Vísir - 28.03.1972, Blaðsíða 10

Vísir - 28.03.1972, Blaðsíða 10
v i9u . hi lujuud^ui ao. ntarz. i»14. Spjallað um getraunir: Stórleikur umferðarinnar milli nr. 2 og 3 í 1. deild Það gat ekki farið hjá því að |12 réttir kæmu ekki á 12. get- raunaseðil ársins og reyndar urðu þeir fimm seðlarnir, sem starfsfólk getrauna fann i gær með öllum leikjunum réttum. Potturinn var hærri en undan- farið og kemur þvi i hlut hvers um 85 þúsund krónur. Með 11 rétta voru 146 og var þvi rétt á- gizkun prentarans hér i Blaða- prenti, sem var með 11 rétta, og sagði strax í gærmorgun. ,,Maður fær kannski fyrir einni, það verður ekki mikið meira". Og fyrir 11 rétta voru 1200 krónur. A þréttanda seðlinum rekur maður strax augun i stórleik umferðarinnar. Það fer ekki á milli mála, að hann verður i Derby, þvi þangað kemur Leeds i heimsókn. Liðin eru nú nr. 2 og 3 i 1. deild og eru raunverulega hin einu, sem geta gefið Manch. City keppni um efsta sætið. Og möguleikar þess liðs, sem tapar þessum leik i Derby á laugardaginn, minnka mjög i keppninni um meistaratitilinn enska. En þá skulum við snúa okkur nánar að einstökum leikjum. O Arsenal-Nott.Forest 1 Þrátt fyrir heldur slæmt gengi Ar- senal að undanförnu ætti liðið vel að ráða við neðsta lið deildarinnar, Nottm.Forest. t siöustu sex leikjum liðanna á Highbury i Lundúnum hefur Forest þó tvivegis náð jafntefli, en annað en heimasigur kemur ekki til greina nú. © Coventry-Manch. Utd. Coventry-liðinu hefur gengið afar illa að undanförnu — allt hefur gengið á afturfótunum siðan Noel Cantwell var rekinn sem framkvæmdastjóri liðsins og þeir Ian St. John og Tony Waiters hættu. Manch. Utd. ætti þvi að hafa þarna góða möguleika á sigri, þó svo liðinu hafi oftast gengið heldur illa i Coventry — aðeins unnið þar einu sinni — 1970 — siðan Coventry komst i l.deild 1968. En við reiknum þó með þvi, að Manch. Utd. vinni þarna sinn þriðja deildasigur i röð. 0 C.Palace-Southampton Þetta er afar þýðingarmikill leikur i fallbaráttunni — Palace hefur 24 stig, en Ðýrlingarnir 23 og hafa þeir leikið einum leik minna. Palace hefur unnið báða heimaleiki sina gegn Dýrlingunum i l.deild — 3-1 i fyrra og 2-0 árið áður, og við reiknum nú með sigri Lundúnaliðsins þó það skuli viðurkennt að leikurinn getur farið alla vega. Heimasigur. O Derby-Leeds 2 Leeds vann öruggan sigur i Derby i - fyrra 2-0 og i fyrri leik liðanna á þessu keppnistimabili vann Leeds góðan sigur 3-0. Þetta verður áreiðanlega mikill leikur, en leikreynsla Leeds- liðsins er svo miklu meiri að liðið ætti að ná sigri i þessum „taugaleik”. úti- sigur. 0 lluddersfield—Everton x Everton er mikiö jafnteflislið — alls 14 jafntefli á þessu leiktimabili og þarna virðist mikill möguleiki á þvi 15. t fyrra varð jafnt milli liðanna i Huddersfield. Jafntefli. 0 Ipswich—Chelsea x Þessi er erfiður! Það fer ekki á milli mála. Chelsea gerði jafntefli i Ipswichi fyrra 0-0 , en vann tvo leikina þar á undan — hefur sem sagt ekki tapað i Ipswich, siðan Suffolk—liðið komst aftur i 1. deild. Jafntefli nú þar sem Chelsea hefur gengið illa á útivelli að undanförnu, tapað þremur af siðustu fjórum útileikjunum. © Liverpool—WBA 1 IJverpool hefur hlotið 16 stig af 18 möguleikum i siðustu niu leikjunum og ætti að vinna WBA þrátt fyrir þá staðreynd, að Miðlandaliðið hefur tvö siðusta árin gert jafntefli i Liverpool. Heimasigur. 