Vísir - 01.02.1972, Qupperneq 16
vism
Þriðjudagur 1. febrúar 1972
Strætóstjórinn
fljúgandi
Það verður ekki sagt um hann
John Trotter frá Edinborg að
hann eigi úhugámúl lik þeim
„breiða massa”, sem við köllum
oft svo, þegar rætt er um al-
menning. llann John kom hér við
fyrir nokkrum dögum á leið heim
til að stýra strætónum sinum, - og
i sai'nið sitt kom hann með flug
(sem faregi) á Douglas DC-8-63.
Ahugamál hans er sem sé að
fljúga með sem flestum teg-
undum flugvéla, og eins og fti
merkjasafnarar, þá vill hann
afbrigðin lika.
John flýgur venjulega heiman
og heim sama daginn ef hann
mögulega getur, - það sparar
hótelgjöld, allskonar óþarfa eins
og mat, sem hann fær óiyrari
heima hjá sér, o.s.frv.
Frá Glasgow hélt hann á föstu-
degi, og hélt til New York með
hinni fyrirheitnu, DC-8-55. Heim
frá New York hélt hann þegar
með I)(N8-63, en sú vél var ekki i
safninu, hafði áður flogið slikri.
þa kom inn i málið verkfall
flugumferðarstjóra og einh-
vernveginn æxlaðist svo til að
hann lenti i Keykjavik, - og heim
fór hann með Boeing 727
Flugfélagsins, sem hann átti lika
i hinumikla safni sinu.
Nú er John Trotter farinn að
safna saman fyrir nýrri og stuttri
flugferð. Blöðin i Glasgow hafa
olt sagt Irá þessum furðutyr, - og
segja að hann leggi allt silt fyrir
lil að geta sinnt áhugamálinu, - og
afslátt biður hann aldrei um hjá
flugl'élögunum. — JBF.
Vitlaust
veður
— og enginn d sjó
Vitlaust veður var á loönumiö-
unum fyrir sunnan land i nótt og
morgun. Stóö rokið á suöaustan,
og var mikið brini viö suöur-
ströndina og onginn bátur á sjó,
aö þvi þeir sögöu okkur i Þorláks-
liöfn i morgun.
Reikna má með að samtals hafi
verið landað kringum 25.000 tonn-
um alls á landinu, langmest i
Vestmannaeyjum, en einnig var i
byrjun vertiðarinnar landað á
Höfn i Hornafirði, og raunar fleiri
Austfjarðahöfnum. Eitthvað litil-
ræöi hefur borizt á land i Grinda-
vik og Þorlákshöfn.
Þróarrými er nú að þrjóta i
Vestmannaeyjum, og verður
lopnunni þá eitið á tún — ef rokið
hefur þá ekki feykt göngunum út i
hafsauga. — GG.
,,Sumar"janúar var
þriðji hlýjasti á öldinni
Janúarnánuður nú var þriðji
hlýjasti janúarmánuður i Reyk-
javik á ölriinni. 1 janúar mældist
meðalhitinn 3.1 stig, en meðalhiti
mánaðarins er minus 0.4 stig.
Aðeins tvisvar áður á öldinni hef-
ur verið meiri meðalhiti i janúar.
Það var árið 1964 en þá mældist
3.6 stiga meðalhiti og áriö 1947
var meðalhitinn 3.2. stig. Sólskir, i
janúar var undir meðallagi.
Febrúar ætlar að byrja sæmi-
lega hvað snertir hitann, en i
morgun var hitinn 1—3 stig á lág-
lendi og spáð er svipuðu hitastigi
eitthvað áfram.
Mjög hvasst var á landinu 5—7
vindstig fyrir norðan og á vestan-
verðu landinu en 8—9 vindstig
vfða á Suðurlandi og fárviðri á
Stórhöfða 12 vindstig sem er held-
ur undantekning,
—SB—
L,Stór hópurf
unglinga
smakkar
ii
ekki vin
segir stórtemplar:
„fcg held aö dagsins sé minnzt i
öllum skólum iandsins þar sem
þvi veröur komiö viö”, sagöi
ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri
Flensborgarskólans i samtali viö
Vísi. 1 dag er svonefndur Bin-
dindisdagur og er hann einkum
helgaöur bindindisfræöslu i skól-
um. Ilefur Samband bindindis-
félaga i skólum verið starfandi i
40 ár og gert þennan dag að bar-
áttudegi sinum
1 morgun heimsótti Hrafnkell
Helgason læknir Flensborgar-
skólann og ræddi við fjórðubekk-
inga um skaðsemi áfengis og tó-
baks og seinna mun hann heim-
sækja aðra bekki skólans. Ólafur
sagði að nemendur tækju þessari
fræðslu yfirleitt vel, en að sjálf-
sögðu gengi ræðumönnum á þess-
um degi misjafnlega vel að ná til
unglinganna. En full þörf væri á
slikun) bindindisdegi i skólunum
yfirleitt.
Aðspurur sagði Ólafur að erfitt
væri að koma með fullyrðingar
um aukinn drykkjuskap
unglinga. Til þess skorti öll gögn,
en hann kvaðst hræddur um að
drykkjuskapur næði til yngri ald-
ursflokka en áður. ,,En það er
mjög stór hópur unglinga sem
alls ekki smakkar vin. Þvi meg-
um við ekki gleyma þegar við töl-
um um æskuna”, sagði Ólafur að
lokum.
Núverandi formaður Sambands
bindindisfélaga i skólum e'r Einar
Kristinn Jónsson, nemandi i
Austurbæjarskóla. SG
Gömlu meistararnir á slikk!
