Vísir - 18.03.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 18.03.1972, Blaðsíða 7
Visir. Laugardagur 18. marz 1972. 7 KI RKJAi Ferming, — fermingargjafir, fermingarveizlur eftir Oskar J. Þorláksson Um langt skeið hefur ferm ingardagurinn verið mikill hátiðisdagur i lifi unglinga og- markað timamót i ævi þeirra. Meðan almenn fræðsla var ekki mikil i landinu, var kristindóms- fræðslan töluvert veigamikill þáttur, en hin siðari ár hefur þetta hlutfall nokkuð raskazt, kristindðmnum i óhag, og telja margir að þar sé að leita orsaka að mörgum vandamálum i lifi nútimakynslóðarinnar. Þar sem fermingarundir- búningi er að ljúka hér i Reykja vik og fermingarnar á næstu grösum skal ekki rætt um ferm ingarundirbúninginn eða gildi athafnarinnar, heldur skal farið Sr. Óskar J. Þorláksson. hér nokkrum orðum um þær ytri siðvenjur, er tiðkast i sambandi við fermingar, svo sem ferm ingargjafir og fermingar veizlur, ef það mætti verða ein- hverjum til ihugunar og leiðbein- ingar. Þvi er ekki að leyna, að hér er um nokkurt vandamál að ræða og áhyggjuefni margra foreldra. Kirkjan vill leggja rika áherzlu á, að allar ytri siðvenjur i sam bandi við fermingar séu sem ein- faldastar og skyggi ekki á and- legt gildi fermingarinnar. Flestir prestar leggja á þetta rika áherzlu við fermingarbörnin og foreldra þeirra, þegar Jietta ber á góma, og það er ekki að vilja prestanna, að stofnað sé til iburðarmikilla veizluhalda j sam- bandi við fermingar eða börn unum gefnar stórar peninga upphæðir eða óhófslegar ferm ingargjafir. Þar sem þetta á sér stað rýrir það andlegt gildi ferm- ingarinnar, eða eyðileggur and- leg áhrif hennar með öllu. Hins vegar hefur það lengi tiðk azt, að fermingardagur barn anna hafi verið fjölskylduhátið og þau hafa verið glödd á þessum degi, eins og tiðkazt hefur við önnur hátiðleg tækifæri i lifi manna. En hér er vissulega vandratað meðalhólfið. Ef gefa ætti einhverjar bend ingar i þeim efnum, þá væri mjög æskilegt, að fermingar- gjafir væru gagnlegar og börn unum til ánaégju. Gott er að fjölskyldur leggi saman i slikar Sr. Gisli Brynjólfsson ásamt fermingarbörnum. gjafir, en láti alls ekki hendingu ráða, hvað hver og einn velur. Peninga ætti siður að gefa, nema börnin hafi sýnt, að þau kunni með fé að fara eða foreldrar fái að hafa hönd i bagga með þvi, hvernig þau fari með fé sitt. A siðari árum hefur bættur efna- hagur fólks orðið til þess, að sumt fólk hefur viljað sýna höfðingskap sinnmeðdýrum og jafnvel óhófs- legum gjöfum, sem litið hagnýtt gildi hafa haft fyrir unglingana og veitt þeim takmarkaða ánægju. Fermingarveizlur ættu alltaf að vera bundnar við heimili barn- anna og helzt aldrei að vera á opinberum veitingahúsum. Aðeins nánustu fjölskyldumeð- limirog nánustu vandamenn ættu að taka þátt i slíkum fagnaði, sem þá miðaðist við stærð húsnæðis og aðrar aðstæður. Ef stofnað er til veizluhalda á veitingahúsum, hlýtur kostnaðurinn alltaf að verða meiri og venjulegast allt annar blær yfir þeim fagnaði. Það liggur i hlutarins eðli, að fermingin hefur alltaf nokkurn kostnað i för með sér t.d. i sam- bandi við fatnað fermingarbarn- anna, sem þó er ekki aðeins vegna fermingarinnar, og annað sem hér hefur verið nefnt. En hér ber að stilla öllu i hóf, og Jiað er fráleitt að stofna til skulda eða efna til dýrra veizluhalda — til þess að tolla i einhverri imynd aðri tizku, enda bendir margt til þess, að unglingar nú á dögum kæri sig alls ekki um iburðarmikil