Vísir - 16.10.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 16.10.1971, Blaðsíða 5
V f S'lR . Laugardagur 16. október 1971. Kenning og kirkjusókn T 5. kap. Postulasögunnar 28. v., er svo að orði komiít um lærisveinana að þeir hafi fyllt Jerúsalém með kenningu sinni. í vissri merkingu má segja það sama um Reykjavík. Hér í borg starfa nú 17 safnaðar- prestar, hér hafá verið byggðar 6 kirkjur og a.m.k. þrjáreru í Sr. Oddur og Sæbjörg Árin 1879-1894 var sr. Odd ur Gíslason, hinn kunni bar- áttumaður fyrir slysavarna- málum á s.ió og fleiri hagsmuna- málum sjómannastéttarinnar, prestur á Stað í Grindavík. Ár- ið 1892 réðst hann í að gefa út Mað til að ber.iast fyrir hug- sjónamálum sinum. Það hét Sæbjörg og kom út mánaðar- lega. í hverju blaðj var mynd á forsíðu og á næstu síðu var kvæði, sem fjallaði um það sem myndin sýndi. Undirskrift var dulnefnið Tóki. Á Kirkjusiðu Vísis í dag birt- ist ein af Jressum myndum úr Sæbjörgu og kvæði sem henni fylgdi. ÖTULA STÚLKAN Vér sjáum bát oss sigla mót þar situr fiskimaöur á og hún er kát sú hýra snót, er honum situr hjá. Hún horfir róleg öldur á með æskufjör á ljósri brá. Með föður góðum fór hún út á fiskimið að veita lið því fátækt óð með sorg og sút og settist niðrá heimilið. Hún vann, svo hefðu börnin brauð og bráða þyrftu ei líða nauð. Hún þekkti eigi auð né seim en ánægð var og glöð og kát hún kom á degi hverjum heim af kvikum mar á litlum bát en var þá skemmt er vel tókst för með vænan feng er bætti kjör. Hún kunni að biðja, biðja vel, hún bar sín kjör með þreki og ró. Hún kunni að iðja, iðja vel með innra fjöri og sælli ró. Hún vann og bað og bað og vann og blessun þvi frá himnum fann. byggingu, þar af ein eitt stærsta hús landsins. Hér eru V hverri viku haldnar kristilegar samkomur fleiri en tölu verði í fljótu bragði á komið, bæði fyr- ir börn og fullorðna í mörgum fundahúsum víðsvegar um bæ- inn. Og síðast, en kannski ekki sízt: Bæði sjónvarp og útvarp flytja trúarlegt efni um hverja helgi, sem nær inn á öll heimili í borginni eins og raunar lands- ins alls. Þannig má meö sanni segja, að Reykjav’ik sé full af kenningunni, svo að orðalagi Postulasögunnar sé vikið til ís- lenzku höfuðborgárinnar og Vbúa hennar. En hér er nú samt ekkj allt með felldu. Það vitum við vel. Það finnum við strax og við förum að íhuga þetta mál og bera ummæli Postulasögunnar saman við það trúarlega ástand, sem ríkir hjá okkur í dag. Enda þótt margar messur séu fluttar og margar kristiiegar samkomur haldnar eru þær yfir- leitt svo fásóttar, að það er ekki nema örlítið brot af borgarbúum sem tekur þátt í þeim. Þó eru allir kristnir og s.a.s. allir með- limir einhvers safnaðar, annað hvort utan þjóðkirkjunnar eða innan. Hér er það. sem kirkjan mætir sínum mesta vanda. Það er að vekja hina mörgu tómlátu og afskiptalausu til vitundar um það, hve mikilvægur boð- skapur hennar er, að hann á erindi til allra manna og. þess; vegna eiga allir menn erindi til kirkju sinnar hvern helgan dag. Að vanrækja þetta málefni og taka allt annað fram yfir það er mannsins versta villa Þess vegna misnotar maðurinn helgi- dagana á svo herfilegan hátt, sem raun ber vitni, Þá eru marg ar yfirsjónir drýgðar, þá eru mörg vYxlspor stigin með sínum hörmulegu afleiðingum. Enginn þarf að efast um, að miklu góðu mundj það til vegar snúa ef fjöldskyldan gerði sér það að reglu að helga sunnuda^ainn með kirkjugöngu, Það er ekki nóg að senda börnin meðan þau eru ung og smá í sunnudaga- skóla eða til barnaguðsþjónustu. Strax og þau fara að stálpast taka þau foreldra sína til fyrir- myndar V því að vanrækja heil agt hús og ganga, eða aka, fram hjá kirkju sinni meðan á messu stendur í stað þess að leggja leið sína þangað inn, sameinast söfnuöinum í lofgerð og bæn til skaparans og uppbyggjast í orði Guðs. Hversu mörg „vandamál“ nú- tímans mundu ekki hverfa við það, að verja sunnudeginum á þennan hátt? Ihugum það vel og litum i okkar eigin barm í stað þess að hneykslast yfir uppreisn æskunnár á þessum síðustu tfmum með hennar marg- víslegu afleiðingum. Hinn kunni æskulýðsleiötogi, sr. Friðrik Friðrikssori segir i einum af sálmum sínum hvernig hann vilji verja sunnudeginum: Því sunnudag hvern svo sæll ég er svo sæll er klukkurnar hringja að mega i friði þjóná þér og þakkir og lof þér syngja. Göngum í Guðs hús. Gefum Guðj dýrðina meö lofsöng og bæn BITABARNIÐ Á SKRIÐUKLAUSTRI Meöan Hans Víum var sýslumaður í Múlaþingi bjó hann lengstum á Skriðuklaustri. Hann var ör á fé, höfð ingi í lund og góður við lítijmagna. Það var einhverju sinni í harðæri, að flökkudrengur mjög ungur, kom að Skriðuklaustri. Langaði sýslumann að lofa honum að vera um lengri tíma, en svo var mannmargt fyrir, að ekki þótti á bætandi vistarföng. Sýslumaður ber þá það upp við heimafólk sitt, hvort það leyfi að drengurinn sé tekinn sem bitabarn, sem svo var nefnt. Var því svo háttað, aö á máltíðum skyldi hver maður gefa bitabarninu spón og bita af mat sín- um, hver eftir því, sem hann hafði lund til. Segir, að þessu hafi verið vel tekið og að eftir nokkurn tíma hafi bitabarnið verið orðið sæJlegra í útliti en flestir aðrir heimilismenn. (Sagnaþættir Sigm. M. Long) Frystikistueigendur athugið Kjötverzlun Tómasar Jónssonar býður yður ýmsar kjötvörur í stærri einingum á mjög hagstæðu verði. Svo sem hvalkjöt á 55 kr. kílóið, nauta og folaldakjöt í hálfum og heil- um skrokkum (úrbeinað ef vill). Hangikjöt, reykt trippakjöt og margt fleira á hagstæðu verði fyrir frystikistueigendur. Kjötverzlun Tómasar Jónssonar Laugavegi 2, símar 11112 og 12112. Tölvutækni Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar óska að ráða starfsfólk til tölvugæzlu og annarra starfa sem tengd eru tölvuvinnslu. Umsóknarfrestur er til 26. október. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu vorri að Háa- leitisbraut 9, sími 38660. Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.