Vísir - 01.11.1971, Blaðsíða 2
HÍLT ROBCST KCHHIDY
VID MARIL YH MOHROC?
Earl Wilson heitir fyrrver
andi blaðamaður sem áð-
ur hafði það að lifibrauði
að skrifa um frægar kvik
myndastjörnur í Holly-
wood eða á Broadway.
Nú hefur Wilson þessi sent
frá sér bók, sem hann kallar „The
Show Business Npbody Knows“
og segir hann í þeirri bók að Ro-
bert heitinn Kennedy hafi verið
„dularfulli maðurinn í lífi Marilyn
Monroe“. Segir Wilson að Robert
hafi verið vinur hennar. sem hún
oftlega hafi farið til fundar við
síðustu mánuðina fyrir dauða
hennar. Einnig segir Wilson frá
því í bók sinni, að Peter Law-
ford, mágur þeirra Kennedy-
bræðra, hafi síðastur talað við
Marilyn, kvöldið áður en hún
fannst látin.
Fred Lawrence Guiles hefur
skrifað ævisögu Márilyn Monroe,
og segir sá í ævisögunni, að þessi
fræga leikkona hafi átt sér leyni
legan elskhuga, og hafi sá mað-
ur veriö i Los Angeles nóttina
sem hún lézt. Wilson heldur því
ekki fram að Robert Kennedy hafi
haldið við Monroe, en sitthvað í
bók haris styður við bakið á fyrri
staðhæfingu.
Wilson segir í sinni bók: „Eitt
er það sem dularfullt er við líf
Monroe síðustu mánuðina sem
hún lifði. Það er vinátta hennar
og Roberts Kennedy, sem þá var
dómsmálaráðherra. Þeir sem geta
ættu nú að draga samband þeirra
fram í dagsljósið, skýra frá þvl
rétta. Hvernig sem því er varið
þá getur þaö hvorugt þeirra sak-
að, þar sem bæði eru látin.“
Segir Wilson síðan að margir
hafi séð Monroe, einkum um helg
ar, stíga um borð í einkaþotu
Kennedya og fljúga með henni
til fundar við einhvern úr Kenne-
dy-fjölskyldunni. Þetta komst
aldrei í hámæli, þar sem goðgá
þótti að skrifa opinberlega í
hneykslunartóni um Kennedy-
fjölskylduna.
Segir Wilson að Monroe hafi
verið góðvinur Lawford-fjölskyld-
unnar, og hafi oft komið i hús
hennar. Þangað hafi Kennedyar
einnig oft komið, enda Lawford
kvæntur Patrivíu, systur þeirra
frægu bræðra.
Það var 4. ágúst 1962 að Law
ford bauð Marilvn að koma aö
borða hjá sér með fáeinum öðrum.
Marilyn þáði boðið, en klukkan
átta um kvöldið, var hún ekki enn
komin. Lawford hringdi þá i hana
til að forvitnast um hvort hún
kæmi.
Marilyn kom í símann, og talaði
eins og hún væri drukkin eða
hálfsofandi af pilluáti.
I
Lawford þóttist viss um að hún
''heföi é'tið pillur. •" *
„Ég bið að heilsa Pat og ég
biö að heilsa forsetanum og ég
bið að heilsa þér sjálfum", sagði
Monroe, „vegna þess að þú ert
bezti drengur", og svo fjaraði
rödd hennar út og sambandið rofn
aði.
Lowford vildi fara heim ttl
Monroe til að athuga hvort ekki
væri allt í lagi með hana.
Umboðsmaður hans, Milt Ebb-
ins, var þama nærstaddur, og
bannaði hann Lawford að fara
til Monroe, „þú getur ekki fariö
þangað", sagði Ebbins, „þú ert
mágur forsetans og konan þín er
ekki heima. Ég skal hafa sam-
band við lækni hennar eða lög-
fræðing“.
Ebbins hafði síðan samband við
Rudin, lögfræðing Monroe, en sá
hafði aftur samband við dr. Ralph
Greenson, geðlækni, sem hafði
stundað Monroe. Sagðist læknir-
inn hafa hitt leikkonuna þann
sama dag og ekkert getað merkt
annað en hún væri viö góða
heilsu og í andlegu jafnvægi.
Þá hafði Rudin, lögfræðingur
Monroe, samband við vinnustúlku
heima hjá Monroe, Eunice Murr-
ay, og sagði hún að ailt virtist
með kyrrum kjörum í svefnher-
bergi leikkonunnar, það væri ljós
í herberginu og plötuspilarinn
væri hátt stilltur.
Lawford var tjáð þetta og ró-
aöist hann þá.
Klukkan þrjú þessa nótt fannst
Marilyn Monroe dáin í rúm; sínu.
Robert Kennedy.
Marilyn Monroe.
JARNTJALDS-FYNDNI
44
Á einni skrifstofu bandarísku
upplýsingaþjónustunnar, einhvers
staðar í útlöndum, sitja galvaskir
skrifstofumenn, og hafa það að
lifibrauði að safna saman skrítl-
um, sögðum á kostnað þjóðskipu-
lags ríkja í Austur-Evrópu. Hvort'
menn þessir eru heimsfrægir grín-
fuglar liggur ekki ljóst fyrir, en
kannskl fá þeir launin sín greidd
í réttu hlutfalli viö gæði brandar-
anna sem þeir senda frá sér á
prenti. Við fengum nokkra „járn-
tjaldsbrandara“ senda um daginn.
