Vísir - 23.11.1971, Blaðsíða 13
V1SIR . Þriðjudagur 23. nóvember 1971.
73
....'Vi
„Viljum ekki láta Pétur
eða Pál ráða yfir líkama
okkar og
— Rauðsokkar krefjast nýrrar löggjafar
um fóstureyðingar
JJauðsokkahreyfingin dreifði
eftirfarandi ávarpi, sem ber
yfirskriftina „Til íslenzkra
kvenna frá Rauðsokkum“ á
laugardagsmorgun:
• „Þekkirðu íslenzku fóstur-
eyðingarlöggjöfina?
• Engin getnaðarvörn er
óbrigðul utan skírlffi
• PiMan er öruggust en dýr
( og Jiættuleg sumum konum.
• Vegna aðstöðuleysis,
fræðsluskorts og hleypi-
dóma eru getnaðarvamir
ekki eins almennar og
skyldi. '
0 Hvað getur bamung stúlka
gert, sem verður ófrísk
eftir einnar nætur ævintýri?
• Er sjálfsagt, að eldri kyn-
slóð hef ji uppeldá á nýjan
leik?
• Á að þröngva stúlkum til að
ala barnið með það fyrir
augum að gefa það?
0 Veiztu, að mörg böm fædd-
ust heymarskent eftir
rauðuhundafaraldurinn
1963?
• Þekkir þú reynslu þeirrar
konu, sem gengið hefur í
gegnum ólöglega fóstureyð-
in»?
• Veiztu, að slík aðgerð er
oftast framkvæmd deyfing-
arlaust og lífi konunnar
stofnað í hættu?
0 Veiztu hvað slík aögerð
kostar?
0 Við viljum ekki láta Pétur
eða Pál ráða yfir líkama
okkar og örlögum.
0 Það er skýlaus krafa kon-
unnar að hún ráði því
hvort bam vex innan í
henaii."
XT'iiborg Dagbjartsdóttir kenn-
~ ari sagði í viðtali við Vlsi,
að þessi aðgerð rauðsokka sé
þáttur í fjöldahreyfingu kvenna
víða um lönd sem berjist fyrir
jafnrétti kjmjanna.
Hópar kvenna í hinum ýmsu
löndum, t.d. Kanada Banda-
ríkjtmum, Englandi Þýzkalandi,
Danmörk Svíþjóð, Alsír, Víet-
Nam, Belgíu, Ítalíu og Spáni hafi
farið kröfugöngur 20. nóvem-
ber Aðalmálið. sem þær séu að
berjast fyrir sé frjálsari fóstur-
eyðingarlöggjöf en um leið séu
aðgerðirnar undirstrikun á því
að um sé að ræða heimshreyf-
ingu í baráttunni gegn kynferð-
ismisrétti — SB
Hvaða opnun-
ar tíma vilt þú?
„XjMlk er eindregið hvatt til að
taka þátt f könnun þessari,
þannig að hægt verði að gera
sér einhverja grein fyrir hvenær
hinn almenni neytand; vili
verzla", segir í tiikynningu frá
Neytendasamtökunum, sem VJsi
hefur borizt.
Neytendasamtökin hafa efnt'
tij könnunar um opnunartíma
verzlana og hafa sent öllum
matvöruverzlunum í Reykjavík
lista þar sem settur hefur verið
upp þrenns konar opnunartími.
Hafa Neytendasamtökin farið
þess á leit viö matvörukaup-
menn, að listamir verði látnir
liggja frammi í verzlunum
þeirra, svo að neytendur eigi
þess kost að rita sig undir þann
tíma, sem þeir vilja að verzlan-
ir séu opnar.
Neytendasamtökin stinga upp
á eftirtöldum opnunartimum.
„I fyrsta dálki er opnunar-
tími svipaður þeim sem var
fyrir gildistöku reglugerðarinnar,
sem nú er farið eftir. Þ. e. að
opið er frá kl 9—6 alla virka
daga, til kl. 12 á laugardögum
og 7 á föstudögum, en matvörur
seldar út um lúgu til kl. 11.30
að kvöldj alla daga.
í öðrum dálki er opnunartím-
inn ætlaður frá kl. 9—8 að
kvöld; alla virka daga en tH
kl. 10 á fimmtudögum og 4 á
laugardögum. Þessi opnunar-
tfmi hefur ekkj verið reyndur
hér á landi. Kostur hans er sá,
að fólk, sem vinnur til kl. 7 á
kvöldin, á hægara með aö kom-
ast f matvöruverzlanir — þá
til að mynda þegar það er að
koma heim úr vinnu. Ekki er þar
með sagt, þótt þe-si opnunartími
yrðj heimilaður, að hagkvæmt
yrði fyrir allar verzlanir að hafa
opið til kl. 8 á hverju kvöldi.
Þvi er gert ráð fyrir tveimur
markaðsdögum, þ.e. fimmtu-
dagur til kl 10 og laugardagur
til kl. 4.
1 þriðja dálki er sá opnunar-
tími, sem nú er I gildi.“ — SB
Listarnir liggja riú frammi og hafa margir neytendur Iátið
í Ijós skoðun sína á opnunartímanum.
W KíPPHl
BOWLINGT
HVER VERÐUR BOWLINGMEISTARI 197-1?
SPENNANDIKEPPNI
GLÆSILEG VERÐLAUN
HÆSTA TALA 22. NÓV.