Vísir - 01.02.1972, Page 9
VtSIR. Þriðjudagur 1. febrúar 1972.
9
Fara Austurríkismenn heim?
— Fremsti skíðamaður Austurríkis, Karl
Schranz, útilokaður frá keppni á
Ólympíuleikunum í Sapporo
Stoöir Vetrar-Olympíu-
leikanna nötra og stóra
spurningin er hvort
Austurríki og fleiri þjóðir
hætti þétttöku i leikunum í
Sapporo, sem hefjast eiga
á fimmtudag eftir aö
fremsta skiðamanni þeirra
Austurríkismanna, Karli
Schranz hefur veriö mein-
að þátttaka í leiknum af al-
þjóöaólympiunefndinni.
Þetta skeöi á fundi nefn-
darinnar i Sapporo í gær
og var Schranz útilokaður
og dæmdur sem atvinnu-
maður í íþróttum með 28
atkvæðum gegn 14.
Hinn 84 ára formaður nefnd-
arinnar, Bandarikjamaðurinn
Avery Brundage, vildi útiloka
marga skiðamenn frá keppni á
leikunum, bæði menn, sem taka
þátt i alpagreinum og eins
norrænum greinum. Karl
Schranz var hins vegar hinn
einasti, sem var útilokaður fra
keppninni og kom það talsvert á
óvart. Miög skiptar skoðanir eru
i málinu og margir telja að illa
hafi nefndinni farnazt gegn
þessum fræga skiðamanni, sem
ekki einu sinni fékk að verja mál
sitt fyrir nefndinni. Eftir fundinn
i gær sagði Brundage að hann
áliti fjölmarga skiðamenn ekkert
eiga sameiginlegt með áhuga-
mönnum og þátttaka þerra i
Olympiuleikum samrýmdist ekki
hugsjón leikanna. Þessir
skiðamenn tækju miklar
greiðslur fyrir auglýsinga-
starfsemi fyrir ýms iþróttafyrir-
tæki - framleiðendur tækja og
annars útbúnaðar i skiða-
iþróttum. Þessir menn væru
hreinir atvinnumenn og nú væri
svo komið - sagði formaðurinn -
að hann sæi litla ástæðu til að
vera halda Vetrar-Olympiuleika
með öllum þeim atvinnumönnum,
sem þar kæmu fram.
Mikil ólga er i Austurriki út af
þessu máli og ólympiska nefndin
þar i landi mun i dag ræða hvort
Austurrikismenn hætti þátttöku i
leikunum i Sapporo. Franskir
skiðamenn létu i ljós álit sitt i gær
og sögðu að útilokun Schranz væri
hneyksli.
Sviinn Sigge Bergmann, sem á
sæti i alþjóðaólympiunefndinni
sagði i gær, að hann teldi litla
hættu á þvi að skiðakeppnin i
Sapporo væri i hættu vegna þess,
að Karl Schranz hefði verið úti-
lokaður frá þátttöku. Ég get ekki
imyndað mér annað, sagði
Bergmann, en þátttökuþjóðirnar
fallist á að fórna Schranz. En við
höfum annað vandamál að striða
við, sagði Bergmann ennfremur,
þvi keppnin á Olympiuleiknum er
almennt talin sem heims*-
meistarakeppni jafnframt.
Þessu verður að breyta. Olym-
piskur meistari i norrænum
greinum er jafnframt talinn
heimsmeistari og sma er uppi á
teningnum i alpagreinum
kvenna.
Þó karlmennirnir meðal
Austurrikismanna séu mjög
harðir i þessu máli hefur farar-
stjóri kvennaflokks Austurrikis,
sem er af veikara kyninu, sagt að
austurrisku skiðakonurnar vilji
alls ekki hætta þátttöku i
leikunum vegna þessa máls, en
meðal þeirra eru
nokkrar stúlkur, sem taldar eru
mjög sigurstranglegar á
leikunum.Karl Schranz hefur um
langt árabil verið einn fremsti
skiðamaður heims. Hann er 33ja
ára og hefur keppt við góðan orð-
stir mjög iengi. Hann hefur raun-
verulega unnið til allra verðlauna
i alpagreinum - nema ólympisk
gullverðlaun og var nú talinn hafa
mikla möguleika til að hljóla
loksins sigur á Olympiuleiknum,
en að undanförnu hefur hann sýnt
mikla leikni. Hann er um þessar
mundir i þriðja sæti i heims-
meistarakeppninni.
