Vísir - 18.10.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 18.10.1971, Blaðsíða 16
visir Manudagur 18. oktöber i»7i« HVER Á MIÐA NR. 32931? Sl. laugardag var dregið í lands- happdrætti Rauða kross Islands. Vinningurinn Jeep Wagoner kom á miða nr. 32931. Mjög mik ;5 seldist af miðum, þannig að segja má að uppselt hafi verið síðasta daginn. —SG „Island, — land án glæpa" — segir bandariskt blað: BETRA AÐ SATT VÆR! „Land án glæpa“ — hljóðar fyrirsögn sunnu dagsblaðs LONG IS- LAND PRESS í New York, og speglar sú fyr- irsögn vel, hvaða orð fer af okkar þjóð í þessu til liti. — Betur að satt væri. Því miður er hætt við að þessa ágætiseinkunn eigum við ekki skilið. Svo að nefnt sé dæmi um eina tegund afbrota, líkamsárás- ir (þar með taidar smávægilegar ryskingar), þá hefur rannsóknar- lögreglunni verið tilkynnt um ca. 400 siík tilfelii það sem af er þessu ári. Þetta er bara eitt dæmi. „Það er hætt viö að þessir blaðamenn hafi ekki leitað upp- lýsinga hjá okkur — eins og þessi fyrirsögn hljóðar", sagði Magnús Eggertsson, nýskipaður yfirlögregluþjónn í rannsóknar- iögregiunni, þegar við spurðum hvort þessar upplýsingar væru frá þeim komnar. Sem betur fer, kannski, hefur þessum greinarhöfundum, sem vekja vilja athygli á heiðarleika íslendinga, ekki borizt til eyma sá sægur af málum, sem rann- sóknarlögreglan fær til meðferð ar vegna ávísanamisferlis — svo sem eins og ávísanafals. Það er einn alira stærsti og umfangs- mesti málaflokkur, sem lögregl an þarf að kljást við. Og er ekki skemmtilegur til afspumar. „Land án glæpa“ á því miður ekki við um okkur. — GP Heimspressan fær Islandsboð @ Ríkisstjómin hefur í athugun að bjóða hingað til lands 20—30 fréttamönnum frá helztu fréttastof- um og sórblöðum heims og kynna þeim landhelgismálið Blaðafulltrúi ríkisstjómarinnar, Hannes Jónsson, sagði í samtali viö Visi í morgun, að 'ekki væri endanlega ákveðið hvenær hinum erlendu blaðamönn- um verði boðið og gæti það jafnvel dregizt þar tll i apríl. • Landhelgismálið verður að öll- um likindum tekið til umræðu á Alþingi í næstu viku og er ekki ósennilegt að einhverjar erlendar fréttiastofnanir sendi hingað menn til að senda fréttir af umræðum um málið. Hins vegar hefur rikis- stjórnin ekki boðlð neinum frétta ’mönnum til landsins af því tilefni. — SG Aðsókn að tígrisdýrabúrinu var geysimiktl eins og sjá má. í fyrstu voru dýrin háifundrandi hrædd, en Voru fljót að venjast umferðinni. I J «... ■ - Finnur hasslykt í gegnum plastpoka og lokaðar kirnur mmm mr!r : Ifmm Í'Hii’ik „Þeim þótti hann svo efnileg ur, a* það var með trega sem þeir horfftu upp á það, að ég fór með hann með mér“, sagði Þorsteinn Steingrimsson, sem kom á laugardaginn með fyrsta hasshund islenzku lögreglunnar eftir 6 vlkna þjálfun í Bretlandi. „Þeir höfðu mikið fyrir þvi að finna og útvega' okkur góðan hund. Þá skortir sjálfa góða hunda, þvf að þeir telja sig handalausa i fíkni lyfjaeftirlitinu, ef þeir hafa ekki hunda,“ sagði Þorsteinn. Og á þjálfunarnámskeiði 1 Metropolitan Police Training School f Kent, þar sem hann var, voru fleiri hundruð menn frá lögregluembættum víðs- vegar að á Bretlandseyjum í sömu erindum. „Prins — svo heitir hundurinn — þarf að minnsta kosti 3ja til 6 mánaða þjálfun tij viðbótar hérna í þessu nýja umhverfi, áður en hægt verður að berta honum fyrir alvöru. Reyndar er sagt um þessa hunda, að þeir verði ekki fullþroskaðir í starfinu, fyrr en eftir þrjú ár.