Vísir - 28.03.1972, Blaðsíða 12
12
Visir. Þriðjudagur 28. marz 1972.
TÍZKUVERZLANIR i Diisseldorf voru aö
kaupa sér nokkrar sýningarbrúður frá
Danmörku til að dubba upp i vortlzkuna,
.þegar að þvi kemur. Módelin að búðunum
tóku sér til gamans ferð með „tviförum”
sinum til Diisseldorf og komu með þvi
flugvallarstarfsmönnum i hinn mesta
vanda, þvi svo áþeggar voru brúðurnar og
módelin ásýndum, að vart var hægt að
greina á milli, hvaö væri úr plasti og hvað
af^holdi og blóði. Stúlkan til vinstri er
BrittTove, sem farið hefur með hlutverk I
„rúmstokks-myndunum” dönsku.
AÐ DANSKI ÞINGMAÐURINN Per
Hækkerup reykti vindla, hefur aldrei
verið neitt launungarmál. Hitt er annað
mál, að nýlega var þvi veitt athygli, að
hann tekur sér aldrei i munn aðra vindla,
en þá, sem merktir eru honum sérstak-
lega með „magabelti”, sem smeygt er
yfir vindlahringinn, sem fyrir var. Þegar
svo Hækkerup sér einhvern með vindil,
merktan sér, þarf hann ekki að fara i
neinar grafgötur með það, úr hvaða kassa
sá vindill er kominn....
LUNDÚNALOGGAN barmar sér engu
minna en Reykjavikurlöggan undan
vaxandi drykkjuskap ungmenna. Þar eru
það þó ekki 13 til 14 ára börn, sem eru
farin að bragða áfengi, nei, Lundúnalög-
reglan er að óskapast yfir þvi, að
unglingar á aldrinum 18 til 21 skuli vera
farnir að drekka meira en áður. A siðasta
ári þurfti Lundúnalögreglan að hafa meiri
eða minni afskipti af um það bil 35.700
manneskjum, sem gerðu óskunda af ein-
hverju tagi i ölæði.
DEAN MARTIN — sá ameriski kvik-
myndaleikkonur daginn út og daginn inn?
daginn, hvort það væri ekki mikið gaman
að vera endalaust að kyssa fagrar kvik-
myndaleikonur daginn út og daginn inn?
— Nei, hreint ekki, svaraði Martin. 1
sannleika sagt er það með þvi erfiðasta,
sem kvikmyndaleikarar fást við. Þessar
nærmyndatökur eru óþolandi, þó svo að á
hvita tjaldinu virðist það vera unaður
einn. Einn einasti kvikmyndakoss getur
útheimt jafnlangan tima i kvikmyndaver-
inu og að skjóta niður heilan bófaflokk i
kúrekamynd. — Það gerir til að mynda
nefið á manni og svoleiðis lagað. Leik-
stjórarnir geta aldrei gert sig ánægða
með, hvernig andlitin mætast, og þegar
kossinum er loksins lokið, er maður úr
vinda af þreytu — og leiðindum....
MEIRA EN 750.000 Amerikanar létu vana
sig á árinu 1970 einu saman, segir i nýút-
komnu læknariti amerisku. Þar er þvi
lika spáð, að á þessu ári verði þeir að
minnsta kosti milljón talsins, sem láti
gera á sér þessa 20 minútna sársauka-
lausu aðgerð.
DEWl FYRRUM FRÚ SUKARNI, hefur
nú nælt sér í franskan fjármálaspeking,
Francisco Paesa að nafni. Brúðkaup
þeirra er ráðgert á næstunni. — Fyrst
þurftu þau að bregða sér i forskots-brúð-
kaupsferð um Evrópu, svona rétt áður en
„alvaran” byrjar.
JOHN LENNON haföi á sinum tima ekkú
tök á þvi að taka þátt i hinum margfrægu
Bangla Desh-hljómleikum þeirra bitla
bræðra sinna, Ringós og George i New
York i fyrrasumar. John Lennon lét það
hins vegar ekki undir höfuð leggjast að
vera viðstaddur frumsýningu kvik-
Byndarinnar, sem gerð var frá Bangla
Desh-hljómleikunum. Myndin var frum-
sýnd I New York sl. miðvikudag að við-
stöddum frægum bitilmennum og frúm
þeirra. Hér má sjá þau John og Yoko
mæta til frumsýningarinnar.
MJÖG FJÖLBREYTT URVAL TBL
m FERMCVGARGJAFA
Opið til kl. 10 í kvöld
HÚSGÖGN Á TVEIM HÆÐLM
Skatthol — Skrifborð — Stólar
Svefnbekkir — Svefnsófar — Svefnstólar j
Stakir stólar
HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR
BRAUTARHOLTI 2 — SÍMI 11-9-40