Vísir - 01.02.1972, Qupperneq 6
6
VÍSIR. Þriöjudagur 1. febrúar 1972.
visir
tltgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritst jóri:
j Fréttastjóri:
Ritst jórnarfulltrúi:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Ritstjóm:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Valdimar H. Jóhannesson
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 32. Simar 15610
Hverfisgötu 32. Slmi 11660
Siöumúla 14. Slmi 11660 (5 línur)
11660
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
I lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaðaprent hf.
Lærír stjórnin af loðnunni?
Stóru fiskiskipin okkar hafa undanfarna daga
verið að moka upp loðnunni, sem nú gengur i
stórum torfum vestur með suðurströndinni. Útlit er
fyrir mikla veiði, jafnvel metveiði, og hlýtur það að
teljasta góður búhnykkur á þessum sildarleysis-
timum.
En útlitið er ekki jafn bjart i sölunni á erlendum
markaði. Verð á loðnuafurðum hefur fallið veru-
lega, svo mikið, að það er langt i frá, að fiskvinnslu-
stöðvarnar geti borgað bátunum það verð, sem þeir
þurfa að fá fyrir aflann.
Menn voru mjög uggandi siðustu dagana fyrir á
kvörðun loðnuverðsins frá bátunum til vinnslustöðv
anna. Samtök útgerðarmanna hvöttu félagsmenn
sina til að fara ekki á veiðar, fyrr en verðið hefði
verið ákveðið.
Nú er verðið komið fyrir nokkru og veiðar hafnar.
Og það, sem gerir þetta kleift, er sjóður er tók til
starfa fyrir tveimur árum. Loðnudeild verð-
jöfnunarsjóðs tók til starfa i ársbyr jun 1970 og hefur
siðan safnað 55—60 milljónum króna, meðan loðnu-
verð var tiltölulega hátt.
Nú er sjóðurinn farinn að greiða til baka, og
nemur upphæðin 25—30 aurum á hvert kiló. Ef ver-
tiðin verður góð og aflinn nær 200.000 tonnum, mun
það standa á endum, að sjóðurinn nægi til að greiða
mismuninn út vertiðina.
Þetta sýnir, hve skynsamlegt var á sinum tima að
koma upp verðjöfnunarsjóði fyrir sjávarútveginn.
Þetta sýnir lika, að það var sizt farið of geyst i
sakirnar, þegar greiðsluupphæðirnar voru ákveðn-
ar i upphafi. Loðnudeildin nægir aðeins til að halda
uppi einni vertið eftir tveggja ára uppbyggingu.
En það er lika ef til vill alveg nóg. Á næsta ári
kann verðlag erlendis að vera orðið hagstætt á
nýjan leik. Og þá getur verðjöfnunarsjóðurinn aftur
farið að safna fé til að mæta næstu áföllum.
Mörg hundruð milljónir króna hafa safnazt i
hinum ýmsu deildum verðjöfnunarsjóðsins. Þetta
fé er varasjóður sjávarútvegsins. Það gerir hon-
um.kleiftað mæta verðsveiflum á erlendum
markaði. Nú þegar hefur ein deild hans bjargað
einni loðnuvertið. Og slikar aðstæður eiga vafalaust
eftir að koma fram aftur og aftur.
Þegar rikisstjórnin var i fyrrasumar að svipast
um eftir peningum til að nota til eyðslu, kom henni
fljótt i hug að nota þennan mikilvæga verðjöfnunar-
sjóð. Hún ákvað þá að skerða hann til að hækka
fiskverð, svo að sjómenn vildu frekar róa. Þetta var
þægileg lausn á dagbundnu vandamáli. En sú lausn
var gerð á kostnað framtiðarinnar.
Vonandi sýnir loðnumálið rikisstjórninni fram á,
hve varasamt er að rýra verðjöfnunarsjóðinn og
heldur henni frá þvi að reyna það i annað sinn.
(
70 mílljónir fara til
gæzlu Angelu Davies
— þegar hún kemur
Angela Davies bíður
dóms/ ákærð fyrir morð,
mannrán og samsæri um
að fremja morð og mann-
rán. Þegar þeir atburðir
urðu, sem hún er ákærð
fyrir, var hún víðs fjarri.
