Vísir - 25.03.1972, Síða 16
visrn
Laugardagur 25. marz 1972.
17 árekstr-
ar í gœr
Veðrið var ekki beinlinis hlið-
hollt gangandi vegfarendum i
gær, rok og rigning. En þeir, sem
akandi voru, virðast hafa tekið
veðrið mun nær sér. Arekstrar
voru einir 17 i Reykjavik i gær-
dag, og er hætt við, að þar hafi
margir misst sinar 7.500 krónur.
Engin slys urðu á fólki i þessum
ákeyrslum, en bilarnir skemmd-
ust meira og minna.
— SG
Sérmálin enn óleyst
í stríði við
rangan aðila
v.Við teljuin að auglýsingunni
sé beint gegn röngum aðila, þar
sem við ákveðum ekki kaup og
kjör þeirra sem vinna hjá rikis-
stofnunum” sagði Guðjón Guð-
mundsson skrifstofustjóri Itaf-
magnsveitna rikisins i samtali
yið Visi i gær. f>að var Tækni-
fræðingafélag islands.scm beindi
þeim cindregnu tilinælum til
félagsmanna, að þeir licfðu sam-
band við skrifstofu Tæknifræð-
ingafélagsins. áður en þeir réðust
tilstarfa hjá Rafmagnsveitunum.
„Þessi auglýsing er sennilega
tilkomin vegna ráðningar tækni-
fræðings fyrir skömmu” sagði
Guðjón. „Félagið telur, að hann
fái minna kaup en tæknifræðing-
um ber, en það hefur ekki gert
neina beina kjarasamninga við
rikið."
Jónas Guðlaugsson er varafor-
maður Tæknifræðingalélagsins.
Hann vildi litið um málið segja og
taldi likur á, að það leystist fljót-
lega. Jónas sagði, að svona aug-
lýsingar væru algengar erlendis,
þótt þær væru fátiðar hér. Ilann
, kvaö samninganefnd BSRB hafa
samið um launamái tæknifræð-
inga, sem vinna hjá rikinu, og nú
hefði komið upp tilfelli, sem
Télagið teldi brjóta i bága við
samninga.
Höskuldur Jónsson hjá fjár-
málaráðuneytinu sagöi málið
ekki hafa kpmið til kasta launa-
máladeildar.
—- SG
Eta slikk fyrir
400 kr. á dag
Ungmenni i 2. bekk L i Lauga-
lækjarskóla neituðu sér um sæl-
gæti i 4 daga, en gáfu andvirðið til
Hjálparstofnunarinnar. Afrakst-
urinn reyndist 1.580 krónur, og er
myndin tekin, þegar peningarnir
voru afhentir. Unglingarnir á
myndinni eru Dttó Guðjónsson,
Katrin Dóra Valdimarsdóttir,
Þóra Björg Þórisdóttir, Jófriöur
Hanna Sigfúsdóttir og Tómas
Jóhannesson. —SG
Verkalýðsforystan orðin óþolinmóð, enda tveir og hálfur mánuður frá því
að sérsamningium átti að Ijúka
Verkalýðsforingjarnir
eru nú að verða heldur
langir i framan vegna
seinagangs, sem verið
hefur í sérsamningum við
atvinnurekendur. Eins og
skýrt hefur verið frá var
samið um það i byrjun
desember að Ijúka sér-
samningum fyrir 15.
janúar, og var það sam-
komulag einn stærsti liður
þess, að unnt reyndist þá
að afstýra allsherjar
verkfalli á elleftu stundu.
Þegar samkomulagið var gert
i byrjun desember, voru margir
raunar vantrúaðir á, að unnt
reyndist að ljúka sérsamning-
unum fyrir 15. janúar, en fáir
munu þá hafa trúað, að sér-
samningarnir frestuðust um 2
1/2 mánuð, eins og riú hefur orð-
ið raunin á. Enginn asi mun enn
vera kominn i samningaþrefið,
þannig að búast má við, að enn
muni liða nokkur timi, þar til
sérsamningunum lýkur.
Ýmislegt hefur orðið til þess
að draga sérsamningana á lang-
inn. Farmannaverkfallið og
samningaþófið i sambandi við
það tók mikinn tima fulitrúa
vinnuveitenda ijanúar. Eftir þá
gengu samningaviðræðurnar
hægt, enda engin verkfallshótun
til að reka á eftir mönnum. Nú
undanfarið hafa veikindi i
verkalýðsforystunni nokkuð
dregið úr hraðanum i samn-
ingaviðræðum. Björn Jóns
son, forseti ASI gar lagður inn
á sjúkrahús með brjósklos i
hrygg, og hefur Alþýðusam-
bandið þvi verið forsetalaust að
undanförnu, en enginn varafor-
seti er nú i ASt, sem getur leyst
forseta af, eftir að Hannibal
sagði af sér sem forseti við
stjórnarskiptin og Björn, sem
var varaforseti, tók við forseta-
starfinu.
Þá veiktist Eðvarð Sigurðsson
formaður Dagsbrúnar, heiftar-
lega á laugardaginn og var
lagður inn. Hann mun nú vera á
batavegi, en verður úr leik
a.m.k. næstu vikur.
Þess má geta, að ASt verður
áfram forsetalaust um tima, þó
að Björn hafi verið útskrifaður
af spitalanum, þar sem hann og
Guðmundur Garðarsson for-
maður V.R., fara i nokkurra
vikna kynningarferðalag til
Bandarikjanna i boði þarlendra
aðila.
