Vísir - 01.02.1972, Blaðsíða 7
VtSIR. Þriðjudagur 1. febrúar 1972.
cyVIenningarmál
Olafur Jónsson skrifar um bókmenntir:
Meðan klukkublóm sofa
Meir en fjörutíu úr eru lið-
in síðan Sigríður Einars frá
Munaðarnesi gaf út fyrstu
Ijóðabók sína. Kveður í
^5^1
Sigriður Einars frá Munaðarnesi
. runni nefndist bókin og
kom út árið 1930. En eftir
það leið líka fullur aldar-
fjórðungur unz næsta bók
birtist, Milli lækjar og ár,
1956. í ár og í fyrra hefur
Sigríður á hinn bóginn birt
ný Ijóð, Laufþytur nefndist
bók hennar í fyrra, en í
svölu rjóðri í ár. Og það
skemmtilegasta við þessar
bækur er hinn unglegi brag-
ur máls og mynda sem á
þeim er.
Ekki svo að skilja að Sigrlður
frá Munaðarnesi sé mjög harð-
vítugt atómskáld. Það er nú öðru
nær. En henni fellur augljóslega
mætavel það frjálsræði málfars
og hugmynda sem fylgir hinum
nýja ljóðstíl í landi. Allur texti
hennar er með ofur-einföldu,
merkingarljósu málfari, en bezt
lætur henni innileg ljóðræn til-
finningalýsing, látin uppi á
„náttúrlegu“ myndmáli, og er
hvort tveggja auðvitað í sjálfu
sér alveg hefðbundið. Af þessu
tagi er t.a.m. ljóð sem nefnist
Löng nótt:
Svo þögul og döpur er þessi nótt
enginn blær sem þýtur
og strýkur um sefið
engir fuglar sem kvaka
meðan klukkublóm sofa
enginn árniður heyrist
ekkert rísl í læk
enginn hófadynur
enginn gestur sem kemur
enginn vinur sem ríður í hlað
Svo löng og þögul er þessi nótt
þeim sem vakir og bíður.
1 svölu rjóðri er eins og bók
hennar í fyrra allstór bók, en
hún er með samfelldri svip, fátt
eða ekkert um beinan tækifæris-
kveðskap. Sigríður Einars er vita-
skuld vaxin upp við stuðlanna
þrískiptu grein, og fyrri ljóð
hennar nutu einatt styrks af
stuðlasetningu, rími og brag
þótt frjálslega væri með þessi
efni farið. f þessu efni lýsir nýja
bókin vaxandi frjálsræði, flest
ef ekki alveg öll ljóðin rím- og
háttlaus. En bezti texti í bókinni
finnst mér innileg ljóðræn smá-
kvæði hennar, hin einatt takast
miður þar sem er meiri frásagn-
ar- eða íhugunarefnum fyrir að
fara. Hitt er líka ljóst að ljóð-
efni Sigríðar eru einatt af frá-
sagnar- eða minningatagi. Minn-
ing æskuára, innileg náttúru-}
skynjun höfundar setur víða svipí
á ljóðin og vegur þar á móti(
hinum angurværa eða trega-
kennda hugblæ þeirra.
En I sínum látlausu sniðuml
eru þessi ijóðmæli enn eitt vitni^
þess hvernig ljóðræn „hefð“ við-
helzt og ávaxtast í „nútímalegri“(
sniðum, hvernig nýtt og gamalti
getur farið saman og frjóvgazt/
hvað af öðru í ljóðagerðinni.
Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir:
Unaður þess sem aldrei gerðist
Unnur Eiríksdóttir hefur
áður birt skáldskap, Ijóð
og sögur, í blöðum og
tímaritum, og ein skáld-
saga eftir hana held ég að
hafi komið út, Villibirta, ár-
ið 1969. Sú bók fór fram-
hjá mér á sínum tíma. En
Ijóð hennar, í skjóli hásk-
ans, er einkar viðfelldinn
lestur, vandaður og smekk
legur texti það sem hann
nær: Unnur reynist einn af
þeim höfundum er maður
hefur af lauslegan pata úr
blöðum en kemur reyndar
á óvart í bókarlíki.