Karl hóf keppni 1954 og komst
þá þegar i austurriska landsliðið.
Ifann hefur nokkrum sinnum
orðið heimsmeistari og á mynd-
inni, sem fylgir þessari grein
sést Karl Schranz i keppni i
Kitzbuehel i Austurriki hinn 14.
janúar siðastliðinn, en hann
sigraði þar i hinu fræga Arlberg-
Kandahar móti.
Ármann í barningi með Þór
— Tókst að jafna, þegar nokkrar sekúndur
voru eftir og sigruðu í framlengingunni
Reykjavikurmeistarar
Ármanns i körfuknattleik
léku i 1. deildar keppninni
á Akureyri um helgina og
það átti eftir að verða
erfiður róður fyrir þá að
sækja norðanmenn heim,
þó svo Jón Sigurðsson léki
aftur með Ármanni eftir
meiðsli, en hann er sá leik-
maður, sem einna mest
hefur um munað í liðinu.
Jón sýndi mikinn vilja með
því að leika og naut góðrar
læknismeðferðar áður.
Það var mikil stemning á
áhorfendapöllunum i „Skemm-
Vann í
Áttunda Bikarglíma
Ungmennafélagsins Vík-
verja var háð í iþróttahúsi
Jóns Þorsteinssonar
sunnudaginn 30. janúar
1972. Þátttakendur voru 8.
sigurvegari glímunnar
varð Sigurður Jónsson og
unni”, sem þéttskipaðir voru
eitilhörðum Akureyringum, sem
hvöttu sina menn — og spenn-
andi leik fengu þeir að sjá, þvi
Armann vann eftir framlengdan
leik og Þór hafði haft sigurmögu-
leika fram á siðustu sekúndur
leiksins.
Leikurinn byrjaði frekar hægt
og það var eins og Ármenningum
gengi illa að finna sig. t liðinu
voru nú nokkrir ungir leikmenn,
sem fóru i fyrsta sinn norður til
keppni með meistaraflokki
Ármanns.
Það var litið skorað framan af,
en þegar um 10 min. voru af leik-
tima náðu Armenningar góðum
leikkafla. Um miðjan fyrri hálf-
leikinn var staðan 16-11 og
munurinn jókst. Þegar þrjár
min. voru eftir af hálfleiknum,
annað
er þetta í annað sinn, sem
hann vinnur þessa glímu-
keppni.
Glimukeppni þessi fór ágætlega
fram og voru margar glimur
mjög vel glimdar.
Viðstaddir glimukeppnina voru
margirkunnireldri glimukappar.
stóð 26-17 og i leikhléi voru töl-
urnar 28-2Í1 fyrir Ármann.
1 siðari hálfleik mættu Þórs-
arar mjög ákveönir til leiks og
skoruðu hverja körfuna á fætur
annarri. Um miðjan hálfleikinn
var staðan orðin 35-35 og spennan
i hámarki.
Það, sem eftir var leiktimans,
varum heldur þófkenndan leik að
ræða — mikið um feilsendingar
og mistök. Þór náði yfirhöndinni
á 13min.39-37 og hélt henni fram á
19 min. og staðan var þá 45-43
fyrir Þór. Leikmenn liðsins voru
með boltann og sigurinn virtist
blasa við liðinu. En þá urðu leik-
mönnum liðsins á örlagarik mis-
tök — misstu knöttinn, þegar um
20 sekúndur voru eftir og
Ármenningum tókst aö skora
jöfnunarstigin 45-45. Leiknum
var þvi framlengt um finmm
minútur og náðu Ármenningar þá
að gera út um leikinn — sigruðu
með 52 stigum gegn 49.
—geys.
skipti
Úrslit glimunnar:
1 Sigurður Jónsson..........7v.
2. Gunnar R. Ingvarsson 5 1/2 + 1
v.
3. Hjálmur Sigurðsson 5 1/2 -t- 0 v.
4. Kristján Andrésson.......4 v
5. Halldór Konráðsson.......3 v.
6. Guðmundur Einarsson......2 v
7. öskar Valdimarsson.......1 v
8. Jón Friðgeirsson.........0 v
Þarna eru tveir kunnir kappar úr körfuboltanum, sem lengi léku
saman í KR — en mættust nýlega I Islandsmótinu, þegar KR og Skalla-
grimur lé! u i Iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Þaö er Kolbeinn Pálsson,
sem er með knöttinn, en fyrir aftan hann er Gunnar Gunnarsson. —
Ljósmynd BB.