Vísir - 28.03.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 28.03.1972, Blaðsíða 5
Vísir. Þriðjudagur 28. marz 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Vilja jafnmarga í skiptum fyrir Bretana Stjórnvöld neita að hafa fengið bréf frá mannrœningjunum, ALLENDE Hópur fyrrverandi yfir- manna i her Chile hefur veriö handtekinn, og eru ‘mennirnir sakaðir um að hafa gert samsæri um að steypa af stóli Allende for- seta og stjórn hans. Bylt- ingin mun hafa átt að vera síðastliðinn föstudag. Uppreisnarmenn höfðu sam- band við einstaklinga i her og lög- reglu og reyndu að fá þá til að taka þátt i ráðabruggi sinu. Her- menn og lögregluþjónar visuðu þessum tilmælum algerlega á bug, að sögn talsmanns rikis- stjórnarinnar i morgun. Meðal þeirra, sem stóðu að samsærinu, var Alberto Barque- dano fyrrum hershöfðingi og Marshall Marchesse fyrrverandi ofursti, sem báðir hafa verið opinskáir andstæðingar Allendes Menn þessir verða dregnir fyrir herrétt, sagði talsmaður Chile- stjórnar. Hægrisinnaður flokkur, sem kallast samtök fyrir frelsi og föðurland er sagður flæktur i samsærið. Lögreglan gerði skyndileit um helgina i þremur skrifstofum samtakanna og fann þar nokkurt magn vopna. en Inönu gamli hefur aðra skoðun Skæruliðar, sem rændu þremur brezkum ratsjár- tæknimönnum, hafa kraf- izt þess, að þremur vinstri sinnuðum byltingar- mönnum verði sleppt úr tyrkneskum fangelsum, að sögn fyrrum forsætisráð- herra Tyrklands, Ismet Inönu, í Ankara i gær- kvöldi. 1 tilkynningu, sem hann gaf út um málið, segir hann, að ræningjarnir hafi skilið eftir sig bréf, þar sem ðskað sé eftir þvi, að þrir félagar i „alþýðuher” skæruliða, verði látnir lausir. Þeir hafa verið dæmdir til dauða fyrir mannrán og bankarán með vopnum. „Verði þessir þrir Soledadbrœður sýknaðir eftir tvö ár í fangelsi Umsjón: Haukur Helgason hengdir, munum við drepa gisl- ana,* segir i bréfi mannræningj- anna. Fylkisstjórinn i Ordufylki neitaöi hins vegar i gærkvöldi, að slikt bréf hefði bor- izt. Það gerði einnig saksóknari i fylkinu og yfirmaður lög- reglunnar i Ankara. Inönu er leiðtogi „hægfara lýð- veldis flokksins” og andvigur dauðarefsingu fyrir pólitiska glæpi. Forsœtisráðherrar í vanda Þeir reyndu að brosa, Edward Heath og Brian Faulkner, forsætisráð- herra Norður-trlands. Stefna Heaths var hins vegar að ýta stjórn N-tr- lands til hliðar, og nú mótmæla mótmælendatrúarmenn i Norður-tr- landi, en kaþólskir una sæmilega við. Tveir lifðu af þremur — Krafist mestu refsingar í móli Angelu Davies, sem er sökuð um þótt í tilraun til að frelsa Soledadbrœðurno Kviðdómur í San Francisco úrskurðaði i gærkvöldi tvo svert- ingja, sem eru þekktir sem Soledadbræðurnir, saklausa af ákærum um að hafa myrt fangavörð- inn John Mills i Soledad- fangelsi i janúar 1970. Þetta mál hefur vakið einna mesta athygli af sakamálum um kynþáttaátök i Bandarikjunum, og það er nátengt máli Angelu Davis sjálfrar. Þriðji svertinginn, George Jackson, var einnig ákærður um morðið, en hann er ekki lifs. Hann var skotinn til bana i flótta- tilraun i spetember siðastliðnum. George Jackson varð hetja svörtu hlébarðanna en