Vísir - 05.10.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 05.10.1971, Blaðsíða 3
V1SIR. Þriðjudagur 5. október 1971. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND NATO-menn vongóðir um samninga við Rússa Aðstoðarutanríkisráð- herrar NATO-Iandanna koma saman í dag til tveggja daga fundar til að fjalla um gagnkvæma fækkun í herliði austurs og vesturs. Það er útbreidd skoðun innan Atlantshafs- bandalagsins, að Sovét- menn haf i nú raunverulega áhuga á samningum um fækkun í herjum NATO og Varsjárbandalagsins. Eftir sé að komast að niður- stöðu um, hvernig shk fækkun geti orðið framkvæmd. Tdl dæmis hvort semja eigi um gagnkvæma fækkun á ákveðnum landssvæðum eða eyðileggingu vopna eða þá fækk un í þrepum um nokkurra ára tíma. Fréttamenn segja, aö Atlantshafs bandalagiö ætli ekkj að bjóða fækk un í herjum á löndum, sem eru í út jaðri varnarsvæðisins, svo sem Nor egi. Tyrklandi eða Grikklandi, ab minnsta kosti ekki á fyrsta stigi. NATO vil'l kanna, hvemig Sovét ríkin og önnur Varsjárbandalagsriki hugsa sér að viðræður fari fram um þetta mál. Þess vegna er eitt aðalviðfangsefni fundarins í Bruss el nú aö samþykkja umboð til handa þeim fulltrúum NATO. sem muni fara til Austur-Evrópu til viðræðna. Er helzt rætt um, aö fultrúi bandalagsins verði Manlio Brosio fyrrverandi framkvæmda- stjóri þess. Eitt viðfangsefnið f þessu sambandi er, hvort Brosio skuli fara til Austur-Þýzkalands, en ekkert NATO-rfki hefur viöurkennt A-Þýzkaland. RÚSSAR SAGÐIR ÆTLA AÐ REKA 10-19 MANNS Sovétríkin ætla að vísa úr iandi milli 10 og 19 brezkum diplómötum í hefndarskyni fyrir það, að Bretar hafa gert landræka 105 sovézka diplómata og aðra starfsmenn, sem sak- aðir eru um njósnir. Brezka blaðið Guardian heldur þessu fram í morgun. Fréttamaður jjlaðsins í Moskvu vitnar í heimildir, sem hann telur áreiðanlegar, og segir, að brottvís- un Bretanna verði tilkynnt um leið og sovézka skipið Baltika leggist við bryggju í Leníngrad. 90 af Rúss unum 105 eru um borð í Baltika. Fréttamaðurinn telur, aö mót- . Skugginn á veggnum Fjölmiðlar í Sovétríkjunum eiga ýmislegt til, sem aðrir mundu ekki gera. Þessar myndir eru dæmi um slíkt, en þær eru frá fundi Willy Brandts og Bresnjevs. Rússum þótti fyrri myndin ekki sýna leiðtoga sína í nógu fögru umhverfi, svo að þeir „hreinsuðu“ („ret ouseruðu“) burt af myndinni skugga á veggnum og Iíka flöskum- ar, sem þar voru, áður en myndin var birt í sovézkum blöðum. mælaaðgerðir verði viö brezka send ráðið í Moskvu, eftir að stjómvöld tilkynna, að brezkum diplómötum verði vísað úr landi. SADAT hækkar í tign Sadat forseti Egyptalands hefur verið kjörinnforsetihinsnýstofnaöa sambandsrikis Egyptalands, Líbiu og Sýrlands. Kjörtímabil Sadats verður tvö ár og samkvæmt lögum „sambands- ríkis arabískra lýövelda“ má sfðan framlengja embættistfð hans, ef menn vilja. Verður Brosio sendur austur fyrir? Umsjón Haukur Helgason Luna-19 að lenda á tungli Mannlaust sovézkt geimfar Luna 19 var í morgun að því komin að lenda á tungli að sögn yflrmanns vestur-þýzku geimrannsókna- stöðvarinnar f Bochum. Lunu 19. var skotið frá sovézku landsvæði fyrir viku. Rússar hafa engar uplýsingar gefið um lend- ingu en sagt hefur verið, að farið eigi að halda áfram rannsókn á tunglinu og geimnum. KGB-njósnari hjá SÞ? Háttsettur sovézkur starfsmaður hjá Sameinuðu þjóðunum neitaði þvf í gærkvöldi, að hann væri starf andi f leyniþjónustunni sovézku KGB. Blaðið New York Times hafði sagt, að Vladimir Pavlitsjenko, sem er deildarstjóri hjá SÞ, væri njósn ari. U Thant framkvæmdastjóri SÞ var áhyggjufull'ur vegna þessara fullyrðinga að sögn. Blaðið vitnaði til bandarískra sérfræðinga f sovézkum njósnum sagði að Pavlitsjenko hefði lengi verið f tengslum við KBB. Tvö af sérstökum verkefnum hans væm að kynnast bandarfskum visinda- mönnum og taka þátt f samkvæm- .um með þeim í þvf skyni að kom ast að leyndarmálum. Talsmaður U Thants sagði, að ekki væri fyrirhugað að gera neitt í þessu má'li, fyrr en formlegar á- kærur hefðu verið bomar fram á hendur Sovétmanninum. Fimm ára vinnusamningur hans og SÞ rennur út eftir tæpa vikn, en honum hafði áður verið boðið að starfa áfram f næstu tvö ár. UMSÁTRIAFLÉTT Stjómarher Kambódfu hefur kom izt til hinnar hemaðarlegu mikil- vægu héraðshöfuðborgar Kompong, sem hermenn NorðurVíetnama hafa setið um í nærri eitt og hálft ár. Þótt tekizt hafi að rjufá umsátr- ið er búizt við hörðum bardögum Við borgina eru um þrjú þúsund norður-víetnamskir hermenn Nýja sambandsrikið styrkir hemaðarmátt Araba og Sadat flytur nú daglega ræður um yfirvofandi strið. — Myndin sýnir egypzka stöð við Súezskurðinn. NIXON stöðvar verkfall Nixon Bandaríkjaforseti gerði í gær ráðstafanir til að binda endi á hafnarverkfallið, sem náði tif mest allra Bandaríkjanna. Hann skipaði sérstaka nefnd sem fékk það verk efni að ákveða, á hvaöa stöðum verkamönnum skuii skipað að snúa aftur til vinnu f 80 daga „kælingar tíma“. Þetta er samkvæmt Taft-Hartley- lögunum, j>ar sem rikisstjóm er heimflað að biðja dómstól að fyrlr- skipa verkfallsmönnum að taka upp vinnu að nýju í 80 daga meðan samningaviöræðum sé haldið á- fram. Blaðafulltrúi Nixons, Ziegler, seg ir að öraggt sé að hafnarverka- mönnum á vesturströndinni verði fyrirskipað að hefja vinnu. Þeir hafa verið í verkfalli í 96 daga. — Hafnarverkamenn á austurströnd- inni lögðu niður vinnu í seinustu viku. Formaður nefndarinnar, sem Nix on hefur skipað er Keith Mann pró fessor. Nefndin á að skila grein- argerð fyrir kvöldið. 15'þúsund verkamenn eru í verk falli á vesturströndinni, og 1 24 höfnum allt frá Kanada tij Mexikó hefur lestun og losun legið niðri. Verkfallsmenn vilja fá hærri laun og 40 stunda tryggða vinnu- viku auk sérstakra launa fyrir ákveðin verk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.