Vísir - 30.12.1971, Síða 2
V í S IR . Fimmtudagur 30. desember 1971.
2 _________________________
Stjörnuljós. biys,
flugeldar í úrvali
Verzlun Ólufs R.
Borgargerði 6 — Sími 34408.
hefja starfsemi sína á síðara námstímabili vetrarins
í Laugalækjarskóla miðvikudaginn 5. janúar kl. 19.30.
Námstímabilið stendur til marzjoka. Innritun fer fram
í skólanum 3. og 4. janúar kl. 16—19 báða dagana.
Þeir, sem stunduðu nám á fyrra námstímabili og ætla
að halda áfram, þurfa einnig að láta innrita sig á þess
um tíma.
Eldri kennslugreinar: íslenzka, danska, norska,
sænska, enska, þýzka, franska, spánska, ítalska, reikn
ingur, bókfærsla, ísl. bókmenntir, foreldrafræðsJa,
ræðumennska og fundarreglur kjólasaumur, bama-
fatasaumur, sniðteikning, vélritun, föndur og smelti.
Innritunargjald er hiö sama og áður kr. 300,00 fyrir
bóklegar greinar, kr. 500,00 fyrir verklegar greinar
nema barnafatasaum og sniðteikningu kr. 1000,00 en
þar em kenndir helmingi fleiri tímar en í öðmm grein
um.
Gjaldið greiðist við innritun.
Nýjar kennslugreinar: íslenzka, danska, enska og
stærðfræði til samræmis gagnfræðaprófs — ætlað til
stuðnings við þá, sem búa sig undir próf utan skóla.
Kennt verður fjórar stundir á viku til aprílloka. —
Kennslugjald kr. 800,00.
Hússtjórn. Fimm vikna námskeið í samvinnu við Hús
mæðraskóla Reykjavíkur. Kennsla hefst 10. janúar.
Kennslugjald kr. 2.500.00.
Uppeldi vangefinna barna og uppeldi lamaðra og fatl
aðra bama. Stutt námskeið fyrir foreldra (fyririestrar
og samræður) í samvinnu við Styrktarfélag vangef
inna og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Þessi tvö
námskeið verða nánar auglýst síðar.
1 Árbæjar- og Breiöholtsskólum verða námsflokkar
í ensku, kjólasaumi og barnafatasaumi. Innritun í
þá verður í skólunum miðvikudag 5. janúar kl. 16—19.
Ekki verður innritaö í síma. Nánari upplýsingar á inn
ritunarstað.
Geymið auglýsinguna.
Forstöðumaður.
Vísað úr landi félaus
um og iBjukusam
— ungur Frakki viðriðinn ávisanafals send ur utan i gær
Ungur Frakki, sem hér á
landi hefur dvalizt undan
fama 10—11 mánuði, var
gripinn af laganna vörðum
nýlega í sambandi við ávís-
anafals.
Stóð hann og horfði á, er
ung stúlka falsaði 4200 kr.
ávísun úr hefti, sem stolið
var af afgreiðsluborði i
Björnsbakaríi.
Segir ekki frekar af stúlk-
unni nú en Frakkinn var send
ur úr landi f gær — þótt ekki
hefðj hann beinlfnis gerzt sek
ur um faisið sjálfur svo sannað
sé
„Við erum að hreinsa til
núna — notum nóvember, des
ember og janúar til þess að
losna við úr landinu útlendinga,
sem koma hingað sem ferða-
menn, en reynast svo eitt
hvað annað. Það er ekkert sér
stakt með þennan Frakka. Hans
mál tilheyrir aðeins daglegum
viövikum hér á skrifstofunni,"
sagði Árni Sigurjónsson hjá
útlendingaeftirlitinu við Vísi í
gær.
— Þið vísið kannski einum
úr iandi á dag til jafnaðar?
„Við eigum kannsk; af-
skipti af brottför eins manns
á dag
T. d. þessi Frakki, hann hafði
brotið allar reglur sem gildaum
útlendinga hér Fiæktist um fé-
laus og atvinnulaus — byrjaði
oftar en einu sinnj að vinna
einhvers staðar, án þess að
fá atvinnuleyfi. Við höfðum
margoft aðvarað hann, en
hann lét sér ekkj segjast. Þá
var ekki annað að gera en
senda hann heim.“
— Sendið þið þess háttar
flækinga heim á kostnað ís-
lenzka rfkisins?
„Stundum er það — en við
borgum ekki far undir nokkurn
mann fyrr en í fulla hnefana.
Annars gilda um þetta alþjóð-
legar reglur. Ef um Skandinava
er að ræða, borgum við enda
borga þeir undir okkar fólk sem
líkt er ástatt um. Stundum á
fólkið von á að fá 'peninga
senda, og þá bíðum við með
að senda það úr iandi.‘‘
—GG
Samvinna
og samkeppni
Þa3 er samvinna milli Flugfélagsins og BEA, en jafnframt sam-
keppni um að ná sameiginlegu takmarki: tíðum og reglubundnum
ferðum milli íslands og Bretlands, aukinni þjónustu og auðveldun
farþega til framhaldsflugs, hvert sem ferðinni er heitið.
Fiugfélagið og BEA bjóða íslenzkum farþegum 5 vikulegar ferðir
að vetrarlagi og 11 ferðir í viku að sumarlagi milli Reykjavíkur,
Glasgow og London með fullkomnustu farkostum, sem völ er á:
Boeing 727 og Trident 2.
Aðalsmerki okkar er:
þjónusta, Hraói, þægindi