Vísir - 18.03.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 18.03.1972, Blaðsíða 6
6 Vísir. Laugardagur 18. marz 1972. vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 11660 Ritstjóm: Siöumúla 14. Simi 11660 ( 5 línur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi inranlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Vinaþjóðir Flestir Islendingar munu vera sammála um það, að við eigum að hafa gott samstarf og samstöðu með frændþjóðum okkar á Norðurlöndum. Raddir heyrast við og við um það, að hin norræna samvinna sé ekki eins mikil og af sé látið. Það komi fram þegar hagsmunir rekist á, eins og t.d. i flugmál- unum og fleiru. Þrátt fyrir það viljum við efla norræna samvinnu og vináttuböndin við þessar góðu frændþjóðir okkar, enda hefur ótal margt áunnizt i norrænu samstarfi Islendingum til hagsbóta. Meirihluti islenzku þjóðarinnar vill lika þátttöku okkar i vestrænu samstarfi. Við eigum samleið með hinum vestrænu lýðræðisþjóðum á svo ótal mörgum sviðum, menningarlegu og efnahagslegu og lifs- skoðanir og viðhorf eru þeim skyldari en hinum, sem fjær okkur eru. Þar með er ekki sagt, að við eigum ekki að gera okkur far um að ástunda góð samskipti við allar þjóðir, sem við þurfum eitthvað að hafa saman við að sælda, hvort sem þær eru i austri eða vestri og hvaða stjórnarfar og hagkerfi, sem þær hafa. Sé fullrar sanngirni gætt hafa Bandarikjamenn reynzt okkur öllum þjóðum betur. Það er þvi mjög óvænlegur áróður, sem viss öfl hér i landinu hafa rekið og reka enn gegn þeirri þjóð. Menn eru oft æði fljótir að gleyma þvi, sem þeim er vel gert, og svo er stundum um þjóðir lika. Eru ekki margir búnir að gleyma þvi núna, hve stórkostlegrar aðstoðar við Islendingar nutum af Marshallhjálpinni? Á þetta var minnt fyrir skömmu i ágætu erindi, sem Vil hjálmur Þór, fyrrum utanrikisráðherra, flutti i Rótaryklúbbi Reykjavikur i vetur og siðar var birt i Morgunblaðinu. Hann gat þess að á árunum 1948- 1953 fengum við 36 milljónir og 650 þús. dollara, og af þvi var beint gjafafé 30 milljónir dollara. Fyrir þetta gátum við ráðizt. i nauðsynlegar framkvæmdir, sem við að öðrum kosti hefðum ekki haft tök á að gera. Og undir þessi orð hans munu margir geta tekið, sem vilja hugsa og lita i málin með sanngirni: ,,Mér þykir rétt að bera fram þá spurningu til hvers og eins, sem hér er staddur, hvernig væri umhorfs á Islandi i dag, ef stuðnings og skilnings Bandarikjanna á þörfum okkar hefði ekki notið hér á landi? Hver heilvita maður hlýtur að sjá glögg- lega fyrir augum sér svar við þeirri spurningu”. Og við þetta má bæta annarri spurningu: Hvernig væri umhorfs i Vestur-Evrópu og viðar i dag, ef aðstoðar Bandarikjanna hefði ekki notið, til þess að reisa þessi lönd úr rústum eftir heimsstyrjöldina? Björn Ólafsson sem var viðskiptamálaráðherra, þegar Marshallaðstoðin kom til sögunnar sagði þetta um hana: „Marshallaðstoðarinnar mun ætið minnzt sem eins hins merkasta og stórkostlegasta átaks, sem veraldarsagan getur um til að rétta við og bæta efnahag hálfrar heimsálfu með framlögum eins stórveldis.” Og vonandi rætast þau orð hans, að íslendingar minnist Marshallaðstoðarinnar lengi með þakklæti og allrar þeirrar vinsemdar, aðstoðar og skilnings, sem Bandarikin hafa sýnt okkar þjóð. Flugfélögunum bannað að greiða lausnargjald? Eftirlit með flugvélum miklu strangara eftir „skelfingardagana" ,,Það heföi lfklega veriö auö- veldara aö sleppa út úr San Quentin-fangelsinu en aö komast um borö i bandariska fiugvél”, þá daga, sem skelfingin var mest vegna sprengjuhótananna. Þannig lýsir timaritiö Times þvi ástandi, sem skapaöist, eftir að hinn ókunni skelfir flugfélaganna, eöa kannski heill flokkur bófa tók að ógna félögunum, sprengjur fundust og ein flugvél sprakk áöur en hún átti aö ieggja af stað, hlaöin farþegum. Siöan hafa komið til framkvæmda strangar reglur og ráðstafanir stjórnvalda til aö minnka hættuna og gera ræningjum erfiðara um vik. Jafnvel er talaö um að banna flugfélögum aö greiða ræningjum lausnargjald. Fulltrúar 29 flugfélaga voru kvaddir til Washington á fund samgönguráðherrans Volpe. Ráðherra sagðist hafa i athugun að banna flugfélögum að greiða