1. Breznev, formaður kommún-
istaflokks Sovétrikjanna var i
uppnámi vegna væntanlegs fund-
ar Maós og Nixons. Breznev
ræddi því í ofboði við Nixöri og
sagði m. a.: „Vitið þér herra for-
seti, að mig dreymdi undarlega
nýlega. Ég sá aö borði hafði ver-
ið strengdur yfir framhlið Hyita
hússins, og var letrað á hanit
rauðum stöfum orðtak okkar:
„Öreigar allra landa sameinizt!"
„Þetta var sniðugt", sagði Nix-
on þá „mig dreymdi nefnilega
næstum alveg eins draum um dag
inn. Ég sá að Kremlarmúrar voru
skreyttir stórum borða yfir þvera
framhlið Kremlar ...“
„Og auðvitað letrað á hann
okkar orðtak", greip Breznev
fram í.
„Ég veit þaö ekki“, svaraöi
Nixon, .ég skil ekki kínversku".
2. Til þess að öll skilaboð gangi
sem greiðast fyrir sig, hafa þeir
Breznev og Podgorny, forseti
Sovétríkjanna komið upp beinu
simasambnndi viö Gierek og
Cyrankiewicz, starfsbræður sína
í Póllandi.
Svo vildi til nýlega aö Breznev
var í skrifstofu Podgorn-''s þegar
Cyrankiewicz hringdi í Podgorny.
í Varsjá segja þeir að samtalið
milli forsetanna hafi verið svo-
hljóðandi:
Podgorny: Nei.
Nei, nei.
Nei, nei, neil
Já!
Nei, nei.
Nei, nei, nei!
Já!
Örugglega ekki!-
Breznev sperrti brúnir, kipraði
saman augun og spurði Podgorny
með grunsernd I huga: „Og hvers
vegna sagðirðu já tvisvar, ef ég
ffiá spyrja?“
„Ó,-já. Cyrarikiewicz spurði í
bæöi skiptin hvort ég heyrði vel
til hans“, svaraöi Podgorny.
3. Tékknesk hjón settust niður
•kvöld eitt til að horfa á sjónvarp-
ið. Þau geta valiö um tvær út-
sendingarrásirj rás eitt og rás tvö.
Þau kveikja á rás eitt, og fara í
fýlu, þegar þar er ekkert að sjá
annað en mynd um ævi og störf
Lepíns.
„Æ, nei“, kallar frúin, „ekki
eriri eirig -injrnd- um Lenín!“
„Kærdu þig kollótta“, segir eig-
inmaðurinn, „nú kveikjum við
bara á rás tvö“. Og myndin sem
kemur á skerminn á rás tvö er af
lögregluþjóni, voðalega ströngum
á svipinn, sem segir: „Af hverju
eruö þið ekki að horfa á rás
eitt?"
4. Tveir Rússar voru að moka
ofan í skurð, sem þeir höfðu graf-
ið daginn áður. Þeir settust and-
artak á skurðbarminn og sökktu
sér niður í dagdrauma:
Ivan: „Stepan, hvaö myndir þú
gera ef landamærin okkar væru
opnuð allri umferð til Vestur-
landa?“
Stepan: „Ég myndi klifra upp í
tré“.
Ivan: „Hvers vegna?"
Stephan: „Til þess að troöast
ekki undir“.
Stepan: „Og hvað myndir þú
gera, Ivan, ef landamærin til Vest
urs væru opnuð?“
Ivan: „Ég myndi fara til
Síberíu".
Stephan: „Að gera hvað?“
Ivan: Til að komast í biðröð-
ina“,
5. Ung rússnesk húsmóðir segir
við fullorðna konu, þar sem þær
standa saman í biðröð utan við
kjötverzlun ríkisins.
„Hvaða munur er á kjötverzl-
unum fyrir og eftir byltinguna?"
Svarið: „Fyrir byltinguna var
orðið „Slátrari“ skrifað á skiltið
og kjötið var inni í búðinni. Núna
stendur „Kjöt“ á skiltunum og
ekkert inni í búðunum nema slátr-
arinn“.
6. Tékkar segja að allar sjón-
varpsfréttir frá Tékkóslóvakíu
sé hægt að flokka í þrennt: Sann-
ar. líklegar og falskar. Tímamerkið
sem sjónvarpsklukkan gefur frá
sér fer í fyrsta flokkinn, veöur-
fregnirnar í annan og allt annað
sjónvarpsefni í þann síðast
nefnda.
7. Stúdent einn í Búdapest
spurði kennara sinn um mun á
kapítalistum og kommúnistum.
„Sjáðu til“, sagði kennarinn,
„kapítalistinn elskar peninga en
kommúnistar elska fólkið mest“.
„Ég skil“, sagði stúíientino,
„það er skýringin á þvi hvers
vegna kapítalistar læsa peninga
í bönkum en kommúnistar læsa
inni fólk“.
L