Vísir - 01.11.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 01.11.1971, Blaðsíða 16
fSSR ism Sigríður Eria i ljriðja sæti Sigurvegaramir úr keppni ungra söngvara, sem fram fór í Nor- ræna húsinu fyrir hálfum mán uði, tóku þátt í samnorrænni öngkeppni í Helsingfors sl. íugardagskvöld. Þar hreppti Sigríður Erla þriðja ■stið 'i keppnj söngkvenna, en í ■rsta og annað sæti komust sænsk 1 finnsk söngkona. Ekki er blaöinu kunnugt um ver verðlaun Sigríðar urðu, en ■rstu verðlaun voru 255 þúsund rónur íslenzkar og önnur verð- ■’.un 170 þúsund. Það var norskur söngvari, sem ar sigur úr Þýtum í keppni söngvara af sterkara kyninu. í'essi keppni er einn hluti hinnar "amnorrænu músíkkeppni ungs ólks og var fyrst haldin 1969. — ÞJM Húsnæðisvandræðin á höfuðborgarsvæðinu: Ef einhver hefur íbúB... „Er nokkur leið að þið hjá Vísi getið bent mér á eitthvert húsnæði — bara einhverja skonsu, sem ég gæti verið í um tíma.. .ég er alveg í vandræðum og hef verið lengi... „Ekki getið þið Vísismenn bent mér á eitthvert húsnæði — hefur ekki einhver haft samband við ykkur eftir þessi skrif ykkar um húsnæðismál- in .. Margir sem eiga 'i húsnæðis- vandræðum, hafa haft samband við Vísi í von um að við hefðum frétt af einhverri smugu ein- hvers staðar sem stæði auð. Því miður er svo ekki. Okkur var að vísu bent á tvö auð hús annað í Hafnarfirði en hitt við Rauðavatn auk ófull- gerörar íbúðar, og þetta húsnæöi er þannig, aö varla er hægt að flytja í það svo bágborið er ásigkomulagið. Það er sannarlega úr vöndu að ráða fyrir húsnæðisieysingja, en viö beinum eftir sem áður áskorun til þeirra, sem hugsan- iega ráða yfir iausu húsnæöi, að hafa' þá samband við okkur. Við vitum t.d. núna um ung hjón með þrjú börn, sem standa á götunni. Maðurinn er nemi í framhaldsskóla í borginni, og kona hans vinnur úti. Þetta fólk stendur nú gersamlega ráðþrota og hefur ekkert. Af konu fréttum viö fráskilinni, sem býr með fjögur smábörn í tveimur herbergiskytrum í gamla miðbænum. Eldhús hefur hún ekk[ eða bað, og veröur að borga 5000 kr. á mánuði í leigu ... við getum svo sem haldið áfram raunasögum, en það er bara eyðsla á t’ima og pappír og endurtökum bára einu sinni: Ef einhver ...? — GG Lítill drengur viðurkennir 900 krónu stuld — en bilstjórinn saknar 90 bús. króna Lögreglan á Akureyri hefur haft til rannsóknar þjófnað á kr. 90 þús. í peningum, sem saknað var úr rútubíl, er notað- ur var fyrir verzlun. Fyrir nokkru hafðist upp á 10 ára gömlum dreng, sem viðurkenndi að hafa farið inn í bilinn, þar sem ökumaðurinn skildi við hann á bif- reiðastæði á Akureyri hádegisstund fyrir rúmum mánuði. — Drengurinn hafði smeygt sér inn um glugga, sem gleymzt ha'fði að læsa, en skildi eftir spor á gólfinu, sem gaf lögreglunni bendingu um, að krakki ætti þarna hlut að máli. Ökumaðurinn, sem var að koma úr söluferð, þegar þetta gerðist, taldi sig sakna kr. 90 þús. f pen- ingum úr bílnum. Drengurinn viður kenndi að hafa tekið peningana og stungið á sig, en er óhagganlegur í þeim framburði sínum, að það hafi aðeins verið