0 1 Manch.City—Stoke Manch.City hefur unnið Stoke fimm sinnum i siðustu sex leikjum liðanna á Maine Road i Manchester — aðeins tapað einum leik 1970. Annað en heimasigur kemur varla til greina nú. © Sheff.Utd. — Newcastle 1 Með betri völlum verður leikur Sheff.Utd. betri og liðið hefur verið sterkt á heimavelli — aðeins tapað þar tvivegis i deildinni i vetur. Liðin mættust ekki á siðasta keppnistima- bili, þar sem Sheff.Utd. var þá i 2. deild. Heimasigur. West Ham — Tottenham 1 Þetta er erfiður leikur fyrir Totten- ham, þar sem mikil keyrsla er á leik- mönnum liðsins. West Ham hefur lika unnið Tottenham þrisvar á heimavelli siðustu sex árin og tapað tvisvar, en vegna leiks Tottenham við AC Milanó 5. april reiknum við með sigri West Ham nú. (D Wolves—Leicester 1 Úlfarnir ættu að vinna Leicester i þessari innbyrðisviðureign tveggja Miðlandaliða. Liðin mættust ekki á siðasta leiktimabili — Leicester 'var þá i 2. deild — en 1969 vann Wolves 1-0 heima. Heimasigur. © Blackpool—Burnley x Leikur tveggja frægra Lancas hire—liða, sem oft hafa leikið i 1. deid — meðal annars á siðasta leik timabili og þá varð jafntefli 1-1 — en Tveir frægir kappar I ensku knattspyrnunni — Mike England, hvitkiæddur, míó- [?**u niður sl. vor. Þetta eru jöfn vörður Tottenham og Wales, og Derek Dougan, miðherji Úlfanna og Norður-ír- °S jafntefli afar sennilegt. lands og formaður samtaka atvinnumanna I knattspyrnu. —hsim. VIKINGUR SIGRAÐII VETRARM0TINU Vikingur varö sigurvegari í Vetrarmóti Knattspyrnuráðs Reykjavikur — hlaut átta stig — en síðustu leikir mótsins voru háðir á Melavellinum í gær- kvöldi. Þá sigraði Valur Fram með 2-1 og Vikingur vann Armann 4-2. Það leit þó ekki vel út fyrir Viking i byrjun, þvi eftir 20 min. stóð 2-0 fyrir Armann. Fyrst skoraði Jón Sigurðsson (Jóns- sonar, Viking) fyrir Armann og siðan fékk liðið vitaspyrnu, sem skorað var úr. En þá fóru Vikingar að taka við sér. Fyrst skoraði Ólafur Þorsteinsson og siðan Hafliði Pétursson þrjú mörk — en þessi markakóngur 2. deildar i fyrra hefur ekki leikið með Viking fyrr i mótinu vegna meiðsla. Úrslit i mótinu urðu þau, að Viking- ur hlaut 8 stig. Þóttur og Valur sex stig hvort félag, Fram og KR fjögur stig og Ármann tvö. — hsim. Jón Sigurðsson skoraði átta stig fyrir islenzka landsiiðið I körfuknattieik gegn Luxemborgariiðinu á sunnu- dag. Hér sést hann senda boltann i körfuna, og Þórir Magnússon (nr. 13) og Einar Boliason fyigjast spennt- ir með. Ljósmynd Astþór. Slátrarnir eru með fjóra landsliðsmenn i kvöld má reikna með mikilli baráttu á fjölum Laugardalshallarinnar, þegar þýzku „slátrararnir" frá Dortmund — Tus Wellinghofen — leikur gegn harðskeyttum Vals- mönnum, sem nú hafa endurheimt landsliðsmenn sína aftur. Annað kvöld leikur þýzka liðið svo við islandsmeistara Fram. Það helzta sem um