“ „Hann stóð sig með prýðj í þjálf uninni og fann án fyrirhafnar hass, ^ Þorsteinn og hinn 17 mán- aöa gamli Prins, sem notaöur verður tH leitar að kannabis, hrá ópíum og skyldum fíkniefnum. sem fa'lið var I lokuöum boxum og í lobuðum plastpokum. Næmihund anna er alveg ótrúlegt. Þeir hafa fundið efni. sem geymt var í nið- ursuðudós, sem lóðuð var aftur og dauðhreinsuð. Prins, sem er af La'brador-kyni, á ættartölu svo langa, „að þeir treystu sér ekkj til þess að hafa hana tilbúna þegar ég fór, heldur ætla þeir aö senda hana seinna,“ sagði Þorsteinn. —GP Tfgrisdýr ollu umferðaröngþveiti Það ©r mikil tizka núna að selja upp alla aðgöngumiða á gestasýningar, eins og tij dæmis á Senegalballettinn frá Afriku. í gær seldist líka upp á a'ðra „suðræna gesti“, tígrisdýrin í Sædýrasafn- inu ( Hafnarfirði. 3245 manns komu í gær í heimsókn á safnið og er það algjör metaðsókn á einum degi að sögn Jóns Kr. Gunna'rssonar, for stöðumanns safnsins, og varö um ferðaröngþveiti við safnið. Þetta var fyrsta helgin, sem safn iö hef-ur tigrisdýrin til sýnis og eiga þau væntanlega mestan þátt í þessari miklu aðsókn. Mest var það fjölskyldufólk, foreldrar með börn sín. sem sótti safnið í gær. Og óneitanlega hlýtur það að vera forvitnilegt að sjá tigrisdýr hér norður á hjara veraldar. En dýrin virðast kunna einkar vel við sig hérna, þótt þau séu æði langt frá heimkynnum sínum. Dýrin verða hér í 2 mánuði en munu sVðan eign ast framtíðarheimkynni í Hannover í Þýzkalandi. —JH 55 GENGUR OF HÆGT r — segir Bj'órn Jónsson, forseti ASI um samningana I sannleika sagt finnst okk ur of lítið ganga í samninga viðræðunum. Ef ekkert fer að nálgast milli aðila í þessari viku förum við að íhuga, hvaða ráðu við getum beitt til að herða á samningavið- ræðunum, sagði Björn Jóns- son, forseti ASl í viðtali við Visi í morgun, þegar hann var spurður hvort útlit væri fyrir verkfallsboðanir eða aðrar þvílíkar aðgerðir á næstunni. Samningaviðræður hafa hingað til að mestu leyti farið fram í undirnefndum, en langt hefur liðið á millj þess sem 19 manna nefnd ASÍ hefur haldið fundi með fulltrúum vinnuveitenda. Slíkur fundur verður haldinn á morgun, en sá siðasti var hald inn á fimmtudag, þegar sérkröf ur almennu verkalýðsfélaganna voru lagðar fram. Þessar sérkröfur almennu verkalýðsfélaganna eru mjög margar, en að því er Björn Jónsson segir vega þær fæstar mikið, heldur miða flestar að breytingu á vinnutilhögun. — Sérkröfur, sem miða að fiokka tilfærslum, vegar þarna mest, en eins og skýrt hefur verið frá áður, er gerð sú krafa, að þrir neðstu flokkarnir verði felldir niður. Vegna þessa verður að gera ýmsar tilfærslur í efri flokkunum til að ná samræmi aftur ságði Björn. —VJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.