Á stöku stað I bókinni yrkir
Unnur Eiríksdóttir um hvers-
dagslíf og háttu, kvæði er koma
dálítið nýstárlega fyrir. Drama
í þúsund þáttum nefnist eitt
þeirra:
Þúsund konur
þögul fylking í morgunskímu
kaupa þúsund fiska
snúa aftur sömu leið
þöglar 1 grárri morgunskímu
sjóða þúsund fiska.
Þúsund menn
þyrpast í strætisvagninn
klukkan tólf.
Síðan sezt fiskurinn til borðs
og kroppar úr okkur sálirnar.
Þarna finnst mér reyndar að
síðustu línunni sé ofaukið: henn-
ar þarf ekki við til að leiða í
ljós það hugarástand sem verið
er að lýsa. Þess vegna er seinna
kvæði af svipuðu tagi. Fyrir
austan sól, líklega að því skapi
betri texti að þar er ekkert efni
umfram hina smellnu skopmynd
hversdagsins sem kvæðið fram-
fleytir.
Það er annars engan veginn
auðkenni Unnar að ofsepia e?Sa
ofgera yrkisefnum sínum: þvert
á móti er hið látlausa, hófstillta
orðfæri höfuðprýði á ljóðum
hennar. Og yrkisefni hversdags-
ins eru henni engan veginn hug-
leiknust. Frekar er að hversdags-
leikinn verði henni andstæða
rómantískrar draumsýnar, stund-
anna handan hversdagslífs sem
ljóð hennar einatt leitast við að
tjá:
komdu
fylltu hús mitt litum heitum
hlæjandi litum
kyntu rauðan eld
brenndu mig
ein sklnandi perla
ein stund af lífi
handan hversdagsleikans.
Langt úr fjarska yljar hann nú
unaður þess sem aldrei gerðist,
segir Unnur Eiríksdóttir í ofur-
fínlegu litlu ljóði, Úr fjarska,
sem engu að síður segir margt
um kvæðalag hennar. Sannleik-
urinn er sá að yrkisefni, orðfæri
hennar má ekki verða róman-
tískt um of (Jónsvökudans, Log-
ar), þarf á að halda efnivið veru-
legrar reynslu og tilfinningalífs
til að takast til hlítar. Ekki læt-
ur henni heldur alls kostar að
yrkja út af „vandamálum" heims
og mannlífs, pólitískum tilefnum
(Martin Luther King, Lúmúmba,
Víetnam) þótt hún freisti þess í
þriðja þætti bókarinnar, ljóðum
sem í sjálfu sér eru allvel gerð.
En þar sem draumur og veru-
leiki mætast, hin rómantíska
draumsýn fyllra og fegurra lífs
iklæðist efnivið verulegrar til-
finningalýsingar gerast beztu
ljóð Unnar, furðu mörg og fjöl-
breytt, ef að er gáð, í öllu sínu
látleysi. Þar á meðal er þetta
„ástarljóð“, engu öðru líkt:
Unnur Eiríksdóttir
ég fann hann verða að þungum
svörtum steini
þvi ég sá að dauðinn hafði farið
um andlit þitt höndum.
Ég heyrði þig spyrja: Ert þetta
þú?
Þegar ég mætti þér sló þögn á Og ég svaraði:
draum minn Nei ég er önnur kona.
MGMeghvili * «**. ijti
með gleraugum frá l\fllr
Austurstræti 20. Sími 14456
Bílamálarar
LESONAL bilalakk, grunnur ofl.
Stórlækkað verð meðan birgðir endast,
allt frá kr. 293.00 pr. ltr. póstsendum.
Málarabúðin
Vesturgötu 21a simi 21600.
Almennur
borgarafundur
um kjaradeilu opinberra starfsmanna verður haldinn í Há-
skólabíói, miðvikudaginn 2. febrúar kl: 21,00.
Stuttar ræður flytja:
Kristján Thorlacius Sigfinnur Sigurðsson
Haraldur Steinþórsson Guðjón B. Baldvinsson
Fundarstjóri: Ágúst Geirsson, formaður Fél. ísl. símamanna.
Ríkisstjóm, borgarstjóra og borgarráði er boðið á fundinn og
gefinn kostur á ræðutíma.
Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.