Vísir - 05.10.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 05.10.1971, Blaðsíða 4
Spjallað og spáð um getraunir: Liðin á heimavelli virðast yfirleitt sigurstranglegri Þrítugasti getraunaseðill inn með leikjum næstkom- andi laugardag virðist bjóða upp á nokkuð marga heimasigra og það svo að það virðist ekki lakara en hvað annað að merkja einn niður allan seðilinn. En það fást víst varla 12 réttir með því móti og því nauð- syn að breyta einhvers stað ar út af — og þá er sá létti galdur að finna réttu leik- 'na. Frá þvi á siðasta keppnistYma- bili höfum við úrslit í níu sam svarandi leikjum og eru á seðlinum nú, og þvi kannski bezt að byrja jArsenal—Newcastle 1—0 ;Coventry —Leeds 0—1 C Palace—WBA 3—0 Derby —Tottenham 1—1 Huddersfield—Nottm. For. 0—0 |Liverpool —Chelsea 1—0 Manch. City—Everton 3—0 Sheff. Utd. — Stoke — West Ham—Leicester — I Wolves — Southampton 0—1 Portsmouth —Preston — Eins og við munum þá voru Leicester og Sheff. Utd. í 2. deild á síðasta keppnistímabili, en Prest jon í 3. deild Og þá nánar einstakir 'leikir ! | Arsenal—Newcastle 1 I Newcastle hefur enn ekki unnið leik á útivelli, tapað fjórum af sex, og það yrðj mjög óvænt ef liðið rnæði stigj gegn Arsenal. í fyrra vann Arsenal 1—0. en þrír leikir liðanna þar á undan urðu allir jafn tefli — og alltaf sömu úrslit 0 — 0, svo varla hefur áhorfendum á á því að l'ita á úrslitin þá. iHighburv þótt riö H BÍLASALAN Höfðatúni 10 Símar: 15175 og 15236. Opið til kl. 10 á kvöldin. Höfum mikið af bílum fyrir fasteigna- bréf og mánaðargreiðslur. Mikið er um bílaskipti, ef þú ert með ódýrari bíl getur þú fengið alla milligjöfina lánaða. T d. þessir bílar fást í skiptum og án útborg- unar: Mercedes Benz 280 S ’67 sjálfskiptur Ford Fairlene ’68 W.V. Variant ’67 Chevrolet pick-up ’67 Willys jeppi m/blæju árg. ’66 Toyota jeppi ’65 Fíat 1100 station ’66 Fíat 600 ’66 Fíat 1800 ’61 Opel Rekord ’62 W.V. 1200 ’57 V.W. rúgbrauð ’56. Komið og skoðið. Opið til kl. 10 á kvöldin. BÍLASALAN Höfðatúni 10 fii I1I175 nsjaafii fá Newcastle þar í heimsókn. Reynd ar hefur Newcastle ekki skorað þar mark fimm síðustu árin. Coventry—Leeds 1 Coventy hefur verið mesta vanda mál þeirra, sem eru að reyna að fást við að „tippa“ í blöðin — og fáir, ef nokkur, reiknuðu með tveim ur síðustu sigrum Coventry — gegn Coventry heima og Everton i Liverpool. Hjá Leeds vantar enn Jones, Clarke, Bremner Gray og Bates og ekki er víst hvort þeir verða orðnir „heilir“ á laugadag. .SYðan Coventry komst f 1. deild jfyrir fjórum árum hefur liðið allt- af tapað á heimavelli fyrir Leeds — úsiit 0-1, 1—2, 0 — 1 og O—l, og nú er tækifæri til að laga þá stöðu. Þess vegna reiknum við meö sigri Coventry nú — og sam kvæmt regiunni ætti Leeds þó að vinna. C. Palace—WBA 1 Síðan CP keypti nýju leikmenn ina fjórá hefur liðið fengið. þrjú stig í tveimur leikjum. Þarna ætti að vera góður moguleiki á sigri, þvi WBA er í miklum öldu dal — hefur þó hlotið 4 stigaf 12 mögulegum á útivelli. í fyrra vann CP heima 3—0 en fyrst-a' ár liðs ins t 1. deild 1969 vann WBA 3 — 1. Derby—Tottenham x Derby ætti þarna að vinna — en þó er svo, að liðið, sem er hiö eina, sem er taplaust í 1 deild, hefur aðeins unnið tvo leiki á heima velli, en gert jafntefll, og er auk þess mesta jafnteflisliðið Y 1. deild með sex jafntefli í allt. Á síða'sta ke'ppnistfmabil; varð jafntefli 1 — 1 — en þar á undan — fyrsta ár Derby í 1. deild — vann liðið Totten ham 5—0. Huddersfield—Manch. Utd. 2 1 fyrra vann Manch. Utd. í Hudd ersfield með 2—1 — en örstutt er á milli borganna, og sennilega verða því fleiri áhangendur Manchester- liðsins sem er hið vinsælasta á Englandi, á leikvellinum en Hudd- ersfield. Að vY'su er rétt að hafa bak vð eyrað, að Hudderfield hef ur — eftir slæma byjun — náð