þetta lið er vitað er að það leikur i norðurriðli l.deildarinnar i Þýzkalandi og varð nú i ár i 6.sæti. t þessum sama riðli leikur Hamborg SV, sem kom hér i boði Vikings fyrir skömmu. Lið þetta hefur það orð á sér, að leika harðan handknattleik og hefur af þeim sökum fengið á sig viðurnefnið „slátrarnir frá Dort- mund”. Sem dæmi má r;efna, að liðið var á keppnisferðalagi um Sviþjóð, áður en það hélt til Bandar. en það er nú á heimleið þjóð, áður en það hélt til Banda- rikjanna, en það er nú á heimleið þaðan með viðkomu hér og var fyrirhugað að það léki 4 leiki. En leikirnir urðu aðeins 2 vegna þess að tvö sænsk lið neituðu að leika við það. Þá má nefna að liðið hefur 4 landsliðsmenn. Heiner Möller, sem leikið hefur 46 lands- leiki og skorað 99 mörk. Hann lék gegn Norðmönnum i lok febrúar og skoraði 3 af 18 mörkum Þjóð- verja. Einnig má nefna Hans Peter Neuhaus, sem leikið hefir 58 landsleiki og skorað 26 mörk, Burkhard Gröning, sem leikið hefir 16 landsleiki og skorað 13 mörk, og Rainer Goswinkel, sem leikið hefir 6 landsleiki og skorað 6 mörk. i þýzku deildarkeppni voru þessir markahæstir fyrir Weliinghofen: Möller skoraði 44 mörk, Goswinkel skoraði 37 mörk, Gröning og Oberscheldt skoruðu 31 mark og Neuhaus skoraði 24 mörk. Leeds nólgast Man. City Einn leikur var háður í 1. deild- inni ensku í gærkvöldi og léku sniilingar I.eeds þá við Notting- ham Forest á heimavelli. Botn- liðið hafði litiö að segja i Leeds —liðið, sem er i miklu stuði um þessar mundir, og áður en lauk hafði knötturinn sex sinnum hafnað i marki Forest, en einu sinni i marki Leeds. 6-1. Að visu varð Forest fyrir þeirri óheppni, að markvörður liðsins Jim Barron slasaðist i siðari hálf- leik og var borinn af leikvelli. En það breytti ekki miklu um gang leiksins — Leeds hafði þegar skorað fjögur mörk, þegar Barron meiddist. Nú eru aðeins tvö stig á milli Manch. City og Leeds. Man- ch.City hefur 50 stig eftir 35 leiki og markatöluna 66-36, en Leeds er með 48 stig eftir 34 leiki og hefur miklu betra marka hlutfall en Manchester liðið eða 61-22J3erby er nú komið i þriðja sæti með 47 stig, einnig eftir 34 leiki eins og Leeds. Á Skotlandi voru tveir bikar- leikir, sem jafntefli varð i á laugardag. Hearts iék á heima- velli gegn Celtic, en það nægöi ekki. Celtic vann 1-0 og mætir Kilmarnock i undanúrslitum. Þá sigraði Rangers á heimavelli Motherwell 4-2 og leikur i undan- urslitum við Hibernian. Tottenham reyndi i gær að fá leik sinum við AC Milanó frestað um nokkra daga, vegna þess hve liðiö á marga leiki nú framundan um páskana. ltalska liðið féllst ekki á það og verður fyrri leikur liðanna i undanúrslitum UEFA—bikarsins því á White Hart Lane 5. april. Hins vegar tók enska deildin vel i málaleitun Úlfanná, sem einn ig er i undanúrslitum UEFA—bikarsins og leikur við ungverska liðið Ferencvaros. Deildaleikjum Úlfanna við Chelsea varð frestað til 12. april og við Nottingham Forest til 25. april. í 57. VÍÐÁVÁNGS- HLAUP ÍR-INGA Viðavangshlaup tR fer fram i 57. sinn á sumardaginn fyrsta — 20.april n.k. — og mun hefjast kl. 14.00 Hlaupaleiðin verður svipuð og áður. Hlaupið hefst á vestur- bakka Tjarnarinnar i Hljóm- skálagarðinum, en i honum verða hlaupnir um 800 m. en siðan verður hlaupið suður i Vatnsmýrina, hlaupinn þar hringur og endað með að hlgupa norður gegn um Hljómskála- garðinn og norður Frikirk- juveginn og endað við norðurhorn Menntaskólans við Tjörnina. Vegalengdin sem hlaupin verður, er um 3,3 - 3,5 km. