Vísir - 16.10.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 16.10.1971, Blaðsíða 16
 Laugardagur 16. október 1971. SIS kaupir hús fyrir 40 milljónir Samband íslenzkra samvinnufé- laga virðist vera að færa út kvíam ar hér í Reykjavfk. Ýmsar stofn anir Sambandsins eru nú á næst unni að flytja í hús sem keypt var fyrir stuttu af Almenna bygginga- félaginu. Húsið stendur ofarlega við Suðurlandsbraut og keypti Sam bandið það á 40 milljónir. Að sögn Gunnars Grímssonar, fuiltrúa forstjóra Sambandsins flytja þar inn byggingavörusala Sambandsins og timbursala. sem nú er úti á Granda. Dráttarvélar fá þarna líka inni og fleiri fyrirtæki Sambandsins. Er nú unnið að brevt ingu á hluta af húsnæðinu fyrir þessi fyrirtæki en ýmis fyrirtæki sem eru leigjendur í húsinu, verða þar áfram fyrst um sinn að minnsta kosti, sagði Gunnar. —JH ■ Fimm flúðu frá árekstr- um s'mum i Fimm sinnum hafa ökumenn stungið af frá árekstrum í fyrra síðasta sólarhring — fjórum sinn um í fyrradag og einu sinni \ ^ ; morgun. t \ 1 þrem tilfellum náðist þó til f ökumannanna, með því að ti! 1 þeirra sást og númer bifreiða þéirra voru lögð á minnið og til- kynnt lögriglunni. Sá fyrsti var á bílastæðinu hjá Hótel Esju við Suðurlandsbraut, en þar hafði ökumaðurinn, sem ók stórum bíl, ekki orðið var við áréksturinn sjálfur, enda skemmdir smávægilegar. En til hans náðist, vegna þess að ein- hver hafði veitt atvikinu eftir- tekt. Annar varð við Skeiðarvog 115 í fyrradag, og þar vissuöku maðurinn vel af þeim skemmd- um, sém hann hafði valdið, en stakk engu að síður af. Ungl- ingur sá til hans og upplýsti lögregluna um númer flótta- bílsins. Sá þriðji vildi til á gatnamót- um Miklubrautar og Grensás- vegar, en þar ræddust ökumenn b&ggja bílanna við og biðu stund arkom eftir lögreglunni, þar til öðrum þeirra leiddist biðin og ók burtu, án þess að gefa hinum upp nafn sitt eða neitt. En hinn ökumaðurinn náði niður númeri biisins og hafði upp á þeim, sem r.takk af, nokkru síðar. >á var ekið á Volvo-bíl á móts við Rauðalæk nr. 50 einhvern tfma frá kl. 18.15 til kl. 21.15, og stórskemmdist á honum ann- að aurbrettið, en sá, sem skemmdunum olli, stakk af og gerði engum viðvart. — Verður eigandinn að bera skaðann sjálf ur, nema einhver geti hjálpað honum með upplýsingar um, hver olli skemmdunum. Og í gærmorgun var ekið á bif reið við bílastæðið hjá Iðnskól- anum við Vitastíg, og sömuleiðis var þar stórskemmt aurbretti kyrrstæða bflsins, en ökumaður- inn lét sig hafa það, að hiaupa frá öllu, án þess að tilkynna neinum um tjónið. Einnig þar kæmi eiganda skemmda bílsins að góðu haldi, ef einhver hefði 'éð til ferða þess, sem tjóninu olli. — GP „Reyni að halda málinu við iýði Einu sinni verzluðu Reykvíking- ar gegnum göt eins og þetta, — nú loka verzlanir, nema sæl- gætisbúðir, á slaginu sex. En þeir þrjózkustu reyna til hins ýtrasta að halda áfram kvöld- sölunni... „Ég geri þetta til aö malda í móinn og reyni að halda málinu við lýði“, segir Jónas Gunnarsson kaupmaður í Kjötborg um auglýsingu sína þar sem hann bendir við- skiptavinum á heimsendingar en þær geta þeir fengið fram eftir kvöldi, ef pantanir ber ast tímanlega. Jónas teiur sig hafa oröið fyr ir talsverðum veitumissi vegna reglugerðarinnar um afgreiðslu- tíma, ,,það er ekki endilega allt tekjutap'1 segir hann. Hann sagði að sér hefði ekki verið sú leið opin að opna sölu- tum um leiö og nýja reglugerð in gekk í gildi eins og nokkrir kaupmenn hafi gert. „Pantanir hafa færzt í vöxt aft ur eftir að Iokað var klukkan sex“, segir hann ,,en meðan op ið var fram eftir kvöldi duttu þær alveg niður.