kr. 900. Voru það mest 25 kr. seðlar, sem hann fór og deildi með félaga sín- um, án þess að sá hefði átt nokkra hlutdeild að þjófnaðinum. Földu þeir peningana í holu, en eyddu síðan smám saman af sjóðnum. Eru báðir samhljóða um, að þýfið hafi ekki numið meiru en. kr. 900. Hefur því engin skýring fengizt á því, hvað orðið hefur af 90 þús- undunum, sem saknað var. — GP „Það verður vesen . . . Réðust með kúbein á hurðirnar Þama er peningaskápur sem þjófamir höfðu velt, en ekki tekizt að brjóta upp. > „Það verður vesen“ segir einn af morðingjum barnsins í hinu umdeilda leikriti Hijálp hjá Leik- félaginu, — Það reyndust orð að sönnu í gærkvöldi, því að einmitt þegar leikarinn var að segja þessi orð uppi á sviðinu var Halldór Þorsteinsson, einn leiklistargagnrýnandi dagblað- anna að ryðjast út úr leikhúsinu í mótmælaskyni við uppsetn- ingu þessa verks. Þ ' var mjög ruddaleg fram- Koii,.. ^agnrýnandans, því það er hægt að ganga út úr leikhúsi án þess að trufla sýningu, sagoi einn leikarinn, Sigurður Karlsson, í við- tali viö Vísi f morgun, en hann var á sviðinu, þegar þetta átti sér stað. — Það getur aðeins verið gert til að vekja athygli á sér, sem maður velur sér leið fram salinn, með- fram sviðsbrúninni og út um fremri dymar, sagði Sigurður. Með svona hátterni veldur maður öðrum gest- um ónæði. „Ég gekk út af því að mér fannst þetta ekki sýningarhæft leikrit, ekki nó'gu gott listaverk eða alls ekki listaverk", sagði Halldór Þorsteins- son í viðtali við Vísi í morgun. Nú máttuð þér vita fyrirfram, hvernig leikritið vav. „Já, ég hafði lesið það og fannst það svo sem nógu svæsið og kiúrt, en það var þó gert hálfu verra með látbragði og leik. Við barns- morðið keyröi um þverbak. Annars vil ég ekkert um þetta mál segja. Leikdómur minn birtist á morgun og þar mun ég geta þess, að ég hafi gengið út af sýningunni og mun ég því ekki skrifa um frammi- stöðu einstakra leikara, heldur að- eins verkið sem slíkt. — VJ strætj og talsverð spellvirki unnin á húsnæðinu, einkum á neðstu hæð hússins þar sem Hafsteinn Baldvinsson hefur lögfræðiskrifstofu sína. Þar sprengdar upp 5 hurðir og stolið ávísunum, bæö; útfylltum og ó- útfylltum heftum, einnig víxl- um, en peninga munu innbrots- þjófarnir ekki hafa haft upp úr krafsinu svo neinu nemi. Á skrifstofu Vinnuveitenda- sambandsins urðu mestar skemmdir í formannsherberg- inu, þar sem hurð var sprengd upp og skrifborð gjöreyðilagt. Einnig var ruslað talsvert til á afgreiðslu skrifstofunnar. Virð- ast þjófarnir hafa valdið þarna skemmdum fyrir tugi þúsunda. — JH Aðkoman á vinnustað var allt annað en fögur hjá starfsfólkinu í húsi vinnuveitendasambandsins i Garðastræti, þegar það mætti í morgun. (Ljósm Vfsis BG.) — Þeir hafa valdið talsverð- um skemmdum, ráðizt með kú- beini á hurðirnar og ruslað talsvert til sagði Barði Frið- riksson, skrifstofustjórj Vinnu- veitendasambandsins, en nú um helgina var brotizt inn á skrifstofu sambandsins í Garða- Gagnrýnandinn gekk út af sýningunni á Hjálp

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.