margir fullyrtu að Soledadbræður allir hefðu ver- o Angela Davies var fyrir skö- mmu látin laus úr fangelsi gegn hárri tryggingu, sem bóndi i Fresno i Kaliforniu lagði fram, öllum að óvörum. A myndinni er hún að fagna frelsinu og með henni bóndinn, Roger McAfee, og börn hans. ið handteknir og ákværðir rang- lega vegna þátttöku sinnar i bar- áttu bandariskra svertingja. Þeirsem voru látnir lausir, eru 28 ára John Clutchette og 26 ára Fleeta Drumgo. „Angela elskaði George". Það er einmitt flóttatilraun Soledadbræðra, sem Angela Davies er ákærð fyrir, en þar reyndu svertingjar að bjarga Soledadbræðrum úr dómshúsi i San Rafael i Kaliforniu. Þetta var i ágúst 1970, og var dómari og þrir aðrir voru skotnir til bana i þeirri tilraun. Bróðir Georges Jacksons, Jonathan Jackson, var sá, sem skipulagði flóttann og féll i til- rauninni. Angela Davies er ák- værð fyrir að hafa útvegað Jonat- han byssu þá, sem grandaði dómaranum. t réttarhöldunum yfir Angelu Davies, sem hófust i gær, krafðist ákærandi þess, að hún yrði dæmd fyrir fyrstu gráðu morð, þvi að hún hefði útvegað Jonathan byssuna, en hún hefði „elskað George Jackson”, sagði ákærandi. Samkvæmt lögum i Kaliforniu er sá, sem tekur þátt i undirbúningi verknaðar, sem leiðir til morðs, jafnsekur og sá, er morðið fremur. /,Sýnir ofsóknir". Verjandi Angelu sagði i gær, eftir að kunnugt varð um sýknu- dóminn yfir Soledadbræðrum, að úrslit þess máls sýndu glöggt, að um ofsóknir væri að ræða. Gilti hið sama i máli Angelu Davies og sjálfu máli Soledad- bræðra að þvi leyti. „Guð blessi kviðdóminn," sagði móðirin. Foreldrar Soledadbræðra fögn- uðu dóminum, og móðir annars þeirra hrópaði: „Guð blessi kvið- dóminn, guð blessi dómarann”. Ættingjar grétu hástöfum i réttarsalnum. Clutchette og Drumgo hafa setið i fangelsi siðan fangavörðurinn Mills var drepinn. Ákærandi i málinu gegn Angelu Davies sagði i gær, að vegna ást- ar sinnar á George Jackson hafi Angela ekki fundið til neinna samvizkukvala vegna þátttöku sinnar i samsæri um að frelsa George og félaga hans. Hann sagði, að Jonathan og Angela og aðrir samsærismenn hefðu ætlað að halda dómaranum og öðrum gislum, þar til Soledad- bræður hefðu verið látnir lausir. Ákærandi viðurkenndi, að Angela hefði verið hvergi nærri, þegar fólkið var drepið við dómshúsið i San Rafael. „Við munum samt leggja fram sannanir fyrir þvi, að ungfrú Davies er ábyrg fyrir drápinu á Harold Haley dóm- ara,” sagði hann. Angela Davies er sögð hafa keypt vopnin, sem Jonathan Jackson og félagar hans i frelsunartilrauninni notuðu. Mörgum skammbyssum og riffli var komið inn i réttarsalinn, sagði ákærandinn. Vopnin voru i litilli tösku, þar sem siðar fundust tvær bækur, sem Angela Davies átti. m-------► George Jackson er sagður hafa verið elshugi Angelu Davies. llann var skotinn til bana i september siðastliðnum á flóttatilraun úr íangelsi. Áður hafði bróðir hans, Jonathan, fallið i tilraun til að bjarga George og tveimur öðrum, sem liafa verið kallaðir Soledad- bræður. í þeirri tilraun féll dómari og tveir aðrir auk Jonathans. SAMSÆRI GEGN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.