
á uppboðinu.
Glerárbrú snúið til betri vegar
Um þessar mundir er 20 manna
vinnuflokkur önnum kafinn við
að snúa Glerárbrúnni á Akur-
eyri til betri vegar. Brúin hefur
verið umferðinni á Akureyri
þrándur í götu um Iangt skeið
og skapað mikla slysahættu. —
Snýr hún skáhallt á aðalumferð
argötuna út úr bænum. Akureyr
ingar sáu að við svo búið mátti
ekki standa lengur.
Eftir útreikninga og mælingar
var komizt áð þeirri niöurstöðu,
að ódýrara væri að snúa þessari
brú og byggja síðan aðra við hliö
hennar, heldur en að ritfa þá
gömlu. Norðurendí brúarinnar verð
ur færður um 6—7 metra í vestur
og suðurendinn verður færður 2—
3 metra f austur. S’iðan verður
byggð ný brú austán við þessa og
eyja höfð á mHli Verða tvær
akreinar á hvorri brú og gang-
braut.
Þessi snúningur er nú að hefj-
ast og af þvi verður nokfeur trufl
un á umferð yfir Glerá meðan á
verkinu stendur Byggð hefur ver
ið trébrú nokkru neðar og tekur
hún umferð sem fer norður, en
þeir sem aka í suður verða að
fara upp á gömlu biúng við Gler
árgil. Framkvæmdum verður ekki
lokið fyrr en í nóvember og mun
kostnaður skipta miiljónum. En
umferðin ætti líka að geta gengið
greiðlega eftir það. —SG
„KlSILGÚR RÆNT AF
LANDEIGENDUM“
— og nú stefna Mývatnsbændur islenzka ”ikinu fyrir sjálft'óku verðmæfa
Veiðifélag Mývatns hefur
höfðað eignardómsmál á
hendur íslenzka ríkinu. —
Gerir veiðifélagið þá kröfu
að botn Mývatns og botn-
verðmæti öil verði taiin
hiuti af landareignum þeirra
aðiia, er lönd eiga að Mývatni
óskiptri sameign þeirra, og
að engir aðrir en þeir eigi þar
eigharaðild.
í stefnunni er því haldið fram,
að íslenzka ríkið hafi „ranglega
með sjálftöku skafið kísilgúr af
botnj Mývatns og talið sig eig-
anda þessara verðmæta eftir að
Kísilgúrverksmiðjan var reist við
Mývatn".
Segja landeigendur við Mý-
vatn, að íslenzka rikið ,,sé ekki
og géti ekki verið, að gildandi
lögum og stjórnarskrá, eigandi
að ám eða stöðuvötnum (botni
og fljótandi vatni), nema það sé
eigandi aðliggjandi landsvæða"
— eins og segir í stefnunni. Og
e’'-’fremur segir, að sama hljóti
að eilda um allan almenning i
landinu, einstaklinga og stofnan
ir, hvar f sveit sem þeir telji
sig.
Þar sem kyrrstæð eða stijeym
andi vötn ráði landamerkjum
samkvæmt landamerkjabréfum,
sé það viðtekin regla á íslandi
að fornu og nýju, að bakkaeig-
endur eigi hvor á móti öðrum
að miðju vatnsfalli.
Stefna landeigendur hverjum
þeim sem kann aö telja sig rétt-
hafa ofangreindra eignaverö-
mæta, að mæta í aukadómþingi
Þingeyjarsýslu að Skjólbrekku í
Mývatnssveit mánudaginn 29.
nóvember n.k.
Stefnuna kunngerir og stað-
festir Jóhann Skaptason. sýslu-
maður Þingeyjarsýslu, og birtist
hún ölj í Lögbirtingablaðinu, er
út kom 22. sept. sl. — GG