Vísir - 16.10.1971, Side 7

Vísir - 16.10.1971, Side 7
VlSIR. Laugardagur 16. október 1971. cTMenningarmál Kristján Bersi Ölafsson skrifar um sjónvarp: Samvizka og sex eiginkonur /'XLÍUFÉLÖG heimsins virðast farin að fá samvizku. Sum gefa fé til landvemdar en önnur standa fyrir gerð kvik- mynda, sem benda á þær hætt ur, er nú ógna öllu mannkyni, af völdum mengunar. Ein slík mynd var sýnd í sjónvarpinu núna á miövikudaginn, gerð af brezka oiiuhringnum BP. Þetta var talsvert haglega gerð mynd og hún sýndi á sláandi hátt, hve mjög mannlegt samfélager víða farið að líkjast mauraþúf- unni. Fólksstraumur á götum og brautarstöðvum, bi'lalestir á margra hæða hraðbrautum, sem fléttast í hinar furðulegustu slaufur, hvort tveggja sýnir þetta okkur hve mjög maðurinn hefur fjariægzt uppruna sinn, hina lifandi náttúru. Og það er ekki nóg með að maðurinn hafi fjarlægzt náttúruna og byggt sér gerviheim úr hörðu lífvana efni hann hefur um leið ofsótt náttúruna viljandiog óviljandi, raskað jafnvægi gróðurs og dýralífs. eitrað and- rúmsloftið og spillt vatnsbólun- um. Nú eru augu manna loks áð opnast fyrir þessari þróun og í öllum löndum eru menn famir að tala hátt um nauðsyn þess að gera eitthvað til úr- bóta. Víða er þó ennþá látið nægja áð tala, en kannski er ekki rétt að lasta það, þVi að orð eru til alls fyrst, þótt þau gagni lítið ein út af fyrir sig. Mengunarmynd brezka olíu- hringsins var haglega gerð hug- vekja um aðkallandi vandamál. Bún lagði aðaláherzlu á áð lýsa váðrrrstyggð mengunarinnar (auk döiítfBar áherziu á það að olíu félögin væru ekki eins slæm og margir iratda). Nokkrum dögum SSnr var hins vegar sýnd önnur mynd nm skylt efmi, en hún leit á málið frá hinni hliðinni, tók fyrst og fremst til meöferðar hina óspilltu náttúru. Það var sænska myndin um vatnið, sem sýnd var á sunnudagskvöldið. Sú mynd var að mínu viti umtals- veröur skáidskapur, póesia, þar sem saman fléttaðist listileg frá sögn skáldsins Harry Martin- sons og listileg myndataka. — Þetta tvennt mvndaði samstæða listræna heild, sem síðan var krydduð tónlistarívafi til frek- ari bragðbætis, Haf þökk fyrir þessa mynd, Ríkisútvarp — Sjónvarp. JJREZKI myndaflokkurinn um Hinrik konung 8unda og eig inkonur hans sex mun hafa not- ið mikilla vinsælda alls staðar þar sem hann hefur verið sýnd ur. Sjálfsagt verður það sama uppi a teningnum hér, svo fremi þó að framhaldsþættirnir brezku frá Mðnum mánuðum séu ekki búnir að skapa fyrirframandúð á framhaldsmyndaþáttum frá þvísa Iandi. Þeir þættir hafa að vísu verið vel gerðir flestir, en óneitanlega getur miðbik og síð ari hluti 19du aldar oröið ein- hæfur og þreytandi kostur til iengdar, eins og flest annað. En myndaflokkurinn um Hinrik kon ung virðist ætla að verða áhuga verður, og það eykur gildi hans að nýr höfundur tekur við i hverjum þætti og segir söguna frá sjónarmiði þeirrar eiginkon unnar, sem um er fjallað í hvert skipti. í pistli mínum fyrir viku sló ég því á frest að nefna þennan mvndaflokk. Ástæðan var aðal lega sú, að ég hafði ekki orðið yfir mig hrifinn af fyrstu mynd- inni, þeirri sem fjallaði um Katr ínu af Aragon. Hins vegar vildi ég ekki úthrópa þáttinn á þeim grundvelli einum, heldur bíða og sjá hvernig framhaldið yrði. Og sú bið virðist hafa veriö rétt- lætanleg, því að þátturinn um Önnu Boleyn, sem fluttur var á sunnudaginn, var hreinasta af- bragö. Hann lýsti ferli hinnar ó- gæfusömu drottningar á nærfær inn og samúðarfullan hátt, án þess þó að draga um of fjöður yfir galla hennar. Vonandi verða næstu þættir ekki síðri þessum og ef sú von rætist verður fyrsti þátturinn aö fyrirgefast. ^LÞINGI kom saman í vi'k- unni og í tálefni af því var rætt viö fjöra alþingismenn í nýjum viðræðuþætti, sem að vísu sýndist vera gamail þáttur undir nýju nafni. En stjómand- inn var nýr, Jón Birgir Péturs- son fréttastjóri Vísis. Engin leið væri að segja að hann hafi verið röggsamur stjómandi, og spurn ingar hans vom taisvert fjarri því að vera markvissar, maður fékk það iðulega á tilfinninguna að í raun og veru vissi hann sára lítið um það sem hann var að spyrja um og hefði enn minni á huga á að vita það. Meðspyrj andi hans var aftur á móti greini lega vel með á nótunum og spurði eins og sá, sem valdið hefur. En þetta var þó að mörgu levti tafsvert lifandi þáttur. — Aldrei þessu vant fluttu þing-, mennirnir engar rseður, heldur töluðu raunvemlega saman og A stundum ailir I einu, þannig að : engin leið var að heyra hvað neinn þeirra var að segja. Slíkt er þó langtum minni ágalli en einræðurnar löngu, sem stjórn- málamenn hafa hingað til tamiö sér í sjónvarpsviötölum. Og er vonandi að dagar þeirra séu nú loksins taldir. Þættirnir um konur Hinriks 8unda vekja vaxandi áhuga: Hér er Anne Stallybrass í hlutverki Jóhönnu Seymour í þættin- um, sem sýndur verður á sunnudagskvöld. MELAVÖLLUR Á morgun sunnudag kl. 14 leika VALUR - BREIÐABLIK Hvort liðið kemst áfram? Komið og sjáið góðan leik. VALUR AimVé'j hviu \ með gleraugum fiú Austurstræti 20. Sími 14566. SLANK PROTRIM losar yður við mörg kg á fáum dögum með því að það sé drukkið hrært út f einu glasi af mjólk eða undanrennu fyrir eða í stað máltíðar. Og um leið og þéT grennið yður nærið þér likamann á nauðsynlegum efnum. PRO TRIM-sIank er sérlega mettandi og nærandi. Sendist I póstkröfu. Verð kr 'I90.— hver dós. Fæst hjá: Heilsuræktarstofu Eddu — Tilkynning Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að samkvæmt auglýsingu viðskiptaráöu neytisins, dags. 28. des. 1970, sem birtist í 1. tbl. Lögbirtingablaðsins 1971, fer 3. út- hlútun gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1971 fyrir þeim innflutningskvótum, sem taldir eru í auglýsingunni, fram í nóv. 1971. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka íslands eða Útvegsbanka íslands fyrir 31. október n.k. Landsbanki íslands Útvegsbanki íslands Bifvélavirkjar óskast Bifvélavirkjar eða menn vanir bifvélavirkjun óskast nú þegar, mikil vinna, gott kaup. FÍAT-þjónustan, Síðumúla 35. sími 31240.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.