Vísir - 01.02.1972, Page 2

Vísir - 01.02.1972, Page 2
2 VtSIR. Þriöjudagur 1. febrúar 1972. Stefán Þorsteinsson, Hjaltabakka 8: — Ja... ég er alla vega feginn að vera fluttur úr Köpavoginum. Þaö eru soddan grislingar þar, en krakkarnir hér eru finir. Ölafur Hjartarson, Grýtubakka 4: — Sæmilega.Ég var áöur búsettur á Vesturgötunni og flutti hingaö svona rétt til aö fá fris'kt loft. Ég er lika sveitamaður og kann þvi betur loftinu hér en i vestur- bænum. Þaö eina, sem ég get fundiö aö Breiöholtinu, eru strætisvagnaferðirnar hingaö. Stundi maður sina vinnu ”i bænum”, er maður eiginlega tilneyddur að eiga bil, þvi maður er tTd. um klukkutima að komast á staði eins og Langholtsveginn. visnsm: — Hvernig likar yöur aö búa í Breiðholti? Inga Arnadóttir, Blöndubakka 6: — Ég hef átt gott meö að veniast þvi, en auðvitað voru það mikil viðbrigöi fyrir mig að flytja hingað af Laugaveginum, þar sem ég hafði við höndina allar þær verzlanir, sem hugsazt gat og allt var steypt. Hér er bara helzt til litið við að vera. Nema þá það, að spásséra um i drullunni hér meö börnin... ...» Guðrún Þorbjörnsdóttir, Eyjabakka 3: — Mjög vel. Ég átti áöur heima i Kópavoginum og þvi næst i Arbænum, þannig að ég er vön”sveitalifinu”. Þetta eru ekki svo óskapleg viðbrigði fyrir mig. Það mættu kannski vera fleiri verzlanir. En þær eru lika að risa hver á fætur annarri. Henry Matthiasson, Grýtubakka 32: — Æ......þaö er hálfleiðinlegt. Krakkarnir á Suður- landsbrautinni og i Alftar- mýraskólanum voru miklu skemmtilegri en krakkarnir hér i Breiðholtinu. Ég hefði ekki viljað flytja hingað uppeftir, hefði ég fengið einhverju að ráða... Gyða Hansen, Skriðubakka 20: — Ég er svo tiltölulega nýflutt hingað I hverfið, að ég er ekki vel fær um að svara þvi. Þó verð ég að segja það, að ég kann ljómandi vel við mig hér, enn sem komiö er að minnsta kosti.. Ég kem úr Fossvoginum og er að minnsta kosti betur sett með verzlanir hér. % LESENDUR HAFA ORÐIÐ Nýtinn og spar- samur prentvillu- púki Sigríður Jónsdóttir, Kleppsvegi 24, hringdi: „Ég get vel skilið það, að þið viljið nýta til hins ýtrasta pláss- ið í ykkar ágæta blaði, en að þið skulið hafa soðið saman eina vísu úr tveim finnst mér þó full langt gengið í nýtninni. Það var í lok fréttar um veð- urfarið, sem þið birtuð á bak- síðu blaðsins á Pálsmessu þessa forláta vísu. Ég vil þó mælast til þess, að þið birtið vísurnar sína 1 hvoru lagi, þegar rúm leyfir. Þær eru svona (ef þið skylduð ekki hafa vitað það): Heiðskírt veður og himinn blár á helga Pálusmessu. Mun þá verða mjög gott ár. Mark skal taka á þessu. Og hin er svona: Ef i heiði sólin sezt (eða sést) á sjálfa kyndilmessu, snjóa vænta máttu mest, maður upp frá þessu.“ Forvitin blá missti af forvitin rauð Ein forvitin blá hringdi: „Ég varð geysilega forvitin, þegar ég las í Vísi um útvarps- í s^ndi Stytta af Ólafi Thors í Keflavík Ólafi heitnum Thors, fyrrum þáttinn — Ég er forvitin — rauð. — Þarna er efni á ferð- inni, sem væri gaman að fylgj- ast með, hugsaði ég með mér — en eins og svo margt annað efni, sem er hugsað sem vakningar- efni fyrir konur, er þetta á al- deilis ómögulegum tíma fyrir mig. Ég er ein af þeim, sem vinna úti, en sit ekki heima og hef ekki aðstöðu til að hlusta á út- varp í vinnutimanum frekar en aðrir. Eftir vinnu taka við inn- kaup og ýmislegt snatt og snún- ingar, svo að kvöldin ein eru eftir til að hlýða á útvarpið. Nú sýnist mér, að endurtekið efni sé ekki flutt á þeim tíma sólarhringsins í útvarpinu — en hvernig er það með laugardag- ana síðdegis eða sunnudagana? Ég skora á útvarpið að endur- taka þetta efni á þessum tímum. Við erum mörg forvitin, sem myndum nota tækifærið og hlusta — það er ég viss um.