Engu síður getur hún hlotið
dauðarefsingu og dóm fyr-
ir alla þessa glæpi eða sér-
hvern þeirra. Samkvæmt
lögum Kaliforníu er sá,
sem tekur þátt í samsæri,
er leiðir til morðs, jafnsek-
ur og sá, sem skotinu
hleypir eða hnífnum
bregður. — Angela vann þó
nokkurn sigur fyrir fáum
dögum, þegar úrskurðað
var, að brottrekstur henn-
ar úr stöðu háskólakenn-
ara fyrir kommúnisma
hefði verið ólöglegur.
Þegar mál hennar verður
tekið fyrir, verða um 70
milljónir ísl. króna lagðar í
varðgæzlu um dómshúsið.
Leitað verður á öllum
áhorfendum, flóðljós um-
hverfis húsið, sérstakt að-
vörunarbjöllukerfi, og tug-
ir varða.
Það var 7. ágúst 1970, að ör-
lagarikir atburðir urðu I réttarsal
I Marine City I Kaliforniu, sem
vöktu athygli um allan heim og
gera enn, hálfu öðru ári siðar.
Dómarinn lá i valnum.
Ungur svertingi var ákærður
fyrir að hafa stungið hnifi i fanga-
vörð i fangelsinu i San Quentin.
Þá gerðist það allt i einu þennan
örlagadag, að annar svertingi ris
á fætur i réttarsalnum og miðar
skammbyssu. Þetta var Jonathan
Jackson, 17 ára. Hann afhenti
sakborningi og tveimur öðrum
svertingjum, sem voru þar sem
vitni, einnig byssur. Þeir tóku til
fanga dómara, ákæranda og þrjá
kviðdómendur og fóru með fólkið
út.
Soledad-bróðirinn George Jack-
son, skotinn i sumar.
fyrir dómstól.
Gislarnir voru settir i vörubif-
reið fyrir utan. En þá var skotið.
Enginn virðist vita með vissu,
hver hleypti fyrsta skotinu, en að
lokum lágu i valnum dómarinn og
þrir árásarmanna, meðal þeirra
Jackson. Akærandi og einn kvið-
dómandi voru alvarlega særðir.
Þannig byrjuðu Angelu Davies-
málaferlin. Aður hafði þessi lag-
lega þeldökka stúlka þó verið
töluvert i fréttum. Hún hafði ver-
ið rekin úr háskóla þeim, er hún
hafði starfað við, þar sem hún var
grunuð um kommúnisma og bylt-
ingaráhuga. Það mál vakti mikla
athygli i bandariskum fjölmiðl-
um, þvi að það minnti nokkuð ó-
notalega á MacCharty timabilið
fræga með ofsóknum gegn
kommúnistum, „nytsömum sak-
leysingjum” og vinstri sinnum
yfirleitt.
Angela keypti byssurnar.
Þótt Angela væri hvergi nær-
stödd skothriðina við dómshúsið,
var fáum dögum siðar hafið mál á
hendur henni. Lögreglunni var
kunnugt, að hún hafði unnið með
Jackson, og lögreglan telur sig
hafa sannanir fyrir þvi, að hún
hafi keypt byssurnar, sem voru
notaðar i hinni misheppnuðu
mannráns- og björgunartilraun.
Lögreglan fullyrðir einnig, að
Angela Davies hafi sézt i för með
Jackson daginn fyrir árásina. Þá
hafi þau setið saman I gula vöru-
bílnum, sem siöar átti að nota til
að komast brott eftir árásina.
Illlllllllll
■■■■■■■■■■■■
Umsjón Haukur Helgason
Akæran hljóðar upp á það, að
Angela og Jackson hafi skipulagt
mannránin til að nota gislana til
að fá svonefnda Soledad-bræður
leysta úr fangelsi. Þeir sátu i
fangelsi ákærðir fyrir að hafa
myrt fangavörð.
Svartir hlébarðar og aðrir i rót-
tækustu röðum Bandarikja-
manna héldu þvi hins vegar fram,
að Soledad-bræður hefðu verið
handteknir, af þvi að þeir voru
fremstir i flokki i réttindabaráttu
svertíngja. Angela Davies hafði
sjálf mikið haft sig i frammi, i
ræðu og riti, i baráttunni fyrir þvi
að þeir yrðu látnir lausir, hún
neitar hins vegar að hafa átt
nokkurn þátt i mannránstilraun
Jonathan Jacksons og félaga
hans.