ágætum árangri aö undanförnu, hlotið átta stig af 10 mögulegum. En við trúum frekar á sigur Charl tons, Best og Co., þó hins vegar ekkert komi á óvart í sambandi við úrslit leiksins. ív-wich—Nottm. For. x Ipswich hefur gert jafntefli í þremur leikjum af sex á heimavelli — aðeins unnið einn, en Forest hefur ekki unnið leik á útivelli — gert tvö jafntefli í fimm leikjum. Tvö síðustu árin varð jafnteflj 0—0 milli liðanna í Ipswich — 1968 vann Forest 3—2, en þá var Ips- wich nýkomið í 1 deild, Liverpool—Chelsea 1 Frá þVi Chelsea komst a'ftur i 1. deild fyrir átta árum hefur lið ið alltaf tapað f Liverpool á Am field. (Liverpool komst ári á und an aftur i 1. deild) og aðeins skor að þar sex mörk gegn 18 Liver- pool. Samkvæmt venjunn; ætti þetta því að vera öruggur heima- sigur. Liverpool hefur verið mjög sterkt lið á heimavelli í haust — unnið 4 leiki og gert eitt jafntefli, en Chelsea hefur tapað fjórum leikjum af 5 á útivelli, unnið einn. Manch City—Everton 1 Manch. City tapaði fyrsta leik sínum á heimavelli fyrir Leeds á fyrsta degj keppninnar í ágúst, en hefur sYðan unnið fimm og ætti þarna að bæta sjötta vinningnum við. I fyrra vann City 3—0, jafn tefl; varö árið áður 1 — 1. Everton, sem er með meira en helming sinna' beztu manna meidda, hefur gert tvö jafntefli i fimm útileikj um, tapað hinum þremur. Sheff. Utd.—Stoke 1 Liðin hafa ekki mætzt á Bram al[ Lane í 1. deild- í þrjú ár —en þrjá leikina þar á undan, þegar bæði liðin voru í 1 deild, vann Sheff. Utd. alltaf. Orslit 1-0, 2—1 og 3 —2 svo ekk} var nú munurinn mikill. Sheffield er nú með mjög gott lið, en hefur þó gert tvö jafn Frá leik efstu liðanna á laugardag, Manch. Utd. og Sheff. Utd. Trevor Hockey spyrnir yfir eigið mark til þess, að George Best, sem er bak við hann komist ekki að knettinum. Lengst til hægri er Eddie Colquhoun, fyrirliði Sheff. Utd., sem var valinn í gær f skozka landsliðshópinn, en Hockey var valinn í lið Wales, þótt hann sé fæddur áenglandi. Faðir hans er welskur. Ian St. John, hinn kunni skozki landsliðsmaður. Tekst honum að hjálpa sínu nýja fclagi, Coventry til að vinna Leeds í fyrsta skipti í 1. deild? tefl; á heimavellí í sex leikjum. Stoke hefur unnið 1 leik á útivelíi af 6, tápað þremur. Þessi leikur er ekki eins léttur og hann sýnrst. Það er vissulega staðreynd, að þeg ar lið loks tapar eftir margá mán uði án taps eins og Sheff. Utd., er næsti leikur á eftir tapleiknum allt af hættulegur og Manch. Utd. rauf sigurgöngu Sheff. Utd. sL laugar- dag. West Ham—Leicester 1 Liðin hafa ekki mætzt í 1 deild í tvö ár, en 1968 og 1967 vann West Ham Leicester í 1 deild með 4 — 0 og 4—2. Við trúum á sigur Lundúnaliðsins einnig nú. WiH hef ur unnið 4 leiki af 6 á heimavell, tapaði einum, en Leicester hefur tap að þremur Ieikjum á útivelli, unnið einn og gert eitt jafntefli. Wolves—Southampton 1 Olfarnir eru sterkir heima — hafa unnið fjóra leiki af fimm, gert eitt jafntefli, en Dýrlingarnir hafa slakaö á að undanförnu eftir nokkuð göða byrjun. Þeir unnu 'i Wolverhampton í fyrra 1—0, en það er l’íka' eini sigur liðsins þar í 1. deild (í fjórum leikjum, 2 töp, eitt jafntefli). Og á laugardag inn var missti Southampton sinn bezta mann, Hugh Fisher. Sigur Olfanna er rniklu líklegri. Portsmouth—Preston 1 Tvö fræg lið, sem nú leika í 2. deild, en hafa bæð; orðið Englands meistarar. Liðin léku ekki saman á síðasta' leiktímabili, þvY' Preston var þá í 3. deild. í fimm leikjunum þar á undan milli þeirra i 2. deild hef ur Portsmouth sigrað í fjórum, eitt jafntefli. Portsmouth hefur nú unn ið 3 leikj heima af 5, tapað einum og gert eitt jafntefli, en Preston hefur ekki unnið á útvelli, tapað tveimur leikjum og gert tvö jafn- tefli, —hsím

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.