Útsöluhasarinn er óviða jafn-
mikill og i hljómplötuverzlun-
unum, þegar þær opna með ó-
dýrar og oft góðar hljómplöt-
ur. Tvær verzlananna opnuðu i
gær útsölur sinar, Hljóöfæra-
húsið og Fálkinn. Og það var
eins og við manninn mælt, all-
ar smugur T)úðanra fylltust,
og jaðraði við umferðaröng-
þveiti i grennd v:ð búði'rnar.
Myndin er úr Hljóðfærahúsinu
þar sem fólk var að birgja sig
upp af gömlu meisturunum, —
en i poppdeildinni var slagur-
inn þó sýnu mestur.
„Mútað
Verkfall hárgreiöslukvenna,
seni hófst 15. janúar stendur
ennþá. A fundi meö hárgreiðslu-
konum og hárgreiöslumeisturum
i gær miöaöi litiö sem ekkert i
samkomulagsátt að sögn for-
manns félags hárgreiðslukvenn
„Það stendur i streði um 40
stunda vinnuvikuna. Hár-
greiðslumeistarar vilja fá vinnu
gegn dagvinnutaxta einum
saman og láta vinna alla daga
vikunnar, laugardaga einnig, en
veita fri smáhluta úr vinnu-
dögunum.”
og ógnað
varðar laun, þó gegn ýmsum skil-
yrðum t.d., að hárgreiðslukonur
þrifi verkfæri, borð og spegla og
fari þar með inn á svið ræstingar-
kvenna. Nemar hafa unnið þessi
störf hjá hárgreiðslustofunum, en
þær hafa litið tekið af nemum að
undanförnu og vilja þvi færa
þessa vinnu yfir á hárgreiðslu-
konur.
Hárgreiðslumeistarar neita
einnig að veita launað fæðinga-
orlof til þriggja mánaða* sagöi
formaður félags hárgreiðslu-
kvenna.
til verkfallsbrota”
„Það stendur bara á vinnu-
timanum. það er búið að bjóða
hárgreiðsiusveinum 40 stunda
vinnuviku, en þær vilja ekki vinna
hann á sumrin, og 3 1/2 tima á
laugardögum á veturna. Þetta er
þjónustuiðngrein og við höfum
unnið á veturna frá 8.30 til
klukkan tvö á laugardögum, en
hárgreiðslusveinar vilja vinna til
klukkan tólf. Laugardagurinn er
aðaldagurinn fyrir fólk, sem er að
fara út að skemmta sér. Við
erum yfirleitt með helmingi fleira
fólk i vinnu á laugardögum en
aðra daga vikunnar vegna þess,
að það er aðaldagur vikunnar.
Það er álit margra i stéttinni,
að hárgreiðslusveinar vilji fá
laugardaginn til að vinna heima.
Það hefur komið fyrir, að
hárgreislusveinar hafa unnið til
klukkan tvö á laugardögum og
siðan farið beint heim að vinna.
Það finnst okkur ekki passa,"
sagði formaður hárgreiðslu-
meistara i viðtali við Visi.
— SB —
F'ormaðurinn kvað 30 — 40
stúlkur hafa lagt niöur vinnu auk
nema og verkfallið vera erfitt.
„Hárgreiðslumeistarar neyða
eða múta nemunum til að vinna
og láta þá vinna á bak viö og læsa
stofunum fyrir verkfallsvörðum.
Nemarnir hafa alltaf verið undir
miklum aga og eru hræddar og
undirlátar og meistarar ganga
eins langt og þeir geta.
Ekki bætir úr skálc, að
húsmæður sem hafa verið árum
saman frá starfi á stofu og hafa
unnið heima lengi vel, hlaupa út
til vinnu i verkfallinu. Þær eyði-
leggja baráttu okkar i þessu máli.
Hárgreiðslumeistarar hafa
viljað ganga að svipuðum sam
ningum og samdist við ASt hvað
n ■ • .1 . i . ■ m l L .. m 1 I . I I , 1 1 n n t i 11 , i i i n i, i i . i , i i i . i i i . i i m , liiii-
Hvorki bjartsýnn né svartsýnn
Ég er hvorki bjartsýnn
né svartsýnn um árangur
viðræðnanna hér í Reyk-
javik um landhelgismálin,
Ég vona aðeins að þetta
verði árangursríkur
fundur og mun gera mitt
bezta til að lausn faist i
þessu máli, sagði dr. von
Schenk,þjóðréttarfráðingur
og formaður þýzku sendi-
nefndarinnar, sem hóf
viðræður við íslenzku land-
helgisnefndina í Ráðherra-
bústaðnum kl. 11 í morgun.
Reiknað var fastlega meö þvi,
að þýzka sendinefndin kæmi með
áþekk tilboð til iausnar land-
helgismálinu eins og brezka
sendinefndin, sem kom hingað til
viðræðna snemma i siðasta
manuði. Tillögur þeirra munu
hafa gengið mest út á friðunarað-
gerðir á mikilvægum uppeldis-
stöðvum nytjafiska.
Þjóðverjarnir koma aðeins þrir
saman til viðræðnanna hér, en
brezku embættismennirnir voru 8
eins og islenzka viðræðunefndin,
en i henni eiga sæti; Hans G.
Andersen. sendiherra. formaður,
Már Elisson. Jón Arndals, Þór
Vilhjálmsson, Jónas Árnason,
Þórarinn Þórarinsson, Baldvin
Jónssonog Haraldur Henrysson.
-VJ.