Vísir - 18.10.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 18.10.1971, Blaðsíða 8
V1SIR. Mánudagur 18. október 1971. £? Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánssoo Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessoo Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Sfmar 15610, 11660 Afgreiösla: Bröttugötu 3b. Sfmi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 195 á mánuði innanlands f lausasölu kr. 12.00 eintakið. Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Gulláríð 1971 ]\ú þegar virðist ljóst, að árið 1971 verður eitt af mestu gullárum f hagsögu þjóðarinnar. Við höfum fengið mörg góð ár á undanfömum áratug. En árið 1971 skarar fram úr þeim öllum. Það er hápunktur- inn á því mikla framfaraskeiði, sem staðið hefur yfir f heilan áratug eða rúmlega það. Efnahagsstofnunin spáir því, að þjóðarframleiðsl- an aukist í ár um rúmlega 9%. Til þessa hefur okkur þótt 4—5% vera mjög góð frammistaða og betri en í flestum þróuðum löndum. En 9% er ótrúlegur árang- ur, sem minnir á efnahagsundrið hjá Japönum, sem hafa náð um og yfir 10% aukningu ár eftir ár. Þar á ofan hafa viðskipti okkar við útlönd verið ákaflega hagstæð á þessu ári. Fiskurinn er alltaf að hækka f verði og iðnaðurinn er að ryðja vömm sín- um braut á erlendum markaði. Þess vegna hafa tekj- ur þjóðarinnar orðið meiri en þjóðarframleiðslan seg- ir til um. Efnahagsstofnunin telur, að þjóðartekjurnar muni aukast um 12% á þessu ári. Þessi mikla tekjuaukning hefur öll skilað sér í auknum tekjum almennings. Efnahagsstofnunin tel- ur, að ráðstöfunartekjur íslenzkra heimila hafi aukizt um 13—14% á árinu. Er þá búið að draga frá þann hluta tekjuaukningarinnar, sem verðbólgan hefur étið upp. Verðbólgan var að þessu sinni óvenju lítil vegna verðstöðvunarinnar og nam um 7%. Ráðstöfunartekj- ur heimilanna hafa því í krónum aukizt um 21—22% að meðaltali. Horfumar fyrir næsta ár eru ekki eins góðar. Með fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fylgja fmmdrög að þjóðhagsspá Efnahagsstofnunarinnar. I ir er áætl- að að þjóðarframleiðsla muni aukast um 6% og þjóð- artekjur um £%, Það er tim það bil heimingi hægari aukning en í ár, en að síðu: frambcc-^g aukning, ef spáin rætist. íslendingar eiga eftir að búa lengi að árinu 1971. Efnahagsstofnunin áætlar, að þjóðin muni auka eign- ir sínar um nærri þrettán og hálfan milljarð króna. Þar af hafa verið keypt skip og flugvélar fyrir nærri tvo milljarða. Það hefur því svo sannarlega ekki verið nein hrollvekja í efnahagslífinu á þessu ári, þótt reynt hafi verið að telja fólki trú um það. Gjaldeyrisvarasjóðurinn er aftur kominn í sitt fyrra hámark. Þegar annars vegar er litið á hina stórfelldu aukningu atvinnutækja á árinu og hins vegar á jafn stórfeldla aukningu gjaldeyrisvarasjóðsins, er ljóst, að Islendingar sitja um þessar mundir í góðu búi og geta mætt margvíslegum erfiðleikum, sem kann að bera að garði. Svo gæti farið, að í framtíðinni verði ársins 1971 minnzt sem eins mesta velgengnisárs i efnahagsmál- um þjóðarinnar, sem eins af mestu gullárunum. Sktílmöldin vex enn Nixon lofaði „lögum og reglu" — Dregið hefur úr stúdenta- og kynþáttaóeirðum, en almennir glæpir halda áfram að aukast Nixon gerði harða hríð að stjóm Johnsons fyrir rennara síns fyrir aum- ingjaskap í baráttunni við glæpt Einkum var spjótunum beint að Ramsey Clark sem hafði verið dómsmála- ráðherra. Nixon sagði, að nýjan mann þyrfti í dómsmálaráðuneytið, ef takast ætti að reisa úr kútnum lög og reglu í landinu. Sá maður kom, John Mitehell en glæpa mennimir létu ekki bug- ast. Almenningur þakkar Nlxau íiörkuna Þetta var árið 1968. Timaritið Time bendir nú á, að þessi orð kunni að ganga aftur og of- saekja forsetann. Við umsögn tímaritsins er þó rétt að bæta að almenningur virðist þakka rikisstjóminni, að mjög hefur dregið úr bæði stúdenta- oð kyn- þáttaóeirðum síðan hann komst til valda. Almenningur þakkar þetta, hversu hart dómsmáiaráðu neytið hefur gengið fram í slik um efnum, tii dæmis gegn svörtu hléböröunum. Hann segir, að með hörkunni hafi mannslífum veri fórnað, en hins vegar hafi tekizt að stemma nokkuð stigu við uppþotamönnum. Þessi skoð un virðist