Vegna þess að sérsamningum
er enn ekki lokið milli ASI og
vinnuveitenda, hefur ekki verið
unnt að ganga frá sérmálum
ýmissa verkalýðsfélaga úti á
landi i samningum við atvinnu-
rekendur þar, þar sem verka-
lýðsforystan telur sig hafa
bundnar hendur, þar til kominn
er botn i málin hér i Reykjavik.
-VJ
Fórnarvakt við
„ríldð" í gœr
Yið viljum fyrst og gremst
vekja athygli fólks á, hvað and-
virði álengis pess, sem pao æuar
sér að neyta um helgina, getur
lijálpap mörgurn, sem búa við
skort”, sögðu nokkrir skipti-
nemar þjóðkirkjunnar, scm stóðu
við dyr útsölunnar i Laugarási i
gær.
—Ha, jú sjálfsagt að fá eintak,
enda er ég búinn að verzla. . .
Þeir, sem lögðu ieið sina i rikið,
fengu afhent fjölritað blað og stóð
á þvi m.a., að andvirði einnar
áfengisflösku gæti fætt 32 ibúa
Bangla Desh i einn dag. Skipti-
nemarnir höfðu einnig meðferðis
ilát undir framlög til fórnarvik-
unnar, og einstaka áfengiskaup-
endur létu eitthvað af hendi rakna
i söfnunina.
Fórnarviku kirkjunnar lýkur á
morgun, og er þvi enn tækifæri til
að leggja fram fé i söfnunina.
—SG.
Rosi á miðum
Þcir hafa vcriö að fá frá fjórum
og allt upp i 49 tonn, netabátarnir,
sem eru á eftir þorskinum i Faxa-
flóa.
Langflestir báta héðan úr
Reykjavik, Hafnarfirði og af
Akranesi halda sig undir Jökli, og
þar hefur aflinn verið allsæmileg-
ur.
Þeir láta hins vegar verr af sér
Suðurnesjamennirnir, þeir hafa
talsvert verið að hjakka út i
Kanti, sem kallað er og þar hefur
hann verið tregur, samt hafa þeir
fengið nokkuð af ufsa með þorsk-
Aflinn i Breiðafirði hefur verið
svipaður og hér i Faxaflóanum,
að þvi Visi var tjáð i gærdag,
a.m.k. ekki siðri.
Netabátarnir hafa þvi að und-
anförnu gert þaö nokkuð gott, en
tregar gengur að fá þorskinn i
troll.
Uppundir 30 bátar munu nú
landa að staðaldri hér i Reykja-
vik, slangur af þeim landar jafn-
an i Hafnarfirði. Eftir hádegið i
gær brældi mjög á miðum, og
héldu þá flestir til hafnar að biða
af sér rosann. — GG
Ekki eins löng bið í myrkrinu
Rafmagnsveitan fœr tölvustýrt stjórnkerfi á nœsta ári
Við þurfuin ekki að biða eins
lengi eftir þvi, að rafmagnið komi
aftur á — i rafmagnsleysi næsta
árs. Þá er nefnilega gert ráð fyrir
þvi, að nýtt stjórnkerfi verði
komiö upp hjá Rafmagnsveitu
Reykjavikur. Þetta fullkomna
tæki, sem mun kosta milli 30 og 35
milljónir króna og ætlað er til
fjarstýringar á drcifikerfinu, cr
tölvustýrt, og á þvi verður sólar-
bringsvakt.
Aðalsteinn Guðjohnsen raf-
magnsstjóri sagði í viðtali við
Visi, að heimild hefði verið gefin
fyrir kaupum á þessu tæki.
Hagsmunirnir við notkun
þessa útbúnaðar eru tviþættir.
Annars vegar minnkar salan
minna hjá okkur vegna straum-
leysis og hins vegar sparar það
framleiðslutap i iðnaöi, sem
veröur vegna rafmagnsleysis.
Einnig þýðir það öryggi og
■ -,o
þægindi fyrir okkur, og siöast en
ékki siztreiknurri viömeð aö bæta
þjónustuna hjá notendum. Viö er-
um mjög spenntir að fá þetta
stjórnkerfi og vonum, að það
standi sig vel i bilunum.
Rafmagnsstjóri segir, að
stjórnkerfið, sem muni fjarstýra
aðveitustöðvunum, sem ‘ eru 11
talsins, muni geta stytt verulega
straumleysistima, þegar viðtækt
straumleysi er.
— t dag þarf að senda ménn i
allar aðveitustöðvarnar, þegar
slikt kemur fyrir og það tekur
sinn tima. Nýja kerfið styttir
þann tima, sem það tekur að
koma svæðum inn á aftur, ef
verulegur hluti af þeim fer úr
sambandi. Ef ein aðveitustöð fer
út, komum viö einnig notend-
unum fyrr i samband.
Stjórnkerfinu veröur komið
fyrir i bækistöð rafmagnsveit-
unnar i Ármúla og sýnir okkur á
einum stað ástand kerfisins á
hverjum stað fyrir sig.
Upplýsingar koma fram á sjón-
varpsskermi hjá okkur, og enn-
fremur berast stöðugt vélritaðar
upplýsingar frá kerfinu. Ollu
saman stýrir tölva.
Rafmagnsstjóri sagði einnig,
að stöðugt yrði fylgzt með álaginu
með nýja stjórnkerfinu.
—SB—