Vísir - 20.12.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 20.12.1971, Blaðsíða 9
V1SIR. Mánudagur 20. desember 1971, 9 I I — Rabbab vid hina frægu flugkonu, Sheilu Scott, sem féll þrivegis á bilprófi, en varð flughetja i staðinn Eftir að hafa fallið þrívegis á bílprófinu reyndi flug konan fræga Sheila Scott hvemig tækist til við flugið. „Þetta gerðist einn sunnudagseftirmiðdag í fjölskylduboði, við sátum nokkur rétt eins og við gemm héma“, sagði Sheila við blaðamann Vísis þegar hann ræddi við hana á heimili Ellenar Sig- hvatsson að Amtmannsstíg 1 nú fyrir nokkm. SHEILA SCOTT — tanJkað í mesta flýti á Reykjavíkurflug- velli í flugkeppni^ — „Það er margt fólk, sem á þátt f met- unum mínum“ sagði Sheila í viðtali við VísL „Það var verið að gera grín að þessum tilraunum mínum til að ná bílprðfinu. í blaöi einu var sagt frá þvi að konur gerðust sífelit áhugasamari um flug og margar lykju þær flugprófi", segir Sheila. „NU daginn eftir reyndi ég fyrir mér, — og þetta gekk sann ariega betur en með þessi jarð- nesku farartæki“, segir Sheila brosandi, en hún hefur 4000 fiug tíma að baki, á 100 heimsmet f ýmsum greinum um ieið og hún bætir við: „Reyndar náði ég bfl- prófinu núna fyrir þrem vikum“, botnar Sheila S.cott sigri hrós- andi. Ferjuflug og keppnisflug ýmis konar er atvinna Sheilu Scott í dag, en áður var hún ieikkona. En það er ekki tekið út með sældinni að vera í keppnisflug- inu. Þetta ©r mjög dýrt sport og Sheiia kveðst vera á kúp- unni peningalega. Hún hefur til þessa átt tvær fiugvélar, en hefur nú selt aðra og kveðst verða að selja hina einnig ef ekki rætist úr fyrir henni á næstunni. Afrek Sheilu Scott á fl-ugsvið- inu undanfarinn áratug eða svo er seinlegt að rekja í smáatrið- um, en flestir munu kannast við flug hennar kringum hnöttinn, 31 þúsund milna sðlðflug, hið lengsta sem flogið hefur verið umhverfis jarðkúluna. Fyrir þetta afrek kallaði Elísabet Eng- dandsdrottning á Sheilu og bauð henni að snæða með sér hádegis verð, en síðan sæmdi drottning- in hana OBE-orðunni (Order of British Empire), en það er sama orðan og Bítlarnir fengu á sín- um tírna fyrir sitt framlag til brezka heimsvelditsins. Það geislar fjör og starfsorka af Sheilu Scott, enda þótt hún sé hseglát og kvenleg. Hún starf- ar mikið að féllagsmálum, t. d. er hún í félaginu Whirly Girfs, en það er félag 100 fyrstu þyrlu- flugkvennanna, og Zontafélags- skapurinn nýtíur ednnig starfs- krafta hennar. Sheila varö fyrst brezkra kvenna að þjóta gegnum hljóð- múrinn og þjálfun hefur hún hlotið í Bretlandi og Bandarikj- unum á sjóflugvélum, svifflug- um, allskonar vélflugum, hele- kopterþjálifun htaut hún í Okta- hórna í Bandarikjunum, þar sem þeir hafa nú tekiö þyrluna í sína þjónustu f stað „þarfasta þjónsins“. Nú fyrir 3 mánuðum flaug Sheita míii miðbauga yfir norð- uirpóiinn á Pipar Azte flugvél sinni sem er 2ja hreyfta farkost- ur. Ftaug hún frá Kenýa yfir til Canton-eyjar í Kyrrahafi. „ístand er 1 mínum augum aMt annað og meira en hentugúr lendingarstaður í miðju úthaf- inu“, sagði Sheiíla. „Hér á ég trausta og