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til þjálfara 1R Guðmundar Þórarinssonar, Baldursgötu 6, eigi siðar en að kvöldi sunnudagsins I6.april. Reykvísku unglingamir fengu uppreisn gegn þeim siglfirzku V — á unglingameistaramóti Islands í badminton um helgina Á Unglingameistaramóti islands í badminton, sem fór fram i Hafnarfirði um helgina, kom berlega í Ijós, að badmintoníþróttin er á mikilli uppleið hér á landi. Unglingarnir sýndu i heild betur en nokkru sinni áður, skemmtilegan og vel út- færðan leik og rómuðu hin- ar eldri kempur er á horfðu mjög leik unglinganna og töluðu um „glæsilega full- trúa þessarar fögru íþrótt- ar". Meiri þátttaka var i þessu móti en á nokkru unglingamóti hér til þessa, eða 69 þátttakendur, þar af 22 frá Siglufirði, 7 voru frá Akra- nesi en 40 úr Reykjavik. Margir spennandi leikir voru leiknir og þurfti oft að leika aukalotu til að úrslit fengust — sérstaklega var áberandi hversu úrslitaleikirnir voru jafnir og spennandi, af 15 úr- slitaleikjum þurfti að leika auka- lotu i 11 leikjum. Mótið hófst á laugardag, er for- maður Badmintonsambandsins Einar Jónsson, sétti mótið og keppendur gengu fylktu iiði inn i sal hins glæsilega iþróttahúss i Hafnarfirði. Strax að lokinni setningarat- höfn hófst mótið og voru alls leiknir 102 leikir. Af einstökum keppendum mótsins vöktu sérstaka alhygli þau Jónas Þ. Þórsson og Svan- björg Pálsdóttir K.R., en þau sigruðu bæði i öllum þrem grein- unum, sem þau tóku þátt i og fengu þvi þrenn gullverðlaun. Aldrei hefur þáttur K.R. verið stærriá sliku móti. Þess má geta, að Svanbjörg keppir nú i fyrsta sinn fyrir K.R., en hún hafði áður gert sinn hlut stóran á unglinga- móti sem Siglfirðingur. Af öðrum keppendum má nefna Þórð Björnsson, Siglufirði, en hann varð að visu að láta sér nægja þrjú silfur i þetta sinn, en hann og Jónas léku mjög skemmtilegan og vel útfærðan leik i úrslitum i einliðaleik. Þeir félagar úr T.B.R. Jóhann Kjartansson og Sigurður Kol- beinsson, skiptu bróðurlega með sér verðlaunum i sveinaflokki, fengu hvor um sig tvö gull og eitt silfur. í piltaflokki var Sigfús Ægir Árnason T.B.R. stóra nafnið, en hann ásamt Hannesi Rikharðs- syni léku einna mest spennandi leik mótsins gegn þeim Gunn- laugi Vigfússyni og Óttari Bjarnasyni frá Siglufirði. I tvi- liðaleik, sem lauk með sigri þeirra fyrrnefndu. Sigfús sigraði nokkuð léttilega Hrólf Jónsson Val, i úrslitum i einliðaleik, eftir að hinn siðarnefndi hafði unnið erfiða mótherja I hörku leikjum á fyrra degi mótsins. Reykvisku unglingarnir fengu nú nokkra uppreisn gegn þeim Siglfirzku, sem hafa borið ægis- hjálm yfir aðra keppendur á tveim unglingameistaramótum þar á undan. Þess ber þó að gæta, að