“ Um afgreiðslutímann. „Það em margar leiðir opnar, t.d. að hafa opið ti-1 kl. átta á kvöldin og hvers vegna má ekki hafa lokað á mánudögum í stað laug - • ........ -'r' Engin ókeypis bílastæði fyrir morgunhana? Ólafur Jensson verkfræðingur varpaði fram á ráðstefnu sveitar félaga hvort unnt yrði að banna mönnum að leggja bflum sínum á ókeypis bílastæðin I miðbæn um fyrir klukkan 9 að morgni. Ólafur færði þau rök fyrir þessu að fólk sem vinnur í miðbænum Iegði undir sig ókeypis bílastæð- in og síðan væru bílar þess mest óhreyfðir allan daginn. Með þessu færi svo, að fólk, sem nauðsynlega þyrfti að komast að í miöbænum og hefði lítinn tíma, gæti oft hvergi fundið stað fyrir bifreiðar sínar og yrði að leggja þeim langt frá. Hann sagöi, að við yrðum að stemma stigu við þvi, að eins færi í Reykjavík og hefur farið í stór- borgum erlendis, svo sem Los Angeles. Á ráðstefnunni var það fyrir- komulag gagnrýnt, að ýmis opin ber þjónustufyrirtæki væru staðsett í miðbænum á stöðum, þar sem næsta ómögulegt væri að losna við bifreið. Einar B. Pálsson verkfræðingur flutti framsöguerindi um bifreið og bæjarskipulag. Hann benti á, að miðbæjarvandamálin væru alls ekki einskoröuð við stóra bæi. Þau ættu allt eins rót sín að rekja til skipulagsákvarðana, sem hefðu verið teknar meðan bær var lítill. Til dæmis hefði Siglufjörður sín miðbæjarvandamál. Bifreiðaeignin hér hefði aukizt um 10 bfla á 1000 íbúa á ári aö meðaltali á tímabilinu 1960—70. Hér voru í fyrra 220 bflar á 1000 íbúa, og værum við 25 árum á eftir Banda ríkjunum í því. Ýmsir hefðu talið, að markaðurinn mettaöist, þegar 1 bifreið væri komin á hverja 2,5 ibúa, en reynslan í Bandaríkjunum sýndi, að svo væri ekki. —HH Hvað verður um húsin á flugvellinum e/ varnarlibib fer? Birnirnir læra listirnar Þeir eru orðnir að hinum myndarlegustu skepnum isbjarnar húnarnir, sem Sædýrasafnið á. Og alveg feikilega námfús- ir. Hann Jón Gunnarsson, forstöðumaður safnsins, þarf ekki annað en að hrópa á þá: „Standið upp!“ Þá tróna þeir upp á afturlappirnar, og bíða í eftirvæntingu eftir að fá að grípa kjötbita með gininu. Og það gera þeir af næstum ólýsanlegri fimi. Myndin var tekin í Sædýrasafninu fyrir fáeinum dögum. »A/VWWVWWWWWV/VWVWWWVVVWVWWV^W Ingvar Jóhannsson vakti máls á því á ráðstefnu sveitarfélaga, að það orkaði ekki tvímælis, að yrði staðið við málefnasamning ríkisstjómarinnar um brottför varnarliðsins mundi verða gífur leg röskun. Ekki væri kunnugt, að neinum skipulagsaðila hefði verið falið að mæta þessari rösk un og hlyti að vera full þörf að hefja nú þegar skipulagningu í því sambandi. Við brottför varnarliðsins munu fjölmörg hús standa áuö. Hvernig á að nýta þau? Ekki sízt munu fjölmargir missa atvinnu, fyrir- vinnur fjölskyldna, sem hafa ékki færri en 3000 á framfærslu sinni. Verði ekki skynsamlega undirbúið, hvað gera skal, mun vandamál þessa fólks verða erfitt viðfangs. Brýn nauðsyn væri að taka hiö fyrsta til meðferðar skipulag fyrir Keflavíkurflugvöll og vinna að því að leysa atvinnuvandamál fólksins, sem hefur framfæri af vinnu við hann. Ræðumaður lagði til, að ráðstefn an gerði ályktun um þetta efni, en forráðamenn ráðstefnunnar minntu á, að ráðstefnur af þessu tagi gerðu ekki ályktanir. Hins vegar var viðurkennt, að þarna væri hreyít mjög mikilvægu máli. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.