góða vini, og héðan koma fjölmargar heillaóskir frá vinum mínum þegar ég hef gert eitthvað, sem mönnum finnst ó- venjulegt. Það er margt fólk, sem á þátt í metum mínum, þar á meðal margir hér á tandi og margt þessa fólks er í mfnum vinahópi", sagöi Sheita, Hér á tandi sótti Sheita af- mælishátíð Anglíu og kvað hún hafa haft sérstaka ánægju af að hitta forseta íslands og konu hans. „Forsetinn ykkar er eán- stafclega geðþekfcur og skemmtí legur maður, — og dansar af- burða vel“, bætti hún við. Um framtíðina: „Suðurpó'.sflug freistar, — og Sovétríkin eitt af fáum löndum, sem ég hef ekki komið til. Það sem á strandar er féleysi. Það er erfitt að afla f jár til að stunda keppn- isflug". Kvað hún t. d. Piper- verksmiðjurnar fá stórfé úr sín- um vösum, en aldrei styrktu verksmiöjurnar flug hennar, enda þótt auglýsingin sé ótví- ræð. [i Sheila Scott er fráskilin kona . og bamlaus, en hún kvað ætt- t menni sín hvetja sig til dáða, | fremur en hitt. „Flugið er orðið i mun öruggara en umferöin á S jörðu niðri. Það er fyrst púna | eftir að ég fékk bílprófið, sem | ég hef stofnað mér í verulega I hættu“, segir hún brosandi. ; Sheila gerði aöeins stutta ferð ! til ÍSlands. 1 Englandi bíður út- gefandinn hennar eftir handrit- um að bókinni Top of the World, ] — og vitanlega fjallar þessi önnur bók hennar — hin heitir I must fly — um nýjasta afrek hennar í þágu flugsdns. Sheila á fundi í Reykjavík með flugáliugamönnum í fyrstu heimsókn sinni til íslands, sem náði lengra en á flugvöll. — Hvernig miðar jóla- undirbúningi yðar? — Kosta þessi jól yður meira eða minna en þau í fyrra? Gunnar Mosty, verkam.: — Svona la la. Ég hef verzlað töluvert nú þegar. en á jafn mikið eftir að kaupa og gera og þegar ég byrjaði. Ég gerj ekki ráð fyrir að verja meiri fjárupp- hæð til þessara jóla, en þeirra í fyrra. Ég sníð mér jú stakk eftir vexti. Jakob Vilhjálmsson, afgreiðslu- maðun — Ég er nú búinn aö kaupa það til jólanna. sem ég þarf og frúnnj hefur miðað sæmilega áfram með matarinn- kaupin og er hálfnuð með kökubaksturinn. — Nei, ég hef ekki haft tölu á því sem ég hef varið til jðlahaldsins. Ég kaupi þau bara því verði, sem þau kosta möglunarlaust. Björn Bjamason, verkstjóri: — Við hjónin erum nú búin að koma mestu af þvf í verk, sem gera þarf fyrir þessj jól. Byrj- uðum líka fyrir rúmri viku. Nú er aðeins smáræði eftir að gera. Þetta hefur kostað okkur nokk- um veginn sömu fjárupphæð og fyrir sfðustu jól — þó allt virðist nú dýrara. Kristrún Kalmannsdóttir. hús- móðir: — Ég byrjaði að hugsa til jólanna strax um síðustu mánaðamót. En ég sé þó engan veginn fram úr öllu því, sem gera þarf á mínu stóra heimilí. Æt!i maður verði ekki að fram á síðustu stundu eins og venju- lega Það vill alltaf fara þannig. Eins eyöir maður alltaf meira til jólanna en maöur ættar sér í upphafi. Rósa Sigurðardóítir, húsmóðir: — Mér hefur miðað vel áfram en á auðvitaö fjölmargt ógert enn Þessi jól verða mér ekki dýrarj en þau slðustu. Ég eyði ekk; umfram áætlun; reisi mér ekkj hurðarás um ö-i.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.