Vísir - 23.11.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 23.11.1971, Blaðsíða 9
VTS í * . Þíisjiidagui ai. auvember 1971. © Þrír menn sitja í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og eiga það allir sameigin- !egt að eiga hvergi ann- ars staðar að vera en á sjúkrahúsi fyrir geð- veika. Kleppsspítalinn neitar að vista þessa menn, og hefur að því er bezt verður séð, full- an rétt á að gera það. Mennirnir sem hér um ræðir, eru nefnilega ekki venjulegir geðsjúkljng- ar, sem þurfa einhverja ákveðna meðferð svo lækning fáist, heldur er um að ræða afbrota- menn, sem þurfa að vera undir eftirliti og gæzlu. Úr Hegningarhúsinu viö Skólavörðustíg. Þareru geymdir jafnt smáþjófar, menn sem bíða dóms og geðveikir menn. Olnbogaböm heilbrígðiskerfísins — gebveikir afbrofamenn fá ekki inni á sjúkrahúsum — og eru látnir hirast i fangelsi © Einn þeirra hefur verið dæmdur og úr- skurðaður ósakhæfur, þar eð hann sé ekki á- byrgur sinna gerða. Hon um er ekki treystandi að vera úti meðal fólks, þótt hann sé kannski dagfarslega prúður. Sjón armið þeirra Klepps- manna er eflaust, að það hafi vond áhrif á aðra sjúklinga, að hafa af- brotamann innan spítal- ans. Hitt er svo líka ó- tæk refsing, að loka manninn inni í fangelsi um óákveðinn tíma vegna afbrots sem hann hefur framið í stundar- brjálun, óvitandi um gerðir sínar. En það þýðir víst ekki að fást um þetta — rlki okkar er svo lélegt i öllum þessum hlutum. Plássleysið á sjúkrahúsunum svo mikið en þessu verður að kippa- fdag?. £ jpif «wws ws Hlekkurinn sem vantar Þeir þrír menn sem um ræðir, eiga — samkv. læknisskýrslu og lögboðnum úrskurði — ekki heima í fangelsi. Dómsmálaráðu- neytið, heilbrigöisráðuneytið og lögfræðingar mannanna þriggja, hafa mikið reynt til að fá þá vistaða á Kleppi. Þar er einfald- lega ekki við þeim tekið. „Það hefur ekki verið horfzt f augu við þann vanda að hér þarf að vera gjörgæzludeild fyr- ir sjúka afbrotamenn — menn sem dæmdir hafa verið til örygg isgæzlu“, sagði Baldur Möller; ráðuneytisstjóri dómsmálaráðu- neytis í Vísi í gær. Hingað til hefur verið notazt við Kleppsspítalann í skyldum tilvikum og raunar einnig fangelsi, Það er þó deginum ljósara, að fangels; er enginn staður fyrir slíka afbrotamenn. „Ég hef rannsakað heilsufar þessara þriggja manná, og hef gefið þeim vottorð sem mælir með því að þeir verði settir á Kiepp“ sagð; Kristján Hannes- son trúnaðarlæknir Hegningar- hússins, „það er mín persónu- lega skoðun, að mennirnir verði sendir á Klepp“ sagði Kristján, „og þetta mál verður að leysa á einhvern hátt. Þessir þrír menn sem um ræðir eru haldnir sérstakri teg- und geðveiki, og þá þarf að hafa á sérstakr; stofnun sem ekki er til á íslandl. í öllum löndum þar sem ég þekki til, svo sem á Norðurlöndum, eru slíkar stofnansr til fyrir geðsjúklinga (pyschcpata) Það eru stofnanir þar sem þessir menn geta unnið. og eru þá jafnframt undir eftir- íiíi njúkrunarfólks. Einn mannanna í járnum „Þeir þrír menn sem um ræðir eru þannig, að ég get ekki ímyndað mér að við séum hæf- ari ti] að annast þá en hjúkrun- arliðið á Kleppi", sagði Valdi- mar Guðmundsson, yfirfanga- vörður Hegningarhússins Vísi á iaugardaginn „einn þeirra var fluttur til okkar í síðasta mán- uðj frá Kieppj og hefur verið hafður hér síðan í járnum. Hin- ir tveir hafa verið hér allnokkru lengur". Þórður Möller, yfirlæknir Kleppsspitalans sagði Visi, að maðurinn sem í járnum dúsir, hefcii verið fluttur á Klepp I haust, þar sem öðru fólkj á heimili hans