Vísir


Vísir - 25.03.1972, Qupperneq 3

Vísir - 25.03.1972, Qupperneq 3
Vísir. Laugardagur 25. marz 1972. 3 Kaupa Loftleiðir ,,Ég veit ekki, hvort Loftleiðir ætla að kaupa Hoeing 747 þotu (Jumbó) — enn hafa þeir ekki hrakið okkur af landinu — en þeir hafa heldur ekki leitað neitt til okkar vegna slikra kaupa”, sagði Weaver, starfsmaður Boeing—flugvélaverksmiðjanna bandarisku, sem hér á landi er nú staddur ásamt tveimur öðrum út- sendurum Boeing. Eru þeir félagar hingað komnir til að kynna Loftleiðum gerð og skil- mála i sambandi viö risaþotuna. ,,Við höfum ekki sent Loft- leiðum eitt einasta bréf vegna kaupa á Boeing 747 — og þeir ekki okkur. Þetta vil ég að allir geri sér ljóst — eins og Nixon segir, nema hvað ég er verzlunarmaður en ekki pólitikus, og þess vegna er þetta satt sem ég segi”. Sagði Weaver, að nú hefðu Boeing — verksmiðjurnar sent á stúfana lið 11 sölumanna til ýmissa staða i heiminum, og væri markmiðið að kynna þotuna hugsanlegum kaupendum, ,,og við litum svo á, að vöxtur Loft- leiða hafi verið þvilikur siðustu ár — og verði svo mikill næstu ár, að það reki að þvi i náinni framtið að félagið fái sér Jumbo—þotu.” Boeing 747 farþegaþotur hafa verið framleiddar og seldar nú um tveggja ára skeið, og munu nú liðlega 200 slikar i notkun. Flestar vitanlega hjá stóru flugfélög- unum, en mörg minni félög hafa þegar keypt sér eina eða tvær, eins og t.d. SAS, sem á nú eina Jumbó. „Salan i risaþotunum hefur aðeins dottið niður upp á sið- kastið, vegna þess að flugfélög hgfa orðið að kaupa meira af minni þotum”, sagði Weaver, ,,fyrst i stað framleiddum við átta 747—þotur á mánuði, núna framleiðum við innan við sjö á mánuði, og við sjáum fram á, að við munum fljótlega framleiða aðeins tvær á mánuði. Þessi er þróunin i farþegafluginu nú, en á eflaust eftir að breytast aftur fljótt”. Og kannski kemur að þvj að Loftleiðir kaupi. Þeir Loftleiða menn vilja litið gefa út á hugsan- lega risaþotuverzlun, enda svolitið meira en að segja það, er snara þarf út tugmilljónum. Ein Jumbolþota mun kosta um 25 milljónir dollara — sem mun vera talsvert meira en tveir mill- jarðar islenzkra króna. Bókmenntapólitík efni i skáldsögu Hreiðrið nefnist ný skáldsaga eftir óiaf Jóh. Sigurðsson scm i gær kom út hjá bókaútgáfunni Ileimskringlu. í gær kom einnig út hjá forlaginu fyrsta bindi af Ijóðasafni Jóhannesar úr Kötlum sem alls mun verða 7—8 bindi. Hreiðrið er fyrsta nýja skáld- sagan sem Olafur Jóh. Sigurðs son gefur út siðan 1955 að Gang virkið kom út. Undirheiti sög- unnar er „varnarskjal” og hún fjallar um miðaldra rithöfund sem haldið er fram að „hafi staðnað fyrir aldur fram, svo sem titt er um islenzka rithöfunda, sé þurrausinn liðlega hálfsextugur, búinn að vera eins og það er kallað,” eins og segir á fyrstu siðu i sögunni. Þetta er samtimasaga, sagði Sigfús Daðason hjá Heims kringlu, þegar blaðið spurðist nánari frétta ef efni sögunnar, og fjallar töluvert um bókmenntir og bókmenntapólitik á liðandi stund. 