veizluhöld. Ég vil hvetja foreldra til þess að ihuga þetta allt vandlega. þegar það undirbýr fermingarnar i vor. Tilgangur fermingarinnar er að leiða unglingana til samfélags við Jesúm Krist og gera ferm- ingardaginn að minnisstæðum andlegum hátiðisdegi i lifi barn- anna, en láta hann ekki drukkna i dýrum veizluhöldum eða meira eða minna fánýtum fermingar- gjöfum. Óskar J. Þorláksson. Vökunótt í Vatnsdal Þegar fundur var haldinn i Vatnsdal til að ræða um skiptingu á gjafakorni frá Bretlandi, sem i sveitina barst i harðindunum miklu, 1882, komu fram tvær stefnur i málinu: Önnur, að skipta eftir skepnutölu: þeirri stefnu fylgdu efna- bændurnir og nokkrir aðrir. En hin, að skipta eftir efnahag og ástæðum manna. Þeirri stefnu fylgdu þeir Lárus Blöndal sýslu- maður og Hjörleifur prófastur Einarsson. Eftir langt þras og deilur um hvernig skipta ætti, voru þessar tillögur bornar upp til samþykkta. Varð sú tillaga ofan á, að skipting færi fram eftir skepnutölu á fóðri. Þessari niður- stöðu hafði sira Hjörleifur reiðzt mjög mikið. Hafði hann risið úr sæti sinu og sagt, að þetta væri að misnota drenglyndi hinnar brezku þjóðar, þeirrar þjóðar, sem hefði rétt bróðurhönd yfir hafið snauðu fólki og þurfandi, en nú væri svo komið, að hinir rikustu fengju mest á kostnað hinna snauðu. Jafnfram hefði hann lýst þvi yfir, að samkvæmt þessum væntanlegu skiptum mundi hann láta hirða það, sem sér bæri, en ekki handa sér. Hafði hann verið orðinn mjög reiður og rokið út af fundinum og inn i bað- stofu og vakti vinnumann sinn, og bað hann að nái i reið hest sinn og leggja á hann. Úti var dimm vetrarnótt og norðan hríðarveður. Þegar hesturinn kom, var prófasturinn ferðbúinn: rauk hann á bak og reið i spretti út i koldimma vetrarnóttina. Um morguninn kom hann heim, og var þá rólegur sem ekkert hefði i skorizt. Nokkrum dögum siðar fréttist, að hann hefði riðið um nóttina inn i dalinn og skipt slnum hlut af gjafavörunum á milli fátæks fólks, er bjó við slæm heyskaparskilyrði. Litlu siðar fréttist um dalinn, að Lárus Blöndal sýslumaður heföi einnig skipt sinu gjafafóðri upp á milli fátæks fólks i dalnum. Um leið og frásögn þessi skýrir frá niðurstöðum þessa fundar, sýnir hún meira og fleira. Hún greinir frá þvi, hvernig tveir hátt- standandi áhrifamenn fóru að þvi að móta þá samtið/er þeir lifðu með, með sinu eigin fordæmi, með þvi að gjöra allt, sem þeir gátu til að halda uppi rétti hinna minnimáttar. A peningamæli- kvarða voru báðir þessir menn vel efnalega sjálfstæðir, en hvorugur rikur — nema af hjarta- gæzku og drenglyndi. Úr grein i Sunnudbl. Visis 20.2. 44 e. Þorst. Konráðsson. Sr. Hjörleifur Einarsson BÆN Þessi erindi eru úr ljóðinu Bæn eftir Grétar Fells, sem birtist í Óðni 1921. Lýs mér guð og lát mig heim leiðina til þin finna. Girnist ég ei gull né seim, ég girnist það að komast heim, heim til föðurhúsa þinna. Þangað vil ég sækja sjóð — sælu góðra barna þinna, þangað sækja Ijós i ljóð, — Hf i dauða: þenna sjóð, þarf ég umfram allt að finna Allt, sem hef ég.áður misst, yndi horfið vona minna, — sannleikann og sjálfan Krist, syndum i er hef ég misst, þarf ég untfram aUt að finna. VISIR AUGLÝSINGA- DEILD ER AÐ HVERFIS- GÖTU 32 SIMI cflúl íSÍ3C3C3C3C3KSC3£JC3C3CJC3C%3C3C3C3C3CJCS LOEWE0OPTA Höfum fyrirliggjandi LOEWE OPTA radiófóna og stereósett. Varahluta og viðgerðarþjónusta. SkólðvBrBuitíg 10 • Reykjavlk • SlmI 10450 Otvarpsvirkja MEISTARl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.