heföi stafað hætta af ofbeldishneigð hans. Af Kleppj var svo maðurinn fluttur í Hegningarhúsið, þar sem hann mun I brjálæði hafa barið hjúkrunarkonu í rot. „Hann kann að vera „brjál- aður“ — haldinn mikilli ofbeldis- hneigð en er ekki brjálaður í fag legr; merkingu þess orðs. Okk- ur við Kléppsspltalann er falið að annast um lækningu geð- -sjúkra eftir ■ þvi sem það er hægt, og til þess að geta sem bezt sinnt því starfl, reynum við að halda okkur utan við allt annað“, sagði Þórður Möller, „Eitthvað verður að gera“ Sérstakt sjúkrahús eöa geð- deild við fangelsj verður víst ekki byggð með eldingarhraða — og peningar verða sennilega ekki gripnir til þess úr lausu lofti— en eftir þvi sem Vísir hef ur komizt næst er vilji vissu- lega fyrir hendi h ráðamönn- um að bæta úr ófremdarástandi hið fyrsta. Erfitt reyndist að ná til yfir- valda í gærdag, þegar þessar línur voru skrifaðar, virtust allir ráðamenn í heilbrigðis- og dómsmálum sitja maraþonfundi ‘ — og kannski hefur eitthvað komið þar upp á, þannig að aðeins rofj til. „Það verður eitthvað að gera“, og fyrsta skrefið er kannski að veita mönnunum betr; umönnun í Hegningarhús- .................................... •• ..................................................... inu. Viðgerðir á því húsi eru að hefjast — en vissulega verð- ur því gamla fangelsi seint breytt í viðunandi sjúkradeild — og það líka vafasöm ráðstöf- un að geyma geösjúka afbrota- menn, sem sérstaka meðferð þurfa, innan um venjulega fanga. „Engin svör“ Fangaverðir I Hegningarhús- inu eru langþreyttir orðnir á stirð’.eika heilbrigðiskerfsins. Það er vitað mál, að þeir þrír sjúklingar sem ekki er annars staðar hægt að geyma en I „Steininum" þessa dagana, eru ekki þeir fyrstu, sem sæta slíkri meðferð. Valdimar Guömundsson, yfir- fangavörður tjáðl Vísi, að þeir fengju engin svör frá Klepps- spítalanum, þegar þeir bæðu um skýringar á því hvers vegna sjúkir fangar fengju ekki þar inni — „húsnæðisleysi eða eitthvað svoleiðis" sagði Valdi- mar. Ekk; er að efa að fangaverðir reyna að sinna sínum „gistivin- um“ svo vel sem þeir geta, en húsakostur f „Steininum" er frægur oröinn að endemum og því ekki við því aö búast að þeir sem gerst þekkja til þeirra, taki því þegjandj að staðnum sé umsvifalaust breytt í „sjúkrahús“ ef þurfa þykir GG Mynduð bér sakna óra- mótasknúps Flnsa? Krlstján Guðmundsson, sjómað- ur: — Já, ég reikna nú með því. Ég sá það síðast og fannst það gott. Annars er ég svo oftiéga úti á sjó um jólin, að ég finn ekki svo tilfinnanlega til þoss, hvað sjónvarpið flytur og hvað ekki. j.. Ragnhildur Þórðardóttir, nemi: — Já. Ég sá það hjá honum í fyrra og fannst þaö nógu gott til að geta setið yfir þvf næsta með mestu ánægju. Magnús Gunnarsson, viðskipta- fræðingúr: — Já, vissulega. Mér þætti það meira að segja mjög slæmt, ef það yrði ekkj meö á áramótadagskránni Mér hafa þótt áramótaskaup F1 a alveg nógu góö til þess að gera. Og aldrei hefur mér þótt hann ó- svífinn .. Ja, alltént ekki ó- svífnari en honum ættj að leyf- ast T svona þáttum. Bjöm Helgason, nemi í MR: — Mér mætti vera alveg sama. þó að ekkert sjónvarp væri á ára- mótum. Þá er ég nefnilega oft- ast nær úti að tralla Borgar Garðarsson. leikari: — Maður saknar tæplega þess, sem maöur veit ekkj hvað er. Annars hef ég haft gafnan af undangengnum áramótaskaup- um Flosa. Karítas Hasler, húsmóðir: — Nei ábyggilega ekki. Ég hai nefnilega séð fyrr; áramóta- skaup hans, / J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.