miklar tilfærslur urðu hjá Sigl- firðingum á milli flokka nú i ár, þannig eru t.d. Þórður Björnsson og Gunnlaugur Vigfússon, sem báðir fengu þrjú gull i fyrra, nú á fyrsta ári i sinum aldursflokki. Þær siglfirzku reyndust einráð- ar i stúlknaflokki, en ungar stúlk- ur úr Reykjavik sigruðu i meyja- flokki. Að lokinni keppni'á sunnudags- kvöld, afhenti Einar Jónsson keppendum verðlaunapeninga, en veitt voru gull og silfur- verð- laun. Mótið fór i alla staði mjög vel fram og gekk fljótt og vel fyrir sig. Mótsstjóri var Sigurður Ág. Jensson. Hér fer á eftir úrslit i einstökum úrslitaleikjum: Einliðaleikur meyja: Kristin Kristjánsdóttir T.B.R. sigraði Elsu Ingimarsdóttir Val 7:11, 11:9, 11:4 Einliðaieikur sveina: Jóhann Kjartansson T.B.R. sigr- aði Sigurð Kolbeinsson T.B.R. 11:2, 4:11, 12:10. Einliðaleikur telpna: Svanbjörg Pálsdóttir K.R. sigraði Hrafnhildi Tómasdóttur Siglu- firði 11:6, 3:11, 11:3. Einliðaleikur drengja: Jónas Þ. Þórisson K.R. sigraði Þórð Björnsson Siglufirði 11:5, 3:11, 12:11. Kinliðaleikur stúlkna: Guðrún Pálsdóttir, Sigiufirði sigraði Mariu Jóhannsdóttur, Siglufirði 8:11, 11:7, 11:6. Einliðaleikur pilta: Sigfús Ægir Arnason T.B.R. sigr- aði Hrjólf Jónsson, Val 15:0, 15:3. Tvenndarleikur sveina og meyja.: Sigurður Kolbeinsson T.B.R. og Elsa Ingimarsdóttir Val sigruðu Jóhann Kjartansson T.B.R. og Bryndisi Bjarnadöttur, Val 18:17 og 15:13. Tvenndarleikur drengja og telpna: Jónas Þ. Þórisson og Svanbjörg Pálsdóttir, K.R. sigruðu Þórð Björnsson og Hrafnhildi Tómasdóttur, Siglufirði 17:14, 8:15, 15:1 Tvenndarleikur pilta og stúlkua: Gunnlaugur Vigfússon og Stella Matthiasd., Siglufirði sigruðu Sigfús Ægi Árnason og Steinunni Pétursdóttur T.B.R. 3:15, 18:14, 15:9. Tviliðaleikur nieyja:: Kristin Kristjánsdóttir og Margrét Adolfsdóttir, T.B.R. sigruðu Bryndisi Bjarnadóttur og Elsu Ingimarsdóttur, Val 15:11 og 15:8 Tviliðaleikur sveina: Sigurður Kolbeinsson og Jóhann Kjartansson T.B.R. sigruðu Sig- urð Blöndal og Stefán Birgisson. Siglufirði 10:15, 15:11, 15:7. Tviliðaleikur telpna: Iirafnhildur Tómasdóttir, Siglu- firði og Svanbjörg Pálsdóttir K.R. sigruðu Ilelgu Skúladóttur og Guðrúnu Blöndai. Siglulirði 15:7 og 15:7. Tviliðaleikur dreugja: Jónas Þ. Þórisson K.R. og Otto Guðjónsson T.B.R. sigruðu Þórð Björnsson og Hilmar Stefánsson, Siglufirði 11:15, 17:16. Tviliðaleikur stúlkna: Guðrún Pálsdóttir og Maria Jó- hannsdóttir, Siglufirði sigruðu Þórdisi Ingimarsdóltur og Steilu Matthiasdóttur, Siglulirði 15:9, 12:15, 15:11. Tviliðaleikur pilta: Hannes Rikharðsson og Siglús Ægir Arnason T.B.R. sigruðu Ottar Bjarnason og Gunnlaug Vigfússon, Siglufirði 15:5, 10:15, 15:8 Viðselj vondi fráviðurkenndum framleiðendum Við kaupum teppin, milliliðalaust, beint frá verksmiðju, í heilum rúllum og fáum þannig mun betra verð. Eigum á lager 12 gerðir, í yfir 50 litum, frá eftirtöldum framleiðendum: ÁLAFOSS, SHAW, BRISTALL, LANCASTER, BAR- WICK, WESTON, FEBOLIT. Við mælum gólfflötinn og þaulvanir fagmenn leggja teppin, veggja á milli, með stuttum fyrirvara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.