lausnargjald. Slikt bann hefði það gildi að það yrði auglýst, þannig, aö hugsanlegir fíugvéla- I ræningjar og fjárkúgarar mundu vita, að hverju þeir gengju fyrirfram. Reyndar má búast viö, aö einhver „gerði til- raun” og reyndi á, hvort stjórn- völd og flugfélög stæðu við þetta bann, og hvernig mundu menn bregðast viö hótun ræningja með fulla farþegaflugvél á sinu valdi? Fyrir Volpe hlyti að vaka, ef af þessu yrði að taka þá áhættu t að ræninginn sprengdi flugvélina i loft upp með manni og mús. Eftir eitt slikt tilvik eða tvö mætti kannski búast við, að færi að draga úr áhuga þeirra, sem langar til aö verða rikir með þessum hætti. hver veit? /,Flugmarskálkar" betur komnir á jörðu niðri. Fyrst um sinn verður slikt bann ekki sett, enda hefur skelfingin liðið hjá i bili. Aðrar aðgerðir hafa hins vegar verið fram- kvæmdar. Benjamin 0. Davis aðstoðar- Þota flugfélagsins Trans World Airlines eftir sprenginguna á flugvelli I Las Vegas. Hafa ,/Vonað það bezta". Flugfélagamenn hafa jafnvel sagt, að skelfingin hafi verið „dulbúin blessun” og „fátt sé svo með öllu illt....” Eftir þetta færu flugfélögin að taka öryggismálin fastari tökum, en i reynd hafa þau oft látiö reka á reiðanum og „vonað það bezta”. John Shaffer i bandarisku flugmálastjórninni segir, samkvæmt Time, að nú verði markmiðið „hreinn” farangur, „hreinn” póstur, „hreinn” farmur og „hreinir” farþegar, það er, að séð verði um að hvergi leynist sprengja eða annað vopn Þó segjast banda- riskir flugmálastjórnendur ekki munugripa til þeirra ströngu að- gerða, sem sums staðar tiðkast i Evrópu, svo sem að heimta nafn- skirteini af öllum og heimila likamsleit. Málmleitartæki á 90 þús, og hundar kosta meira. Hins vegar stendur til að fjölga mikið leitartækjum á flugvöllum, hundum og starfsliði til að leita i flugvélum og gæta þeirra og vera viðbúið að rann- saka farangur, þegar þurfa þykir. Allt þetta kostar mikið fé. Tækin, sem eru notuð til að finna, hvort menn eru með málma á sér, kosta til dæmis um 90 þúsund krónur stykkið. Þau eru enn sem komið er fremur sjaldgæf á flugvöllum, og þarf eitt eða fleiri að vera við hvern útgang, ef vel á að vera. Þjálfaðir hundar eru dýrir, eins og við þekkjum af okkar hass- hundi, og munu þeir kosta tölu- vert meira en hin vélrænu leitar- tæki. Við þetta bætist svo kostn aður flugfélaganna vegna aukins starfsliðs. Deilt um, hver eigi að borga brúsann. Fyrst og fremst felst mikill kostnaður i þeim töfum, sem yrðu óhjákvæmilega vegna aukins eftirlits. Flugfélögin segja, að verulegur hluti af eftirlitinu sé verkefni hins opinbera, lögreglu- mál, og beri félögunum ekki aö standa undir þeim kostnaði. Svo að deilt er um, hver skuli borga brúsann. Þingið mun væntanlega koma til skjalanna. Til greina kemur að taka til þess fé, sem ætlað var til stækkunar flugvalla. Flugvellir verða að setja upp girðingar og flóöljós i auknum llllllllllll m Umsjón: Haukur Helgason mæli, svo að unnt verði að gæta flugvélanna betur. Time bendir, á að öryggi á flug- völlum muni þó alltaf fyrst og fremst velta á árvekni starfs- manna flugfélaganna sjálfra. Þorri þjóðarinnar, sem ferðast meira og minna með flugvélum, mun vafalaust heimta, að fyrir- byggt verði, að sams konar skeldingarástand skapist og var fyrir rúmri viku, þóttsumir segðu þá „Ég fer yfirum, ef mér er það ætlað.” Hundar eru enn dýrari en vélrænu leitartækin. ráðherra hefur hvatt flugfélögin til að taka upp þá aðferð að leyfa starfsmanni aldrei að fara um borð i flugvél, nema með honum sé annar starfsmaður. Þótt ekkert hafi sannazt i þvi efni, þykir liklegt, aö starfsmenn hafi komið sprengjum um borð i flug- vélar, þar sem þær fundust „skelfingardagana”. Væri þá sennilegt, að þeim hafi verið mútað til þess af glæpaflokknum. Stjórnvöld telja, að flestir þeir 1300 lögreglumenn eða „flug- marskálkar”, sem hafa verið i bandariskum flugvélum að und- anförnu til að koma i veg fyrir flugvélarán, séu betur komnir á jörðu niöri sem hluti af öryggis- eftirliti þar. Caravelleþotu á leið frá Róm til Milano var rænt af 50 húsmóður fyrir skömmu. Vélinni var snúið til Miinchen, en þar var frúin gómuö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.