“ Hveijir ráða skólunum? BJarni skrifar: „Mér finnst, að svona gott blað eins og Vísir ætti ekki að vera að ljá eyra annarri eins vit- leysu og þessum slag þarna í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Sannleikurinn er sá, að það er ekki lengur greinilegt, hverjir eiga að stjórna þessum skólum, nemendurnir eða kennaraliðið. Ætii þetta verði ekki fyrir rest eins og með dýrin í Animal Farm, þeirri stórkostlegu mynd, sem sýnd var í sjónvarpinu. — Dýrin flæmdu bóndann burtu og tóku til að stjórna sjálf. Ég held, að þið ættuð ekki að stuðla að einhverju slíku í skól- unum. Reglur eru reglur, og brjóti nemendur þær, þá finnst mér að þeir eigi skilyrðislaust að fá sína hegningu." foræstisráðherra var vinsæll og dáöur þingmaöur kjördæmis síns í 39 ár. Sést það bezt af því að nú heifur veriö ákveðið aö reisa honum styttu í Kefla- vík. Ólafur lézt á gamlársdag 1964 og hefðj hann oröið átt- ræður 19. janúar ef hann hefði iliifað. Áki Granz, 'listamaður í Keflav'ík mun gera styttuna af Ólafi Thors. /-ff' Þökkum hólið — en það kann að vera, að þér finnist einmitt Vísir „svona gott blað“, vegna þess að birtar eru fréttir af hverju því, sem okkur berst til eyrna að gerist þá og þá stundina, hvort sem það eru afla- brögð til sjávar, atvinnuhorfur niðri á Eyri eða einhver hreyfing innan skólaveggjanna. Það get- ur verið, að strúturinn stingi hausnum niður f sandinn við viss tækifæri — við gerum það bara ekkl. Gamall Austurbæingur skrifar: „Það voru stór augu, sem ég rak upp, þegar ég frétti af upp- námi unglinganna í Austurbæj- arskólanum. Ekki það, að mér blöskraði svo mjög þetta mót- mælaströgl (flestu má nú nafn gefa) í krökkunum. Iss, ungling- ar eru alltaf í uppreisnarhug og sínöldrandi, og er það vart til þess að fyllast áhyggjum út af. — Það var annars heimsins mesta öfugmæli, þegar lyndis- einkunn eins og nöldri var klínt á gamalmenni, því að það hefði heldur átt að kenna við ung- dóminn. Nei, það var hitt, sem gerði það að verkum, að mér féll all- ur ketill í eld: Að kennurum og skólastjórnarliðinu skyldi detta í hug að búa til einhverja stiga- töflu, þar sem nemendunum eru gefin svo og svo mörg stig fyr- ir að skrópa og koma of seint o.s.frv. í því augnamiði að vísa þeim úr skólanum, ÞEGAR þeir eru búnir með þessum hætti að vinna sér inn ákveðinn fjölda af stigum. Heyrið mig nú nú bara rétt eitt andartak: — Hvers konar agi er þetta eiginlega? Ég hef sko aldrei þekkt ann- að en að nemendur fengju strax þungar ákúrur frá kennurum sínum og skólastjórum, þegar þeir hneigjast til slíkrar óreglu. Og svo hafa þeir bara verið reknir umsvifalaust, ef þeir ekki taka viðvörunum. En að setja eitthvert skema upp yfir þetta . . . nei, detti mér nú ekki allar ... — Eru þeir eithvað smeykir við að tala yfir hausamótunum á skrópa- gemlingunum?" HRINGIÐ f SÍMA1-16-60 KL13-15 Sá elzti innfæddi er aðeins tvítugur Meitill h.if. var upphaf þess að Þorlákshöfn varð að nokkru þéttbýli, — þar búa nú 550 manns 22 árum eftir að fyrir- tækið hóf starfsemi sína þar. Árið 1950 bjuggu 4 karlmenn í Þorlákshöifn, skipstjóri, verk- stjóri og'tveir piltar innan við tvítugt. Árið eftir var íbúatalan 14, og fyrsti „innfæddi" íbú- inn fæddist. Árið 1960 voru 'íbúar 150. Meðalaldurinn sá og nú var um 24 ár, svo greini- legt er að ungt fól'k byggir þenn an mikilvæga útvegsbæ. Fiðlungsfaðir til fslands Flestir hafa líklega raulað fyr ir munn; sér lög eins og t.d. „Ef ég vær; ríkur . ..“, sem er úr Fiðlaranum á þakinu. En Hklega vita fæstir hver er höif- undur lagsins. Hann heitir raunar Jerré Bock, og 19. marz er hann væntanlegur á dansleik, sem ‘haidinn er af starfsmanna- .félagi Sinfóníuhljómsveitarinn- ar, en þar verður hann heiðurs- gestur o

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.