algeng, hvort sem hún er rétt eða röng. John Mitchell dómsmálaráð- herra hefur reynt að höggva skarð í raöir glæpafélagsins Ma fiunnar, eins og fréttir bera með sér annað veifiö tii dæmis um yfjrheyrslur yfir söngvaranum Frank Sinatra í fyrra. Sinatra er grunaður um að vera eitt- hvað flæktur í starfsemi Mafi unnar. Hins vegar er greiniiegt, að aðgerðir dómsmálaráðuneytis ins gegn Mafíunni hafa næsta lftinn árangur borið hingað til. „Ástandið versnar ekki eins hratt og áður“ Hvað svo um árangurinn af viðleitni Nixons f baráttunni við glæpi almennt? Svo að vikið sé aftur að frásögn Time, þá hefur glæpum sífellt fjölgað i stjóranartYð hans. Fyrsta stjórn arárið, 1969, jukust þeir um 12 prósent og fjórar tegundir ofbeldisglæpa, morð, nauðganir, rán og líkamsárásir, jukust um 11 prósent. í fyrra jukust glæp ir aimennt enn um 11 prósent, og ofbeldisglæpir um 12%. Fyr ir skömmu birti ráðuneytið tölur llllllllllll MD ',} jt 7 .. . v .i. i . ** Umsjón: Haukur Belgason fyrir fyrra helming þessa árs. Þessar tölur komnar frá alríkis lögreglunni FBI eru ekki upp örvandi. Glæpum hafði fjölgað um 7 prósent frá sama tíma' í fyrra og ofbeldisgfiæpum enn um 11%. Þessí mál eru einhver hin mikilvægustu í Bandaríkjunum vegna almenns öryggisleysis borgaranna. Þau kunna að ráða meiru um atkvæði kjósenda en spurnlngar eins og Víetnam eða verðbólga Mitchell vildi því ekki viðurkenna áö árangur hetó ekki orðið eins og erfiði Hann sagöi, er hann birti skýrsluna: „Áframhaldandi aukning glæp- anna sýnir, að þeir eru enn eitt af okkar erfiðustu vandamálum, en vegna þess að þeir vaxa ekki jafnhratt og áður, hðfum við ástæðu til varfæmislegrar bjartsýni." Mitchelj lagði mikið upp úr, að glæpir hefðu að vfsu aukizt um 7% á árinu en það væri samt fjórum prósentum minni aukning en f fyrra. Þetta segir Time að þýði, að „ástandið versni nú ekki eins hratt og f fyrra.“ Færri auðgunarbrot en fleiri morð og nauðganir Washington, hðfuðborg Banda ríkjanna, hefur lengi verið ein hver versta glæpaborgin Meiri hluti borgarbúa eru svertingjar, sem þangað hafa flutt slðustu áratugi. og jafnvel borgarstjór tan er svertingi. Svertingjar hafa hvorki jafngóða menntun né tekjur °g hinir hvftu. Af þessu ieiðir óhjákvæmilega, aó fátækrahverfin bera með sé> fleiri glæpi. Bezti árangurinn sem Mitchell dómsmálaráðherra getur stært sig af, er sá, aö á fyrri hluta þessa árs hefur tekizt að fækka alvarlegum af brotum f Washington um 16 prósent. Hins vegar er það uggvænleg þróun, að glæpafaraldurinn í bandarfskum stórborgum nær f vaxandi mæl; til útborganna, þar sem áður hefur verið frið vænlegra. Qfbeldisverkum fjðlg aði til dáemis um 17 prósent í útborgum á fyiri hluta ársins. Við nánari athugun eru jafnvel tölumar um færri afbrot S hðf uðborginni ekkj eins hagstæðar og virðist f fyrstu. Það eru auðg unarbafbrot, þjófnaðir alls kon ar, sem minna er um en f fyíra. Hins vegar fjölgaði bæði morðum og nauðgunum f borg inni. Ótti í útborgum mflli- og yfirstétta Undanfarin ár hefur ótti grip ið imi sig meðal fbúa stórborg- anna. Glæpir hafa keyrt svo um þverbak vfða, að fbúar telja þá versta vandamálið. Reyndar er bent á, að morð til dæmis em sjaldnast framin af hreiniun glæpamönnum, Miklu algengara er, að þau stafi af deilum nágranna eða fjölskyldu manna, afbrýði, ölæði eða öðru slYku. Blað f Chicago benti á það fyrir skömmu, að hvað svo sem almenningi fyndist, þá vær; það samt staðreynd, að tölur sýndu, að morð á hvftum konum f borginnf væru hverfandi fá. Flestir, sem myrtir eru. eru svertingjar, sem aðrir svertingj ar myrða, eða svartar konur, sem eiginmenn eða elskhuvar eða nauðgarar myrða. Engu sfð ur er slíkur ótti meðal borgar anna, að áróður Nixons f kosn ingabaráttunni fyrir þremur ár- um, hafði töluverð áhrif. Þessi ótt; hefur enn magnazt, er tölur sýna nú, að glæpum fjölg ar f útborgum milli- og yfir- stéttanna Þess vegna er ekki ðKklegí, eð orð tímaritsins muni sannast og demókratar beita gegn Nixon sömu vopnum og hann beitti gegn Johnson og kenni ríkis- stjóminni um vöxt glæpa: saki hana um „aumingjaskap" gagn vart glæpamönnum. Eiturlyfjasali handtekinn í IlHnoisfylki. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.