Hún viðurkennir að hún sé
kommúnisti og segist hafa keypt
vopnin til sjálfsvarnar. Hafi hún
ekki fengið Jackson þau til þess-
ara verka.
Svona var Angela „dulbúin”,
þegar hún fór huldu höfði fyrir
lögreglunni.
„Sennilegast sek,” segja stjórn-
völd.
Angela Davies hvarf lengi vel,
eftir að ákæran var lögð fram
gegn henni. Um siðir náðist hún
þó fyrir 16 mánuðum i móteli i
New York. Engin leið hefur verið
að fá hana látna lausa gegntrygg
ingu, þennan tima. Stjórnvöld i
Kaliforniu vitna til lagagreinar,
þar sem segir, að ekki megi láta
neinn lausan gegn tryggingu, sem
sé sannur að sök eöa sennilegast
sé, að sé sekur.
Það vakti mikla ólgu i sumar,
þegar einn Soledadbræðra,
George Jackson, var drepinn, að
þvi er virðist i flóttatilraun.
Svartir hlébarðar hafa ákaft mót-
mælt drápi hans og talið, að þar
hafi verið um algert morð að
ræða.
Hins vegar er Angela sögð njóta
allgóðrar meðferðar i fangelsi.
„Dómsmorð”.
Þau réttarhöld, sem nú munu
byrja yfir Angelu Davies, munu
vekja mikla eftirtekt um allan
heim. Róttækir aðilar viða um
lönd hafa sýnt máli Angelu sér-
stakan áhuga, og kommúnistar
lita á það sem „dómsmorð”.
Samt mun geta liðið hátt i eitt
ár enn, áður en dómur verður upp
kveðinn og vitað verður, hvort
hún verður sek fundin og dæmd til
dauða eða lifstiðarfangelsis.
Mál um á hendur ýmsum svört-
um hlébörðum i fyrra lyktati með
sýknun, sem kom mönnum yfir-
leitt á óvart.
Brottrekstur Angelu var ólög-
mætur.
Auðmennirnir á bak við Goldu óánægðir
Golda Meir og tsraelsrlki hafa
jafnan hlotið mikinn stuðning frá
gyðingum i öðrum löndum. Hátt-
settum gyðingum og auðugum i
Evrópu hefur að undanförnu þótt
stjórn tsraels þrjóskazt við og
sýna litinn samkomulagsvilja
gagnvart Egyptum. Þessir
Evrópugyöingar létu I fyrra
meira en 9 milljarða islenzkra
króna af hendi rakna til tsraels-
rikis.
Evrópugyðingarnir kenna
Goldu Meir persónulega um
þessa afstöðu. Einn þeirra, sem
hefur ásamt fjölskyldu sinni ár-
lega látiö mikið fé af mörkum til
stuönings tsraels, segir nú: „Það
hefur komiö æ betur fram, að
Sadat Egyptalandsforseti vill frið
og hann er tilbúinn að greiða frið-
inn þvi verði, sem þarf, það er
formlegri viðurkenningu á
tsraelsriki og frjálsum sigl-
ingum, ef tsrael skilar Sinai-
skaga. En frú Meir er gömul
oröin, og hún er hrædd um, að sin
verði minnzt I sögunni, sem kon-
unnar, sem ofurseldi tsrael”.
Mörgum þessum gyðingum
finnst, að það sé rangt af stjórn
israels aö stefna að þvi, að her-
numdu landsvæöin, er þeir tóku
1967, veröi hlutar ísraels. Mikið
af fénu, er þessir gyðingar hafa
greitt, hefur farið tii hernumdu
svæðanna og framkvæmda
Israelsmanna þar.
En Golda hefur ráð undir rifi
hverju. „Ef þeir vilja skipta sér
af stefnu okkar, þá skulu þeir
bara koma hingað og fara út i
pólitik". En þar liggur hundurinn
grafinn. Þessir gyðingar vilja
ekki flytja til tsraeis.