1 fyrsta bindi af ljóðasafni Jóhannesar úr Kötlum eru tvær fyrstu bækur hans, Bi bi og blaka og Álftirnar kvaka sem komu fyrst út árin 1926 og 29. Að sögn Sigfúsar Daðasonar verður ljóða- safnið 7-8 bindi alls, tvö ljóðasöfn i hverju bindi. Ætlunin er að minnsta kosti tvö bindi komi á ári og næsta bindi safnsins komi út þegar i vor. Skarst á hálsi og höku Maður nokkur sem var að skemmta sér á Sögu i nótt 'varð fyrir þvi óhappi að brjóta ofan af glasi sinu. Sjálfur tók hann ekki eftir óhappinu, en kunningi hans er sat við borðið reyndi að vekja athygli hans á hættunni með þvi að taka um hönd hans. Vinurinn streittist á móti og enduðu átökin með þvi að hann gaf sjálfum .sér utan undir með glasbrotinu. Skarst hann talsvert á hálsi og höku og þurfti að sauma sár hans saman. Að öðru leyti var fremur róleg nótt hjá lögreglunni. —SG Weaver og félagar hans frá Boeing boðuðu islenzka blaða menn á fund ásamt flug- málafólki og sýndu þeim kvik myndir um Jumbó—þotuna og reyndu af frábærum söluhæfi- leika að sannfæra blaðamenn um að nú dygði Loftleiðum ekki annað en fá sér risaþotu. Hafa þeir félagar nokkrum sinnum komið hingað til tslands i þessum erindagjörðum og eiga likast til eftir að láta sjá sig hér oftar. —GG. Þegar Sveinn Björnsson list- niálari byrjaði að mála rétt rúm- lega tvitugur, var það um borð i llafnarfjarðartogurum á stór sjóum á Halamiðum. Þá varð liann að festa strigann upp á vegg til að geta sinnt fristundagamn inu á frivöktum. Siðan sté hann villtan dans i takt við ölduna um leið og hann festi á strigann sjó- nianiiinn i liildarleik sinum við hafið. Siðan eru liðin 24 ár, og i dag er ungi maðurinn með stýrimanns- prófið hættur sjósókninni, en hefur yfirumsjón með rann- „Oft langaði mig að kasta búningnum og fara að mála - segir Sveinn Björnsson, listmálari og rannsóknarlögreglumaður i Hafnarfirði sóknarlögreglumálum þeirra i Hafnarfirði og raunar i Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Og enn getur það reynzt vandasamt að mála, jafnvel á þurru landi. Sveinn var i vetur að glima við stærsta vatnslitamálverk sitt og liklega stærsta verkið, sem inn lendir málarar hafa málað með vatnslitum, 1.65 sinnum 1.40 metrar að stærð. ,,Eg varð að leggja það á gólíið, lá á hján um og skreið um allt gólfið”, sagði Sveinn, þegar blaðamaður hitti hann að máli i hinum vist- lega kjallara Norræna hússins i gær. ,,Það bjargaði mér, að ég gat hnuplað púðunum Irá frúnni meðan hún svaf.” Sannarlega hefur stökkbreyting orðið hjá Sveini, siðan sjómennirnir og störf þeirra voru yrkisefnið. Enda hafa miklar breytingar orðið á flestu á þessum 24 árum, lika Sveini og túlkun hans. „Ég kann þvi vel að vera svona tviskiptur”, sagði Sveinn, „lögreglumaður á daginn, list- málari á kvöldin og nóttunni, en oft var það hérna áður fyrr, að mig sárlangaði til að fleygja frá mér lögreglubúningnum og fara að mála. í Norræna húsinu sýnir Sveinn nú 69 vatnslitamyndir, sumar frá 1968, en flestar eru vinna hans lrá undanförnum tveim árum, og i dag kl. 14 opnar hann sýninguna, sem verður opin til páska. Og ekki er Sveinn þar nteð búinn að algreiða sýningar ársins, þvi þegar sýningu hans lýkur, þarf hann að ganga frá myndum, sem eiga að lara á alþjóðlega sýningu i Júgóslaviu, en þar ntunu lista- menn frá 70 löndum sýna verk sin á Biennal. —JBP— Beint á œfingu af flugvellinum Það var ekki til setunnar boðið fyrir unga listafólkið sem kom til Keflavikurflugvallar i fyrradag. Ileim, — og siðan beint á æfingu lijá Pólýfónkórnum. Það voru þau Gunnar Kvaran, Guðný Guð- mundsdóttir og Unnur Svein- björnsdóttir, sem hér eru á myndinni, sem voru koniin utan lands frá til að taka þátt i flutn ingunum á Matthcusarpassiunni með Pólýfónkórnum. i gærkvöldi kom svo Sigurður Björnsson frá þýzkalandi sömu erindageröa. Júmbó? VÍSIR á mánudegí greinir frá íþróttaviðburðum helgarinnar Pyrstur meó fréttimar VÍSIR

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.